GÓP-fréttir

Kom inn!
*
Jakob Gislason sextugur 1962

*

Til baka
á
Sigríđarsíđu

Sigríđur Ásmundsdóttir
Fćdd 6. ágúst 1919 - d. 24. desember 2005.

Sjá einnig Jakobs-síđu

Kveđja
og
Minning

 Kveđjur

Tryggvi
Ásmundsson:

 Kveđja og minning

Morgunblađinu 3. janúar 2006

Myndin er tekin áriđ 1953, daginn sem Ásmundur Guđmundsson var vígđur biskup Íslands.
Sitjandi frá vinstri: Ásmundur Jakobsson, Ţóra Ásmundsdóttir, Steinunn Magnúsdóttir, Ásmundur Guđmundsson, Sigríđur Ásmundsdóttir, Áslaug Ásmundsdóttir og Steinunn Guđmundsdóttir.
Standandi frá vinstri: Andrés Ásmundsson, Ţorbjörg Pálsdóttir, Magnús Ásmundsson, Hrefna Kjćrnested, Guđmundur Ásmundsson, Tryggvi Ásmundsson og Jakob Gíslason.
Mynd: Vigfús Sigurgeirsson.

Börn
Steinunnar
Magnús-
dóttur
og
Ásmundar
Guđmunds-
sonar

Börn Steinunnar og Ásmundar eru:
  1. Andrés, f. 30. júní 1916, maki Ţorbjörg Pálsdóttir, f. 10. febrúar 1919.
  2. Ţóra, f. 27. júní 1918.
  3. Sigríđur, f. 6. ágúst 1919.
  4. Áslaug, f. 25. júní 1921.
  5. Guđmundur, f. 8. júní 1924, d. 15. ágúst 1965, maki Hrefna S. Magnúsdóttir Kjćrnested, f. 28. mars 1926, d. 15. mars 1996.
  6. Magnús, f. 17. júní 1927, maki Katrín Jónsdóttir, f. 6. júlí 1932.
  7. Tryggvi, f. 29. október 1938, maki Agla Egilsdóttir, f. 4. júní 1939 í Reykjavík.


Mynd frá 1929 (??). Systkinin talin frá vinstri:
Guđmundur, Ţóra, Magnús, Andrés, Áslaug og Sigríđur
Mynd: Loftur, konunglegur sćnskur hirđljósmyndari.


Mynd af Sigríđi  - og svo af Tryggva sem fćddist áriđ 1938.


Sigríđur og Magnús á sólpalli sumarhúss Ásu og Ţóru í Stardal í Mosfellssveit.

*

Systir mín Sigríđur Ásmundsdóttir var ţriđja í röđ 7 barna foreldra minn og önnur til ađ kveđja ţetta líf. Hún fćddist ein okkar systkina á ćttaróđalinu Gilsbakka í Hvítársíđu en ţar dvaldist móđir okkar međan fađir okkar undirbjó búferlaflutninga til Eiđa. Ţar hafđi hann veriđ ráđinn skólastjóri. Var hún 5. Sigríđur í beinan kvenlegg. Sú elsta var Sigríđur Pálsdóttir sem gift var séra Ţorsteini Helgasyni í Reykholti, skörungur mikill og má lesa sögu hennar í riti Jóns Helgasonar, Íslenskt mannlíf. Síđan hafa bćst viđ tvćr og er dótturdóttir hennar Sigríđur Soffía sjöunda Sigríđur í beinan legg og má međ sanni segja ađ gifta hafi fylgt ţví ágćta nafni.

*

Fyrstu árin ólst Sigríđur upp á Eiđum í stórum hópi systkina, en flutti til Reykjavíkur 9 ára gömul ţegar fađir okkar varđ dósent viđ guđfrćđideild Háskólans. Hún var stćrst ţeirra systra ţótt ekki vćri hún elst, nokkuđ mikil fyrir sér og ţótti stríđin. Var eitt sinn haft eftir Magnúsi bróđur okkar: “Ţađ gagnar nú lítiđ ţótt hún Grýla sé dauđ ţví ţegar hún Sigga systir mín verđur stór verđur hún Grýla.”

Hún stundađi nám í barnaskóla og gagnfrćđaskóla en gerđi ekki mikiđ úr námsástundun sinni. Hún sagđist hafa litiđ á upplestrarfrí sem frí. Ţegar um munnleg próf var ađ rćđa kvađst hún hafa hent námsbókinni í loft upp og lesiđ ţá opnu sem blasti viđ ţegar hún kom niđur. Síđan var kúnstin ađ draga rétt verkefni sem hún sagđi ađ hefđi náđst furđu oft. Ţegar sonur hennar, annálađur námsgarpur, las til stúdentsprófs fannst henni hann leggja óţarflega hart ađ sér viđ lesturinn og sagđi honum frá ţessari ađferđ sinni. Svar hans varđ fleygt í fjölskyldunni: “Er ekki nóg ađ ţú hafir veriđ skussi í skóla ţótt ţú sért ekki beinlínis ađ gorta af ţví viđ börnin ţín?” Ţess má ţó geta ađ sá sem ţessar línur skrifar beitti ţessari ađferđ viđ upplestur á jarđfrćđi fyrir stúdentspróf og gafst vel. Hún lauk samt öllum sínum prófum međ sóma og fékk síđan vinnu á skrifstofu Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Nokkrum árum síđar varđ hún ritari í dómsmálaráđuneytinu.

Um ţetta leyti kynntist hún Jakobi Gíslasyni rafmagnsverkfrćđingi sem ţá var forstöđumađur Rafmagnseftirlits ríkisins en síđar raforkumálastjóri og seinast orkumálastjóri. Ţau giftust snemma árs 1946. Hann var ekkjumađur og átti 2 syni á viđkvćmum aldri. Hún gekk ţeim strax í móđurstađ og var samband ţeirra alla tíđ mjög náiđ og gott. Gísli lést fyrir fáum árum, öllum harmdauđi, en Jakob lifir stjúpmóđur sína.

*

Jakob Gíslason var mikill merkismađur, brautryđjandi í raforkumálum Íslendinga og einstakt valmenni. Um hann má lesa í ćvisögum Sigurđar Thoroddsens og Ingólfs á Hellu og er hrós Ingólfs ekki litađ pólitík ţví ţar voru ţeir ekki samherjar. Eftir ađ ţau giftust helgađi Sigríđur sig heimilinu og á nćstu 7 árum eignuđust ţau 3 börn: Ásmund, Ađalbjörgu og Steinunni Sigríđi. Í kringum 1950 fluttust ţau í Barmahlíđ 22 sem varđ heimili Jakobs til ćviloka, en hann lést 9. mars 1987. Í húsi ţessu voru 4 íbúđir og 3 ţeirra í eigu barna Theodóru og Skúla Thoroddsen. Allt var ţetta úrvals fólk og ţar stundađ “fagurt mannlíf” svo vitnađ sé til sr. Árna Ţórarinssonar.

Á hćđinni fyrir ofan bjó Sigurđur Thoroddsen verkfrćđingur, aldavinur Jakobs. Sigurđur var áhugamađur um garđrćkt en Sigríđur hafđi hálfgert samviskubit yfir ađ hann hugsađi mest um garđinn. Vildi hún eitt sinn bćta úr ţessu og taka til hendi í garđinum. Var hún undrandi á ađ rekast ţar á fullt af elftingu sem hún reytti samviskuamlega burt og fleygđi í rusliđ. Ţegar Sigurđur kom nćst í garđinn saknađi hann margra furuplantna sem hann hafđi gróđursett af mikilli natni. Máliđ upplýstist og eftir fyrsta áfalliđ sáu ţau bćđi húmorinn og veltust um af hlátri. Ţađ varđ samt ađ samkomulagi ađ Sigurđur sći um alla verkstjórn viđ garđyrkjuframkvćmdir ţađan í frá.

* Starf húsmóđurinnar er stundum vanmetiđ og sagt um konu ađ hún sé “bara húsmóđir”. Jakob Gíslason vissi áreiđanlega vel ađ hann hefđi ekki afrekađ ţví sem hann gerđi hefđi heimiliđ ekki veriđ sá griđastađur sem ţađ var. Ekki heldur víst ađ börnin og síđan barnabörnin hefđu orđiđ slíkt afbragđsfólk sem ţau eru hefđi hún ekki alltaf veriđ til taks reiđubúin til ađ hugga og hjálpa.
* Sigríđur systir mín var mikil gćfukona. Um fertugt veiktist hún lífshćttulega, en náđi sér ađ fullu. Ţau veikindi kenndu henni samt margt. Ţegar heilsu hennar fór alvarlega ađ hraka upp úr áttrćđu vissi hún vel ađ skurđađgerđir gćtu veriđ mjög varasamar, ekki síst öldruđu fólki. Engu ađ síđur fór hún í tvćr slíkar ţegar máliđ snerist um ađ halda fćtinum. Hún vissi vel ađ kalliđ mikla gat komiđ hvenćr sem var og fyrirvaralaust en tók ţví af mikilli stillingu og ćđruleysi.

Hún lifđi lífinu fram á seinustu stund, bjó ein heima hjá sér og sá um sig sjálf međ dyggri ađstođ sinna nánustu. Hún eldađi jólagrautinn og dó ţegar hún var ađ klćđa sig í sparifötin til ađ fagna jólunum međ fjölskyldu sinni. Ég og mitt fólk ţökkum henni samfylgdina og óbilandi örlćti og ástúđ alla tíđ. Megi hiđ eilífa ljós lýsa henni.

* Tryggvi Ásmundsson
Sigrún, Egill
og Ásmundur
T
ryggvabörn:

 Kveđja og minning

Morgunblađinu 3. janúar 2006

* Ţađ er erfitt ađ hugsa sér jólahald án Sigríđar, föđursystur okkar. Laufabrauđsbakstur á ađventunni undir mildri verkstjórn Siggu frćnku hefur ávallt gegnt lykilhlutverki viđ ađ koma fjölskyldunni í rétta jólaskapiđ. Hiđ árlega jólabođ á annan í jólum ađ heimili Sigríđar rak svo myndarlegan endahnút á jólahátíđina. Ađrar samverustundir voru ófáar og viđ fundum allt frá barnćsku hve velkomin viđ vorum á heimili hennar.
* Sigga hafđi einstaklega létta lund og öll hennar framkoma var í senn elskuleg og áreynslulaus. Ţađ leiđ öllum vel í návist hennar. Hún átti jafnframt afar auđvelt međ ađ rćđa málin enda hafđi hún frá mörgu ađ segja, var vel lesin, hafđi ferđast víđa og ekki spillti fyrir ađ hún hafđi gott skopskyn.
* Allir sem ţekktu Sigríđi munu sakna hennar og minnast međ hlýju. Blessuđ sé minning hennar.
* Sigrún, Egill og Ásmundur
Hallgrímur
Geirsson:

 Kveđja og minning

Morgunblađinu 3. janúar 2006

*

Sigríđur giftist 7. febrúar 1946
Jakobi Gíslasyni, síđar orkumálastjóra, f. 10. mars 1902, d. 9. mars 1987.


1959? Ásmundur, Ađalbjörg, Steinunn og Sigríđur


Ađalbjörg og Hallgrímur 1969
* Ég kynntist tengdamóđur minni Sigríđi Ásmundsdóttur fyrir tćplega fjörutíu árum ţegar ég hafđi ungur komist ađ ţeirri bjargföstu niđurstöđu ađ án Ađalbjargar dóttur hennar yrđi líf mitt mér einskis virđi.
* Mér var ţví tíđförult á heimili tengdaforeldra minna til fundar viđ tilvonandi eiginkonu og ekki alltaf á hefđbundnum heimsóknartíma. Hvernig sem á stóđ sýndi Sigríđur mér ţá hlýju, vinsemd og umburđarlyndi sem fylgdu öllum samskiptum hennar viđ ţennan tengdason sinn frá upphafi til dauđadags. Í Sigríđi átti hann alla tíđ stuđningsmann til allra góđra hluta sem hikađi ekki viđ ađ taka málsstađ hans jafnvel og ţrátt fyrir á stundum réttmćta gagnrýni dóttur hennar á hann.
* Frá ţessum fyrstu árum međ tengdamóđur minni og fjölskyldu hennar er međ öđru minnisstćtt ađfangadagskvöld á Laufásveginum, heimili foreldra Sigríđar. Í kringum matarborđiđ sat fjölmenn fjölskyldan, tengdafólk og vinir en í öndvegi móđir Sigríđar, Steinunn Magnúsdóttir biskupsfrú, ekkja Ásmundar heitins Guđmundssonar biskups sem ţá var látinn og ég átti ţví miđur ekki kost á ađ kynnast.

Af björtum og hreinum andlitssvip Steinunnar og öđru yfirbragđi sem og innrćti stafađi einstök hlýja. Ţessa eiginleika hafa Sigríđur tengdamóđir mín og systkini hennar tekiđ í arf frá foreldrum sínum og ţeirra höfum viđ fjölskyldan, vinir og samferđarmenn ţeirra fengiđ ađ njóta í ríkum mćli.

* Sigríđur var bćđi félagslynd og fjölskyldurćkin og á heimili hennar voru allir velkomnir eins og hún sjálf hafđi alist upp viđ í foreldrahúsum enda oft gestkvćmt. Fastur punktur í tilveru okkar um áratugaskeiđ voru jólabođin hennar annan dag jóla sem ekkert fékk hnikađ fyrr en undir ţađ síđasta.
Sigríđur var fróđleiksfús og forvitin, listelsk og naut ţess ađ ferđast um ótrođnar slóđir. Hún hafđi yndi af útivist og ekki er grunlaust um ađ hún hafi komiđ eiginmanni sínum og tengdaföđur mínum svo snemma á bragđiđ ađ flestir standa í ţeirri trú ađ svo hafi alltaf veriđ hvađ hann varđađi. Sigríđur gerđi líka heiđarlega tilraun til ađ ala upp međ undirrituđum tengdasyni sínum áhuga í ţessa veru en án umtalsverđs árangurs
* Sigríđur hélt mikilli reisn sinni til síđasta dags, kraftmikil, ákveđin og fylgin sér. Undir ţađ síđasta var nokkuđ líkamlega af henni dregiđ en á andann skorti ekki neitt og hafđi hún sem ávallt áđur skođanir á mönnum og málefnum en ćvinlega af ţeirri mildi og víđsýni sem henni var í blóđ borin.
* Ađ leiđarlokum kveđ ég Sigríđi Ásmundsdóttur tengdamóđur mína međ ţakklćti og söknuđi.
* Hallgrímur B. Geirsson

GÓP-fréttir forsíđa * Til baka á Sigríđarsíđu