GÓP-fréttir

Bls.
24 - 29

Námsmarkmið áfangans STÆ-3003
Kennslubók:
Thomas' CALCULUS - ISBN 0-201-44141-1

Preliminaries 3: Veldisföll

Yfirlit yfir þau atriði sem ætlast er til að nemendur hafi á valdi sínu þegar þeir ljúka námi í þessum kafla. Athugaðu að sleppt er þeim atriðum í lok kaflans þar sem gert er ráð fyrir að lausnir séu fundnar með aðstoð öflugs vasareiknis eða tölvu.

Skil-
grein-
ingar
Nemendur geti skilgreint (=útskýrt)  hugtökin:
veldi og veldareglur, árlegir vextir og vaxtavextir, veldis-vöxtur, fjölgun lífvera, grunntala veldisfalls, veldisfallið ex og veldisfallið ax, grunntala veldisfalls, veldis-rýrnun, jöfn og stöðug aukning/hnignun.
Kunna
utan
Nemendur kunni utan að:
  • veldareglurnar þegar a og b eru pósitífar rauntölur:
    1) ax . ay = ax+y
    2) ax / ay = ax-y
    3) (ax)y = axy
    4) ax . bx = (ab)x
    5) ax / bx = (a/b)x   
  • útlit fallsins y = ax fyrir mismunandi gildi á a,
Sann-
anir
Nemendur geti sannað veldareglurnar. 
Reikni-
aðferð-
ir
Nemendur geti með reikningi eða/og samfelldum rökstuðningi:
  • teiknað graf veldisfalls og reiknað formengi og varpmengi,
  • umritað formúlu veldisfalls til breyttrar grunntölu,
  • reiknað formúlu veldisfallsins f(x) = k . ax þegar þekktir eru tveir punktar á grafi fallsins,
  • reiknað lausn/lausnir einfaldrar veldisjöfnu,
  • skrifað jöfnu vaxtar eða rýrnunar og reiknað áhrifin eftir tiltekinn tíma eða hversu langan tíma tiltekin breyting hefur orðið svo sem bakteríufjölgun, geislun, vextir, rýrnun, fækkun.

Efst á þessa síðu * Forsíða