GÓP-fréttir
FKE-vefurinn

Ólöf Pétursdóttir

hefur lesið kynstur af bókum sem erlendir Íslands-gestir hafa skrifað um heimsóknina.

Hún hefur tekið saman fáorðan lista yfir höfundana og bækur þeirra og leyft okkur að birta hann.

Ef þú ert kunnugur  bók eða höfundi þá sendu inn línu með ítarlegri upplýsingum og fróðleik sem því tengist.

  Erlendir ferðamenn
segja frá Íslandsferðum
1200
  • 1 * Zeni-bræður. Marino hét annar. Þeir voru nafnkunnir í Feneyjum um 1200. Bók þeirra kom út 1568.
1554
  • 2 * Göries Peerse, þýskur. Var hér 1554, sama ár og Hekla gaus.
1563
  • 3 * Dithmar Blefken, hollenskur. Var hér 1563. Blekkingar voru í hans skrifum.
1612
  • 4 * Daniel Vetter frá Tékkóslóvakíu. Var hér 1612.
1615
  • 5 * Daniel Streye, pólskur. Hann var hér 1615.
1749
  • 6 * Niels Horrebow, danskur. Kom hér 1749.
1772
  • 7 * Uno von Troil, sænskur. Hann kom hingað með sir Josep Banks í fyrri ferð sinni 1772.
1772
  • 8 * Sir Josep Banks, enskur. 1772.
1780
  • 9 * Nicolai P. Mohr, færeyskur. Kom hingað 1780. Hann vann í postulínsverksmiðju í Kaupmannahöfn.
1789
  • 10 * John Stanley ferðaðist um Ísland 1789.
1789
  • 11 * James Wright var hér 1789.
1809
  • 12 * William Hooker, enskur. Forstöðumaður Kewgardens í London. Hann var samskipa Jörundi Hundadagakonungi 1809.
1810
  • 13 * Sir George S. Mackenzie, skoskur. Var hér 1810. Samferða honum voru Holland og Bright.
1810
  • 14 * Henry Holland, enskur læknir. Kom hingað tvítugur 1810. Hann kannaði fyrstur Vatnajökul. Hann kom aftur hingað áttræður.
1814-5
  • 15 * Ebeneser Henderson, enskur. Hann var hér 1814-15 og ferðaðist um landið með biblíur á vegum Biblíufélagsins.
1815
  • 16 * Hans Frisak. Dvaldi á Íslandi 1815 og gerði teikningar af landinu.
1820
  • 17 * Friedrich August Ludwig Thiermann var hér 1820 og fannst mikið til um kartöflugarðana á Akureyri.
1834
  • 18 * John Barrow var hér 1834
1834-5
  • 19 * Dillon var hér 1834 - 35. Hann skrifaði bókina A winter in Iceland.
    Bókin var gefin út í London árið 1840.

Ólöf Pétursdóttir hefur tekið saman merk atriði frá dvöl Dillons á Íslandi 1834-35.
Hún hefur þar stuðst við bókina Mannlífsmyndir, íslenskir örlagaþættir eftir Sverri Kristjánsson og Tómas Guðmundsson.

Það var í Ágúst árið 1834 að danskt herskip kom inn á leguna í Reykjavík. Það var komið til að sækja Friðrik Danaprins, seinna Friðrik VII, sem hafði dvalist um sumarið í umsjá Kriegers stiftamtmanns.

Auk háttsettra liðsforingja á skipinu voru tveir farþegar, Íslendingur og Breti. Þeir voru Tómas Sæmundsson, þjóðkunnur af ferðum sínum um alla Evrópu og hafði verið mörg ár í háskólanámi. Hinn var Arthur E.D.Dillon, efnaður aðalsmaður af tignarætt í Bretlandi, sem átti óðul og veiðilendur. Þeir töluðu báðir ítölsku og fóru samræður þeirra fram á því máli. ...

Sjá hér alla endursögn Ólafar

1836
1836
  • 21 * Xavier Marmier, franskur. Kom með Paiul Gaimard 1836.
1845
  • 22 * Ida Pfeiffer, austurrísk. Kom hingað 1845.
1852
  • 23 * Pliney Miles kom 1852 með Sölöven
1855
  • 24 * Robert Chambers kom hingað 1855 með danska skipinu Thor.
1847
  • 25 * Deselovieaux dvaldi á Íslandi níu mánuði 1847 við jarðfræðirannsóknir.
1856
  • 26 * Dufferin lávarður kom hingað 1856. Hann var skoskur. Kom með skonnortunni Foan. Hann var fæddur í Florense 21. júní 1826. Jafnaldri Benedikts Gröndal.
1856
  • 27 * Jerome Napoleon, bróðursonur Napoleon Bonaparte. Kom 1856.
1857
  • 28 * Charles Edmond kom 1857. Hann skrifaði um för Jerome Napoleon.
1859
  • 29 * Victor Hansen var hér 1859 og gerði teikningar af Reykjavík.
1860
  • 30 * Séra Friðrik Metdfe (??) kom með Arcturusi 1860.
1861
  • 31 * Ralph Milbanke kom hingað 1861.
1861
  • 32 * C. W. Shephard, enskur. Kom fyrst 1861 og svo aftur með Arcturusi 1862.
1862
  • 33 * J. Ross Browne, amerískur. Kom hingað 1862. Hann skrifaði í gamansömum tón um land og þjóð.
1862
  • 34 * Sabine Baring-Gould var enskur prestur. Kom með gufuskipinu Arcturus sem flutti varning og farþega milli Kaupmannahafnar, skoska bæjarins Grangemouth, Færeyja og Reykjavíkur. Hann kom til Reykjavíkur 15. júní 1862 og ferðaðist um landið fjörutíu daga. Árið 1863 kom út bók hans Iceland, It's Scenes and Sagas í vandaðri útgáfu og ríkulega myndskreytt af lituðum teikningum hans sjálfs. Sjá nánar um þessa bók og áhugaverða persónu Baring-Gould á http://arnim.blog.is/blog/arnim/entry/302490/
1865
  • 35 * Carl Wilhelm Paijkull, sænskur. Var hér 1865.
1871,4,5
  • 36 * William Lord Watts, f. 1851, d. 1877. Enskur frá London.
1872
  • 37 * James Bryce, enskur lávarður. Kom hingað 1872.
1872
  • 38 * Richard F. Burton, enskur. Var hér 1872.
1874
  • 39 * Kristofer Janson, norskur. Var hér 1874.
1880
  • 40 * John Coles, enskur. Var hér 1880.
1882
  • 41 * Jules LeClercq. franskur. var hér 1882.
1883
1924
  • 42 * Konrad Keilhack, þýskur gleiðgosi. Kom 1883. Hann kom aftur 1924 á vegum Einars Benediktssonar.  Konrad Ritter von Maurer, þýskur réttarsögufræðingur, stuðningsmaður Jóns Sigurðssonar, lærður í íslenskum fræðum, skrifaði um gleiðgosalega frásögn nafna síns, Konrads Keilhack.
1883
  • 43 * Alexander Baumgartner, svissneskur. Var hér 1883.
1884
  • 44 * Arthur Feddersen, danskur fiskifræðingur. Kom hingað 1884.
1891
1901
  • 45 * Fred W. W. Hoel kom 1891 og gekk á Öræfajökul.
    Hann kom aftur 1901 og drukknaði í Héraðsvötnum.
1893
  • 46 * Maria Savi Lopes, ítölsk. Kom hingað 1893.
1895
  • 47 * Andreas Heusler frá Sviss. Var hér 1895.
1897
  • 48 * Bernhard Kahle, þýskur. Kom 1897.
1900
  • 49 * Collingwood, enskur málari. Kom um aldamótin 1900. Hann málaði altaristöfluna í Borgarkirkju á Mýrum.
1907
  • 50 * Ina von Gumbkow, þýsk. Kom hingað 1907. Hún leitaði unnusta síns sem drukknaði í Öskjuvatni.
1911
  • 51 * Albert Engström, sænskur. Kom 1911, ferðaðist um Ísland og fór meðal annars til Heklu.
*  * *  *
1952
  • 52 * Martin A. Hansen, danskt skáld (1909-1955) skrifaði um Ísland. Hann var hér á ferð 1952. Bókin heitir Á ferð um Ísland. Þýdd af Hirti Pálssyni.

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta