Forsíða

Kom inn!
Jakob Halfdanarson: Nidjamot

Jakob
Hálfdanar-
son
og listi
yfir þau
ritverk
hans sem
er að finna
á þessu vef


 

Ćttarmyndir og Ćttartré!!
Skođađu ćttartréđ sem Jaggi hefur gert!!

Sjá hér DAGSKRÁ mótsins !!

Hvítasunnumót við Mývatn 
9. - 11. júní 2000

Niðjar þeirra Petrínar Pétursdóttur úr Reykjahlíð og Jakobs Hálfdanarsonar frá Brennuási koma saman dagana 9. - 11. júní árið 2000 við Mývatn. Sjá undirbúningssöguna neðst á þessari síðu.

Menn panta sér sjálfir gistingu í einhverjum þeirra gististaða sem eru við Mývatn og geta notið sértilboða sem hópnum hafa boðist.

JH-mótiđ >> 2009  >> 2004

Myndir frá >> 2004  >>  2000

Dagskrá -
föstudagur
9. júní

Hlustum á
CB-rás 27
á leiðinni

Við söfnumst að Mývatni og komum okkur fyrir í gistingu á föstudeginum 9. júní.

Upp úr kl. 18 hittumst við í Gamla bænum við Hótel Reynihlíð.

Gamli bærinn er gamli Reykjahlíðarbærinn sem hefur verið gerður upp og þar er nú matsala við vægu verði og krá. Þar er einnig að hafa vökva fyrir okkur sem erum orðin léleg í áfenginu - eða höfum lokið okkar æviskammti.

Þarna heilsumst við og kynnum nýjustu drög að dagskrá - en hún verður að sjálfsögðu sveigjanleg eins og nú er svo mjög í tísku - og þeir sem eru orkumeiri fara auðvitað í gufubað út í eyðimörkina í hinni nóttlausu voraldar veröld.

GÓP verður með tölvuna og skráir í ættartalið - börnin og einnig maka og þeirra nærliði.
Þar verður unnt að fá eintök af bók Jakobs Hálfdanarsonar
- hún er alveg nauðsynleg!!
Þar þarf einnig að greiða aðgangseyri að Safnahúsinu á Húsavík - kr. 300 fyrir fullorðna og kr. 50 fyrir 6 - 16 ára.

Laugardagur
10. júní

Undir-
búningur!!

Athugaðu!!
Líttu í bókina
hans Jakobs

- eða fáðu
hana á
föstudags-
kvöldinu
í
Gamla
bænum
!!

Húsavíkurferð á eigin bílum
 • Ertu með CB-stöð? Við verðum á rás 27
 • Í samflotinu höldum við hópinn með því að tiltekinn bíll er alltaf fyrstur og annar tiltekinn er alltaf aftastur.

Klukkan 10 næsta morgun söfnumst við saman á hlaðinu á Grímsstöðum við Mývatn þar sem Jakob átti heima um nokkurt árabil - og við njótum liðsinnis og leiðsagnar Hauks Aðalgeirssonar, bónda á Grímsstöðum III. (Af Grímsstaðabúskapnum segir Jakob frá bls. 30 í bókinni). Við munum síðan aka saman til Húsavíkur. Við komum í Safnahúsið til Guðna Halldórssonar um klukkan 11:30 og stöndum þar við í um það bil klukkustund. Í fylgd Sigurjóns Jóhannessonar göngum við niður að Kaupfélaginu og að Jaðri (reist 20. júlí 1883), húsinu sem Jakob (borgarabréf 1882) byggði og átti að hálfu á móti Kaupfélaginu. Í það hálfkarað flutti Jakob í október 1884. Þar ólust upp (Guðrún f.1861 var gift Friðriki Guðmundssyni sem vann fyrir Jakob - amk stundum,) Jón Ármann (1866), Hálfdan (1873), Herdís (1875), Jakobína (1877) og Aðalbjörg (1879).

Klukkan 14 - 15 fáum við okkur kaffi í veitingahúsinu Gamla bauki við höfnina. Þar hvílum við okkur og heyrum sitt hvað sem tengist Jakobi og samtíma hans. Klukkan 15 leysum við hópinn upp þannig að hver fer að eigin óskum um Húsavík, norður á Höfðann, upp að Búðará, í Lystigarðinn og að Botnsvatni - en heim í Mývatnssveitina þurfa menn að vera komnir eigi síðar en klukkan 17. Síðan búum við okkur undir veisluna sem hefst með því að við komum í Hótel Reynihlíð kl. 17.30 og stendur til kl. 2 eftir miðnætti. Þar mun hver fjölskylda kynna sig og baða sig í leifturljósum og aðdáun okkar hinna. Sjá nánar í dagskránni hér á eftir.
Verð kr. 2.500 fyrir þá sem eru 12 ára og eldri -
ekki er greitt fyrir yngri en 12 ára.

Kl. 19 - 02 Dagskráin er á þessa leið:
 • kl. 17.30 > Við söfnumst saman, greiðum fyrir matinn, göngum til myndatöku.
 • kl. 17:50 > Ættleggir hafa safnast saman eftir áætlun. Myndatökur fara fram - á eigin vegum! Af hverjum einstökum ættlegg eru teknar myndir af (a) ættingjum, (b) ættingjum og mökum og (c) sérmyndir eftir óskum myndatökumanna.
 • kl. 19:00 > Sest til borðs. Hver ættingi situr hjá ættingja af öðrum ættarlegg. Makar fylgja eða dreifast að vild og börn fylgja foreldrum eins og þörf er á.
 • Undir borðum kynnir hver ættleggur sína einstaklinga og segir af vegferð og vistum í veraldar ranni.
 • Milli kynninga er auðvitað snætt og sungin lög með þátttöku barnanna. Einnig verður rúm fyrir örfá stutt innlegg (5 mínútur +/-) og þeir sem vilja komast að eru beðnir að hafa samband sem fyrst við GÓP.
 • Á hótelinu er aðstaða til að horfa á video og eru smábörnin velkomin að nýta það pláss þegar og ef með þarf.
 • kl. 23 - eða þegar öllum kynningum er lokið og borðhaldi einnig - stöndum við frá borðum og setjum í gang dálítinn dansleik. Þá fá foreldrar yngstu barnanna færi á að koma þeim í ró - eftir föngum. Gert er ráð fyrir að allir geti komið litlum börnum sínum til svefns innan húss - og veki þau svo upp þegar þeir fari heim að hátíðinni lokinni.
 • Fyrsti hluti dansleiksins er fyrir yngri þátttakendurna með hringdönsum. Síðan verða meiri hringdansar og óskalög.
 • Kaffihúsið í Gamla bænum er fyrir gesti hótelsins og eru unglingar velkomnir þangað og geta keypt sér t.d. gos eða eitthvað annað eftir vild.
 • Hátíðinni lýkur kl. 02 eftir miðnætti.

Tekið verður upp á myndband - og sent þeim sem óska!

Einnig er ætlunin að taka mynd af hverjum og einum og koma þeim myndum inn á vefinn svo við getum flett hvert öðru þar upp - já! alveg rétt! þetta var andlitið!

Sunnudagur
11. júní

Hvíta-
sunnu
dagur

samfylgd
um
sveitina

Þótt allar myndatökur verði sjálfsagt afstaðnar tökum við síðustu hópmyndirnar klukkan 11 - nú, jæja þá- hálf tólf. Síðan kyssumst við og kveðjumst og hverfum hvert til síns heima með endurnýjuðum sálarstyrk reiðubúin til hinnar eilífu sóknar.

Sunnudagurinn er Hvítasunnudagur og það merkir að mánudagurinn er einnig frídagur hjá mörgum. Ekki er ólíklegt að sumir ákveði að dvelja eina nótt í viðbót og fara um þessa fallegu sveit. Þess vegna skipuleggjum við
samfylgd um sveitina
á sunnudeginum og samsetu í Gamla bænum á sunnudagskvöldinu.

Við hittumst við Kröfluvirkjun kl. 12:30 og skoðum þar nýja hraunið og hverina. Þaðan ökum við í Námaskarð og erum þar klukkan 14. Þó svæðið sé ekki víðáttumikið stansar heill hópur aldrei skemur en hálfa klukkustund svo að við reiknum með að fara þaðan klukkan 14:30 og aka í Dimmuborgir. Þar erum við komin klukkan 15 og göngum að kirkjunni. Klukkan verður orðin um það bil 16 þegar við ökum áfram norður með Mývatni og í Héðinshöfða. Þar förum við inn og skoðum hraumyndanir og skrúðgarðinn. Klukkan verður sjálfsagt orðin 17 þegar við erum tilbúin að aka þaðan og áfram umhverfis vatnið með viðkomu á Skútustöðum. Þegar við komum að Laxá ökum við stutta leið eftir þjóðveginum til Aðaldals en áður en kemur að Másvatni skoðum við leiðina niður að Brettingsstöðum. Hugsanlega er hún þægilega akfær en fyrst og fremst viljum við festa okkur í minni hvar leiðina er að finna til þess að geta síðar ekið niður að Brettingsstöðum, eina staðnum sem Jakob Hálfdanarson fannst hann eiga og vera sjálfs sín herra - en bjó þar þó aðeins skamma hríð. Nú eiga nokkrir ættingjar þar aðstöðu til dvalar.

Héðan ökum við svo aftur til náttstaðar við Mývatn en hittumst svo í Gamla bænum og sitjum þar saman um kvöldið. Í Gamla bænum er unnt að kaupa sér máltíð á alþýðlegu verði og hvaðeina til drykkjar.

Gistingar

Pantaðu
fljótt !

Allmargir aðilar bjóða gistiþjónustu við Mývatn og aðstöðu til að tjalda. Ég hef farið á staðinn og rætt við þá alla og beðið þá að gera mér verðtilboð sem ég geti sett hér ykkur til upplýsinga. Því miður hef ég aðeins móttekið tilboð frá tveimur aðilum eins og fram kemur í gistinga-töflunni hér á eftir.

Þessir staðir bjóða gistingu við Mývatn:

Tjaldstæði:

 • Hlíð, rétt við Hótel Reynihlíð - handan Reykjahlíðarkirkju,
  s: 564-4220 * Fax: 464-4305

Gisting og tjaldstæði:

 • Vogar, 3 mín. akstur = 15-20 mínútna gangur til hótelanna
  s: 464-4344 * Fax: 464-4341.
  1 herb/3 rúm, 15 herb/2 rúm, eldunaraðstaða, sjónvarp.
  Tilboð til okkar: Svefnpokapláss fyrir fullorðinn 1000 kr, börn greiða helming og smábörn ekkert. Uppbúið rúm kostar 1.600. Morgunmatur kostar 500 kr.
  Sýning: Ferðamannafjós.
  Ólöf Hallgrímsdóttir, frænka okkar í Vogum stýrir staðnum.
  [email protected]
 • Gistiskálinn Birkihrauni 11, s: 464-4305 * Fax: 464-4380
 • Gistiheimili Helluhrauni 7, s: 464-4220 * Fax: 464-4321

Hótelin standa hlið við hlið:

 • Hótel Reykjahlíð s: 464-4142 * Fax: 464-4336.
Betra að panta Vakin er athygli á því að það er betra að panta strax. Ef þú sérð fram á að komast ekki - þá afpantarðu!
Þátttakendur:

110 skráðir:

Þátttakan er skráð eftir ættar-leggjum - (ath: börnin eru allt að fertugu):

Sendu mér nafn - vef - netfang -og gististað við Mývatn

Netföngin okkar finnurðu á vistfangalistanum

Þessi síða í GÓP-fréttum opnast hér > http://www.gopfrettir.net/jakob.htm

JH-bókin
seld á
kr. 500

Niðjafélagið
hefur
reikning:

1135-05-7187

og kennitalan:

220231-2409

Jakob Hálfdanarson: Sjálfsævisaga - Bernskuár Kaupfélags Þingeyinga

Niðjafélag Jakobs Hálfdanarsonar undirbjó útgáfu þessarar bókar sem kom út hjá Ísafold árið 1982. Nú hefur Niðjafélagið fengið það sem eftir er af upplaginu og ákveðið hefur verið að bjóða hvert eintak á kr. 500. Söluverðið er ekki svo hátt að það skili arði í framkvæmdasjóð Niðjafélagsins og raunar þurfa 60 eintök að seljast til að kosta þessi kaup.

Láttu vita ef þú og þínir vilja kaupa eitt eða fleiri eintök.

Mjög mikið efni liggur eftir Jakob í rituðu máli. Niðjar Jakobs hafa unnið að útgáfu þess efnis síðan um 1940. Bókin sem kom út árið 1982 var afrakstur þess starfs. Þá var áætlað að gefa út að minnsta kosti eina aðra bók. Til þess hefur enn ekki komið og undirbúningsstarf undir þá útgáfu hefur enn ekki farið í gang. Á margan hátt er hægt að leggja því máli lið - og láttu vita ef þú hefur hug á því. Það er auðvitað kominn tími til að skoða það mál nánar.

Guðrún
Jakobsdóttir7

Laufey Friðriksdóttir Oberman

 • Kristín Jóhannesdóttir Oberman
  > 6 Laufey Halldórsdóttir og Flosi Jónsson frá Ísafirði og börn
  þeirra: Sigurður Kristinn f. 1977 með unnustu sinni Sædísi Konráðsdóttur,
  Guðjón Smári f. 1981 og Eydís f. 1987.
  > 1 Pétur Sigurðsson úr Holtum í Rangárvallasýslu
Jón
Ármann

Jakobsson

33

Sigurður

 • > 7 Jón Ármann Sigurðsson og Ingibjörg Ölvisdóttir og börnin Kristbjörg Marta ásamt unnusta sínum Birni Árna, Gígja ásamt unnusta sínum Einari Hrafni og Sigurður Pétur. Munu gista í Vogum
 • > 1 Jóhann Pétur Sigurðsson.

Pétur Hálfdan

 • > 7 Jón Ármann Jakobsson Pétursson og Hafdís Einarsdóttir og börnin Margrét og Arnór Heiðar Arnórsson með Önnu Moniku og Arnór Má. Þau munu gista í Vogum. Ef Pétur Hálfdan kemst mun hann búa í Hlíð.

Jakob

 • > 8 Nanna Jakobsdóttir og Sveinbjörn og börnin Hildur og Eyjólfur Gunnarsson með Evu Lind og Sindri og Unnur Alma Thorarensen og Hjörleifur. Þau munu gista í Vogum.

Hallgrímur Jónas

 • > 3 Hrafn Hallgrímsson og Sigurlaug Jóhannesdóttir og Hallgrímur.

Áki Hermann

 • > 2 Guðmundur Hjörtur Ákason og Sigrún Guðmundsdóttir.
 • > 5 Valgerður Ákadóttir og Jóhann Áki Björnsson og Dagmar Gunnarsdóttir og börnin Björn Áki og Helga Guðrún. Þau munu búa á Reykjahóli sem er bústaður í eigu Kennarasambands Íslands.
Hálfdan
Jakobsson

11

Sveinbjörn Helgi

 • > 1 Dagbjört Jónsdóttir verður með Sigurbjörgu og Guðmundi.
 • > 5 Sigurbjörg Sveinbjörnsdóttir og Guðmundur Benediktsson og börnin Sveinbjörn Gunnar, Helgi Már og Hjördís koma í hópinn á Húsavík á laugardeginum. Óljóst hvort þau komast um kvöldið til Mývatns.
 • > 1 Sólveig Sveinbjörnsdóttir verður sennilega í för með Sigurfljóðu og Hlyn.
 • > 4 Sigurfljóð Sveinbjörnsdóttir og Hlynur Bragason og börnin Magnea Dröfn og Friðbjörn Bragi. Þau búa í Kelduhverfi og munu aka á milli.
Jakobína
Jakobsdóttir

20

Hálfdan Eiríksson

 • > 11 Hildur Hálfdanardóttir og Karl Karlsson og börnin Hálfdan Þór og Ellen Tyler með Mikael og Hildi Elísabetu og Vilhjálmur Karl og Benný G. Valgeirsdóttir með Kristófer, Alexander og Rakel Rún - munu gista í Vogum.
 • > 1 Hadda Hálfdanardóttir mun gista í Hlíð.
 • > 6 Jakob Hálfdanarson og Signý - gista í Hlíð - og börnin Þórný Björk og vonandi kemst Valdimar Reynisson en börn þeirra koma þau Jakob Reynir, Sunna Mjöll og nýja barnið sem von er á í heiminn í seinni hluta apríl.
 • > 2 Jón G. Hálfdanarson og Kristín Steinsdóttir.
Aðalbjörg
Jakobsdóttir

39

Jakob Gíslason

 • Kveðja frá Jakobi Jakobssyni - 5. júní
  Kæra frændfólk.
  Eins og þið þegar vitið giftir Tómas Gíslason sig laugardaginn 10. júní í Kaupmannahöfn og er það ástæða fjarveru afkomenda Jakobs Gíslasonar frá ættingjaþingi að Reykjahlíð sem fram fer á sama degi.
  Fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar hér á Skotlandi vildi eg bera samkomu ættingjanna kveðjur okkar og óskum við ykkur öllum gæfu og gengis.
  Ég þakka fyrir að okkur er haldið upplýstum um þennan einstæða atburð og dáist að þeirri alúð sem þið hafið lagt í að gera hann sem ánægjulegastan - þann tíunda komandi!
  Lifið heil - sjáumst! - Jaggi

Guðmundur Gíslason

 • > 1 Aðalbjörg Edda og
 • > 3 Hlédís Guðmundsdætur og börnin Helga og Líba - ótaldir úr þriðja ættlið. Gista í Vogum.

Ólafur Gíslason

 • > 1 Eva Ólafsdóttir - gistir í Vogum

1 Guðrún Gísladóttir gistir í Hótel Reynihlíð

 • > 10 Gísli Ólafur Pétursson - og börnin Ólafur Freyr og Ragna Freyja og þeirra fjölskyldur.
  Gísli gistir í Hótel Reynihlíð
 • > 2 Vikar og Vilborg Sigurðardóttir - gista í Vogum.
 • > 6 Pétur Örn Pétursson og Hólmfríður Þórisdóttir og börnin Guðmundur Rúnar, Aðalbjörg Eir, Lilja Hlín og Þórir Pétur- og ætla að tjalda í Hlíð

Ingibjörg Sigvaldadóttir

 • > 10 Guðlaug Einarsdóttir og Magnús og börnin Ingibjörg Margrét með Bergsvein Elidon Kristinsson og Bessý Hólmgeirsdóttur og Einar Hólm og Inga Rut Hjaltadóttir og Agnar Þór og Jenný Erla Jónsdóttir með Karen Gígju - gista í Vogum.
 • > 5 Þorvarður Einarsson og Guðbjörg Halldóra og börnin Elín María, Einar og Emilía Ólöf - gista í Vogum.
Enginn
hópbíll úr
Reykjavík
Hver sér um sig í ferðinni til og frá Mývatni - en láttu vita ef þú hefur laust sæti!!!

Nokkrir hafa haft uppi spurnir og sumir þeirra svo leyst sín mál þannig að ekki verður nein sameiginleg hópferð úr Reykjavík til Mývatns. Láttu vita af lausu sæti því það getur hjálpað til - einnig þótt lítið rúm sé fyrir farangur- því annar gæti haft rúm fyrir hann!!

> Undirbúningssaga í uppröð
3. júní
2000
Laugardaginn 3. júní klukkan 11 árdegis komu Guðrún Gísladóttir, Pétur Örn Pétursson og GÓP til fundar við Hildi Hálfdanardóttur heima hjá Hildi í Mávanesi 24 á Arnarnesi. Þar var litið á lokaatriði undirbúningsins og ákveðið að breyta fyrri áætlun um hópbílsferð á laugardeginum í það að við förum á eigin bílum. Áætlað var að menn mundu fara að birtast í Gamlabænum upp úr kl. 18 á föstudagskvöldinu og gert ráð fyrir að ef til vill mundu nokkrir lengja veru sína til mánudagsins. Þeir hefðu þá tækifæri til að fara saman um sveitina og sitja saman í Gamla bænum á sunnudagskvöldinu.
21. maí
2000
Sunnudaginn 21. maí komum við Nanna Jakobsdóttir, Jón Ármann Sigurðsson, Pétur Örn Péturssoner og GÓP ásamt Ellen Taylor til þeirra Hildar og Karls Karlssonar í Mávanesið. Rætt var um ýmis atriði sem ekki þóttu fullfrágengin. Í kjölfarið ræddu þau Hildur og Pétur Snæbjörnsson í Reynihlíð saman í síma og GÓP sendi út bréf Hildar með niðurstöðu þess samtals. Ákveðið var að hittast aftur laugardaginn 3. júní klukkan 11 árdegis aftur hjá Hildi oghnýta lausa enda.
6. apríl
2000
Guðlaug Einarsdóttir, Hildur Hálfdanardóttir og Nanna Jakobsdóttir hittust hjá GÓP.

Farið var yfir áætlunina
og lögð áhersla á að gefa góðan tíma til að ættingjarnir geti verið saman og ræðst við því langt er um liðið frá því menn hittust síðast og aldrei hafa allir komist. Að þessu sinni er líka ljóst að ekki munu allir komast. Allir voru sammála um mikilvægi þess að allir reyni eins og frekast er unnt að koma til mótsins. Rætt var sérstaklega um þá sem áður hafa ekki átt auðvelt með að komast en það eru afkomendur Guðrúnar og Hálfdanar. Ekki verður auðveldara en fyrr fyrir afkomendur Guðrúnar að koma því þeir eru dreifðir um heiminn en hins vegar er mótsstaðurinn nú í námunda við afkomendur Hálfdanar

Valin matseðill:

 • (1) Rjómalöguð súpa dagsins
 • (2) Ofnsteikt lambalæri með rósmarínsósu
 • (3) Pönnukökur með rjóma og bláberjum - og kaffi - og ís fyrir börnin.
31. mars
2000
Í afmæli GÓP hittust nokkrir ættingjar og ræddu um mótið. Lögð var áhersla á að menn hefðu samband við systkini og nákomna að hvetja til þátttöku því þetta mót er einstakur viðburður sem aldrei verður til fullnustu endurtekinn - þótt vonandi verði önnur haldin síðar.
25. mars
2000
Guðlaug Einarsdóttir og Jón Ármann Sigurðsson hittust hjá GÓP

Farið var yfir framkvæmd ættarmótsins og fyrirkomulag atburða. Niðurstaðan birtist í dagskrárdrögunum hér fyrir ofan. Lögð mikil áhersla á að hvetja alla ættingja til að koma til mótsins. Upplýst var að Gísli Ólafur Jakobsson, í Kaupmannahöfn, verður að vera viðstaddur hjónavígslu Tómasar sonar síns í Kaupmannahöfn þessa helgi og að nánustu ættingjar Gísla, þ.e. amk afkomendur Jakobs Gíslasonar, verða þess vegna í Kaupmannahöfn þessa daga. Við því er ekkert að gera og aðrir ættingjar óska Gísla hjartanlega til hamingju með þennan gleðiatburð.

25. okt. '99 GÓP-fréttir voru sendar út til allra ættingja - sem GÓP hefur á skrá. Þar var gerð grein fyrir ættarmótinu og sagt af ýmsum nytsömum atriðum og vísað til þessarar vefsíðu.
Ágúst 1999 GÓP fór í Mývatnssveit til að skoða aðstöðu og ræða við alla þá sem reka ferðamannaþjónustu við Mývatn og leita eftir tilboðum frá þeim. Allir lofuðust til að senda tilboð en að endingu voru það aðeins hótelið í Reynihlíð og ferðamannaþjónustan í Vogum sem sendu tilboð.
18. júní
1999
Við útför Jakobs Hallgrímssonar hittumst við, fjölmargir ættingjar, og þar var kynnt hugmyndin að ættarmóti við Mývatn dagana 9. - 11. júní 2000. Allir tóku vel í þessa hugmynd.
Vor 1999 GÓP hafði samband í Mývatnssveit og þaðan komu hugmyndir um að mótið færi fram í júnímánuði og helst nokkuð framarlega til að vera á undan ferðamannatímanum. Þetta var borið undir þá ættingja sem höfðu netföng og GÓP hafði upplýsingar um. Niðurstaðan varð sú að festa sér dagana 9. - 11. júní.

Eftir nokkrar frekari íhuganir festi GÓP þessa daga í Hótelinu í Reynihlíð. Hótelhaldarinn í Reynihlíð, Pétur Snæbjörnsson, bauð afslátt af verðum af hótelsins hálfu en mælti auk þess með því að haft væri samband við aðra þá sem tækju á móti ferðamönnum við Mývatn svo að þeir gætu einnig boðið fram sína aðstöðu.

Haust
1998
GÓP og Hildur Hálfdanardóttir hittust til skrafs og ráðagerða um ættarmót. Nokkur netbréf höfðu milli þeirra farið með hugmyndum - svo sem um samkomu á Laugarvatni í þann mund sem 1000 ára kristnitökuafmæli verður þar haldið fyrstu helgi í júlí 2000. Þessi hugmynd hafði þróast og veðrast og þau ákváðu að setja í gang þá framkvæmd að halda ættarmót við Mývatn fyrri hluta sumars árið 2000.
Setningar-
ræðan!!

Sungin
oft!!

Ættarmótið
Texti: GÓP - Lag: Bellman (Gamli Nói)

Þetta er setningarræða ættarmótsins.
Allir syngja ræðuna saman.

Kynntu börnunum þetta söng-verkefni!!
Stefnum að því að þau myndi sönghóp!!

1 Ættarmótið, ættarmótið,
einu sinni enn!
Allir koma saman
afskaplega gaman!
Erum saman, erum saman
einu sinni enn!
2 Allir koma, allir koma
uppábúnir hér!
Afi minn og amma,
pabbi minn og mamma
vilja alltaf, vilja alltaf
vaka yfir mér.
3 Margir skyldir, margir skyldir
mættir eru hér:
frændur mínir góðir,
frænka, systir, bróðir!
gleðjast allir, gleðjast allir,
gleðjast yfir mér!
4 Tímar líða, tímar líða,
tökum hönd í hönd!
Munum ættarmótin,
munum vinahótin!
Tölum saman, tökum saman,
treystum okkar bönd!

Efst á þessa síðu * Forsíða