GÓP-fréttir
Bls.
44-59
|
Námsmarkmið
áfangans STÆ-3003
Kennslubók: Thomas' CALCULUS - ISBN 0-201-44141-1
Preliminaries 5: Hornaföll og andhverfur þeirra
Yfirlit yfir þau atriði sem ætlast er til að nemendur hafi á valdi
sínu þegar þeir ljúka námi í þessum kafla. Athugaðu að sleppt
er þeim atriðum í lok kaflans þar sem gert er ráð fyrir að lausnir
séu fundnar með aðstoð öflugs vasareiknis eða tölvu. |
Skil-
grein-
ingar |
Nemendur geti skilgreint
(=útskýrt) hugtökin: (Orðskýringar)
horn, geislar horns, upphafsgeisli horns, lokageisli horns, gráðumál
horna, radíanmál horna, einingarhringur, ummál hrings, sínus,
kósínus, tangens, kótangens, hornaföll, gröf hornafalla,
eftirlætisþríhyrningar í einingarhringnum, graf: reglubundin
endurtekning, útsláttur og tíðni, lota, lotulengd, tíðni, |
Kunna
utan
að |
Nemendur kunni utan að
(Orðskýringar)
- sambandið: cos2(x) + sin2(x) = 1
- samlagningarreglur hornafalla:
cos(A+B) = cosA cosB - sinA sinB
sin(A+B) = sinA cosB + cosA sinB
- reglurnar um hálfa hornið:
cos(2x) = cos2(x) - sin2(x)
sin(2x) = 2. sin(x).cos(x)
- kósínusregluna:
c2 = a2 + b2 - 2ab.cosC
- Gildi hornafallanna í eftirlætisþríhyrningum einingarhringsins,
- gröf hornafallanna sin(x), cos(x) og tan(x),
|
Sann-
anir |
Nemendur geti (Orðskýringar)
- sannað kósínus-regluna,
- leitt reglurnar um hálfa hornið og reglurnar um cos(A-B) og
sin(A-B) út frá samlagningarreglunum,
|
Reikni-
aðferð-
ir |
Nemendur geti með
reikningi eða/og samfelldum rökstuðningi: (Orðskýringar)
- reiknað öll hornaföll horns ef eitt hornafall þess er tiltekið,
- reiknað öll þau horn sem hafa tiltekið hornafall,
- reiknað með vasatölvu stærð horns og öll önnur hornaföll
þess þegar eitt hornafall þess er gefið,
- teiknað gröf ósamsettra hornafalla með mismunandi útslætti,
tíðni, lotulengd og lóðréttri og láréttri hnikun,
- reiknað radíanmál horns sem upp er gefið í gráðum og öfugt,
- reiknað lausnir einfaldra hornafallajafna,
- notað samlagningarreglur hornafalla til að ganga úr skugga um
hvort tilteknar hornafallastæður eru jafngildar.
|
>> |
Skýringar:
Hér fylgja nokkrar orðskýringar til að tryggja að textinn
skiljist rétt. |
Orð-
skýr-
ingar: |
- eftirlætisþríhyrningarnir í einingarhringnum = þeir
þríhyrningar í einingarhringnum sem hafa í upphafspunktinum
hornið 0°, 30°, 45° og 60° og svo öll þessi horn + p.90°
þegar p = 1, 2 og 3,
- geisli horns: upphafsgeisli horns = initial ray þ.e. sá geisli sem
liggur út eftir pósitífa x-ásnum,
lokageisli horns = hinn geislinn, geislinn sem afmarkar hornið
ásamt upphafsgeislanum,
- hornafallastæður jafngildar: dæmi: sannið að rétt sé að rita
cos(x - pí/2) = sin(x),
- ósamsett hornafall = hornafall af gerðinni y = a .
hornafall(x) (t.d. y = 7 sin(x) en ekki t.d. y = sin(cos(x)) eða y =
sin(x) . cos(x)),
|