Vigfús Magnússon
læknir og ævintýramaður f. 3. júní 1933 - d. 21. september 2015

Forsíða
http://www.gopfrettir.net/open/VigfusMagnusson

>>>>>> Músaðu hér til að hoppa niður í myndalista yfir nokkrar ferðir með Vigfúsi
21.9.2015

Flokkinn prýða ferðagen
- fer þar margur snjallur -
vinagleðin varir - en
Vigfús, hann er allur.

*

 

 

Gíslavinafélagið þakkar ótrauða tveggja áratuga samfylgd um fjöll og firnindi. Um hugann fara minni allra gerða. Ferðir af engu tilefni og nauðsynjaferðir öðrum til aðstoðar. Stundum á mörgum bílum - oft bara tveir. Góðviðrisferðir - og svartabylur á jökli þar sem ekkert sést - nema bakljósin hjá Vigfúsi sem leiðir gegnum sortann. Sú síðasta var að hans undirlagi. "Hvar kemur sólin upp á jafndægrum - horft frá Beinakerlingunni á Sprengisandi?" Regni og þungbúnum himni var spáð um helgina - en björtum og blíðum á mánudag og þriðjudag. "Ekki er líklegt að ég nái næstu jafndægrum" - og við gripum tækifærið. Í kvöldrökkurslogninu skammt ofan Versala gnæfði Hágangan sem varða á vegi til heiðskírra jökla boðandi bjarta sólarupprás og vel heppnaða ferð. Þá var Vigfús allur.

Um hugann fara margar myndir, - af spaugi hans og gamansemi, af kryddi hans á kvöldvökum í Þórsmörk, af samveru okkar hálfan júlímánuð næstliðinna 10 ára við ævintýraleit í Kerlingarfjöllum, af viðhorfi hans til ólíkra mála samtímans þróuðu af reynslu hans og mannþekkingu, af traustleika hans sem samferðamanns - því að með honum voru báðir öruggir heiman og heim - fyrir kom að annar var þá í spotta hins.

Sjá hér
nánar
um
Beina-
kerlinguna
á
Sprengi-
sandi
og um
hennar
endur-
fund
í
frásögn
frá
Vigfúsi
Já - upprás sólar frá Beinakerlingunni á Sprengisandi á jafndægri hefst ofarlega í norðurslakka Trölladyngju og færist að toppnum á meðan hún birtist til fulls.


22. september 2015 - kl. 070352. Sól á Trölladyngju.

* Vigfús var hugmyndaríkur mannvinur með fjölbreytta lífsreynslu og tillögugóður á úrræðafundum. Ekki verður sagt að hann hafi fallið fyrir aldur fram en hans er saknað í okkar hópi. Við munum lengi búa við góðar og nytsamar endurminningar um Vigfús Magnússon og fordæmi hans.

Við sendum hans kæru vinum innilegar samúðarkveðjur.

Í september 2015 - Gísli Ólafur Pétursson     

*

G-vinir
vilja
fá inn
þessa
lýsingu
úr pósti
til
g-vinarins
Högna
Egilssonar

Sunnudagur 20. sept. 2015

Mánudagur mætir senn
mun til fjalla haldið
beggja deilda merkis-menn
munda saman tjaldið.

"Beggja deilda merkis-menn" merkir: "Hér verða á ferð bæði Efrideildarmenn, yfirleitt eldri og því með möguleikum til ferða á virkum dögum og einnig Neðrideildarmenn sem yfirleitt eru bundnir af launavinnu á virkum dögum". Þessi ferð var gangsett að undirlagi Efrideildarmanna en nokkrir Neðrideildarmenn slógust í förina.

​Gistum nótt í Nýjadal
nætur-rismál​ síðan >> (Á fætur upp úr kl. 05.)
Beinakerlu bjóða skal
blíðan morgun víðan. >> (Vera hjá henni við sólarupprás.) 

Spárnar lofa ljúfri stund
létt á Sprengisandi
blási svo með bleytugrund
bara óstöðvandi. 

Æ skal fara eftir þeim
- ekki þýðir dokið -
liðið mun sig hypja heim
- haustferðinni lokið.

​Okkur þykir ferð um fjöll
flétta skarð í vanann
- ​næstu daga erum öll
endurbætt í framan. 

Föstudagur 2. okt. 2015

Gíslavinir gerðu för
- gripu spárnar blíðar -
veröldin úr vænu gjör -
vindlaust allar hlíðar.

Kvölds í stillu klukkan sjö
kallað var í síma
karl við stýri kváðu tvö
kominn á sinn tíma.

Deyi maður dokar við
dynur ferðalagsins -
kalli svarar - kemur lið
kerfis samfélagsins.

Áttum saman stund og stað
straum af minjum góðum
- hugur manns við heimsins vað
hvarf á fjallaslóðum.

Flokkinn prýða ferðagen
- fer þar margur snjallur -
vinagleðin varir - en
Vigfús, hann er allur.

Ferðin var að hönnun hans
- hópur skipti liði -
fórum við í fjallaglans
fram að ljósamiði.

Fyrr var áð við Sveina sjö.
Sá er fara kunni
bein um Sprengi bar þá tvö
Beinakerlingunni.

Spurt var hvaðan sunna sá
- sjá ef það hún kunni -
og hún beindi bránum hjá
Beinakerlingunni -

Valinn dagur, valin stund,
vikan jafnra dægra -
eftir nettan næturblund
náðum geislum lægra.

Áttum loksins ans við spurn
- ei þótt fuglar syngju -
upp kom sól á undraturn
yfir Trölladyngju.

Þegar vinir falla frá
fengið lán er prísað
meðal annars má þá sjá
meira - hér til vísað.

http://www.GOPfrettir.net/open/VigfusMagnusson

Vigfúsar-
safn

Myndina tók
Sverrir Kr.
Bjarnason við
Miklafells-skálann
á heimleið
úr ferð suður
Vonarskarð
og
Bárðargötu
og um
Þverárdal
á
hringveginn
við
Orustuhól

Myndir af Vigfúsi


2005_1023_170503B5SverrirKr

í ferðum Gíslavinafélagsins á næstliðnum árum.
Myndasafn ferðarinnar opnast þegar þú músar á myndina.

21. sept. 2015

Haustferð
á
Sprengisand

Sólarupprás að Beinakerlingu á jafndægrum.

2015 - 21. sept.: Haustferð á Sprengisand


22. september 2015 - kl. 070352. Sól á Trölladyngju.


Við Hallgrímsvörðu: Þessir luku verkefni ferðarinnar

Sverrir Kr. Bjarnason, Sturla Þengilsson, Karl Jónsson,
Sigurður Flosason, Gunnar Hallsson og Pétur Örn Pétursson.
Myndina tók GÓP.

 

11. júlí 2015

Kerlingarfjöll

2005 - 2015

 

 

 

 

 

Kveðjufilma
Sofíu
og hennar
kvikmyndaliðs

VigfusFilm.mp4

>>>>>

2005 - 2015: Í Kerlingarfjölum


2015_0711_123456gop.jpg

Ekið yfir Jökulfallið í Kaleiksleit í Kerlingarfjöllum

Sofia Elena Rovati og hennar kvikmyndalið setti saman
kveðjufilmuna:
In Loving Memory of Vigfus

Skráin heitir >> VigfusFilm.mp4

Hægri-músaðu á vísunina og sæktu skrána og spilaðu
hana þegar hún er komin inn á þína tölvu.
Eftir það geturðu spilað hana svo oft sem þú vilt.

Það tekur sinn tíma að sækja hana
því hún er nokkuð stór >> 764,13MB. 

Júlí
2005 - 2015

Andlitin
í
Kaleiksleit
í
Kerlingar-
fjöllum


2014_0711_200717gop


2015_0710_195140gop

Geir Magnússon, Vigfús og Ólafur Guðmundsson

10. - 11. jan.
og líka
18. janúar
2014

Veður
og aðrar
uppákomur
urðu til þess
að 5 bílar
voru
skildir
eftir á
Merkurleið
og
sóttir
18. janúar.

2014 - 18. jan.: Þrettándaferð í Þórsmörk


2014_0118_104308gop.jpg

Vigfús hér fremstur. Dökkklæddur nær er Guðmundur
Lýðsson en fjær stendur Ragna Freyja Gísladóttir.

21. okt. 2012
Skeggöxl
og
Sópandaskarð
2012 - 21. okt.: Skeggöxl og Sópandaskarð


2012_1021_142028gop.jpg

Frá vinstri:
Pétur Örn Pétursson, Guðlaugur Jónasson, Guðbjörg, Þröstur Sverrisson, Guðmundur Rúnar Pétursson, Lilja Hlín Pétursdóttir, Björgvin Hilmarsson, Þórir Pétur Pétursson, Ning Dejesus, Björn Baldursson, Vikar Pétursson, Sverrir Kr. Bjarnason, Guðrún Þórðardóttir, Vigfús Magnússon, Sigurður Flosason og Samúel Guðmundsson.

4. mars 2012

Eyjafjalla-
jökull

Afmælisferð
BBP

2012 - 4. mars: Eyjafjallajökull


2012_0304_091437B5gop.jpg

Alexander Bjarmi Davíðsson, Bjarni Birgir Pétursson, Helga Hermansen, Björgvin Hilmarsson, Vigfús Magnússon, Guðrún Þórðardóttir, Pétur Örn Pétursson og Gísli Ólafur Pétursson.

30. mars 2010

Gosið
á
Fimmvörðu-
hálsi

2010 - 30. mars: Gosið á Fimmvörðuhálsi


2010_0330_155309gop.jpg
Áður en lagt er á fjallið.

Pétur Örn Pétursson, Kolbeinn Sigurðsson, Sigurður Magnússon, Ágúst, Sturla Þengilsson, Þórarinn Þórarinsson, Vigfús Magnússon, Samúel Guðmundsson, Benedikt Bjarnason og Guðbjörn Haraldsson.


2010_0330_221822gop.jpg
Hugsað til heimferðar.

8.-10. jan. 2010

Þrettánda-
ferð
í
Þórsmörk

2010 - 8. - 10. jan.: Þrettándaferð í Þórsmörk


2010_0109_194924gop.jpg

Norðurfjörður, Ingólfsfjörður, Ófeigsfjörður og heim um Kjöl. Vigfús eys, yfir hönd hans er Þangbrandur Sigurðsson, Guðmundur Lýðsson, Daníel Snær Davíðsson fær á diskinn og Guðrún Þórðardóttir.

16. sept.
2009

Friðunar-
ferð

Beina-
kerlingunni
á
Sprengisandi

2009 - 16. sept.: Beinakerlingin og Sveinarnir sjö - Friðunarferð.


20090916_152100gop.jpg

Friðunarleiðangursmenn við Beinakerlinguna á Sprengisandi.


20090916_151904gop.jpg

Guðmundur Lýðsson, nafn 2 vantar, nafn 3 vantar, Þórarinn Þórarinsson, Vigfús Magnússon og Þorvaldur Hafberg.


20090916_173242gop.jpg

Hressing í Nýjadal að afloknu verkefni ferðarinnar.
Örlygur Hálfdanarson, Vigfús Magnússon, Þórarinn Þórarinsson, nafn 4 vantar, Andrés Hafberg, Þorvaldur Hafberg, Guðmundur Lýðsson, nafn 8 vantar, nafn 9 vantar - hún er friðunarfulltrúinn sem kom að norðan, Pétur Örn Pétursson. Mælingarmaðurinn að norðan fór til baka norður.

18. - 19. sept.
2009

Mælingar
á
sporðum
Hofsjökla
með
Leifi Jónssyni

Mælingaferð
haustsins
og
myndir Vigfúsar
úr ferðum
frá 2003
til 2007

 

2009 - 19. sept.: Nautölduferð haustsins
og myndir Vigfúsar úr fyrri ferðum


20090919_151422B5gop.jpg
Í Nautöldu

Þorvaldur Hafberg, Þorvarður Einarsson, Pétur Örn Pétursson, Vigfús Magnússon, Ágúst Örn Ólafsson, Þorvaldur læknir, Karl Jónsson, dóttir Leifs, Magnús og Leifur Jónsson sem verið hefur leiðangursstjóri í þessum ferðum í áratugi.

1. - 3. ágúst
2009

Sumars-
kreppan

Norðurfjörður,
Ingólfsfjörður,
Ófeigsfjörður
og heim
um Kjöl.

2009 - 1. - 3. ágúst: Sumarskreppan
>> Norðurfjörður, Ingólfsfjörður, Ófeigsfjörður og heim um Kjöl.


20090802_090814gop.jpg

Vigfús og Guðrún við göngubrúna yfir Hvalá í Ófeigsfirði.


20090802_115416gop.jpg

Á Fellsegg á Krossnesfjalli yfir bænum Felli.

Þorvaldur Hafberg, Finnur Tómasson, Jóhann Örn, Hrefna Böðvarsdóttir, María Hrönn Magnúsdóttir, Magnús Ásgeirsson, Guðni Már Kárason, Bergþór Hávarðsson, Guðbjörn Haraldsson, Magnhildur Magnúsdóttir, Karl Jónsson, Páll Arnar Sigurðsson, Vigfús Magnússon, Guðrún Þórðardóttir, Gísli Rúnar Guðmundsson, Sigurður Flosason, Benedikt Bjarnason og Matta Friðriksdóttir.

2. - 4. janúar
2009

Þrettánda-
ferð
í
Þórsmörk

2009 - 2.-4. janúar: Þrettándaferð í Þórsmörk


20090103_202522B5gop.jpg

Veislan er að hefjast.

1. - 6. ágúst
2008

Sumar-
skreppan
á
Norð-
austur-
landið

2008 - 1. - 6. ágúst: Sumarskreppan á Norðausturlandið


20080802_190417gop.jpg

Guðrún og Vigfús gæta grillsins á steininum.

1. maí
2008

 Eyjafjalla-
jökull

2008 - 1. maí: Eyjafjallajökull


20080501_143958aB5gop.jpg

Goðasteinn í baksýn. Yfir hann ber Langjökul og Heklu ber við himin handan Tindfjalla til hægri.
Pétur Örn Pétursson, Gunnar Kristjánsson, Nanna Þorbjörg Pétursdóttir, Freyr Waage, Jón Waage, Guðrún Þórðardóttir, Vigfús Magnússon, Guðbjörn Haraldsson, Vilhelm Sverrisson, Baldur Tumi Baldursson, Guðni Már Kárason, Andrés Hafberg, Sólveig Guðjónsdóttir, Þorvaldur Hafberg, María Hrönn Magnúsdóttir og Ólafur Freyr Gíslason.

4.-6. janúar
2008

Þrettándaferð
í
Þórsmörk

2008 - 4.-6. jan: Þrettándaferð í Þórsmörk


20080105_181344gop.jpg

Spilakapall - gengur upp að lokum - eins og allt ...


20080105_203800gop.jpg

Frágangur í eldhúsi eftir hátíðarsnæðing


20080105_230626gop.jpg

Innlegg í kvöldvökuna


20080106_120915B5pop

Um hádegisbil sunnudags komið í Myndahvamm í Básum.

*   *   *

Efst á þessa síðu * Forsíða