GÓP-fréttir
Ferðatorgið

Skyndihjálp
á hálendinu

Á ferðadöfinni - ferðamyndir -

Nauðsynlegir uppfletti-listar
með eldra Sögukorti Máls og menningar

Ferðarollur frá síðustu öld

Póst-
listinn
-
af eða á?
Ferðir eru boðaðar í ferðapósti
þegar tilefnið fer saman við góðviðrishelgi

Póstur fer á alla
sendu póst ef þú vilt bætast á listann - eða hverfa af honum.
Láttu vita ef þú vilt póst um utan-helga-ferð.

Ég kem með!! Eyðublað fyrir þátttökutilkynningu
Prentaðu út okkar hagnýtu ferðavenjur

Nokkrar
Jökulheima-
slóðir!

Markmið ferða og búnaður bíla
Vatnabúnadur
Merkurvatnahringurinn og örnefnalisti << tveggja daga vaðnámsferð í Merkurvötnin
Liðsinni >> Af-felganir * 24volta startstopp

*

*   *   *

* * *

Ferðaskráin -

Taktu þér tíma til að raðvelja hér fyrir neðan!!

*

Eftirtaldar ferðir verða áreiðanlega ekki allar farnar á árinu.
Á fararstund ráða aðstæður, veður og væntingar hvert farið er - og hvaða leiðir eru valdar.

Áttu þér aðra draumaferð?
Sendu inn lýsingu á henni!

Rað-
val

RAÐVAL til gamans!!

Raðaðu gulu ferðunum fimmtán í þína forgangsröð og sendu inn listann.
Við notum RAÐVAL til að útbúa lokaröðina.
Það merkir að

  • til ráðstöfunar eru 14+13+...+1 = 105 stig
  • ferð í fyrsta sæti hlýtur 14 stig
  • ferð í öðru sæti hlýtur 13 stig
  • ferð í 15. sæti hlýtur 0 stig
  • ef þú raðar aðeins einu, tveimur eða fáum í sæti skiptast ónýttu stigin jafnt milli þeirra sem ekki er raðað.

Netfangið er: [email protected]

77

*

Kjörtími:
ágúst -
september

Lakagígasvæðið
tvær gistinætur

76

*

Kjörtími:
ágúst -
september

Svæðið milli Skaftár og Tungnaár
og Hrafntinnusker
Tvær gistinætur

Svæðið
milli
Skaftár
og
Tungnaár

-

og

Hrafntinnu-
sker

*

*

o.fl..


Músaðu á myndina til að fá aðra stærri og læsilegri
  • föstudagur ekið í gististað á svæðinu
  • laugardagur - Farið um svæðið milli Skaftár og Tungnaár suðvestan Vatnajökuls.
  • sunnudagur - Heimleiðin lögð um Hrafntinnusker.

70

*

Kjörtími:
ágúst -
september

Umhverfis Langjökul
tvær gistinætur

66

*

Kjörtími:
september
október

Bárðargata: Vonarskarð - Jökulheimar
tvær gistinætur


Horft suður Vonarskarð úr Gjóstu

Sjá hér myndir úr ferð suður Vonarskarð allt til Miklafells

65

*

Kjörtími:
nóvember
- júní

Jökulskreppa

tvær gistinætur

64

*

Kjörtími:
júlí - okt

Jökulheimasvæðið -
handan Köldukvíslar
tvær gistinætur

56

*

Kjörtími:
ágúst -
september

Umhverfis Hofsjökul
tvær gistinætur

52

*

Kjörtími:
Þurrt og
bjart veður

Þakgil - farið að Rjúpnagilsjökli
Dagsferð - eða í tengslum við aðra

40

*

Kjörtími:
Þurrt og
bjart veður

Tindfjöll
Dagsferð - eða í tengslum við aðra
38 *

Kjörtími:
Þurrt og
bjart veður

Skeggöxl á Klofningi
Dagsferð - eða í tengslum við aðra

Myndir úr ferð á Skeggöxl og heim um Sópandaskarð eru hér:
http://album.peturs.net/v/gop/Ferdamyndasafn/20090801Sumarskreppan/

37

*

Kjörtími:
júlí -
september

Umhverfis suðurjöklana
tvær gistinætur

2005_0910_145332gop.jpg
Hólmsárfossar

Sjá hér myndir úr Suðurjöklahring.

37 *

Kjörtími:
Þurrt og
bjart veður

Sópandaskarð
Dagsferð - eða í tengslum við aðra
- t.d. heimleið af Skeggöxl.

2004_0829_191339AA_aj.jpg
Slóðinn úr Laugardal suður í Sópandaskarð.

2004_0829_193443AA_aj.jpg
Á leið suður úr skarðinu.

Sjá hér myndir úr ferð suður um Sópandaskarð.

36

*

Kjörtími:
Þurrt og
bjart veður

Njáluferð - m.a. gengið á Þríhyrning
Dagsferð - eða í tengslum við aðra

34

*

Kjörtími:
vor og
haust


Gamla Jökulsá var góð byrjun.

Músaðu á myndina til að sjá allar myndirnar úr þeirri námskeiðsferð.

Vaðanámskeið á vatnahring Þórsmerkur
ein gistinótt í Skagfjörðsskála á Þórsmörk

29 *

Kjörtími:
Þurrt og
bjart veður

Svínaskarðs-skreppa
Síðdegisferð - tekur um 4 klst.

0544 * 2006_0515_155005gop.jpg
Á leið niður norðurhlíðina

Sjá hér myndlýsingu leiðarinnar.

*

* * *

*

*

Mark-
og
mið

Markmið skemmtiferða


27. sept. 2002 - Á Hamarsfjöllum. Í baksýn er Hamarinn í Vatnajökli.

Heim úr góðri ferð í góðum hópi
Við ferðumst okkur til skemmtunar og förum saman í hópi. Fyrsta markmiðið er að koma aftur heim úr góðri ferð í góðum hópi - líka þótt ekki tækist að komast á þann stað sem til var stefnt.

Ferðir okkar eru farnar á vit nýrrar upplifunar, nýs ævintýris. Við söfnum endurminningum um samstarf og lausnir, um bálviðri og blíðviðri, harðan tjaldbotn og fjallaskála. Um fornar slóðir og nýjar leiðir, ofan í ófær hraun og upp á sjónvíða fjallatinda, um aftaka bylji og um logn og blíðu á jökultoppum. Um eftirminnilega daga. Hverja ferð endurförum við aftur og aftur í huganum - íklædd atgerfi hennar, félagatengslunum og ómi landslags og lífsljóði þess ævintýris.

Samband
milli
bíla

Nauðsynlegur búnaður

Talstöð: - UHF handstöð og * VHF-stöð * ((CB-stöðvar sjaldgæfar))
UHF-handstöðvar eru afar heppilegar vegna þess að þær eru hljóðlátar og draga ágætlega. Auk nytsemdar handtækja í samfloti er líka ómetanlegt að hafa slíkt par þegar menn ferðast á einum bíl og leita þarf leiða og ekki síður á göngu.

CB-talstöð - hvernig? Á Íslandi hefur verið ákveðið að nota staðalinn FM svo að þú skalt fá þér stöð sem er með FM. Hins vegar er það svo að fjölmargir eru enn með stöðvar sem aðeins hafa AM. Þess vega skaltu kaupa þér stöð sem hefur bæði FM og AM og unnt að skipta á milli með einföldum hætti. Galli við CB-stöðvar er sá mestur að í þeim er svo hávært suð. Þegar bílar eru í stuttri röð er dregið niður í þeim og suðið dempað en það veldur því að ekki heyrist milli bílanna þegar lestin lengist. Þessi þreytandi suðhljóð hafa orðið til þess að CB-stöðvar eru afar lítið notaðar í okkar ferðum.

VHF-stöðvar uppfylla alla kosti þessarra stöðva og sækja á í útbreiðslu notkunar.

Meðferðis:

Vöðlur

Stafur

Vatnsvörn

Fyrir vatnaferð:

Vöðlur eru nauðsynlegar
Ritari þessara lína er ekki veiðimaður og notar vöðlur einungis til að kanna ár. Á vetrum er gott að hafa þær negldar til að vera stöðugri á ísum. Athugaðu - að naglagötin veikja sólana og í þeim getur farið að leka. Vöðlur með þunna sóla eða plastsóla er ekki unnt að negla. Naglarnir eru ekki til vandræða á sumrin. Annað getur átt við um veiðivöðlur. Filtþófar undir fótum eru til óþurftar því þar safnast snjór í hrauka þegar gengið er á vetrum - en unnt er að rífa þá burt.

Járnstafur í hendi
Þú getur fengið Inga - (Þorvarður Ingi Þorbjörnsson - s: 864-6489) til að smíða fyrir þig léttan og lipran járnstaf með oddi og ísfleyg - því það er of þungt að vaða með járnkall. Gættu þess fyrst HVAR í bílnum þínum þú ætlar að geyma hann á ferðalögum og láttu Inga vita lengdina. Ritari þessara lína hefur góðan staf frá Inga. Sá nær nákvæmlega milli hurða þegar honum er rennt inn framan við aftursætið. Hann er að vísu ögn stuttur fyrir vikið en venst vel - og svo fer ekkert fyrir honum!


Gamla Jökulsá var góð byrjun.

Músaðu á myndina til að sjá allar myndirnar úr þeirri námskeiðsferð.

Vatnsvörn fyrir bílinn:
Ef vatn - eða mjög mettuð vatnsgufa - sogast með loftinu inn í sprengirúm bensín- eða dieselvélar þá virkar það eins og steinn þegar stimpillinn kemur upp til að þjappa loftið fyrir sprenginguna. Þá kemst ekki stimpillinn alveg upp, stimpilstöngin bognar eða/og brotnar og vélin er að minnsta kosti stórskemmd. Minna slys er þó að vatn úðist yfir rafkerfið því þá aðeins hættir vélin að ganga en ef allt er með felldu og vöðlurnar í notkun má setja snarlega tóg í bíllinn og draga hann lausan. Síðan tekur þurrkun rafkerfisins nokkurn tíma og svo fer vélin aftur í gang.

Bensínbíll - Hér þarf að gæta lofts og rafkerfis. Alltaf þarf að gæta þess að bíllinn fái ekki vatn inn um loftinntak vélarinnar. Skoðaðu leiðbeininguna um loftinntak á dieselvélum hér fyrir neðan.
Vatnsvörn fyrir rafkerfið:

  • (1) - Sjálfsagt er að úða rakavarnarefni af úðabrúsa yfir rafkerfi bílsins. Það eru kerti, kveikja, kveikjuþræðir og háspennukefli á eldri bílum en í nýrri bílum er rafkerfið nokkru flóknara. Kynntu þér hvar það er viðkvæmt fyrir áður en þú leggur af stað. Athugaðu að vél sem ekki er rakavarin getur fengið verstu gangtruflanir í hríð og skafrenningi á vetrum og líka í polla-akstri - þótt engin áætlun sé uppi um að aka yfir djúpar ár. Þess vegna er sjálfsagt að hafa vélina alltaf raka-varða.
  • (2) - Einnig er sjálfsagt að hafa meðferðis plast til að leggja þannig að rafkerfið verjist vatnsaustri. Það er trissuhjólið neðst á vélinni sem fyrst nær í vatnið og eys því upp í vélarhúsið. Næst er það viftuspaðinn - og þó að hann sé á tengsli sem stoppar við mótstöðu verður ekki hjá því komist að hann gusi dálítið upp í fyrstu. Hugsaðu um það fyrirfram hvernig unnt er að leggja plast yfir hluta vélarinnar - og festa niður - til hlífðar. Ástæðulaust er að reiða sig aðeins á eina varnaraðferð ef minnsta ástæða er til að ætla að vatn geti úðast upp um vélina.
  • (3) Á eldri bílum er auðvelt að komast að viftureim og þá er unnt að taka hana af áður en ekið er út í ána. Þá er líka skynsamlegt að nota aðferð númer 2 og leggja plast yfir trissuhjólið. Vatnið gusast þá upp í plastið en ekki yfir vélina.

Dieselbíll - vatnsvörn fyrir loftinntakið:
Hér þarf að gæta þess að vélin taki ekki vatn inn um soggreinina. Venjulega er loftið tekið inn milli ytra og innra frambrettis. Athugaðu hvar loftið er tekið inn á vélina. Hægt er að taka soggreinar sundur og hafa meðferðis barka til að breyta loftinntakinu á meðan ekið er yfir ána. Ef verið er að breyta bílnum skaltu íhuga hvort þú getur komið fyrir breytingu sem með lítilli fyrirhöfn opnar loftinntöku úr hvalbaknum eða innan úr húsi bílsins - og lokar um leið hinni loftinntökunni.
En - ef loftið er tekið innan úr bílnum þarftu líka að gæta þess að hafa opinn glugga eða tvo - því að loftsogið er gríðarlegt á öflugum bíl og ef ekki er opinn gluggi sogast vatn inn um öll samskeyti og dyraföls.

Traust
festing
í
bílinn
-
sem
fljótlegt
er

komast

-
bæði
aftan
og
framan

Oooog ..... er fljótlegt að festa spotta í bílinn þinn?
Þegar þú ekur út í á er alltaf einhver hætta á að bíllinn stöðvist af líklegum - eða ólíklegum ástæðum. Ritari hefur tvisvar lent í því að bíll hans stöðvaðist nákvæmlega á bakka Krossár. Í annað skiptið hafði komið los á kveikjuna svo að hún hrökk úr sæti sínu og bíllinn hætti að ganga. Í hitt skiptið varð bíllinn bensínlaus! Það getur því margt fleira stöðvað bíl í á heldur en vatnsdýpi, straumhraði og grjót í botni.

Þú berð ábyrgð á því að fljótlegt sé að festa spotta í bílinn þinn! Ekki bara einhvers staðar heldur þar sem allt er traust þótt fast þurfi að toga eða rykkja í. Ef þessu er ábótavant getur það tekið miklu lengri tíma að festa í bílinn þinn og hugsanlega verður að koma dráttarbíl aftur yfir ána til þess að draga þinn bíl aftur á bak ef betra er að festa í hann að aftan. Öll töf eykur líkur þess að vatn flæði inn í bílinn og allt ykkar hafurtask verði rennandi blautt. Athugaðu þetta áður en þú ferð af stað að heiman!

Aðferðir eru einkum tvær. Sumir bílar hafa spilfestingu bæði framan og aftan og þá er unnt að setja dráttarkrók í festinguna að framan. Þá þarf að færa krókinn fram áður en ekið er út í! Heppilegt er að hafa þar sérstakan lykkjubita með teinavængjum sem bæði getur tekið í krók og lykkju.
Ef þræða þarf spotta í grind eða festa hann með baulu verðurðu að festa spotta í bílinn áður en þú ferð út í. Einnig er unnt að hafa stuttan spotta tryggilega festan við bílinn að framan og hengja hann upp eða taka endann inn í bílinn. Ef til þess kemur að festa þarf í bílinn er dráttartógið fest í þann spotta. Ef hann er nógu langur dugar hann sjálfur og það er auðvitað fljótlegasta aðferðin.

Hvaða spotta?
Þú þarft að hafa sterkt tóg meðferðis - tóg sem teygist!
Það þarf að þola að þú kippir með því í annan bíl sem er gikkfastur - þótt þú ef til vill aldrei lendir í slíku. Ef bíllinn er 1 - 1,5 tonn á þyngd skaltu láta spottann þola 7 tonn og þeim mun sterkara sem bíllinn þinn er þyngri.

Sjá hér liðsinni og leiðbeiningar fyrir tveggja daga ferð í Þórsmerkurvötnin.

Sam-
hjálp
og
sam-
vinna

*

Heildar-
þyngd
bíls
og
dekkja-
stærð

Meira um vetrarferðir

Í vetrarferðum þurfa allir aðstoð
Í vetrarferðum þurfa bílar að vera fjórdrifnir og vel búnir til vetraraksturs. Færi getur verið af öllum gerðum - stundum fært öllum bílum og stundum ófært stórum bílum á stærstu dekkjum. Allir þurfa aðstoð einhverju sinni. Sumt er aðeins fært þeim fyrsta sem brýtur niður það hald sem var. Hann þarf þá að liðsinna þeim næsta. Sá fyrsti getur líka oft lent í erfiðleikum sem aðrir liðsinna honum úr.

Heildarþyngd og dekkjastærð í vetrarferðum
Hér er leiðbeinandi viðmiðun.
Bíll sem er 1500 kg með fólki og farangri
fer ágætlega í hörðu færi á 30"-dekkjum.
Í venjulegu vetrarfæri ættu að duga 33"-dekk
og í þyngsta færi 35"-dekk - ef ekki er ófært með öllu.
Bíll sem er 2500 kg með fólki og farangri
fer ágætlega í hörðu færi á 35"-dekkjum.
Í venjulegu vetrarfæri ættu að duga 38"-dekk
og í þyngsta færi 44"-dekk - ef ekki er ófært með öllu.

Prófaðu!!
Áður en þú skráir þig í vetrarferð á breyttum bíl skaltu fara með bílinn í snjófæri og hleypa úr dekkjum og aka. Farðu alveg niður í 2 pund á léttum bíl eða 4 pund á þungum bíl og aktu á ósléttu landi og helst líka í hliðarhalla.


Berta Rögn kannar affelgunina. Mynd: Ragna Freyja.

Athugaðu að ef dekkin tolla ekki á felgunum (sjá hér ráð um affelganir) þá er útbúnaðurinn ekki nógu góður. Auðvitað þarftu að gæta þess að hafa loftdælu meðferðis - eða loftkút - svo þú getir bætt lofti aftur í dekkin og komið affelguðu dekki aftur á felgu. Það er líka nauðsynlegt að vera svo vel útbúinn að dugi til sjálfsþurftar og vera aflögufær þegar útbúnaði annarra reynist ábótavant. Ef þú ætlar að ferðast á breiðum og loftlitlum dekkjum þá er loftdæla nauðsynleg í farteskið - strax.
Gott er að mála með svörtum lit áberandi punkt á dekkið þar sem ventillinn er í felguna. Þannig má sjá hvort felgan spólar inni í dekkinu þegar tekið er á. Ef dekk og felgur hæfa vel saman en felgan getur samt spólað inni í dekkinu við átök kann eina leiðin að vera sú að láta líma dekkið fast á felguna.
Ef þú ert að setja stærri dekk undir bílinn skaltu ráðgast við þá sem þekkja til eða taka það fram við sölumennina að þeir verði að ábyrgjast að dekk og felga passi þannig saman að felgan haldi dekkinu og dekkið haldi loftinu þótt lítið loft sé í.
Gættu þess líka að felgan sé ekki of breið fyrir dekkin.
Ritari hefur 12,25"-breiðar felgur fyrir 38"-há dekk. Ritari mundi hafa mjórri felgur fyrir 35"-há dekk. Vissulega eru margir sem vilja hafa breiðari felgur og telja að þá fáist breiðara spor þegar hleypt er úr. Menn þurfa þó líka að gæta þess að þegar felgurnar verða svo breiðar að dekk-belgurinn hættir að vera kúptur þá fer hlið dekksins að þreytast og það getur að lokum rifnað við felguna. Ritari hefur lent í því með 36"-dekk á 12,25"-felgum og raunar einnig með slitin 38"-dekk.

Gráa bilið
Í öllum ferðum eru einhverjir bílar á aðeins minni dekkjum heldur en dugar til að fljóta í förunum. Háttur okkar er sá að aðstoða bíla svo lengi sem útlit er fyrir að það skili árangri - en þurfi þeir að lokum að snúa við þá fylgja þeim betur búnir bílar til baka á örugga slóð. Þetta gefur mönnum færi á að læra að beita bílum í erfiðu færi en það verður ekki annars staðar numið. Þetta þjálfar menn líka í skjótu gagnkvæmu liðsinni og kennir mönnum að meta möguleika bíla sinna við ólíkar aðstæður.

Öryggi rammans
Áður þekktust ekki breyttir bílar - og miklu færri voru þá í vetrarferðum. Menn voru iðulega einir, tókust á við ófærðina með ómældu erfiði, bröskuðu oft á svo til sama stað heilar nætur og sneru í morgunsárið aftur heim - uppgefnir - en samt glaðir eftir glímuna. Þannig öfluðu menn sér dýrmætrar reynslu sem ekki verður öðruvísi fengin. Í okkar hópi er munurinn sá að menn leggja ekki eins mikið undir innan öryggisramma hópsins.

Allir geta þurft að snúa við
Íslenskur vetur getur verið hverjum manni og hverjum bíl ofviða. Allir sem fara í vetrarferð þurfa að gera sér grein fyrir því að stundum eru innan við helmingslíkur á að komast alla leið - og enginn veit fyrr en í er ekið.

Á jökli
Jökull er hvít snjóþekja yfir dauðadjúpum sprungum. Sjaldan er ekið um svæði þar sem undir eru svo stórar sprungur að þær geti gleypt bíl - en oft getur eitt eða tvö hjól fari ofan í. Mikilvægt er að fara ekki út úr bílnum fyrr en könnuðir hafa markað hvar öruggt er að standa. Allir sem víkja afsíðis eða ganga frá hópi verða að hafa talstöð meðferðis og gera vart við sig. GPS-handtæki eykur öryggi til mikilla muna því villtur getur með aðstoð þess sagt nákvæmlega til sín.

Á hvers ábyrgð? Hér er ég - og til aðstoðar reiðubúinn.
Vissulega eru menn peningalega á eigin ábyrgð í okkar ferðum. Þegar vel gengur og mönnum eru vegir færir getur hver og einn ákveðið að fara eigin slóðir að höfðu samráði við fararstjóra. Öðru máli gegnir þegar færð er erfið og skyggni slæmt. Þá er hver og einn á allra ábyrgð og við gætum þess vandlega að létta af öðrum áhyggjum þeirra af því að þeir týni okkur með því að láta þá vita af okkur á ýmsan hátt, vera sífellt nærri og leggja lið eftir þörfum.

Sjá hér nánar okkar hagnýtu ferðavenjur

Efst á þessa síðu * Forsíða