GÓP-fréttir

Ferðadöfin
Ferðatorgið

Tveggja daga æfingaferð í Merkurvötnin

>> Liðsinni og leiðbeiningar <<

Ferðin er farin að loknum undirbúningsfundi eina kvöldstund fáum dögum fyrr.

Nánari áætlun - og örnefnalisti

Fyrri
dagur
Frá Hvolsvelli kl. 10:00
Til þess að geta lagt upp frá Hvolsvelli á réttum tíma þarf að renna úr Reykjavík klukkan 08:10. Á Hvolsvelli hittumst við í Hlíðarenda sem er hægra megin við þjóðveginn og við Esso bensínstöðina. Þeir sem leggja síðar af stað munu ná hópnum inni á Þórsmerkurleið enda láta þeir vita af sér í síma. Bílasími GÓP er 85-50-300.
Seljalands-
foss
Seljalandsfoss - dekkin mýkt
Fyrst er stoppað við Seljalandsfoss. Fossinn er fallegur - en við gefum okkur ekki tíma til að ganga að honum. Við mýkjum dekkin - og þeir sem ekki hafa gert tilraunir áður geta miðað við að fara í 15 - 16 pund. Þetta er gert vegna þess að vegurinn inn í Þórsmörk liggur um grýtta mela og hann er víða grófur þótt heflaður sé á sumrin. Það munar miklu hve bíllinn er mýkri þegar minna loft er í dekkjunum. Í lok ferðar er aftur komið á Hvolsvöll og lofti bætt í. Ef bæta þarf lofti í á leiðinni eru notaðar loftdælur sem hafðar eru meðferðis og þátttakendur fá afnot af.
Vöðlur Jökulsá - farið í vöðlur
Eftir gosið í Eyjafjallajökli vorið 2010 er Jökulsárlónið horfið og áin sjálf heldur lítil. Ekið er innyfir ána og upp á hæðina við Innri-Skolt þaðan sem gott útsýni er yfir gamla lónstæðið og í gíg-gjána. Hér er farið í vöðlur. 
Þungur
straumur
Steinsholtsá - straumvatn
Fyrrum var Steinsholtsá erfiðust viðureignar og eina mannskaðavatnið. Stóri steinninn frammi í Hoftorfunni heitir Símonarsteinn síðan við hann var lagt lík Símonar Guðmundssonar, bónda í Syðrirotum undir Eyjafjöllum, sem drukknaði í henni í fjallferð 17. september 1865. Hundrað árum síðar - 15. janúar 1967 - féll stórt stykki úr Innstahausi ofan í Steinsholtslónið sem olli kraftmiklu flóði og það breytti aðstæðum við ána. Enn er hún varasöm í miklu sumarvatni og þá er sjálfsagt að vaða hana nema maður sé orðinn henni mjög kunnugur. Nytsamt er líka að vaða hana þótt að henni sé komið á vatnsminni tímum.
Almennt gildir að telji maður á vera óvæða er hún ófær nema hugsanlega stærstu bílum.
Rudda-
straumur
Hvanná - straumþung og gróf
Hvanná er á grófari malareyrum og grefur sér því bakkabrattari farveg. Það er lærdómsríkt að vaða hana til að átta sig á hvað straumurinn skiptir miklu þótt vatnið sé ekki mjög djúpt. Það er ærið átak að vaða yfir Hvanná með öryggi þótt vatnið nái ekki í hné.
3 m/sek Krossá við Langadal
Krossá er í sérflokki þótt hún sé tekin við Langadal áður en Hvannáin fellur í hana. Þar verður hún skoðuð og svipast um eftir vöðum og einkennum þeirra. Í þessari ferð er áætlað að fara nokkrum sinnum yfir hana og nota tækifærin til að vaða og leita að vöðum.
Í
skála
Í Skagfjörðsskála
Kveikt er upp í skálanum og menn koma sér fyrir, fá sér bita og skipta liði. Sumir taka lífinu með ró í Langadal en aðrir halda áfram með hópnum sem fer víðar um vatnasvæði Krossár og leitar fleiri vaða. 
Básar Myndahvammur í Básum
Básar eru meðal þess sem skoðað er. Þar verður gengið inn með læknum og í Myndahvamm sem er innst í þröng milli hlíðarinnar og lækjarins - áður en við taka skógargötur í brekkusneiðingum.
Seinni
dagur
Um kvöldið: grillveisla - eldur - kvöldvaka - stjörnuskoðun - allt eftir því sem tími leyfir - og náðir um miðnætti.
Um morguninn: Á fætur kl. 8:30 - taka saman og hreinsa húsið - ekið af stað kl. 11:00
Krossá
við
Merkur-
eggjar
á
Ranatá
Krossá við Merkureggjar
Ekið er til baka vestur yfir Hvanná og niður að Krossá við Merkureggjar - þar sem leiðin liggur inn í Húsadal. Þarna er hún vatnsmeiri því í hana hafa fallið bæði Hvannáin og nokkrir lækir. Þarna brýtur hún sig líka með öðrum hætti en inn við Langadal. Vaðið verður um ána og leitað vaða. Þegar yfir hana er komið eru Sóttarhellir og Húsadalur á dagskránni.
Fljótið Markarfljót
Frá Húsadal er haldið fram á varnargarðinu sem heldur að Fljótinu. Þar er staðnæmst og bollalagt um vænlega staði til að leita vaða. Gott er að ætla sér allt að tveimur tímum til að kanna Fljótið og leita vaðsins. Á sumrin er við því að búast að ekki finnist ásættanlegt vað en leitin er afar mikilvægur hluti námskeiðsins. Ef Fljótið brýtur sig ekki heldur liggur í þröngum og vatnsmiklum álum eða milli ísa geta vöð verið torfundin enda er miðað við að svona ferð sé til fróðleiks og skemmtunar og að engar nauður reki menn til yfirferðar.  
Gilsá og
Þórólfsá
Handan Markarfljótsins
er Gilsá sem rennur eftir Hitagili frá Tindfjöllum. Gilsá getur verið nokkurt vatnsfall á sumrin. Hún rennur á meyrum eyrum sem þó eru ekki vandamál fyrir jeppabíla en geta verið erfiðar lágum eindrifsbílum. Þetta er gott að hafa í huga þótt slíkir bílar séu ekki í okkar ferð. Vestan Gilsár eru Hellisvellir og þangað er bæði skemmtilegt og minnisstætt að koma. Leiðin vestur í FLjótshlíð liggur eftir aurnum og ekki er farið yfir Gilsá fyrr en komið er vestur undir varnargarðinn út frá Þórólfsfelli. Þegar komið er móts við innstu bæina í Fljótshlíð, Fljót og Fljótsdal, er komið að Þórólfsá. Hún er ekki heldur umtalsverður farartálmi nema í leysingum og miklum vatnsveðrum.
Vetur
eða
sumar?
Athugaðu!!
að það skiptir miklu máli hvenær á árinu þessi leið er farin. Á köldu hausti eru vötnin niðri. Þá er lítið í og næsta víst að unnt er að komast yfir allar árnar. Frost og ísar geta breytt miklu og skarir geta orðið slíkar að allt verði ófært. Í miklum frostum verða margbrotin krapahlaup sem gera læki að foraðsvötnum og stærri árnar að hættulegum viðfangsefnum. Snjóar breyta líka miklu. Í leysingum og krapafæri er líka margt að varast og oft afar erfitt að athafna sig þó að miklu skipti hvernig bílarnir eru útbúnir.

Enda þótt á sumrin sé oft mikið í ánum á Þórsmerkurleið geta þær þó kallast að vera alltaf færar ef aðgát er viðhöfð og virðing borin fyrir viðfangsefninu. Margur hefur farið illa í þessum ám. Að sjálfsögðu hefur oft blotnað hjá þeim sem biðu hver eftir öðrum og treystu að lokum á að hinir drægju þá upp ef þeir festust. Einnig er ótrúlega algengt að þeir strandi í ánum sem telja sig á svo góðum bílum eða sjálfa sig svo snjalla að þeir þurfi einskis að gæta.

Þurr
uppúr!
Ofaní og uppúr
Menn aka út í ár af ýmsum ástæðum og venjulega tekst það með glæsibrag. Það er hins vega miklu meira virði að koma upp úr með allt sitt þurrt - og hafa farið yfir eins vel og frekast var unnt á því vaði! Þeim bíl vilja allir fylgja.

Gættu þess líka
að þú berð ábyrgð. Ef þú ekur foraðsdýpi halda áhorfendur að þetta sé rétta aðferðin. Þegar illa fer fyrir þeim þá er það þér að kenna. Slíkum bíl vill síðan enginn fylgja.

Örnefni Örnefnalisti >> Hér er Örnefnalistinn prentvænn á Word-skjali

Hér er dálítill örnefnalisti. Hann er hafður í tveimur dálkum. Heitin sem eru í hægri dálki sjást hægra megin við bílinn - en þau í vinstri dálki vinstra megin þegar ekinn er hringurinn inn í Þórsmörk og vestur með Þórólfsfelli. Meginreglan er sú að nefna örnefni hægra megin við bílinn enda eru fjöll og fyrirbæri þeim megin en Markarfljót og Markarfljótsaurar vinstra megin.

Listinn hefst við Seljalandsfoss og honum lýkur við Hlíðarendakot í Fljótshlíð.

Vinstra
megin

Markarfljóts-
aurar
Markarfljót
-

Litli-Dímon
Gamla
Markarfljóts-
brúin
frá 1933

Hægra
megin

Seljalandsfoss,
Gljúfrabúi,
Sumarbústaður á Hamragörðum.
Afleggjari, leið upp á Hamragarðaheiði sem fara má upp á Eyjafjallajökul.
Bæirnir Neðridalur, Miðdalur og Stóridalur,
Kattarnef.
Bæirnir Eyvindarholt, Syðstamörk og Stóramörk.
Brú - gamli bústaður Eysteins vegavinnuverkstjóra.

Stóri-Dímon Syðstumerkurlækur,
Miðmerkurlækur,
Merkurá - nú í veg-röri,
Nauthúsaá og Nauthúsagil,
Hellissel, Framhamrar, Grettisskarð, Sauðhamrar,
Sauðá úr Merkurkeri,
Nónhnúkur,
Selá úr Selgili, vatnið nær sjaldnast niður að veginum,
Fremri-Akstaðaá úr Fremra-Akstaðagili,
Akstaðahryggur,
Innri-Akstaðaá úr Innra-Akstaðagili,
Grýtutindar.
Úr Fremra-Grýtugili rennur Grýtuá í Innri-Akstaðaá.
Innra-Grýtugil,
Steðji, Steðjagil og Steðjalækur, nær sjaldan til vegarins,
Skálahóll við fjallið.
Um Steinaskógslágar liggur vegurinn
og yfir Árnagilslæk úr Árnagili vestan við Árnagilshrygg,
þar er framundan Múlaskriða.
Kýlir, Fremra-Kýlisgil, Innra-Kýlisgil
og ekið er yfir Kýlisá á sandinum.
Úr Smjörgili kemur Jökullækur.
Áslákshóll, Nýgræður og Fremri-jökulskoltur.
Jökulsá

Símonarsteinn
Joldusteinn er
á aurnum
Merkureggjar
Merkurrani
Gjósta í Fremra
Engidalsnefi
Engidalur
Innra
Engidalsnef
Fremra Hestagil
Þursabúðir
Innra Hestagil
Valahnúksból
Valahnúkur
Réttarnef við ána
Þverhaus
Skáldagil
Jurtasteinn
Langidalur
Jökulsá, Jökullón og Gígjökull úr Eyjafjallajökli,
Innri-jökulskoltur sem einnig heitir Auralda,
Hoftorfa,
Steinsholtsá,
Strákagil, Réttarnef,
Fagriskógur,
Bólhöfuð,
Norðurhlíðar, Jökullækur,
Í hvarfi eru Skari, Skaratungur og Skaratungnahaus
og Steinsholtsjökull, (ath: á kortum er Skari nefndur Rjúpnafell).
Stakkholtsgjá, Gjáarlækur,
Fremri-Gjáarhaus, Innri-Gjáarhaus,
Stakkholt, Flár, Stráksgil,
Stakkur, Stakksháls, Nauthillur,
Gunnufuð, Leifagil,
Hvanná úr Hvannárgili,
Goðaland, Álfakirkja,
Réttarfell,
Básar, Bólfell,
Útigönguhöfði, Mýrdalsjökull,
Krossáreyrar,
Krossá, Skagfjörðsskáli.
Til
Húsadals:


Flugvöllur
Farið yfir Krossá við Merkureggjar.
Ranatá, Merkurrani, Merkureggjar kallast kletturinn sunnan í Ranatánni.
Þuríðarstaðagil,
Sóttarhellir, Húsadalur, Assa,
Markarfljót, Tröllagjá, Fauskheiði, Lausalda,
Hellisvellir, Gilsá, Kanastaðagil,
Þórólfsfell, Litlustreitugil, Stórustreitugil, streitur merkir að þar þurfti mikið að streitast,
varnargarður, Mögugil, Þórólfsá úr Þórólfsgili,
Tindfjallajökull.
Bæirnir Fljótsdalur, Fljót og Barkarstaðir.
Bleiksá úr Bleiksárgili, Fossar, Háimúli.
Sjá hér í þulu - nöfn fossanna í Fossum innan Háamúla að Bleiksá.
Múlabæirnir: Háimúli, Árkvörn og Eyvindarmúli.
Kálfá með flötu foss-flúðina.
Bærinn í Múlakoti við trjágarð Guðbjargar móður Óla Túbals.
Merkjá - í henni er Merkjárfoss - nefndur Gluggafoss meðan glugginn er óbrotinn,
Þorsteinslundur og Hlíðarendakot.

Efst á þessa síðu * Forsíða