GÓP-fréttir

 

Sigríður Ásmundsdóttir
Fædd 6. ágúst 1919 - d. 24. desember 2005.

Sjá einnig Jakobs-síðu

Kveðjur
og
Minningar

 Kveðjur

Ásmundur Jakobsson:

Úr
formálanum

minningar-
greinum í
Morgun-
blaðinu
3. janúar
2006


Sigríður eins árs gömul 1920

Sigríður Ásmundsdóttir fæddist á Gilsbakka í Hvítársíðu 6. ágúst 1919. Hún lést á heimili sínu að Bólstaðarhlíð 41 í Reykjavík að kvöldi 24. desember 2005.


Aðalbjörg, Sigríður, Moira og Brendan Jon's og Signýjarson

  Foreldrar hennar voru Ásmundur Guðmundsson biskup, f. 6. október 1888, d. 29. maí 1969


1963 (?) Ásmundur Guðmundsson, biskup.

Mynd: Ásmundur Jakobsson

og kona hans Steinunn Sigríður Magnúsdóttir, f. 10. nóvember 1894, d. 6. desember 1976. 


Aðfangadagskvöld 1967 á Laufásvegi 75.
Steinunn Magnúsdóttir skoðar jólagjafir barnabarnabarnanna.
Fjær situr Aðalbjörg Jakobsdóttir.

Myndin er tekin 20. júní árið 1954, daginn sem Ásmundur Guðmundsson var vígður biskup Íslands.
Sitjandi frá vinstri: Ásmundur Jakobsson, Þóra Ásmundsdóttir, Steinunn Magnúsdóttir,
Ásmundur Guðmundsson, Sigríður Ásmundsdóttir, Áslaug Ásmundsdóttir og Steinunn Guðmundsdóttir.
Standandi frá vinstri: Andrés Ásmundsson, Þorbjörg Pálsdóttir, Magnús Ásmundsson,
Hrefna Kjærnested, Guðmundur Ásmundsson, Tryggvi Ásmundsson og Jakob Gíslason.
Mynd: Vigfús Sigurgeirsson.

* Börn Steinunnar og Ásmundar eru:
  1. Andrés, f. 30. júní 1916, maki Þorbjörg Pálsdóttir, f. 10. febrúar 1919.
  2. Þóra, f. 27. júní 1918.
  3. Sigríður, f. 6. ágúst 1919.
  4. Áslaug, f. 25. júní 1921.
  5. Guðmundur, f. 8. júní 1924, d. 15. ágúst 1965, maki Hrefna S. Magnúsdóttir Kjærnested, f. 28. mars 1926, d. 15. mars 1996.
  6. Magnús, f. 17. júní 1927, maki Katrín Jónsdóttir, f. 6. júlí 1932.
  7. Tryggvi, f. 29. október 1938, maki Agla Egilsdóttir, f. 4. júní 1939 í Reykjavík.


Mynd frá 1929 (??). Systkinin talin frá vinstri:
Guðmundur, Þóra, Magnús, Andrés, Áslaug og Sigríður
Mynd: Loftur, konunglegur sænskur hirðljósmyndari.


Mynd af Sigríði  - og svo af Tryggva sem fæddist árið 1938.


Sigríður og Magnús á sólpalli sumarhúss Ásu og Þóru í Stardal í Mosfellssveit.

*

Sigríður

giftist 7. febrúar 1946


Jakobi Gíslasyni
, síðar orkumálastjóra, f. 10. mars 1902, d. 9. mars 1987.
Myndir úr aldarhátíð 2002 í Elliðaárdal og víðar

Börn Sigríðar og Jakobs eru:

1959? Ásmundur, Aðalbjörg, Steinunn og Sigríður

  • 1) Ásmundur, f. 5. júlí 1946.


20. júní1954 - þegar Ásmundur Guðmundsson var vígður biskup.
Ásmundur Jakobsson og Þóra Ásmundsdóttir.
Mynd: Vigfús Sigurgeirsson.

 

 
  • 2) Aðalbjörg, f 18. maí 1949, maki Hallgrímur B. Geirsson, f. 13. júlí 1949. Dóttir þeirra er Erna Sigríður, f. 28. apríl 1972.


Aðalbjörg og Steinunn 1963 (?)

 


Aðalbjörg og Hallgrímur 1969
*
  • 3) Steinunn Sigríður, f. 6. maí 1953,


Sigríður með Steinunni 1954

maki Sverrir Hilmarsson, f. 20. ágúst 1955. Dóttir Steinunnar Sigríðar og Sigurjóns Haukssonar, f. 18. febrúar 1955, er Sigríður Soffía, f. 22. mars 1981.


Í maílok 1998: Brúðhjónin Steinunn og Sverrir ásamt tengdaforeldrum.

Stjúpsynir Sigríðar, synir Jakobs Gíslasonar og fyrri konu hans Hedvig Emanuellu Hansen, f. 26. júní 1908, d. 25. nóv. 1939, eru


Jakob Jakobsson og Gísli Ólafur Jakobsson á Snæfellsnesi í júlí 2002 - mynd: GÓP

  • 4) Gísli Ólafur, f. 17. desember 1934, d. 29. mars 2003, maki Johanne Agnes Jakobsson, f. Götze, f. 17. október 1935. Synir þeirra eru a) Jakob, f. 23. desember 1953. b) Tómas, f. 29. júlí 1961, maki Nikoline Gíslason, f. 24. maí 1970. Dóttir Gísla og Lizu Knipschildt Jürgensen, f. 18. nóvember 1953 er c) Nanna Rósa Knipschildt Jürgensen, f. 27. maí 1987. Gísli á fjögur barnabörn.
  • 5) Jakob, f. 26. des. 1937, maki Moira Helen Blakeman, f. 11. maí 1944. Börn þeirra eru a) Pétur, f. 20. desember 1964. b) Elín, f. 4. september 1968, maki Mark Sadler, f. 25. nóvember 1968. c) Signý, f. 4. ágúst 1969, maki Jon Keliehor, f. 18. október 1941. Jakob á tvö barnabörn.

Fyrstu árin ólst Sigríður upp á Eiðum þar sem faðir hennar var skólastjóri. Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur 1928 og þar átti Sigríður heima í foreldrahúsum við Laufásveg þangað til hún giftist. Að loknu gagnfræðaprófi hóf hún skrifstofustörf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og síðar vann hún í Dómsmálaráðuneytinu.

Eftir að hún giftist var hún húsmóðir mestan hluta starfsævi sinnar.


Um 1963: Ólafur og Lise Gíslason, Sigríður, Aðalbjörg og Jakob.


Í sömu ferð: Aðalbjörg, Lise, Sigíður, Jakob, Ólafur, Pétur og Sigurður Gíslasynir.

Á áttunda áratugnum, þegar börnin voru uppkomin, vann hún á skrifstofum Sambands íslenskra barnakennara og Byggingarsamvinnufélags barnakennara.


Á Eyrarbakka í september 2005
Í 85 ára afmæli Guðrúnar Gísladóttur sem hér fagnar Sigríði.


Útför Sigríðar var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 3. janúar 2006 og hófst athöfnin kl 13.

Jakob og Sigríður 1946
Jakob og Sigríður, giftingarmynd 1946
(Úr myndasafni Jakobs Jakobssonar)
1946
Sigríður
Ásmundsdóttir
kemur
til sögunnar
Á 100 ára afmæli Jakobs Gíslasonar hinn 10. mars árið 2002 sagði Ásmundur Jakobsson meðal annars:

Frænka Jakobs, Petrína Kristín, vann á stríðsárunum hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Einu sinni bauð hún Jakobi með á skemmtun með Rafveitufólki. Þar hitti hann unga stúlku að nafni Sigríður Ásmundsdóttir. Þar með voru örlög þeirra ráðin og þau giftu sig í febrúar 1946.

14. júlí 1957 - frá Sóleyjarhöfða til Jökulheima
1957 Hópurinn við Sóleyjarhöfða
Mynd: Sigurjón Rist. Hann gaf þátttakendum eintak og þetta er eftir mynd Sigríðar og Jakobs.
Leggðu músarbendilinn á manninn á myndinni - þá birtist nafn hans!
Frá vinstri: Hjálmar Þórðarson, Eberg Elefsen, Steingrímur Pálsson, Guðmundur Thoroddsen,
Guðmundur Kjartansson, Guðrún Gísladóttir, Ásdís Thoroddsen,
Sigríður Ásmundsdóttir og Jakob Gíslason.
Fyrir framan sitja Guðmundur Jónasson og Sigurður Thoroddsen.


Aðalbjörg Jakobsdóttir og Sigríður Ásmundsdóttir
Á 100 ára afmæli Jakobs Gíslasonar í júlí 2002
Myndir úr aldarhátíð 2002 í Elliðaárdal og víðar

Agla og Sigríður, Magnús í bakgrunni
á 100 ára afmæli Jakobs Gíslasonar í júlí 2002
Myndir úr aldarhátíð 2002 í Elliðaárdal og víðar

Góður kvennahópur!
á 100 ára afmæli Jakobs Gíslasonar í júlí 2002 - mynd: Pétur Örn
Myndir úr aldarhátíð 2002 í Elliðaárdal og víðar
Kveðja
í Mbl.
3. jan. 2006

 
Minningarkveðja á útfarardegi

Það eru tilfinningar allt frá barnæsku sem skipa fólki í manns næsta hring. Þegar þaðan tínist burt þyrpast í hugann ótal minningar en orð fá engu lýst. Nú fór úr hringnum Sigríður Ásmundsdóttir sem frá fyrstu kynnum tók með brosi og hlýjum stuðningi móti litlum húsfrændum í heimsókn og vissi öll okkar sextíu samferðarár hvar misjafnlega kotrosknu fasi var stuðnings þörf.

Kært við þökkum fjölmargar samverustundir sem allar voru bæði góðar og of stuttar og tengdu hin margvíslegu ættarbönd á ómetanlegan hátt. Þar stóðu þær svilkonurnar Sigríður og Lise, kona Ólafs Gíslasonar, að mörgum góðum gerðum ásamt henni Guðrúnu, yngsta barninu í bræðragarðinum á Eyrarbakka. Þær hafa átt mikilvægasta og stærsta þáttinn í samheldni okkar, afkomendanna.

Á róti hugans skoppar léttur bátur með óminn af elskulegri persónu með bjarta sýn á lífið og tilveruna og næmt auga fyrir því sem gladdi aðra svo að jafnvel óvæntustu mót við hana urðu okkur veislur.

Ásmundur, Aðalbjörg og Steinunn, Hallgrímur og Erna Sigríður, Sverrir og Sigríður Soffía. Jakob Jakobsson og fjölskylda í Skotlandi og fjölskylda Gísla Jakobssonar í Danmörku. Guðrún Gísladóttir, móðir mín, og við systkinin og okkar fjölskyldur sendum ykkur og einnig systkinum Sigríðar og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur um leið og við lítum með þakklæti yfir farinn veg.

Gísli Ólafur Pétursson og Ragna Freyja Karlsdóttir.

 
* Í Heljargjá í júlí 2003

Músaðu hér
til að opna myndasafnið!


Í Heljargjá 2003 - mynd: Ásmundur Jakobsson

Í Heljargjá 2003 - mynd: Ásmundur Jakobsson

Í Heljargjá 2003 - mynd: Ásmundur Jakobsson

Í Heljargjá 2003 - mynd: GÓP

Í Heljargjá 2003 - mynd: GÓP

Í Jökulheimum 2003 - mynd: Ásmundur Jakobsson

Í Jökulheimum 2003 - mynd: GÓP

GÓP-fréttir forsíða * Sjá einnig Jakobs-síðu * Kveðju og minningarsíða