GÓP-fréttir - forsíða
Jakob Gíslason Fæddur 10. mars 1902 |
|
Hátíðahöld | 100 ár frá fæðingu - 10. mars 2002 |
Á Eyrarbakka 3. júlí 2002 |
|
Sextugur 10. mars 1962 Þessar
vísur GÓP Þó að vísan verði sein |
Samantekt Ásmundar Jakobssonar sem hann flutti á fjölskylduhátíð af þessu tilefni: Jakob Gíslason |
Ægis bólginn
hrannar háls hreytast kólgu-dökkir flokkar. Mitt í ólgu Atlantsáls er hann fólginn, hólminn okkar. Fær hann þrátt úr ýmsri átt þess er skaust hjá jökultindum: fjallaklaustur, fótatraust, fimbulnaustið sól og vindum. Vatnasviðið vekur klið strengur tinda ber til unnar. Orkan sindrar, magnar mynd: meginlinda Fjallkonunnar. Vætta rjóðurs frelsis fund orkugeislar metnir verða samt þig beisla þyrsti þá - þjóðarveislu hefur gerða. Vaknar seggja snarpa sneggja
Jakob
Gíslason afgreiðir |
Eitt lítið atvik
frá þessum tíma var honum minnisstætt: Fjölskyldan var að fara í boð í hús sem var sunnar í bænum. Aðalbjörg hjálpaði honum fyrstum að klæða sig í sparifötin og sneri sér síðan að því að hjálpa hinum. Jakob var spenntur og órólegur. Svo amma sagði honum að ganga út og suður. Ætlaðist hún til þess að hann færi á undan í boðið. - En á máli Jakobs þýddi út það sama og norður. Svo hann fór út á götu og fór að ganga fram og til baka norður og suður á víxl, á meðan hann beið þess að hin yrðu tilbúin. Þegar amma og afi og hinir bræðurnir lögðu af stað í boðið var Jakob í norðurgöngu og þau fórust á mis. Það var svo fyrst þegar átti að setjast að borðum að það uppgötvaðist að Jakob vantaði. Varð uppi fótur og fit, en eftir nokkra leit hugkvæmdist einhverjum að fara til baka heim í læknishúsið og mætti barninu, sem var svo heppið að vera þá stundina á suðurgöngu. Þessi sögu sagði Jakob mér til þess að leggja áherslu á að maður skildi alltaf vera nákvæmur í tali og forðast margræðar setningar jafnt við börn sem fullorðna. Árið 1914 fékk Gísli faðir hans veitingu fyrir Eyrarbakkalæknishéraði. Árið eftir fluttist fjölskyldan búferlum suður til Eyrarbakka en Jakob og Pétur bróðir hans urðu eftir á leiðinni í Reykjavík hjá Vigdísi Pétursdóttur föðursystur sinni og Einari Finnsyni eiginmanni hennar að Klapparstíg 11. Bræðurnir hófu um haustið nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir stunduðu nám af dugnaði og luku stúdentsprófi með miklum ágætum vorið 1921. Síðsumars sigldi Jakob til Kaupmannahafnar og hóf nám í verkfræði við Tækniháskólann við Silfurtorg í þeim félagskap, sem Jón Helgason prófessor orti svo fallega um:
Jón Helgason var við nám í Kaupmannahöfn á svipuðum tíma og Jakob. Er kvæðið talið ort 1923 eða 1924 þegar Jakob var á þriðja ári í verkfræði. En Jakob las og reiknaði af kappi á veturna með hreinan reiknistokk og lógarithmabók að vopni og á vorin tók hann sín próf með prýði. |
1928 |
Þegar leið á námsárin tók hann að
hugsa mikið um þjóðfélagsmál og stjórnmál. Þann 14. mars 1928 skrifar hann fólkinu á Eyrarbakka: Jakobína endar bréf sitt með þessari athugasemd: Það skyldi nú vera betra lífið hjá ungu stúlkunum í Reykjavík hvað einlægni og sannsögli snertir við foreldrana? Er þá meiningin að skella allri skuldinni á dæturnar? Er ekkert að athuga við framkomu mæðranna og má ekki ætlast til þess af þeim, að þær geri eitthvað til að halda í einlægni barnanna? Í gær heimsótti mig stúlka. Eins og flest allar aðrar ungar stúlkur, sem ég þekki, segir hún mömmu sinni það, sem hún veit að hún vill heyra og hagar sér síðan eftir eigin geðþótta. Hún sagðist fyrst framan af auðvitað hafa sagt mömmu sinni alltaf allt af létta. Börn taka það varla upp hjá sjálfum sér að skrökva að foreldrunum. - En hún sagði að móðir hennar hefði þá oft orðið reið við hana og kannski ekki talað við hana mánuðum saman. Þetta er nú kannski að einhverju leiti orðum aukið. - Aðrar mæður verða algerlega hysteriskar og gráta og barma sér ef dæturnar stíga eitt skref út yfir það strangkonventionella. Mæðurnar leggja gjarnan meiri áherslu á að banna og skipa en að fræða, ráðleggja og leiðbeina; Þær meðhöndla ekki dætur sínar sem sjálfstæðar manneskjur, heldur heimta af þeim absoluta hlýðni, oft og einatt hlýðni við hina mestu fordóma, sem ekki eru byggðir á neinum skynsamlegum rökum; Þetta hefur þau áhrif að dæturnar missa alla virðingu fyrir fyrirmælum og ráðum móðurinnar. Mæður eru oft svo naivar að halda að þær geti kontrollerað hvar dætur þeirra halda sig og hvað þær hafast að; en tilfellið er að í bæjum og borgum er það nú á dögum algjörlega ómögulegt. Ástæðan til þess að dæturnar eru ósannsöglar og óeinlægar við mæður sínar er held ég oftast nær sú, að dæturnar finna skilningsleysi og ósanngirni mæðranna, eru of sjálfstæðar til að vilja lúta harðstjórn þeirra, en þora þó ekki aabent og ærligt að bjóða þeim byrginn vegna þeirrar erfiðu sambúðar sem það hefði í för með sér eyðileggingu á heimilisfriðnum, að minnsta kosti um tíma, meðan móðirin er að sætta sig við að dóttir hennar er orðin sjálfráð, sjálfstæð manneskja. Mér finnst það ranglátt gagnvart kvenfólkinu að ala það þannig upp að það sé ekki búið undir neina aðra atvinnu en hjónabandið. En svona hefur það verið. Og í hjónabandinu átti konan að vera manninum undirgefin, hlýðin og auðsveip. Uppeldið varð því að ganga út á að gera hana bljúga, auðsveipa og ósjálfstæða; Þótt hún um leið yrði vilja og karakterlaus, þá var ekkert við það að athuga. - Konan átti líka helst að vera blíð og viðkvæm; þ.e.a.s. tilfinningalíf hennar átti að vera vel útvíklað enda þótt það kæmi til að ganga stórum út yfir intelligens hennar. Þess var krafist af henni að hún væri ekki aðeins algjörlega óreynd, heldur jafnvel algerlega ófróð um ýmsar af mikilvægustu lífsfunktionum og þáttum lífsins, sem hún þó hlaut að reka sig á síðar meir. - Og það er skrítið að hugsa til þess hvað skeytingarlaust þjóðfélagið hefur verið ( hvort heldur maður skoðar það lagalega, móralskt eða konventionalt) um hvað um kvenmanninn varð eftir að það var búið að fá hana svo varnarlausa í hendur hvaða karlmanni sem var. - En þetta ideal af kvenlegu uppeldi og karriere er sem betur fer að hverfa. Ungu stúlkurnar nú á dögum vilja ráða sér sjálfar og þær finna að nauðsynlegt skilyrði til þess er að þær séu ökonomiskt sjálfstæðar. Nú opnast þeim fleiri og fleiri möguleikar til þess og það mun án efa koma að því að kvenfólkið ekki vill selja þetta sjálfstæði fyrir réttinn til þess að njóta kærleika og eignast börn. |
1928-30 Jakob kemur til starfa á Íslandi þrátt fyrir mun betri kjör í í starfstilboðum ytra - giftist og fjölskyldan stækkar. |
Ári áður en hann skrifaði þetta
kynntist hann Kaupmannahafnarstúlku sem kölluð var Basse, en hét fullu
nafni Hedvig Emanuelle Hansen. Þau urðu ástfangin hvort af öðru og
ákváðu að eyða ævinni saman. Jakob tók verkfræðipróf vorið 1928. Að loknu námi vann hann um hríð í Kaupmannahöfn en hugurinn stóð til þess að starfa á Íslandi. Honum bauðst vel launað verkfræðistarf hjá einkafyrirtæki í Reykjavík en hann hafði alltaf þann metnað að vera frumkvöðull og stjórnandi sjálfur. Hann fór árið 1929 á fund forsætisráðherra og samdi við hann um að fá tækifæri til þess að byggja upp Rafmagnseftirlit ríkisins. Jakob fluttist heim til Íslands síðla sama ár og Basse kom skömmu síðar. Þau giftu sig svo árið 1930. Þau Basse eignuðust tvo syni. Gísli fæddist í desember 1934 og Jakob annan í jólum 1937 |
1939 - meira um uppeldismálin |
Þann 20. mars 1939 skrifar Jakob móður
sinni á Eyrarbakka: Ég er orðinn mjög áhugasamur um uppeldismál eins og að líkindum lætur, þegar ég er orðinn tveggja drengja faðir. Ég les því af áhuga hvaðeina um þessi mál bæði sögulegs og fræðilegs eðlis. Hinsvegar verð ég að kannast við það að ég geri mér litlar vonir um, að gera nokkurn uppeldisfræðing úr sjálfum mér, enda mun erfitt að ala börn upp eftir bókum, - eða eftir princippum. Og raunar finnst mér, að ég geta lítið annað gert, en að vona fyrir barna minna hönd, að þau hafi orðið það heppin í foreldravali, að þau hljóti ekki frá okkur nein leiðindi eða tjón. Annars eru helstu reglurnar, sem maður fylgir, ef um reglur er að ræða, að tryggja krökkunum líkamlega heilbrigði, eftir því sem kostur er, láta þau leika sér sem frjálsast og sem mest með öðrum krökkum, banna þeim ekki annað en það sem óhjákvæmilegt er að banna og gefa þeim þá full rök fyrir því banni, þau rök sem maður raunverulega sjálfur telur vera fyrir nauðsyn bannsins. Ég hygg að eitthvað það erfiðasta í uppeldinu sé að forðast að banna krökkunum. Flestum hættir við að banna í tíma og ótíma og oft án samræmis, þannig að aðra stundina er leyft það sem hina er bannað. Gagnvart fullorðnum reyna menn að koma ekki þannig fram og yfirleitt held ég að maður hafi gott af því að gera sér far um, að fara meir en gerist eftir sömu reglum í umgengni við börnin sem í framkomu gagnvart fullorðnum. Trúarlegt uppeldi fá krakkarnir ekki hjá mér. Til þess skortir mig sjálfan trúarlega sannfæringu. Helstu rökin fyrir lífsreglunum verða: umhyggja fyrir sjálfum sér og tillit til annarra. |
1939 Basse deyr |
Þetta sama ár veiktist Basse og reyndist það vera heilaæxli, sem dró hana til dauða um veturinn, Hún var kornung, rétt rúmlega þrítug og var öllum mikill harmdauði. |
1943 - til Jagga sem bíður pabba síns á Eyrarbakka: Blómin smá við bæjarþil |
Systkini föður míns voru mörg og var mikill aldursmunur á því elsta og yngsta. Allt frá Pétri sem fæddist 1900 til Guðrúnar sem fæddist 1920. Raunar þekkist slík aldurdreifing í fleiri fjölskyldum hér. Systkinin dvöldust oft hjá Jakobi þegar þau voru í skóla í Reykjavík. Var mikill samgangur við Guðmund (Mumma), Ketil, Óla, Sigga og Guðrúnu, sem dvaldist um tíma hjá Jakobi þegar hún var í skóla. Hann hafði þá stundum orð á því í gamni við Guðrúnu að fólk héldi náttúrulega að hún væri dóttir hans. |
Raforkumála- stjóri |
Í stríðslok var Jakobi falið að skrifa ný raforkulög. Upp úr þeim voru stofnaðar Rafmagnsveitur ríkisins og Raforkumálaskrifstofa og var Jakob ráðinn Raforkumálastjóri. |
1946 Sigríður Ásmundsdóttir kemur til sögunnar |
Frænka Jakobs, Petrína Kristín, vann á stríðsárunum hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Einu sinni bauð hún Jakobi með á skemmtun með Rafveitufólki. Þar hitti hann unga stúlku að nafni Sigríður Ásmundsdóttir. Þar með voru örlög þeirra ráðin og þau giftu sig í febrúar 1946. |
|
|
Ási - Abba |
Þau eignuðust þrjú börn, ég fæddist 1946, Aðalbjörg 1949 og Steinunn 1953. |
|
|
|
|
Orkustofnun | Á fyrri hluta sjöunda áratugarins fékk Jakob enn tækifæri til þess að taka þátt í stofnun nýrra fyrirtækja þegar Raforkumálaskrifstofu var breytt í Orkustofnun og Landsvirkjun og Rafmagnsveitur ríkisins urðu sjálfstæð fyrirtæki. Stjórnaði Jakob Orkustofnun síðan til sjötugsaldurs. |
"lækkaðu heldur iðgjaldið" |
Jakob var alla tíð mjög samviskusamur, heiðarlegur og áreiðanlegur. Eitt sinn hitti ég konu, sem hafði unnið hjá tryggingarfélagi á árum áður. Hún þekkti Jakob og sagðist á sínum tíma hafa gert samning við hann um tryggingar fyrir Orkustofnun. Þegar samningunum var að ljúka spurði hún hvort hún ætti að leggja þóknun (þ.e.a.s. mútur) inn á bankareikning hans. Jakob afþakkaði og sagði: Viltu ekki heldur lækka iðgjaldið hjá Orkustofnun um þessa upphæð. - Ég spurði konuna hvað væri merkilegt við þessa sögu, þetta væri jú eina rétta svarið. Ja, það var nú ekki venjan að svona þóknun væri hafnað að því er ég vissi sagði hún. |
Skynsemin | Gísli faðir Jakobs var að vísu í
góðri læknisstöðu, en börnin voru mörg, sem þurfti að kosta til
náms fjarri heimilinu. Jakob vandist við það á námsárunum að fara
vel með fé og eyða ekki í óþarfa. Móðir mín talaði stundum um að gaman væri að eiga sumarbústað. Jakob hafði lítinn áhuga á því og sagði jafnan að það kostaði svo mikið að þau gætu búið á fínu hóteli í þrjá mánuði á ári fyrir peningana, sem spöruðust á því að eiga ekki sumarbústað. Svo erfði hann 2/3 að jörðinni Brettingsstöðum í Laxárdal eftir móður sína og Herdísi systur hennar. Magnús móðurbróðir minn var læknir á Akureyri og hafði áhuga á að eignast sumarbústað. Hann stakk upp á því að þau keyptu saman sumarbústað og settu upp á Brettingsstöðum. Jakob gekk að því með því skilyrði að Magnús sæi um þetta og hann sjálfur þyrfti ekkert að gera nema borga sinn hlut í kostnaðinum. Þegar sumarbústaðurinn var kominn hafði Jakob mjög gaman af því að vera þar. Hann fór nú að hugsa um að það vantaði salerni í bústaðinn og hafði orð á því hvort þau ættu ekki að láta koma upp kamri. Þá spurði Magnús hvort það væri ekki ódýrara að aka yfir á Hótel Reynihlíð og nota aðstöðuna þar ef maður þyrfti á slíku að halda. Af svona skynsamlegum rökum og það frá manni, sem ekki hafði verkfræðimenntun, hreifst Jakob. |
... stórt og smátt 1946 - á leið Bærinn heitir Borgargerði, (Borgargerði
|
Jakob fékkst stundum við það að setja
saman vísur. - Einu sinni sem oftar höfðum við átt góða kvöldstund
hjá Óla, Lísu og Evu. - Þegar Lísa dró fram gestabókina þá
skrifaði Jakob:
Jakob hreifst mjög af jafnaðarhugsjónum, var framarlega í stúdentapólitíkinni og gerði sér ferð til Rússlands 1928 á þeim tíma þegar menn héldu enn að þar væri í upprenningu sæluríki þar sem allir yrðu jafnir. Eftir að hann varð opinber starfsmaður hætti hann afskiptum af stjórnmálum en þó má lesa úr eftirfarandi vísu að honum var ekki sama um þróun heimsmála:
Kveðið fyrir munn Steinunnar Magnúsdóttur þegar hún af Bröttubrekku
leit aftur Borgarfjörðinn eftir ferðalag um Austurland, Norðurland og
Vestfirði
|
Ævikvöldið !? | Ævikvöld (í júlí 1948)
Sólarlagið í lífi Jakobs var hartnær fjórum áratugum síðar en þetta var ort, seint að kvöldi 9. mars 1987, örskömmu áður en 85. afmælisdagur hans rann upp. Í gær var fimmtánda ártíð Jakobs og í dag höldum við hátíðlegt aldarafmæli hans. |
Ásmundur |
Saman tekið og flutt af Ásmundi Jakobssyni |
Bergur Jónsson Hingað
tekin |
Jakob Gíslason Fæddur 10. mars 1902.
Þannig lýsir Tómas Guðmundsson, bekkjarbróðir Jakobs í Hinum almenna menntaskóla í Reykjavík, ferðinni með Lestinni miklu í Fögru veröld. Að loknu stúdentsprófi skildi leiðir félaganna og þeir sátu ekki í sama klefa Lestarinnar eftir það. Þeir fylgdust þó vel hvor með öðrum og hittust, en undirritaðan, sem kynntist þeim báðum, spurðu þeir oft um líðan hins. Farþegar Lestarinnar miklu eru misjafnlega ötulir meðan á ferðinni stendur. Jakob var meðal þeirra farþega, sem notuðu tímann vel. Hann fékkst við margt meðan á ferðinni stóð, og með víðsýni, elju, en þó með hæglátu, yfirveguðu og virðulegu fasi varð honum mikið úr verki. Hann á drjúgan þátt í ýmsu því, sem farþegar Lestarinnar njóta, þeir sem ferðast með henni enn um stund, eða síðar eiga eftir að stíga um borð. Með eftirfarandi orðum langar undirritaðan til að minnast Jakobs Gíslasonar fyrrum orkumálastjóra, félaga í rafmagnsverkfræðinga deild Verkfræðingafélags Íslands (RVFÍ) og orðanefnd hennar, en á þessum vettvangi vorum við að nokkru samferðamenn og klefanautar. Jakob Gíslason fæddist 10. marz 1902 á Húsavík. Foreldrar hans voru Gísli Ólafur Pétursson héraðslæknir þar og síðar á Eyrarbakka og kona hans Aðalbjörg Jakobsdóttir. Að loknu stúdentsprófi, 1921, hélt hann til Kaupmannahafnar og lauk prófi í rafmagnsverkfræði við Danmarks Tekniske Höjskole árið 1929. Um áramótin 1929/1930 skipaði þáverandi atvinnumálaráðherra, Tryggvi Þórhallsson, raforkumálanefnd, sem í sátu Geir G. Zoega vegamálastjóri, Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri og verkfræðingurinn ungi, Jakob Gíslason. Á fyrri hluta árs 1930 tók nefndin til umræðu eftirlit með raforkuvirkjum. Geir G. Zoega lagði, sem ráðunautur Brunabótafélags Íslands, ríka áherzlu á nauðsyn þess, að settar yrðu reglur um gerð og frágang raforkuvirkja, sem giltu um land allt, og að komið yrði á ríkiseftirliti með raforkuvirkjum almennt. Eftir tillögum nefndarinnar var þá þegar sett bráðabirgðareglugerð um raforkuvirki, með heimild laga frá 1926, og jafnframt byrjað á samningu ítarlegri reglugerðar. Í júní 1930 var Jakobi Gíslasyni rafmagnsverkfræðingi falið "að safna skýrslum um gerð, tilhögun og rekstur raforkuvirkja víðsvegar um land. Ennfremur eftirlit með frágangi raforkuvirkja og rekstri, svo og öllum raflögnum utanhúss og innan." Jakob hóf þegar í stað samningu reglugerðarinnar. Varð hún allumfangsmikil, um 60 síður í stjórnar tíðindabroti, og hafði að geyma allítarleg ákvæði um gerð og frágang raforkuvirkja. Reglugerðin var gefin út af atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu 14. júní 1933 og öðlaðist gildi 1. júlí sama ár. Með gildistöku reglugerðarinnar var að nokkru leyti staðfest það starf að eftirliti með raforkuvirkjum, sem þegar var hafið, en með henni var ennfremur markað starfssvið Rafmagnseftirlits ríkisins. Jakob taldi gjarnan að stofnunin hefði tekið til starfa um leið og reglugerðin öðlaðist gildi, 1. júlí 1933. Hann var jafnframt skipaður fyrsti rafmagnseftirlitsstjóri ríkisins. Störf Rafmagnseftirlits ríkisins urðu æ umfangsmeiri eftir því sem árin liðu undir stjórn Jakobs. Leiddi það að lokum til þess, að samin voru og samþykkt raforkulögin 1946, sem fjölluðu um skipulagningu á raforkumálastjórn ríkisins. Rafmagnseftirlit ríkisins varð hluti af Raforkumálaskrifstofunni, en Jakob tók við embætti raforkumálastjóra. Því starfi gegndi hann til 1. júlí 1967, þegar orkulög tóku við af raforkulögunum frá 1946. Með útgáfu orkulaga varð þó engin veruleg breyting á stjórn eða skipulagi Rafmagnseftirlits ríkisins. Stofnunin varð deild innan Orkustofnunar en Jakob var valinn til að gegna starfi orkumálastjóra. Jakob gegndi því starfi þar til hann var orðinn sjötugur, árið 1972, að hann lét af embætti fyrir aldurs sakir. Rafmagnseftirlit ríkisins varð að sjálfstæðri stofnun á ný árið 1979. Reglugerð Jakobs um raforkuvirki, sem hann skóp á árunum 1930-1933, ber það með sér að hún var samin af vandvirkni og framsýni. Mörg ákvæði hennar eiga við enn í dag. Hún er undirstaða þeirrar reglugerðar um raforkuvirki, sem í gildi er nú. Málfar hennar er líka vandað. Jakobi var annt um íslenzkt mál, og hann vildi ekki skilja við reglugerðina nema á lýtalausu íslenzku máli. Á síðasta fundi orðanefndar Verkfræðingafélags Íslands, sem haldinn var í febrúar 1933, var fjallað um "raf-yrði" reglugerðarinnar. Þar var Jakob að sjálfsögðu staddur. Orðanefndin hafði hafið störf í október 1919 og var skipuð mætum mönnum, Guðmundi Finnbogasyni prófessor og síðar landsbókaverði, Sigurði Nordal prófessor og Geir G. Zoega vegamálastjóra. Það er störfum nefndarinnar og ýmsum áhugamönnum að þakka, að íslenzk tunga eignaðist þegar á fyrstu áratugum aldarinnar fjölmörg íslenzk orð á sviði rafmagnsfræði og -tækni. Störf orðanefndar Verkfræðingafélagsins lögðust því miður niður eftir að nefndin hafði fjallað um orðaval reglugerðar um raforkuvirki. Jakob átti þó eftir að láta að sér kveða á þessu sviði, eins og svo mörgum öðrum, eins og vikið verður að. Í febrúar 1941 stofnuðu 13 rafmagnsverkfræðingar deild innan Verkfræðingafélags Íslands. Jakob var meðal stofnendanna, og hann var kjörinn fyrsti formaður deildarinnar. Það hafa sennilega verið óskráð lög frá upphafi, að enginn félagsmaður gegndi störfum formanns oftar en einu sinni eða sæti lengur en eitt ár. Á þessu hvorutveggja er þó ein undantekning í 46 ára sögu deildarinnar: Jakob Gíslason var aftur kosinn formaður deildarinnar árið 1954. Jakobi hlotnaðist líka sá heiður að verða kjörinn heiðursfélagi rafmagnsverkfræðingadeildar (RVFÍ) eins og raunar svo margra annarra félaga og samtaka. Verður það ekki talið upp hér. Tilviljun ræður því, að undirritaður er formaður deildarinnar, þegar Jakob stígur út úr Lestinni miklu. Jakob er kominn á áfangastað, en Lestin heldur áfram. Skömmu eftir stofnun RVFÍ var skipuð þriggja manna nefnd innan deildarinnar til orðasöfnunar úr raffræði, orðanefnd RVFÍ. Í nefndina völdust Steingrímur Jónsson, rafmagnsstjóri í Reykjavík, Gunnlaugur Briem, síðar póst- og símamálastjóri, og Guðmundur Marteinsson, síðar rafmagnseftirlitsstjóri ríkisins. Fljótlega bættist Jakob í nefndina og voru nefndarmenn fjórir í fjölmörg ár. Orðanefnd RVFÍ hefur starfað óslitið síðan hún var stofnuð, árið 1941, og er elzt allra starfandi orðanefnda. Hún hefur sent frá sér 3 raftækniorðabækur með alls um 6.400 uppflettiorðum á íslenzku, en nærri 6.000 orð bíða útgáfu. Jakob starfaði óslitið með orðanefnd frá fyrsta starfsári þar til þrek hans og heilsa leyfðu ekki lengur. Hann varð formaður orðanefndar 1963 og gegndi því starfi til 1984, þegar hann baðst eindregið undan endurkosningu, og undirritaður tók við starfi hans. Mannaskipti urðu nánast engin fyrstu 28 ár starfsemi orðanefndar. Það var fyrst árið 1969, sem ég og tveir aðrir ungir verkfræðingar bættust í hóp nefndarmanna. Sem formaður mótaði Jakob þá starfshætti, sem hafðir voru um hönd, og þann anda, sem ríkti á fundum orðanefndar. Að þeirri mótun býr nefndin enn. Þegar litið er til baka til þeirra stunda, sem ég átti því láni að fagna að vera samferðamaður Jakobs og klefafélagi í Lestinni miklu, er margt, sem upp í hugann kemur. Fyrstu kynni urðu ekki fyrr en á árunum 1966/67, þegar ég kom heim til Íslands eftir langvarandi dvöl erlendis við nám og störf. Ég tók eftir "öldungunum" á fundum RVFÍ. Þeir sóttu fundi félagsins og sýndu því ræktarsemi með nærveru sinni og virkri þátttöku. Þetta voru yfirleitt virðulegir menn, rólegir, háttvísir og yfirvegaðir í fasi og framkomu allri. Meðal þeirra manna, sem þessi lýsing átti við, var Jakob Gíslason. Þannig var líka breytni hans á fundum orðanefndar. Hann stjórnaði þeim með ljúfmennsku en skipulega, úrræðagóður og tilbúinn til að hlusta á skoðanir annarra og röksemdir. Frá honum stafaði hlýju og vináttu. Hann var alvörugefinn, en hafði þó gaman af glettum og kímni. Hann léði fundum nefndarinnar þann svip í hugum manna, að þeir sóttust eftir að koma á fundina til að ræða áhugamálin, orðasmíð og verndun íslenzks máls, og hitta um leið góða vini.
Þessar ljóðlínur Tómasar úr Sumargestum virðist mér eiga við, þar sem Jakob var. Svo margt var það, sem Jakob fékkst við í Lestinni miklu, að langt yrði upp að telja. Samferðamönnum hans á öðrum sviðum treysti ég betur en mér til að fjalla um þá þætti. Í Verkfræðingatali er að finna helztu atriði úr lífi Jakobs fram til ársins 1981 í þurri upptalningu. Hjá Rafmagnseftirliti ríkisins starfar enn fólk, sem hóf störf þar meðan Jakob var rafmagnseftirlitsstjóri, en síðan hann lét af því starfi eru liðin 40 ár, eins og fram kemur af því, sem áður er sagt. Þetta fólk hugsar með hlýhug tilbaka um störf sín með honum sem yfirmanni. Starfsmenn Rafmagnseftirlits ríkisins, félagar Jakobs í rafmagnsverkfræðingadeild VFÍ og félagar hans í orðanefnd RVFÍ senda honum hinztu kveðjur og þakka honum góðar minningar frá kynnum sínum við hann.
Seinni konu Jakobs, Sigríði Ásmundsdóttur, börnum og öðrum ástvinum votta ég samúð mína og konu minnar. Bergur Jónsson (rafmagnsverkfræðingur 1934 - 2011) |
Jakob
Gíslason afgreiðir hjálparbeiðni Sigurjóns Rist þegar Gusi lenti í
Tungnaá í des. 1957
GÓP-fréttir forsíða
*
Sjá einnig Sigríðar-síðu