GÓP-fréttir 
Ferðatorg 
Ferðaskrá 
Vaðatal


Liðsinni í erfiðleikum

Af-felganir * 24volta startari - startar ekki

Ef þú hleypir lofti úr dekkjum til að fljóta betur á snjó eða hafa betri dekkjafestu á brautinni hlýtur að koma að því að þú missir dekk úr falsi felgunnar og um leið er allt loft úr því. Ef dekkið er stórt vilja kantar þess ekki falla elskulega að felgubrúnunum. Fæstir hafa með sér sérstök tæki til aðstoðar í slíkum vanda - ekki síst vegna þess að þau taka nokkurt rúm í bílnum. Það er því nytsamt að kunna nokkur ráð til að bjarga sér.


Það fer ekki milli mála - dekkið er af felgunni!

Fyrsta skref: lyfta bílnum svo hjólið sé á lofti - þ.e.: felgan og dekkið!
1
(a) Ef felgan
á að fara af
þarf fyrst
að losa rær
(b) Lyfta 
(c) Hjólið af

Ath!
Þú getur notað
dráttartógið
undir tjakkinn!!
Vefðu það
saman og
búðu til sæti
fyrir tjakkinn!

  • Settu bílinn í handbremsu. Ef um er að ræða hliðarhalla í snjó skaltu grafa undan hjólum hinum megin svo að bíllinn skriki síður undan hallanum þegar honum er lyft upp. 
  • Ef felgan á að fara af þarf fyrst að losa felgurærnar. Skrúfaðu þær allar af - nema eina (þá efstu) sem þú aðeins losar um einn snúning. Þú geymir þá efstu því þegar bíllinn er kominn á loft er einmitt hún auðveldust viðureignar og unnt að ná henni varlega og taka hjólið af án þess að rugga bílnum - en hann kann að lafa ótraustlega á lyftingunni. 

Nauðsynlegt er að lyfta bílnum. 

  1. Ef þú ert með stuðaratjakk og hefur plötu undir hann í lausasnjó tekst þér að lyfta bílnum í einni lotu þótt hann sé á stórum dekkjum. 
  2. Ef þú hefur aðeins venjulegan tjakk og bíllinn er á stórum dekkjum þarftu að lyfta eins og unnt er á einum tjakki, stilla svo öðrum undir - eða steini - og losa tjakkinn. Stilla svo undir hann og tjakka hærra. Þegar bíllinn er kominn á loft er unnt að hreinsa úr dekkinu og búa það undir lagfæringuna. 
  3. Ef bíllinn er á lausum snjó þar sem langt er niður á hjarn og ís þarftu plötu undir tjakkinn. Ef engin sérútbúin plata (og ekkert brauðbretti og ekkert dráttartóg) er meðferðis geturðu notað skóflublaðið. Við þessar aðstæður getur verið nóg að lyfta bílnum eins og unnt er í einni lotu - og moka svo undan hjólinu uns dekkið er vel á lofti. Það er þó nauðsynlegt að átta sig á því að skóflublaðið getur ekki í senn verið undir tjakknum og í notkun við moksturinn. 
2
Þrífa og laga
Þetta er bráðabirgðaviðgerð!
Þegar hjólið er komið á loft og ekki er ætlunin að taka það af - eða það er komið af
skaltu þrífa felguna og dekkið eftir megni. Gerðu þér samt ekki vonir um að þetta sé varanleg viðgerð. Þegar heim kemur þarftu að fara á dekkjaverkstæði, láta taka dekkið af, hreinsa og þurrka innan úr því, láta jafnvægisstilla það og hugsanlega líma það á felguna - því ella mun það sennilega spóla innan í felgunni næst þegar þú hleypir mikið úr. Þetta er því aðeins bráðabirgðaviðgerð! 

Hreinsistigið fer eftir aðstæðum. Ef þú ert í hríð og/eða skafrenningi er sjálfgefið að einhver snjór verður í dekkinu og ef þú ert í frosti verða ísnálar á milli dekksins og felgunnar og þar mun leka - sjá lekalagfæringar hér fyrir neðan. Ef þú ert í krapabrasi og vinnur við lagfæringuna í krapanum verður vatn í dekkinu þegar það er komið saman. Komum nánar að því þegar við skoðum vatn í dekkinu hér fyrir neðan.

Nú verður leiðbeint um fimm aðferðir 
Dekkið undir bílnum - og strekkitæki
Strekkitæki strekkir ól sem nær utan um bana dekksins svo að miðjan gengur inn og barmar dekksins út.
3
Dekkið
upp á
felguna
  1. Strjúktu síðustu hreinsi-yfirferðina um felgubrúnina og kantinn á dekkinu.
  2. Settu strekkjarann utan um dekkið og hertu að. Ef affelgast hefur beggja megin þarftu að lyfta því svo að það komi rétt á felguna þegar barmarnir fara að spennast út.
  3. Settu loftdæluna í gang og festu slönguna við pílulausan ventilinn. Loftið gengur hraðar inn í pílulausan ventil! 
  4. Athugaðu hvort ís-tappi er í ventlinum! Þú hreinsar hann burt með grennsta sexkanti.
  5. Þegar dekkið nemur við felguna kemur loftið í. Það kemur strax í ljós hvort þetta hefur tekist. 
Dekkið undir bílnum - og tveir hjálpast að
3
Felgan á
öðrum
megin
Gerum ráð fyrir að affelgast hafi frá báðum brúnum felgunnar. Fyrsta verkefnið er að festa dekkið við innri brún felgunnar. Til þess þarftu hamar og stutta stöng eða annað sem þjónar á sama hátt. Ef þú ert einn er hentugt að stilla undir dekkið svo að það sé svo hátt að innri brún þess geti fallið að felgunni á réttum stað. Annars má nota til þess aðstoð annarra - eða ofbeldi.
Þegar dekkið er komið í hæfilega stöðu er því þrýst að innri brún felgunnar og fylgt eftir með því að slá á dekkið (án þess að skemma það) utan frá - næst felgunni - allan hringinn. Smám saman festist dekkið sæmilega við innri brúnina. Þeim mun betur sem meir er að unnið.
4
Felgan á 
hinum 
megin
  1. Settu loftdæluna í gang og festu slönguna við pílulausan ventilinn. Loftið gengur hraðar inn í pílulausan ventil. 
  2. Athugaðu hvort ís-tappi er í ventlinum! Þú hreinsar hann burt með grennsta sexkanti.
  3. Strjúktu síðustu hreinsi-yfirferðina um felgubrúnina og kantinn á dekkinu.
  4. Togaðu varlega en ákveðið í ystu brúnir dekksins svo að barmur þess berist að felgubrúninni. Ef bíllinn er á traustum tjakki má einnig vera undir honum og spyrna dekkinu út. Lágmark er fjórar hendur - eða fjórir fætur.
  5. Þegar dekkið nemur við felguna kemur loftið í. Það kemur strax í ljós hvort þetta hefur tekist. 
Holu-aðferðin - í snjó
3
Grafa 
þrönga holu
Gerum ráð fyrir að dekkið hafi losnað af felgunni beggja megin. Það er erfiðasta gerðin. Í þessari holu-aðferð veldur þetta þó ekki vandkvæðum - ef unnt er að grafa holu. Holan á að vera rétt nógu breið til að felgan komist niður í hana. Dýptin þarf að vera næg til að felgan komist að minnsta kosti að þremur fjórðu niður í hana án þess að snerta botninn. Ef hún snertir botninn tekur hún auk þess á sig snjó eða/og önnur óhreinindi. 
4
Felgan á
öðrum
megin
  1. Leggðu dekkið þannig að felgan sé yfir holunni - og ventillinn snúi niður. Bakkar holunnar halda nú að dekkinu. 
  2. Lyftu felgunni upp og strjúktu síðustu hreinsi-yfirferðina um felgubrúnina og kantinn á dekkinu.
  3. Stígðu á felguna og stappaðu á henni uns dekkið er fallið að börmum hennar - allan hringinn. Ef dekkið er stíft á er ekki víst að nauðsynlegt sé að láta það falla alveg að felgunni allan hringinn. Það kemur í ljós síðar í framkvæmdinni þegar farið er að pumpa í það.
5
Víkka
holuna
Nú tekurðu dekkið frá og víkkar holuna. Hún á að verða svo víð að þvermál hennar verði 20 - 30 sm minna en þvermál dekksins. Holan virkar þeim mun betur sem hún er breiðari - án þess að dekkið falli ofan í hana. 
6
Felgan á 
hinum 
megin
Gættu þess að holan sé nógu breið - og líka nógu djúp! Felgan á að ganga niður í hana.
  1. Settu loftdæluna í gang og festu slönguna við pílulausan ventilinn. Loftið gengur fyrr inn í pílulausan ventil! 
  2. Athugaðu hvort ís-tappi er í ventlinum! Þú hreinsar hann burt með grennsta sexkanti.
  3. Nú leggurðu dekkið yfir holuna þannig að ventillinn snúi upp. (Loftið streymir inn um ventilinn!)
  4. Strjúktu síðustu hreinsi-yfirferðina um felgubrúnina og kantinn á dekkinu.
  5. Stígðu á felguna - þú mátt vera ákveðinn við það því holan er svo breið að neðri hlið dekksins fylgir felgunni sem þú trampaðir fasta áðan. 
  6. Þegar felgan nemur við dekkið að ofan kemur loftið í. Það kemur strax í ljós hvort þetta hefur tekist. 
Undirstöðu-aðferðin -  í snjóleysi og heima í skúr
Frá Skúla H. Skúlasyni, Fjallavinafélaginu Kára og í Umhverfisnefnd 4x4 * 09.09.2003
3
Undirstaða
Undirstaðan getur verið stór olíubrúsi, heppilegur steinn eða annað sem felgan getur setið á en snertir ekki dekkið sem þarf að síga niður fyrir felguna allan hringinn.
4
Felgan á
öðrum
megin
  1. Hreinsaðu felgubrúnirnar og kanta dekksins eins vel og þú getur. Leggðu felguna þannig á undirstöðuna að ventillinn snúi niður. Dekkið slútir nú niður af felgunni allt í kring. 
  2. Neðri brún dekksins sígur niður að felgubarminum. Notaðu barefli svo sem hamar, felgulykil eða felgujárn til að slá á brúnir dekksins uns það er fallið að barmi hennar - allan hringinn. Ef dekkið er stíft á er ekki víst að nauðsynlegt sé að láta það falla alveg að felgunni allan hringinn. Það kemur í ljós síðar í framkvæmdinni þegar farið er að pumpa í það.
5
Felgan á 
hinum 
megin
  1. Nú snýrðu dekkinu við og leggur felguna á undirstöðuna þannig að ventillinn snúi upp. Nú hangir dekkið fast við efri brún felgunnar en lafir niður í átt að neðri barmi felgunnar. 
  2. Settu loftdæluna í gang og festu slönguna við ventilinn. 
  3. Athugaðu hvort ís-tappi er í ventlinum! 
  4. Strjúktu síðustu hreinsi-yfirferðina um felgubrúnina og kantinn á dekkinu.
  5. Þrýstu nú á dekkið utanvert niður svo að neðri brún dekksins nálgist neðri brún felgunnar. Þú verður að vera ákveðinn því annars nærðu ekki að loka loftið inni í dekkinu. Ef það hrapar frá efri brún felgunnar verðurðu að endurtaka nr. 4 !! 
  6. Þegar neðri brún dekksins nemur við neðri brún felgunnar kemur loftið í. Það kemur strax í ljós hvort þetta hefur tekist. 
Eftirmáli
og
kveðja
frá
Skúla
Ég  lærði þessa aðferð 
þegar ég sá hann Sveinlaug á dekkjaverkstæðinu í Garðabæ (Sveinlaugur "Rammi" á stóra Ramcharger trukknum) beita henni í Aldamótaferð ferðaklúbbsins 4x4 (2000 vatna ferðinni). Þá var reyndar um það að ræða að skipta um dekk þar sem eitt dekk hafði rifnað illa. Þetta lék í höndunum á honum og gekk algjörlega áreynslulaust þrátt fyrir slæmar aðstæður í leiðinda veðri.  - Kveðja - Skúli
Sprengi-aðferðin

Varúð! Ef dekkið er slitið eða skaddað þolir það minna átak og getur rifnað við sprenginguna.

Sprengja
dekkið
á

Hefur þú 
reynslu 
af þessu? 

Sendu þá inn
leiðbeiningu
fyrir
byrjendur!

Oft má bjarga sér í fljótheitum með því að sprengja dekkið á. Ritari hefur séð það gert - og á þau efni sem til þarf (startvökva í úðabrúsa og eldspýtur) - en hefur aldrei prófað það sjálfur. Ef eins er með þig - og vilt prófa - skaltu 
  • (1) Lyfta bílnum - taka hjólið undan og færa það frá bílnum. Raunar er líka unnt að hafa það á bílnum. 
  • (2) Hreinsa burt snjó og vatn eftir megni, lagfæra dekkið eins og þú getur en halda því þó ekki nær felgunni en svo að þú getir bæði sprautað (spray) startvökvanum inn í það og hent þangað logandi eldspýtu. 
  • (3) Hafa mann tilbúinn með eldspýtustokkinn að hann hendi logandi eldspýtu inn strax og þú hefur sprautað.
  • (4) sprauta inn í dekk-belginn og inn kemur fljúgandi eldspýtan - logandi. Prófaðu fyrst að sprauta vökvanum í hálfa sekúndu. Sennilega dugar það ekki. Þá ertu strax byrjaður að æfast - og sprautar í eina sekúndu - og svo áfram uns árangur næst. 
Laga lekana 

Þótt það 
taki tíma að 
losna við 
lekana þá 
borgar það 
sig nema 
stutt sé á
viðgerðar-
stað.

Nú þarftu að laga lekana úr dekkinu. Ef þú ert að vinna í frostleysu er líklegt að þú verðir ekki var við neina leka. Ef þú hins vegar ert í miklu frosti verðurðu áreiðanlega var við leka. Það getur lekið svo mikið að þú komist aðeins stuttan spöl áður en þú þarft að pumpa aftur í. 
  • Besta aðferðin er heitt vatn. Þú hellir því í rásina milli felgunnar og dekksins. Þá sérðu hvar lekur. Hafðu hamar og sláðu nokkrum sinnum í dekkið - frá felgunni - uns þú sérð að hættir að leka. Þetta gerirðu beggja megin.
  • Önnur aðferð - ef þú hefur ekki heitt vatn - en ert með gashitara: Myndaðu skjól með teppi og beindu hitanum að felgunni. Þegar hún volgnar bráðna ísnálarnar. Þú slærð á dekki eins og áður - en núna er erfiðara að vita hvort lekur. Láttu snjó í rásina. Hann bráðnar og þú sérð hvort lekur. 
  • Þriðja aðferð - ef þú hefur hvorki vatn né hitara. Taktu dekkið inn í bílinn og hafðu hitann á. Gættu þess að bíllinn sé traustur á tjakknum! 
Losa vatnið
Er vatn
í dekkinu?
Þótt vatn sé í dekkinu gerir það ekki til meðan hægt er ekið. Það er hins vegar mjög vont mál þegar komið er á veg því högginn í dekkinu verða gríðarleg. Það stafar af því að vatnið nær ekki að dreifa sér í dekkinu þegar hraðinn eykst svo að hjólið verður eins og það hafi stein inni í sér. Ráð við þessu eru tvö:
  1. Taka dekkið aftur af, ausa út vatninu og þurrka það upp og setja svo aftur saman. Þetta getur reynst erfiðara því dekk fara ekki svo auðveldlega frá felgunni þegar maður óskar þess. Einnig getur verið erfitt að koma dekkinu síðan aftur á felguna.
  2. Minnka vatnið í dekkinu með mjórri pípu - eins og lýst er neðan við myndina.

Vatnið
úr
dekkinu
með
mjórri
pípu
  1. Pumpaðu í dekkið og láttu pílulausan ventilinn vera næst jörðu. Vatnspollurinn er þá undir honum. 
  2. Meðan mikið vatn er í dekkinu (eins og á myndinni) nær ventillinn að innan niður í pollinn og vatn sprautast út. Láttu þetta gerast svo lengi sem unnt er. 
  3. Þegar vatnið hefur lækkað svo mjög að ventillinn nær ekki lengur niður í það seturðu granna pípu gegnum ventilinn niður í vatnið. Best er ef ekkert loft kemst meðfram pípunni - en þótt eitthvað loft komi fram með henni virkar ráðið samt. Nú sprautast vatnið gegnum pípuna því yfir henni er þrýstingurinn aðeins ein loftþyngd en þrýstingurinn inni í dekkinu - á vatnið - er miklu meiri - því þú pumpaðir í það! Gættu þess að ef pípan er stutt máttu ekki pumpa of mikið í dekkið því þá nær hún ekki niður í vatnið og út um ventilinn. 

Efst á þessa síðu * GÓP-fréttir * Sverris-síður *  Ferðatorg * Ferðaskrá * Vaðatal