GÓPfrettir.net
Forsíða

Vigfús
Magnússon

Ferðatorg

Beinakerlingin

á Sprengisandi

Stutt lýsing
á fundi glataðra leiðarmerkja
á Sprengisandsleið

"Beinakerling er stór varða
og stendur mitt á milli 24 dætra sinna
."

2005_0719_102542uB3gop.jpg

*

Samantekt
frá
Vigfúsi
Magnússyni

Innsend
2014

Vigfús Magnússon
læknir og ævintýramaður (1933-2015)

*

Stutt lýsing
á fundi glataðra leiðarmerkja á Sprengisandsleið

"Beinakerling er stór varða og stendur mitt á milli 24 dætra sinna."

Björn Jónsson (1920-1995), læknir í Swan River í Kanada segir þessa setningu í lýsingu Eiríks Hafliðasonar bónda á Tungufelli í Lundarreykjadal á Sprengisandsleið frá 1770, sem birtist í 1. bindi ritsins Hrakningar og heiðavegir (útg. Pálma Hannessonar og Jóns Eyþórssonar, 1949), en Björn rakst á í bókinni Landið þitt, 2. bindi bls. 137, undir nafninu Sprengir. Í þá bók hafði Steindór Steindórsson frá Hlöðum tekið útdrátt úr lýsingu Eiríks og lét þess jafnframt getið að varðan, dæturnar og önnur leiðarmerki sem um er getið (Sveinar og Sprengir) væru öll týnd.

Ástæða þess að lýsingin vakti athygli Björns fremur en annarra segir hann að sé, að hann hafi fallið í það sem hann kallar Einarsvillu, þ.e. orðið áhangandi kenninga Einars Pálssonar (1925-1996) um hugmyndakerfi fornmanna. Þegar hann sá þessa setningu í lýsingu Eiríks taldi hann því gefið, að um væri að tefla stjarnhring settan á landmiðju, þarna væri komin stundaklukka landsins, hringborð Artúrs konungs og sveina hans, eins og hann kemst orði.

Björn lagðist í margvíslegar athuganir. Hann taldi útmiðun landmiðju krefjast víðsýnis og lögn slíks hrings yrði að gerast af hábungu Hofsjökuls og taka mið af kennileitum sýnilegum af Sprengisandi. Við þetta studdist Björn, sem var þrautreyndur flugmaður, bæði við loftmyndir og kort. Niðurstaða þessa grúsks var að landmiðja og þar með vörðurnar væru vestan Fjórðungsöldu. Hafði Björn merkt inn á kort líklega staði og reyndist þegar til kom einn þeirra um 200m frá vörðunum.

Árið 1977 kom Björn svo til Íslands til að sannreyna tilgátu sína. Er upp á Sprengisand kom síðla kvölds kom í ljós, að veðurthugunarmaður í Sandbúðum kvaðst hafa séð eitthvert hröngl er hann var á ferð á vélsleða skammt frá. Fylgdi hann Birni á staðinn og þar blöstu vörðurnar við.

Björn kom aftur árið eftir og leitaði þá Sveina. Kom að myndarlegri vörðu sunnar á sandinum, sem hann taldi vera Svein. Einnig taldi hann sig hafa staðsett Sprengi.

Kristján Eldjárn, forseti, sem var kunningi Björns fór svo ári seinna og staðfesti niðurstöðu Björns um að Beinkerlingin á Sprengisandi og Sprengir væru fundin eftir að vera talin týnd í rúmar tvær aldir. Kristján og félagar voru ekki sammála Birni með Sveininn og gerðu betur, því þeir fundu Sveina skammt ofan ármóta Fjórðungskvíslar og Bergvatnskvíslar.

Björn þakkaði árangur sinn ekki síst Einari Pálssyni og fræðum hans. Beindi hann því til fjallamanna, að þeir hefðu einstaka aðstöðu til að bera og mæla viðmiðanir Einars Pálssonar á landið sjálft og auka þannig að mun unun sína af skoðun landsins. Kennileiti, álagablettir, þjóðsagnastaðir og landslag allt fær nýja vídd, þegar “kerfi” Einars er á það borið.

*

21. sept.
2015

Haustferð

Beina-
kerlingunni
á
Sprengisandi


22. september 2015 - kl. 070352.

Sól kemur upp á Trölladyngju á jafndægrum, - þ.e.:
Trölladyngja er í háaustur frá Beinakerlingunni.

* Beinakerlingin á Sprengisandi
19. júlí 2005
19. júlí
2005

Beina-
kerlingin
á
Sprengi-
sandi
og
hennar
fylgivörður

*

Músaðu

HÉR!!

eftir
myndum
úr
ferðinni


2005_0719_102433B5VigfMagn

Beinakerlingin séð úr norðri. 


2005_0719_102452uB5gop

Vigfús myndar Beinakerlinguna úr aust-suðaustri.


2005_0719_102157B5gop

Hér er grjótatunga sem ber uppi allt vörðusvæðið.
Vörðurnar eru yfirleitt fárra grjóta. Fjærst Beinakerlingu
til suðausturs er sérkennilega stöðug tveggja steina varða.
Hún sést við myndjaðar til hægri.


2005_0719_101956gop

Hér dást að þeirri vörðu þeir Karl Jónsson,
Guðmundur Rúnar Pétursson, Sigurður Magnússon,
Vigfús Magnússon, Magnús Ásgeirsson og Pétur Örn Pétursson.


2005_0719_101837B5gop

Syðsta varðan - tveggja steina.

*   *   *

Efst á þessa síðu * Forsíða