Frontpage of GOP-frettir
Dante In Iceland * Table of contents
Opna þessa síðu * open this Site>> http://www.GOPfrettir.net/open/D_research

*  

3. april 2013
Giancarlo Gianazza:

Research in Iceland 


Giancarlo Gianazza
Table of Contents * Efnisyfirlit



Giancarlo Gianazza and
Thorarinn Thorarinsson 2006

April 2002

The beginning
of my research


The searching team of July 2012
- at the stone-fish

- mouse on for a bigger picture!

Apríl 2002

Upphaf
rannsóknarinnar

Þýðing uppfærð 1. júlí 2013, GÓP, Vigfús Magnússon og Þórarinn Þórarinsson

Back in 2002 I realised that a tercet of Dante Alighieri’s Divine Comedy might refer to an island close to the Arctic Circle; at the time, I had no idea that intuition would condition my life for over ten years.

What on Earth might Dante have to do with Iceland?

Árið 2002 gerði ég mér grein fyrir að eitt erindi, þ.e. ein þriggja lína vísa, í kvæðinu Divina Comedia (Gleðileikurinn / Hinn guðdómlegi gleðileikur) eftir Dante Alighieri (1265 - 1321) gæti vísað til eyjar nálægt heimskautsbaugi. Þá kom mér ekki til hugar að það innsæi mitt myndi stjórna lífi mínu næsta áratuginn - eða vel það.

En hvað í ósköpunum gæti Dante haft með Ísland að gera?

It looked like an absurd idea to be rejected without losing time on it. However, though it was hard to believe, I felt the meaning of those lines was exactly that one. I had to enquire. I felt it might be something extremely important, and the involvement of a personage such as Dante was a good guarantee.

In the following months I was able to recreate the plot of the subtext in between the lines of the poem, a really encoded message based on line numeration as well. Words and numbers together gave the text a new meaning, which no-one had ever explored before.

Hugmyndin virtist fráleit og ekki þess virði að elta ólar við. Engu að síður - þótt útrúlegt væri - fannst mér merking þessara lína vera nákvæmlega þessi vísun. Þetta varð ég að rannsaka betur. Mér fannst þetta gæti verið eitthvað mjög mikilvægt og það stappaði í mig stálinu að svo merkur maður sem sjálfur Dante skyldi eiga hér hlut að máli.

Á næstu mánuðum tókst mér að lesa úr kvæðinu skilaboð sem fléttuð voru inn í textann og studdust meðal annars við línutal og staðsetningu áhrifaorða í línu. Orð og tölur til samans gáfu þannig texta kvæðisins nýja merkingu sem enginn hafði áður kannað.

An island close to the Arctic Circle was pointed out. Its name, Thule, was indicated through a pun a few lines before. Thule is the mythical land in the far north mentioned also by Virgil in his Georgics.

"Tibi serviat ultima Thyle" (Virgil, Georgics, book I, 30) - furthest Thule serves you.
In this line, Virgil invokes the Ultima Thule; he wanted to wish Octavian to expand his empire up to the fabulous land in the far north.

Vísað var til eyjar nærri heimskautsbaugi. Nafn hennar, Thule, kom fram í orðaleik fáum línum fyrr. Thule er dularfulla landið fjærst í norðri sem Virgilius hafði áður minnst á í kvæði sínu um landbúnað, Georgics.

"Tibi serviat ultima Thyle" (Virgil, Georgics, book I, 30) - fjarlægsta Thule myndi gagnast þér.
Í þessari línu bendir Virgilius á Ultima Thule, goðsagnakennda ævintýralandið nyrst á hjara heims, og hvetur Octavian að færa út veldi sitt alla leið þangað.

Then the Kjölur route was pointed out, as well as the right latitude along that ancient road connecting the South with the North of the island to this day. Þá var vísað til hinnar fornu leiðar um Kjöl milli suður- og norðurhluta eyjarinnar og tiltekin breiddargráða sem hana sker. 
Dante goes up a river by walking along its bank, describing the place. From that description it is possible to recognise the stretch of the Jökulfall, the river going from the Kjölur route to the Gýgjarfoss Waterfall, the confluence with Blákvísl. Dante gengur upp með vatnsfalli og lýsir staðháttum. Lýsingin kemur heim og saman við umhverfi Jökulfallsins frá Kjalvegi að Gýgjarfossi þar sem Blákvísl rennur í það.  
The poem closes with the description of the amphitheatre of the snow-white rose of the blessed where Beatrice is enthroned. Kvæðinu lýkur með lýsingu á hringsviði hinnar snæ-hvítu rósar hinna blessuðu þar sem Beatrice er leidd til hásætis.
Therefore, was there a natural amphitheatre along that river stretch, or maybe exactly at the end of Dante’s route, at the waterfall?
Was that the message? Moreover, if that natural amphitheatre really existed, why was it pointed out in an encoded way?
Merkti þetta að einhversstaðar við þessa á væri að finna klettavegg sem myndaði hringsvið - jafnvel nákvæmlega þar sem lýsingu Dantes á leiðinni að fossinum lauk? Var þetta boðskapurinn? Og ennfremur - ef þetta náttúrulega hringsvið var í rauninni til - hvers vegna að dulkóða lýsingu þess í stað þess að segja hana berum orðum?
At that stage of research, I was grappling with questions and doubts. It looked like I could not get anything else from studying the Comedy. Many times I got to a stalemate, and I didn’t know how to go on. In one of those times, I thought I could examine works by Renaissance painters again. After all, I had decided to read the Divine Comedy again while watching Botticelli’s Primavera, which someone regarded as the possible Dante’s Garden of Eden. Botticelli also undertook to illustrate the one hundred Cantos of the Divine Comedy. Perhaps his drawings might give me some clues for interpreting the lines properly. Botticelli was an apprentice at the workshop of Verrocchio together with Leonardo da Vinci, and thus they were likely to have shared the same expertise. Therefore, I decided to examine Leonardo’s paintings carefully, too. Þegar hér var komið rannsókn minni glímdi ég við margar spurningar og efaðist um margt. Ég virtist kominn í strand með rannsókn mína á Gleðileiknum. Oftsinnis var ég kominn í pattstöðu og sá enga leið fram á við. Einhverju sinni þegar þannig stóð á kom mér í hug að skoða aftur verk málara endurreisnartímabilsins. Ég hafði einmitt byrjað þessar nýju rannsóknir á Gleðileiknum eftir að hafa skoðað málverkið Primavera (Vorið) eftir Botticelli sem einhver hafði taið hugsanlega geta átt að tákna Paradís Dantes í Gleðileiknum. Botticelli hafði einnig tekið að sér að myndskreyta hina eitt hundrað kafla kvæðisins. Hugsanlega gætu teikningar hans komið mér á sporið að ráða í textann. Botticelli og Leonardo da Vinci voru samtímis nemendur á vinnustofu Verrocchios og hefðu væntanlega deilt sömu þekkingu. Ég ákvað að grandskoða líka verk Leonardos.
When I realised that by following the traits of the profiles of the central figures in The Last Supper by Leonardo I could see the stretch of the Jökulfall River up to its confluence with the Blákvísl, at first I thought it was just fantasy. However, I found myself watching the quote of the most famous line in the Comedy (Madonna and Child with Six Saints) in the Madonna and Child with Six Saints by Botticelli, and I saw Archangel Michael holding a sort of globe with Iceland only, pointing out just the river stretch I had learnt to recognize by that time. Then, I had no doubts.
It could not be a chance.
Í fyrstu hugði ég það ímyndun þegar ég sá að með því að fylgja útlínum þeirra sem sátu fyrir miðju borðsins í Síðustu kvöldmáltíðinni eftir Leonardo var þar kominn farvegur Jökulfallsins frá Kjalvegi að vatnamótum við Blákvísl. Og mér kom í hug línan fræga úr Gleðileiknum: O virgin mother, daughter of thy Son, Pa XXXIII, 1, þegar ég skoðaði málverkið Madonna and Child with Six Saints eftir Botticelli og sá Mikael erkiengil halda á nokkurs konar hnetti þar sem aðeins mátti sjá Ísland og fingur hans vísa einmitt á þann hluta árfarvegarins sem ég hafði þá náð að átta mig á. Þá rann efinn af mér.
Þetta gat ekki verið tilviljun.
The figure of Leonardo acting as Plato is the core of the School of Athens by Rafael in the Stanza della Segnatura. In this room there are also another two frescoes where Dante appears: the Disputation of the Holy Sacrament and the Parnassus. The latest is a clear reference to a clear-cut moment described in the Divine Comedy: the entrance in the Divine Forest, when Dante is still accompanied by his guide, Virgil, and the poet Statius. Myndin af Leonardo í hlutverki Platos er kjarninn í mynd Rafaels Aþenuskólinn í stofunni Stanza della Segnatura sem er herbergi í höll páfa í Vatikaninu í Róm þar sem undirrituð voru opinber skjöl Páfagarðs. Þar eru líka tvær aðrar freskur þar sem Dante sést: La disputa (rökræðan um hið heilaga sakramenti) og Parnassus, sem er skýr vitnun til Gleðileiksins: Inngangurinn í hinn guðdómlega skóg þegar Dante er enn í fylgd leiðsögumanns síns, Virgilíusi, og skáldinu Statíusi.
I decided to go on studying the Comedy as well as paintings by Botticelli, Leonardo and Rafael. If the encoded message was the same, comparative analysis might be the right way to understand it.
The task was not easy in the least. It was a matter of exploring a new land. Fortunately, Francesco Velardi was ready to follow me and help me in this journey. Thanks to his knowledge of the Comedy, Florentine literature, medieval history, geography and astronomy, he was the right person for debate, and to exchange ideas.
Ég ákvað að halda áfram að rannsaka Gleðileikinn og jafnframt verk þeirra Botticellis, Leonardos og Rafaels. Ef dulkóðuð skilaboð þeirra allra væru á sömu lund gæti samanburður þeirra verið rétta aðferðin til skilnings. Þetta var ekkert áhlaupaverk. Hér þurfti að kanna alveg nýjar slóðir. Sem betur fór var Francesco Velardi reiðubúinn að fylgjast með mér og aðstoða mig á þessari vegferð. Með þekkingu sinni á Gleðileiknum, flórentískum bókmenntum, miðaldasögu, landafræði og stjörnufræði var hann einmitt rétti maðurinn til að rökræða og skiptast á hugmyndum við.

April 2004

The first contact

Apríl 2004

Fyrsta tengingin

The confirmation provided by Leonardo’s and Botticelli’s paintings was the first fact making me think that something important should be in Iceland; I was quite sure about that.
The final destination had to be the Gýgjarfoss Waterfall, but it should be part of a natural amphitheatre, which Dante represented in the allegory of the snow-white rose. The fountain described in the last Canto of the Purgatory, where Dante is immersed in the river before going up to the celestial spheres of Heaven, seemed to be the final point of Dante’s journey, and of my research.
At this stage I had no choice. It was a matter of checking the information obtained personally. In short, I had to go exactly there, to the place where even Dante himself had gone, maybe: Iceland.
I had the right opportunity thanks to an accidental series of events, as often happened to me during my years of research; anyway, I reached my destination.
At the reception for the opening of a Scandinavian design exhibition at the Triennale di Milano, I met Mr Thorgeir Ólafsson, an officer from the Icelandic Ministry of Culture in the retinue of the President’s wife, the sponsor of the event. I told him about the result of my research, focusing on Iceland.
Það sem ég las út úr verkum Leonardos og Botticellis var það fyrsta sem varð til þess að mér datt í hug að eitthvað markvert ætti væri á Íslandi. Ég var nokkuð viss um það. 
Lokatakmarkið hlaut að vera Gýgjarfoss og hann ætti að vera hluti af einhverju sem líktist náttúrulegu hringsviði sem Dante lýsti í goðsögninni um hina snæ-hvítu rós. Lindin sem lýst er í lokakafla Hreinsunareldsins, þar sem Dante er dýft í ána áður en hann stígur upp til æðstu himna, virtist vera lokapunktur ferðar hans og um leið rannsóknar minnar.
Þegar hér var komið hafði ég ekki lengur um neitt að velja. Ég varð að kanna sjálfur sannleiksgildi þeirrar niðurstöðu sem ég hafði komist að. Sem sagt: Ég varð að fara nákvæmlega þangað sem Dante sjálfur hafði hugsanlega farið, til Íslands. Ég fékk tækifæri til þess með tilviljanakenndum aðdraganda - eins og oft hefur orðið á þessum rannsóknarárum mínum. 
Í móttöku við opnun sýningar á norrænni hönnun á Mílanó-þríæringnum hitti ég Þorgeir Ólafsson, fulltrúa í íslenska menntamálaráðuneytinu í föruneyti íslensku forsetafrúarinnar sem var stuðningsaðili viðburðarins. Ég sagði honum frá þeim niðurstöðum rannsókna minna sem bentu til Íslands.
After about one month from our meeting in Milan, Mr Thorgeir Ólafsson sent me an email telling me that Mr Thorarinn Thorarinsson might be interested in my theory about Iceland hiding a mystery. At that time, Mr Thorarinn Thorarinsson was a Reykjavik City Planning project manager and architect, as well as the President of the Icelandic Architects Association. He has also been a great lover of Iceland old history for years.
I got immediately in touch with him, and we immediately agreed. He realised the importance of the research at once, and said he would do what he could to help me, telling me also about the opportunity to consult other experts in the field.
Um það bil mánuði síðar sendi Þorgeir mér netpóst og tjáði mér að Þórarinn Þórarinsson arkitekt gæti haft áhuga á hugmyndum mínum um að leynda dóma kynni að vera að finna á Íslandi. Þórarinn vann hjá Skipulagi Reykjavíkur sem verkefnisstjóri og var jafnframt formaður Arkitektafélags Íslands. Hann hafði líka um langt árabil verið mikill áhugamaður forníslenskar sagnir.
Ég hafði strax samband við hann og við urðum fljótt sammála. Hann gerði sér strax grein fyrir mikilvægi rannsóknarinnar og kvaðst mundu gera allt sem hann gæti mér til aðstoðar og leita ráða hjá öðrum sérfræðingum á þessu sviði.
In the following months, my Icelandic friend supplied me with a very interesting series of data and news. Mr Thorarinsson was not just an effective correspondent on site, but a person who had been following old traces of the mysterious history of his land for twenty years, events that might as well be linked with the core of my discoveries. Á næstu mánuðum sendi þessi íslenski vinur mér mikið af áhugaverðum upplýsingum og gögnum. Þórarinn var ekki aðeins afkastamikill bréfritari á réttum stað. Hann hafði um tveggja áratuga skeið lagt sig eftir að fylgja fornum vísbendingum gegnum flókið sögusvið lands síns - og aflað sér upplýsinga sem vel gætu tengst mínum uppgötvunum.
From him I came to know that a scholar, Einar Pálsson, had been supporting a theory for years, according to which the old Icelandic sagas hid a coded message in between the lines, referring to facts concerning mythology, old geometry and numerology. In particular, Pálsson thought that this kind of geometry and relevant holy numerology had been used to provide measurement as well as a sort of cartographic representation of large areas of Iceland; and to do that, experience in the measurement of earth was definitely necessary. I had no doubts: it was the very geometry in which both Dante and Leonardo had proved to be great experts. Hann sagði mér af fræðimanninum Einari Pálssyni. Einar hafði í mörg ár unnið við að staðfesta tilgátu um að milli lína ýmissa Íslendingasagna mætti lesa staðreyndir um dulfræði, fornar landmælingar og talnafræði. Einar hafði sérstaklega álitið að þessi tegund landmælinga og viðeigandi helg talnaspeki hefði verið notuð til mælinga og kortagerða stórra svæða Íslands og til þess hefði á þeim tíma vissulega orðið að vera fyrir hendi kunnátta í landmælingum. Ég velktist ekki í neinum vafa um að hér hlaut að vera um að ræða einmitt þá tegund rúmfræði sem bæði Dante og Leonardo höfðu sýnt sig að vera sérfræðingar í.
The studies of Pálsson, who had died a few years earlier, were ignored by his colleagues, and his books were forgotten.

E. PALSSON, The Roots of Icelandic Culture, 7 vols., Reykjavik, Mimir, 1969-85. Grandiose work translated and synthesized in English in three short monographs:
- The Dome of Heaven: The Marking of Sacred Sites in Pagan Iceland and Medieval Florence, Reykjavik, Mimir, 1981.
- Hypothesis as a Tool in Mythology, Mimir, 1984.
- Celtic Christianity in Pagan Iceland, Mimir, 1985.

Einar hafði dáið fáum árum áður. Aðrir fræðimenn létu verk hans sig litlu varða og bækur hans gleymdust að mestu.

E. PALSSON, The Roots of Icelandic Culture, 7 vols., Reykjavik, Mimir, 1969-85. Grandiose work translated and synthesized in English in three short monographs:
- The Dome of Heaven: The Marking of Sacred Sites in Pagan Iceland and Medieval Florence, Reykjavik, Mimir, 1981.
- Hypothesis as a Tool in Mythology, Mimir, 1984.
- Celtic Christianity in Pagan Iceland, Mimir, 1985.

However, as I could see from the photos and documents attached to his mails, Thorarinn had found important clues proving the theory of Pálsson about the measurement of Iceland during the first settlements, approximately in the 9th century.
Iceland was politically independent and with great cultural fervour for a long time, until the Norwegian invasion of the 13th century. The memory of that time was preserved and handed down through several sagas, the most famous of which was definitely Edda by Snorri Sturlusson. Pálsson worked exactly on those texts, trying to decode confirmations of events occurred in the remote past of Iceland.
Samt sem áður gat ég merkt af ljósmyndum og efni sem fylgdi netpóstum Þórarins að hann hafði fundið mikilvægar vísbendingar til stuðnings tilgátu Einars um landmælingar á Íslandi á fyrstu tímum byggðar á níundu öld.
Ísland var sjálfstætt ríki í meira en þrjár aldir uns Noregskonungur náði landinu undir sig á 13. öld. Í landinu var rík sagnahefð og minni þeirra tíma varðveittist og skilaði sér til eftirkomandi kynslóða með fjölmörgum sögnum. Frægust ritaðra bóka er tvímælalaust Edda Snorra Sturlusonar.
Snorri quickly became known as a poet, but was also a successful lawyer and politician. In 1215, he was elected lawspeaker at the Icelandic parliament, the Althing: the only public office of the Icelandic Commonwealth, a position of high respect.

Sturlunga Saga tells us that in summer 1216, Snorri was accompanied to the Althing session by a stranger called Herburt, an expert in weapons. In the following year, Snorri attended a summer session of the Parliament with a military escort of 80 foreigners called Austmenn, that is, men from the east, east of the ocean (the Continent). Those men with shields and armour were all dressed in the same way.

Snorri varð snemma þekktur sem skáld en auk þess var hann lögfróður og hafði afskipti af stjórnmálum. Árið 1215 var hann kjörinn lögsögumaður Alþingis, sem var eina opinbera embætti íslensku stjórnskipunarinnar og mikil virðingarstaða.

Í Sturlungu segir frá því að sumarið 1216 var í föruneyti Snorra til Alþingis ókunnur maður sem nefndur var Herburt og sagður afar vopnfær. Ári síðar kom Snorri til þings með sveit 80 útlendra manna sem kallaðir voru Austmenn, sem merkir að þeir komu úr austri, þ.e. frá landinu austan hafsins (meginlandi Evrópu). Þessir menn voru allir klæddir brynjum og báru skildi, voru "alskjaldaðir". 

Sturlunga Saga

by J. JOHANNESON, M. FINNBOGASON AND K. ELDJARN, published by Sturlungaútgáfan, 1946, vol. I, pages 267-269; and in Islendinga Saga – The Saga of Icelanders, text by Sturla Thordarson (1241-1284), published by the Cultural Fund and the National Culture Fellowship, Reykjavik, 1974, pages 41-43. It is a book with illustrations, mostly based on the complete edition of all sagas about Icelandic events occurring in the 12th and 13th centuries.

Sturlunga saga

ritstjórar J. JÓHANNESON, M. FINNBOGASON og K. ELDJÁRN, útgefandi Sturlungaútgáfan, 1946, bindi I, síður 267-269; og í Íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar (1241-1284), útgefandi Menningarsjóður og Þjóðvinafélagið, Reykjavik, 1974, síður 41-43. Frásagnabók aðallega byggð á heildarútgáfu allra Íslendingasagna frá 12. og 13. öld.

Sjá hér frásögnina orðrétta úr Sturlungu

There was no news as strange as that in the whole Icelandic history: it was an absolute anomaly, because the first military troops with regular army uniforms appeared in Iceland just in the 17th century, following an expedition of the King of Denmark. As Thorarinn told me, that fact has always tickled historians’ fancy. However, they have never been able to explain it. Ekkert í Íslendingabók Sturlu Þórðarsonar er eins furðulegt og þessi frásögn. Hún stingur í stúf við allt. Þórarinn sagði að þessi frásögn hefði alltaf valdið sagnfræðingum heilabrotum en þeir hafi aldrei fundið neina skýringu. Hermenn í einkennisbúningum birtust annars fyrst á Íslandi á 17. öld sem sendisveit danska konungsins.
Though I knew I could not produce a reliable historical documentation, at that point I was really hooked. How couldn’t I presume the mysterious itinerary leading to Iceland, obtained by deciphering the Comedy, was somewhat connected with those 80 armed men appearing at Snorri’s diet? Þótt ég vissi að ég gæti ekki með órækum hætti tengt þetta við rannsókn mína varð ég alveg gagntekinn af þessum upplýsingum. Ég sá auðvitað fyrir mér að það sem ég las úr Gleðileiknum gæti hæglega tengst þessum 80 hermönnum sem þarna höfðu birst á þingi með Snorra.

July  2004

The first journey

Júlí 2004

Fyrsta könnunarferðin

In my first journey to Iceland, July 2004, I had plenty of certainties, suggestions and, of course, hopes. Thorarinn set up my stay in Reykjavik as well as my journey to the lost place along the Kjölur route.
As soon as we reached our destination, the area was completely different with respect to the divine forest of birches described by Dante. The old plants were destroyed during the period of the Little Ice Age from 1300 to 1800. In old times birch woods covered 40% of Iceland. Icelandic farmers, too, caused deforestation: they used birch wood for heating and for making iron utensils.
Í fyrstu ferð minni til Íslands í júlí 2004 kom ég hlaðinn fullvissu, tilgátum - og auðvitað vonum. Þórarinn annaðist um mig í Reykjavík og sá um ferðina upp á þetta huldusvæði við Kjalveg.
Strax og þangað kom var ljóst að ásýnd svæðisins var gjörbreytt frá þeim guðdómlega birkiskógi sem Dante hafði lýst. Gróðurinn hafði eyðst á litlu ísöldinni sem varði frá 13. til 18. aldar en áður höfðu birkiskógar þakið 40% landsins. Landsmenn höfðu einnig gengið nærri skóginum því þeir nýttu hann til húshitunar og járnvinnslu.
With his SUV, Thorarinn was taking me to the Gýgjarfoss Waterfall, at the confluence of Jökulfall and Blákvísl. The dirt road leading to Mount Kellingarfjöll went exactly through there. As soon as I saw it I was disappointed. I thought I would find the waterfall in a rocky landscape recalling the shape of an amphitheatre. However, though I watched the waterfall from several angles, I could hardly see any snow-white rose amphitheatre of the blessed. Þórarinn ók okkur á jepplingi sínum að Gýgjarfossi sem er á mótum Jökulfalls og Blákvíslar. Hér liggur fjallaslóðin til Kerlingarfjalla. Þegar ég sá fossinn varð ég strax fyrir vonbrigðum. Ég hafði búist við að finna fossinn í klettalandslag sem minnti á hringsvið en þótt ég skoðaði fossinn og umhverfi hans frá öllum sjónarhornum sá ég hvergi neitt sem gæti svipað til þeirrar ímyndar sem ég hafði um hringsvið hinnar snæ-hvítu rósar hinna blessuðu.
Then Thorarinn told me that, on the day of his first inspections of the places I told him about, he had noticed a natural amphitheatre along the river, just fifteen minutes’ walk from the waterfall.
He drove me backward and showed me the place he thought to be the place I was looking for. Undoubtedly, the place was a natural amphitheatre dug by the river flowing down there. And its size was remarkable.
Þórarinn hafði farið hingað skömmu eftir að ég hafði sagt honum hvar leitarsvæðið væri. Hann sagðist þá rekist á stað við ána þar sem vissulega væri eins og hringsvið og þangað væri aðeins stundarfjórðungs gangur frá fossinum. Hann ók okkur til baka dálítinn spöl og sýndi mér staðinn. Það var engum blöðum um það að fletta. Hér hafði áin mótað hringsvið - og stærð þess var umtalsverð.
From the opposite bank, in front of the amphitheatre, we tried to approach the place as much as possible to observe the rocky shape of the place. We immediately paid attention to a rectangular stone slightly less than two metres high, located at the centre of the hollow, but slightly on the left. Á gilbrúninni austan megin, gegnt klettaveggnum, fórum við svo nærri sem við framast gátum til að grandskoða klettana handan árinnar. Strax komum við auga á ferkantaðan stein neðst í klettabeltinu. Hann var tæplega tveggja metra hár, aðeins vinstramegin í sviðinu.
Thorarinn told me what he instinctively thought about: not only had I found the amphitheatre, but that strange rectangular stone might have been placed in that spot to point out something.
Watching the place carefully, I thought I had come from Italy with the geographic coordinates of a lost area at the centre of Iceland, looking for a natural amphitheatre along the river; in just fifteen minutes’ search on the spot I found myself before a perfect natural amphitheatre with remarkable size, maybe the only one of this kind in the whole island; and the stone was so original that it might be the throne of Beatrice in the the amphitheater of the snow-white rose of the blessed. The whole series of coincidences was highly unlikely.
Þórarinn sagði að honum þætti sem ekki aðeins hefði ég fundið hringsviðið heldur í ofanálag þennan undarlega kantaða stein sem ef til vill hefði verið settur þarna niður til að gefa einhverskonar vísbendingu.
Ég horfði yfir ána og grandskoðaði svæðið eins ítarlega og unnt var. Hingað hafði ég komið frá Ítalíu með jarðhnit huldusvæðis í miðju Íslands, leitað þar meðfram vatnsfalli að náttúrulegu hringsviði og eftir fimmtán mínútna leit á svæðinu stóð ég hér og horfði yfir einmitt þannig hringsvið, verulega víðáttumikið og steinninn var svo sérstakur að hann gæti vel verið hásæti Beatrice, hinnar snæ-hvítu rósar hinna blessuðu. Það var afar ólíklegt að allt þetta væri tilviljun.
In particular, I relied on one thing: both Dante and Leonardo led me to the Gýgjarfoss Waterfall, at the confluence of two rivers, as though they wanted to point out an intermediate stage, a geographic reference from which I was supposed to understand and follow the direction to the real destination.
If that point along the river was exactly the natural amphitheatre, and if the tiles of the puzzle I had been building for months by following the indications of the Poet and the Painter were not just my cogitations, I should have found evidence of that in the Comedy and in the Last Supper by Leonardo immediately.
My theory was confirmed by some lines in the Divine Comedy, which I found in a few months’ studies. Dante pointed out that site, and thus, something should be brought back to light, probably.
Sérlega reiddi ég mig á tvennt: Bæði Dante og Leonardo höfðu leitt mig að Gýgjarfossi þar sem tvær ár koma saman, rétt eins og þeir væru að setja inn leiðarmerki sem ætti að feta sig frá til hins raunverulega áfangastaðar.
Ef sá staður væri einmitt náttúrulega hringsviðið við ána og ef kubbarnir í myndinni sem ég hafði verið að raða upp mánuðum saman, með því að fylgja vísbendingum skáldsins og málarans, væru ekki bara hugarburður minn, þá ætti ég að geta nokkuð auðveldlega fundið merki þess í Gleðileiknum og í Síðustu kvöldmáltíðinni hjá Leonardo.
Þessi ályktun mín staðfestist í fáeinum línum sem ég fann nokkrum mánuðum seinna í Gleðileiknum. Dante benti á þennan stað og á þann hátt að þar ætti ef til vill að draga eitthvað fram í dagsljósið.
But the right point of excavation was still an unsolved problem. In the Comedy, it had been certainly pointed out, but I didn’t know how. The most likely point seemed to be behind the only point of reference we had found: the vertical stone possibly representing the seat of Beatrice. It was just a hypothesis, but it was worth following that path. Perhaps geophysical instruments might help me to find a hollow hidden in the ground. En nákvæmlega hvar ætti að grafa var ennþá óleyst gáta. Því hlaut að vera lýst í Gleðileiknum en ég vissi ekki hvernig. Líklegasti staðurinn virtist vera bak við eina viðmiðunarpunktinn sem við höfðum fundið, steininn sem ef til vill táknaði sæti Beatrice. Þetta var aðeins tilgáta en hún var þess virði að kanna hana. Ef til vill gætu tæki til jarðrannsókna orðið mér til hjálpar við að finna holrúm sem væri falið einhvers staðar neðanjarðar.

Mars  2005

The first expedition

Mars 2005

Fyrsta rannsóknarferðin

In the meantime, and having followed my research by collaborating with me in studying paintings, Thorarinn took on the task of setting up our first expedition to the site with everything we needed to start surveying the place. Eftir könnunarferð okkar Þórarins fylgdist hann með rannsóknum mínum og tók þátt í málverkarannsóknum auk þess sem hann tók að sér að undirbúa fyrstu rannsóknarferð okkar á staðinn - með öllu sem til þurfti.
His friend, geologist Thorgeir Helgason, would be keen to take care of the technical aspect of the research. He knew the Icelandic firm which might lend us a georadar with a 100 MHZ antenna. Through that equipment, it was possible to probe the ground until six or seven metres depth to find any hollows in the rocks. Vinur hans, Þorgeir Helgason jarðfræðingur, mundi vera vera fús til að koma með og taka að sér tæknilegu hliðina. Hann þekkti íslenskt fyrirtæki sem gæti lánað okkur jarðsjá með 100 MHZ loftneti. Með því tæki væri unnt að skyggnast allt að 6 til 7 metra niður í jörðina eftir holrýmum.
Another friend of Thorarinn, Vigfús Magnússon, would take us to the site through a special SUV, suitable for the snow, even out of tracks. As travelling inner Iceland with just one vehicle would have been imprudent, he involved some friends in the expedition, people keen on this kind of excursions. With his experience, Gísli Ólafur Pétursson, the guide, would grant us a safe journey. Annar vinur Þórarins, Vigfús Magnússon, mundi aka okkur upp á svæðið á sérútbúnum fjallabíl sem unnt væri að aka yfir snævi þaktar vegleysur. Þar sem óráðlegt er að ferðast einbíla um hálendi Íslands fvið þær aðstæður fékk hann nokkra vini sína til að slást í förina, félaga sem gjarnan tóku þátt í slíkum ævintýrum. Reynsla leiðsögumannsins, Gísla Ólafs Péturssonar, mundi tryggja öryggi ferðarinnar.
In the morning of the scheduled day, Saturday, 19 March 2005, we finally reached our destination after a six-hour journey. We only had three hours to carry out our work; then we should go back.
When Thorarinn and the other Icelandic friends asked me where they should plant the stakes to delimit the area, I was not so sure about the instructions I was giving them. The general haste, but above all, the lack of the precise reference made up of the stone totally submerged by the snow made me feel I was not doing a good job. After mounting the georadar, Thorgeir carried out his work just before dark. After six hours, we were in Reykjavik again. It was almost midnight.
Á tilsettum degi, laugardaginn 19. mars 2005, tók það okkur sex klukkustundir að komast uppeftir. Þar höfðum við aðeins þrjá tíma til að ljúka verkefni okkar áður en haldið væri til baka.
Þegar Þórarinn og vinir hans spurðu mig hvar setja skyldi niður hæla til að afmarka leitarsvæðið var ég alls ekki viss. Tímapressan og kannski þó enn frekar skorturinn á nákvæmri staðsetningu steinsins, sem nú var alveg á kafi í snjó, varð til þess að mér fannst mér ekki farast verkið hönduglega. Eftir að Þorgeir hafði sett upp jarðskannann lauk hann yfirferðinni rétt fyrir myrkur. Sex tímum síðar komum við aftur til Reykjavíkur. Þá var komið fram undir miðnætti.
To know the results of that first experience, I had to wait for Thorgeir to examine the tracing of the georadar in the following days. However, I already felt the result of the analysis would not be positive. Working on the field was something rather different than patiently thinking before a computer monitor with the satellite photo of the area, and with everything you need to conduct all necessary tests. Til þessa að fá niðurstöðurnar þurfti ég að bíða nokkra daga eftir úr lestri Þorgeirs úr gögnum jarðsjárinnar. Fyrirfram var ég nokkuð viss um að þau myndu ekki skila jákvæðri niðurstöðu. Vettvangsrannsókn er mjög ólík því að sitja þolinmóður yfir gervitunglamynd af sama svæði á tölvuskjá með allt innan seilingar til hvers konar aðgerða og útreikninga.
It was a mistake to rely to such a great extent on the potentiality of the georadar, which should have been regarded as a test instrument only. This meant that it was necessary to define the position of the excavation point with absolute precision, by studying at home. There were no loopholes. Það voru mistök að reiða sig svo mjög á möguleika jarðsjárinnar. Hana hefði aðeins átt að nota til þess að prófa nánar tiltekna staðsetningu. Það þýddi að nauðsynlegt var að skilgreina rannsóknarstaðinn, sjálft grafsvæðið, af fullkominni nákvæmni með nánari rannsóknum á heimavelli. Hjá því varð ekki komist.
By that time, I was sure that all the information I was looking for should necessarily be in the place where I had already found the data for reaching the site, that is, in the Divine Comedy, the paintings of Leonardo, Botticelli and Rafael. After my first experience on the field, now I had the right impulse to study and understand the message in detail.
What I didn’t know was the number of years I would need to achieve that result.
Þegar hér var komið þóttist ég viss um að allar þær upplýsingar sem ég þyrfti hlytu að vera fólgnar þar sem ég þegar hafði fundið þær upplýsingar sem leiddu mig á svæðið við Gýgjarfoss, - þ.e. í Gleðileiknum og verkum þeirra Leonardos, Botticellis og Rafaels. Eftir þessa fyrstu reynslu mína á staðnum ætti ég betri möguleika á að rannsaka og skilja boðskapinn til fulls.
Það sem ég þá ekki vissi var að það mundi taka mig mörg ár.

April  2013

The situation today

Apríl 2013

Staðan í dag

After this first experience of research in the field, I made some more attempts in the course of time. Every year, in July, with our base at the refuge of Kerlingarfjöll, we carried on research with the same group of Icelandic friends: Thorarinn Thorarinsson, Vigfús Magnússon, Gísli Ólafur Pétursson, and Geir Magnússon. Among the friends accompanying me from Italy, apart from Pio Romano Grasso and Domenico Frontera, there has always been an expert in geophysics with his radar, and/or a geologist. In the course of time, Gianfranco Morelli, Roberto Mandler and Mario Ferguglia took part in the expeditions. Eftir þessa fyrstu reynslu af vettvangsrannsókn á svæðinu gerði ég nokkrar fleiri tilraunir. Í júlímánuði nærri hvert ár höfum við haft aðsetur í Kerlingarfjöllum og unnið að rannsóknum með sömu íslensku félögunum: Þórarni Þórarinssyni, Vigfúsi Magnússyni, Gísla Ólafi Péturssyni og Geir Magnússyni - sem kemur frá Bandaríkjunum ár hvert til að vera með okkur. Auk vina sem hafa fylgt mér frá Ítalíu, þeirra Pio Romano Grasso og Domenico Frontera, var ætíð með í för sérfræðingur í jarðvísindum með jarðsjá og/eða jarðfræðingur. Í þeim hlutverkum hafa þeir verið: Gianfranco Morelli, Roberto Mandler og Mario Ferguglia. 
Every year, it was the same old story: we hoped to find something at the beginning of the journey, but in the end we were disappointed. In fact, every year we reached a result.
I could exclude some hypotheses at the excavation point, but I also acquired new data about the positions of the stones in the place, which were fundamental to understand the lines of the Divine Comedy. Now I can say that it was fundamental to know the site well, until complete mapping, which could be carried out thanks to an expert: Roberto Mandler.
Ár hvert var það sama gamla sagan. Í upphafi ferðar vorum við bjartsýnir um að finna eitthvað en urðum að lokum vonsviknir frá að hverfa. Samt mjakaði hvert ár okkur nokkur skref fram á við.
Ég gat útilokað nokkrar tilgátur um grafsvæði en jafnframt fundum við fleiri sérkennilegar klettamyndanir á svæðinu og innbyrðis staðsetningar þeirra reyndust síðan mikilvægar til að ráða í texta Gleðileiksins. Þegar litið er um öxl er ljóst að nauðsynlegt var að þekkja svæðið til hlítar svo unnt væri að kortleggja það í smáatriðum, en það gerði sérfræðingurinn Roberto Mandler.
Under this point of view, the work we made in 2008 was important, when I realised for the first time that the seat of Beatrice was not the only point of reference in the natural amphitheatre. In the canyon´s rocky eastern wall opposite to the seat, though visible just from the southern side of the amphitheatre, one might recognise the profile of a face similar to the Holy Shroud, over ten metres high. But that was not all. From the southern side, it was also possible to see a stone structure shaped as a warrior with helm, and over it one might distinguish, in the distance, a rock with a lion face. Moreover, last July 2012, another piece was added the list: from the northern side, it is possible to see what in the Comedy is the eagle hovering for descent on the southern side; it is the eagle diving to grasp its prey. Frá þessu sjónarmiði var það sem við gerðum árið 2008 mikilvægt. Þá fyrst gerði ég mér grein fyrir því að sæti Beatrice var ekki eina viðmiðun hringsviðsins. Gegnt sætisbrekkunni hinum megin árinnar mátti frá suðurbrúninni sjá að það var engu líkara en að á 10 metra háum klettaveggnum væri andlitið á líkklæðinu í Turin (Andlitið). Og fleira kom til.  Frá suðurbarmi sviðsins mátti sömu megin árinnar sjá klettamynd sem minnti á stríðsmann með hjálm (Stríðsmaðurinn með hjálminn) og yfir hann mátti í fjarlægð og handan árinnar sjá klett með ljónsandlit (Ljónið). Og - að síðastu bættist í júlí 2012 enn ein myndin við. Frá norðurbrúninni má sjá í suðurbarminum það sem í Gleðileiknum er lýst sem erni í þann veginn að steypa sér. Þar steypir sér klettaörninn á bráðina (Örninn).
One may as well understand that these are not subjective visual impressions: in the Comedy, I could find the lines pointing out those figures, emphasizing their positions with respect to local points of reference, and in some cases, mutual distances, too. Það er eins gott að gera sér grein fyrir því að þetta er ekki hugarburður. Í Gleðileiknum fann ég hendingar sem lýsa þessum myndum. Þar er vísað á þær og staðsetning þeirra rækilega tiltekin miðað við tiltekna punkta á svæðinu og milli sumra þeirra eru einnig gefnar fjarlægðir. 
For instance, the seat of Beatrice was mathematically confirmed when I found out that its position matched with the data originating from the text of the Comedy:
  • Western side of the amphitheatre
  • 46'' N from the meeting point with Matelda
  • 3'' N from the fish tail
  • 100 Roman cubits from the eagle eye
  • 4,389 Roman cubits from the stone dividing the two rivers at the waterfall
  • 36'' N and 142.81'' W from the stone dividing the two rivers at the waterfall

Dante’s unit of measurement, the Roman cubit, is 44.46 cm and the length of the longitude second at that latitude: 1'' = 13.25 m.

Sem dæmi um þetta er staðsetning Sætis Beatrice. Staðsetning steinsins sem við höfðum strax á fyrsta degi ályktað að væri sætið reyndist koma heim og saman við það sem Gleðileikurinn tiltekur þannig:
  • hann er á vesturhlið hringsviðsins
  • 46 sek norðan við staðinn þar sem Dante mætti Mateldu.
    (1 lengdarsekúnda, þ.e. 1/60 af 1/60 úr lengdargráðu á þessari breiddargráðu jarðar, er 13,25 m.)
  • 3 sek norðan við sporð fisksins (sjá neðar)
  • 100 rómverskar álnir frá auga arnarins.
    (1 rómversk alin (cubitum = olnbogi) er 44,46 sm.)
  • 36 sek norðar og 142,81 sek vestar en hornsteinninn á fossbrún Gýgjarfoss þar sem árnar renna sín hvorum megin í fossinn.
The amphitheatre is thus as follows:
  • Seat of Beatrice on the west
  • Face similar to the Holy Shroud on the east
  • Warrior (helm) and Lion on the north
  • Eagle on the south

On the other hand, just over the amphitheatre, on the same latitude as the eagle but about 87 meters to the west, there is the fish stone. In all these cases, they are natural stones modelled with just a few masterly touches by some skilful stonecutters.

Hringsviðið er því svona:
  • Sæti Beatrice á vesturhlið
  • Andlitið, sem svipar til líkklæðisins í Turin, í austurvegg gilsins
  • Stríðsmaðurinn með hjálm sinn í norðurvegg og Ljónið í norðri
  • Örninn í suðurhlið.

Á hinn bóginn er svo Fiskurinn, steinn með fisklögun, skammt ofan við hringsviðið. Hann er á sömu breiddargráðu og örninn en um það bil 87 metrum vestar. Allt eru þetta náttúrulegar klettamyndanir sem hugsanlega fengu netta meðhöndlun snjalls steinsmiðs til að falla enn betur í myndina. 

The shape of the eagle played a decisive role in confirming the validity of the research. Until July 2012, the eagle on the south had not been spotted, yet. I knew it should be there, since it was the most important symbolic figure in the Comedy. When I saw it in a photograph of the southern side thanks to a tip by Domenico, I was not sure I had found it in the least. It was not as clear as the other rock shapes already recorded. Fortunately, I had a way to check it. In accordance with Paradise XX, the eye of the eagle was 100 cubits from the seat of Beatrice. Last July, our first operation was measuring – with a tape measure – the distance between the centre of Beatrice’s seat and the right eye of the basalt-stone eagle, standing out about 30 cm from the hyaloclastite wall.
The exact measure was 44.46 m = 100 roman cubits.
Lögun arnarins gegndi lykilhlutverki til að staðfesta gildi þessara athugana. Þar til í júlí 2012 höfðum við ekki komið auga á Örninn. Ég vissi að hann ætti að vera þarna vegna þess að hann var mikilvægasta táknmynd Gleðileiksins. Þegar Domenico benti mér á lögun hans á ljósmynd af svæðinu var ég alls ekki viss um að hann væri fundinn. Hann var ekki eins glöggt mótaður og þær myndanir sem þegar voru fundnar. Sem betur fer gat ég gengið úr skugga um það. Samkvæmt Paradís XX í Gleðileiknum er auga arnarins sagt 100 rómverskar álnir (cubita) frá sæti Beatrice. Í júlí 2012 var það eitt okkar fyrsta verk að mæla - með málbandi - fjarlægðina milli miðju sætis Beatrice og hægra auga basalt-steinsins, Arnarins, sem skagar um 30 sm út úr gilveggnum.
Fjarlægðin reyndist nákvæmlega 44,46 metrar -
þ.e.: 100 rómverskar álnir.
At this stage I can thus affirm that the natural amphitheatre along the Jökulfall corresponds to the one in the Divine Comedy, and is the amphitheatre of the snow-white rose of the blessed. Á þessu stigi get ég fullyrt að hringsviðið við Jökulfallið samsvarar því sem lýst er í Gleðileiknum og er hringsvið hinnar snæ-hvítu rósar hinna blessuðu.
Other elements added to this result.
  • Leonardo’s paintings were a fundamental evidence of Leonardo’s involvement. Moreover, they proved to be connected with the Divine Comedy.
  • Mona Lisa includes lots of references to the Comedy and its hidden meanings. The message "sotto 'l velame de li versi strani" (beneath the veil of verses so obscure) is encoded in the painting of Leonardo, too. The clearest evidence is the profile of Dante hidden in the landscape on the left of the face of the portrayed woman. Slightly above, in the background, the island painted represents Iceland.
  • By overlapping one image of the Last Supper and a second image of it rotated 180°, you will see the image of a Knight Templar originating from the superimposition of the figure of Bartholomew over the figure of Simon the Zealot.
  • In several points, the very Divine Comedy reveals Dante’s liking for Knights Templar, as R. John pointed out in his book Dante Templar. This makes us think that the 80 knights present in Iceland in 1217, dressed and armed alike, were Templars, because, in those years, they were the only ones wearing the same armour, a uniform; moreover, Templars were the only ones with the financial means and fleet allowing them to reach Iceland.
Fleira styður þessa niðurstöðu:
  • Verk Leonardos voru órækur vitnisburður um aðild hans og það sem meira er þá reyndust þau tengjast Hinum Guðdómlega Gleðileik.
  • Mona Lísa geymir fjölmargar vísanir til Gleðileiksins og duldra vísbendinga hans. Leonardo hefur og sett í verk sitt skilaboðin úr Gleðileiknum: "sotto 'l velame de li versi strani" (undir hjúpi svo torráðinna orða). Greinilegasta tengingin er vangamynd af Dante sem falin er í landslaginu vinstra megin við andlit Monu Lísu. Aðeins ofar í bakgrunni myndarinnar er eyja sem táknar Ísland.
  • Taktu tvær slidesmyndir af síðustu kvöldmáltíðinni. Hafðu tvær sýningarvélar. Láttu aðra vélina varpa myndinni réttri á tjaldið. Í hinni læturðu hana snúa öfugri hlið fram - snýrð henni 180 gráður lárétt. Stilltu myndirnar þannig að þær falli saman. Í ljós kemur musterisriddari þar sem myndin af Bartholomew leggst ofan í myndina af Símoni vandlætara.
  • Það er víða sem hinn mjög svo guðdómlegi Gleðileikur opinberar góðan hug Dantes til musterisriddara - eins og R. John hefur bent á í bók sinni Templarinn Dante. Þá kemur okkur í hug frásögnin um 80 alskjaldaða austmenn á Alþingi árið 1217 að þeir hafi verið musterisriddarar. Á þeim árum voru musterisriddarar einir um að klæðast samskonar herklæðum, einkennisklæðnaði, - auk þess sem musterisriddarar höfðu bæði fjárráð og skip sem til þurfti að komast til Íslands. 

Conclusion

Niðurstaða

In the light of those remarks, I can express just one hypothesis on the meaning of the message encoded in the Divine Comedy and in Renaissance paintings.

Something extremely important was likely to have been hidden in that natural amphitheatre along the Jökulfall; something which has to be brought back to light.
Probably that something was hidden by the Knights Templar in 1217.

Í ljósi þess sem að framan segir set ég fram aðeins eina tilgátu um merkingu skilaboðanna sem fléttuð eru í Gleðileikinn og málverkin:

Eitthvað sérlega mikilvægt er fólgið í hringsviðinu við Jökulfall, - eitthvað sem verður að draga fram í dagsljósið. Ef til vill eitthvað sem musterisriddarar földu árið 1217.

Perhaps, in their excavations in Jerusalem, they actually found old texts and documents which should be protected and handed down to future generations.
Almost one century later, Dante was given the task of encoding a message in his poem, a message leading to the site.
Ef til vill hafa fornleifarannsóknir þeirra í Jerúsalem skilað þeim fornum textum og skjölum sem þeim fannst þurfa að varðveita og tryggja að kæmust til síðari kynslóða.
Um það bil einni öld síðar hefur svo Dante fengið það verkefni að vefa í kvæði sitt vísbendingar sem bentu á felustaðinn.
Then Botticelli, Leonardo and Rafael were entrusted with the same task. The same message encoded in the Comedy, and leading to Iceland, is hidden in their paintings. The masterpieces of those literary and pictorial artists would have crossed centuries, reaching future generations. The message would be understood, and the TRUTH would be brought back to light. Botticelli, Leonardo og Rafael hefur verið falið sama verkefni. Þau skilaboð sem Gleðileikur Dantes geymir og benda til Íslands eru einnig ofin í verk þeirra. Snilldarverk þessara meistara bók- og myndmennta myndu lifa um aldir og þannig ná til kynslóða framtíðarinnar. Boðin myndu skiljast og SANNLEIKURINN vera leiddur fram í dagsljósið á ný.
Finally, as for the right spot of excavation inside the natural amphitheatre, I think I can rely on a good theory, which I will test next July. Að lokum - hvað viðvíkur rétta staðnum til að leita á í hringsviðinu - tel ég að ég geti reitt mig á góða tilgátu sem ég mun láta reyna á í júlí næstkomandi.
It is just a theory and I might be wrong again. One metre on the left or on the right, and I might miss the point. But I am sure not to be wrong when I say to my Icelandic friends that the secret held in that spot of Iceland is hidden behind the most enigmatic smile in the history of art, the smile of Mona Lisa that is also the smile of Beatrice. En þetta er auðvitað aðeins tilgáta og ég gæti enn haft rangt fyrir mér. Jafnvel einn metri til eða frá gæti gert gæfumuninn um hvort ég hitti á rétta staðinn. Ég er hins vegar alveg viss þegar ég segi vinum mínum á Íslandi að leyndarmálið sem þar leynist er fólgið bak við dularfyllsta bros listasögunnar, bros Monu Lísu sem einnig er bros Beatrice.

3 April 2013
Giancarlo Gianazza

3. apríl 2013
Giancarlo Gianazza

Dante In Iceland * Table of contents * Top of Page * Frontpage of GOP-frettir