GÓP-fréttir

Bls.
99-111

Námsmarkmið áfangans STÆ-3003
Kennslubók:
Thomas' CALCULUS - ISBN 0-201-44141-1

Kafli 1: 02 Markgildi og einhliða markgildi

Yfirlit yfir þau atriði sem ætlast er til að nemendur hafi á valdi sínu þegar þeir ljúka námi í þessum kafla. Athugaðu að sleppt er þeim atriðum í lok kaflans þar sem gert er ráð fyrir að lausnir séu fundnar með aðstoð öflugs vasareiknis eða tölvu.

Skil-
grein-
ingar
Nemendur geti skilgreint (=útskýrt)  hugtökin: (Orðskýringar)
samloku-reglan, einhliða markgildi, vinstra markgildi, hægra markgildi,
Kunna
utan
Nemendur kunni utan að (Orðskýringar)
  • markgildareglurnar: summureglan, mismunareglan, margfeldisreglan fastareglan, kvótareglan, veldisreglan,
  • aðferð til að reikna markgildi margliðu,
  • aðferðir til að reikna markgildi ræðra falla með því að finna eða/og búa til þætti í nefnara sem stefna á núll og stytta þá út,
  • aðferðir til að beita samlokureglunni til að reikna markgildi samlokaðrar stæðu,
Sann-
anir
Nemendur geti  (Orðskýringar
  • notað samlokuregluna til að sanna að limx->0 sin(x) / x = 1
Reikni-
aðferð-
ir
Nemendur geti með reikningi eða/og samfelldum rökstuðningi:  (Orðskýringar)
  • ákveðið hvort tiltekið graf er hefur markgildi í tilteknum punkti,
  • notað markgildisreglurnar til að einfalda markgildareikninga,
  • reiknað markgildi ræðra falla þegar x stefnir á tiltekið gildi,
  • notað samlokuregluna til að ákvarða markgildi samlokaðs falls í tilteknu x-gildi,
 >> Skýringar:
Hér fylgja nokkrar orðskýringar til að tryggja að textinn skiljist rétt.
Orð-
skýr-
ingar:
  • einhliða markgildi: vinstra markgildi kallast þegar x nálgast mark sitt frá vinstri með sífellt hækkandi gildum en hægr markgildi er þegar x nálgast sitt mark frá hægra með sífellt minnkandi gildum,
  • samloku-reglan = sandwich-theorem

Efst á þessa síðu * Forsíða