GÓP-fréttir * *
Þórsmerkurferðin
6.-7.janúar 1996

Mild og ljúf

Þórsmörkin tók elskulega við okkur í sannkölluðu ljúflingsveðri með hitum og snjóleysi og nær engum ísum. Gengið var á Valahnúk - sem sjaldan gerist í vetrarferðum. Fullur máni hvarf á bak við ský þegar varðeldur var kveiktur og hópurinn stóð á spjalli í mildri nóttinni.

A-a-a-abba-lá - Vetrarferðarkvæði í Þórsmörk

Með fylgir almennur söngtexti fyrir vetrarferð í Þórsmörk. Hann á líka vel við sem ferðarlýsing að þessu sinni. Hann hefur þann kost að það má nota hann bæði í litlum bílum og hópbílum og syngja hvert erindi þar á leiðinni sem hæfir eftir því sem ferðinni miðar fram. Viðlagið er haft sem fyrsta vísa og samið með sérstöku tilliti til þess að þetta kvæði hljóti að verða fremst í stafrófsröð hverrar söngbókar.

GÓP-fréttir * Ferðaskrár