Forsíða

83samtals

 

 

Ættarmyndir og Ættartré!!
Skoðaðu ættartréð sem Jaggi hefur gert!!

Leiðréttur listi yfir þá sem gátu komið!!

18. júlí 2004 * Brenniás

Upp um holt og ofan af
eftir heiðalendum
júlí glæsijörðu gaf
Jakobs afkomendum.

Myndir frá
þessu móti

Jakob
Hálfdanar-
son
og listi
yfir þau
ritverk
hans sem
er að finna
á þessu vef

JH-mótið
2009
2000

Myndir
frá
2000

Sumarmótið að Stöng
við Mývatn 
16. - 18. júlí 2004


Músaðu á myndina til að fá hana miklu stærri og skýrari - 
Láttu svo músina liggja á myndinni sem birtist - uns þú sérð 
stækkunarhnappinn niðri í hægra horni.
Músaðu á hann og finndu Stöng - sem er neðst fyrir miðri mynd!

Niðjar þeirra Petrínar Pétursdóttur úr Reykjahlíð 
og Jakobs Hálfdanarsonar frá Brenniási 
koma saman dagana 16. - 18. júlí árið 2004 við Mývatn. 
Sjá undirbúningssöguna neðst á þessari síðu.

Þátttaka:

allir
komi!!

Þáttökuna tilkynnirðu til Hildar sími 554-0926 eða GÓP sími 554-2462.

Aðstaðan á Stöng er pöntuð þar.
Þar búa þau Svala Gísladóttir og Ásmundur Kristjánsson.
Það er Svala sem stýrir gestamóttökunni.
Síminn hjá þeim er 464-4252
Fax-númerið er 464-4352
Netfangið er [email protected]
 

Nöfn þátttakenda verða jafnóðum færð inn á þessa vefsíðu svo alltaf er hægt að sjá hverjir eru skráðir - og hverja þarf að hafa samband við. 

Þú hefur samband við þá sem þú nærð til. 
Markmið okkar er auðvitað - að allir komi!

Aðstaðan
á Stöng

 

 

=>>

Samið hefur verið við þjónustubýlið að Stöng og dagarnir tveir hafa þar verið teknir frá fyrir okkur. 
Þar komumst við öll fyrir - ýmist í svefnpokaplássi innanhúss eða í tjöldum og tjaldvögnum. Einnig er unnt að fá uppbúin rúm. Þar er góð aðstaða, unnt að fara í heita potta og sinna eigin matargerð innan húss.  

Athugaðu!

Engir aðrir gestir verða á svæðinu. 

Frátekin gistiaðstaða er aðfararnótt laugardags og aðfararnótt sunnudags. 

Mætum seinni part föstudags.  Við eigum húsnæðið frá hádegi á föstudag fram að hádegi á sunnudeginum

Könnun 15. maí er talningardagur -
Mikil biðröð er eftir aðstöðunni á Stöng þessa góðu helgi.
Vegna undirbúnings á Stöng þurfum við að hafa grófa þátttökuáætlun í höndum þann 15. maí - þ.e. tveimur mánuðum fyrir mótsdag. Hafðu því samband hið allra fyrsta. Ef einhver vafi er á því að þú komist þá skaltu samt skrá þig en láta vita af hugsanlegri bindingu. Enginn getur ráðið við hið óviðráðanlega og við tökum því - en þú reynir eins og þú getur að láta sjá þig. Það er alveg víst að næsta ættarmót verður ekki eins - því þar verða ekki þeir sömu og að þessu sinni. Þannig er það með ættarmótin. 
Kostnaður

Hildur 
Hálfdanar 
hefur samið 
við Svölu,
húsmóður 
á Stöng.

Tilboðið hljóðar svona - fyrir hátíðina í sumar: 

  • Viltu kvöldverð á föstudeginum? Hann kostar kr. 1000.
  • Gistingin:
    >> uppbúið rúm kr. 2.750
    >> svefnpokapláss kr. 2.000
  • Morgunverður af hlaðborði kr. 750
  • Kvöldverðurinn á laugardeginum kr. 2.000 fyrir þriggja rétta máltíð
Börn frá 6-13 ára greiða hálft gjald fyrir mat  en ekkert fyrir gistingu ef þau sofa inni hjá foreldrum á dýnu á gólfi, yngri börn en 6ára greiða ekkert og eldri en 13 ára fullt gjald.
Við höfum nú 22 herbergi með samtals 57 rúmun það eru:
15x2ja manna
3x4ra manna
3x3ja manna
og 1x 6 manna
og ekki er neinn vandi að skjóta inn dýnum ef á þarf að halda.
Auk þess er eldhúsið sem gestir elda í en þar má líka sofa á dýnum ef enginn vill nota það og auk þess er velkomið að tjalda á túninu eða vera í hjólhýsi eða tjaldvagni eftir því sem óskað er.
Dagskrá -
föstudagur
16. júlí

Hlustum á
CB-rás 27
á leiðinni

Við söfnumst að Mývatni og komum okkur fyrir í gistingu á föstudeginum 16. júlí.

Eftir hádegið förum við að safnast saman á Stöng - og stefnum að því að vera komin þangað upp úr kl. 18. 

Þarna heilsumst við og kynnum nýjustu drög að dagskrá - en hún verður að sjálfsögðu sveigjanleg eins og nú er svo mjög í tísku. Við skoðum myndband með upptöku úr ferð að Brenniási árið 2001 og að Brettingsstöðum.

GÓP verður með tölvuna og skráir í ættartalið - börnin og einnig maka og þeirra nærliði.
Þar verður unnt að fá eintök af bók Jakobs Hálfdanarsonar
- hún er alveg nauðsynleg - og er á ættarverðinu - sem er aðeins kr. 500!!

Laugardagur
17. júlí

Undir-
búningur!!

Athugaðu!!
Líttu í bókina
hans Jakobs

- eða fáðu
hana á
föstudags-
kvöldinu
í
Gamla
bænum
!!

Ferð á eigin bílum
  • Ertu með CB-stöð? Við verðum á rás 27
  • Ertu með UHF-handstöð? Við verðum á rás 4
  • Í samflotinu höldum við hópinn með því að tiltekinn bíll er alltaf fyrstur og annar tiltekinn er alltaf aftastur.

Klukkan 10 næsta morgun höldum við af stað með eigið nesti í mjög vissa óvissuferð þar sem heimsóttir verða ýmsir ætt-merkir staðir og fallegir staðir og eftirminnilegir staðir. Nánar tiltekið er ætlunin að fara að Brennuási sem er í heiðinni austur af Jarlsstöðum í Bárðardal og svo síðar þann sama dag að Brettingsstaðatóftunum í Laxárdalnum. Allt fer þó nánar eftir veðri og þeim vegum sem veðrin bjóða á þessum frábæra hásumars-laugardegi. 

Í bók Jakobs segir meðal annars frá veru hans í Brenniási, á Grímsstöðum og á Brettingsstöðum. Þegar Hálfdán Jóakimsson féll frá komu Brettingsstaðir í hlut systranna, Herdísar (1875), Jakobínu (1877) og Aðalbjargar (1879) - og þar eru nú sumarbústaðir í eigu afkomenda þeirra. 

Við verðum komin heim að Stöng kl. 16:00 til að búa okkur undir samsætið - og meðan við bíðum uppábúin eftir að það hefjist tökum við ljósmyndir með skipulegum hætti. Við borðin munum við halda þeirri venju okkar að ekki sitji saman tveir af sömu Jakobs-barna-grein. Þar mun hver fjölskylda kynna sig og baða sig í leifturljósum og aðdáun okkar hinna. Sjá nánar í dagskránni hér á eftir.

Kl. 19 - 02 Dagskráin er á þessa leið:
  • kl. 17.00 > Hátíðin hefst. Fyrst eru teknar myndir. Myndatökur fara fram - á eigin vegum! Af hverjum einstökum ættlegg eru teknar myndir af (a) ættingjum, (b) ættingjum og mökum og (c) sérmyndir eftir óskum myndatökumanna.
  • kl. 17:30 > Við setjumst saman og hver ættleggur kynnir sína einstaklinga og segir af vegferð og vistum í veraldar ranni. 
  • kl. 18:00 > Við hlýðum á framsögu og upprifjun um Jakob Hálfdanarson og verk hans.
  • kl. 18:30 > Matur á borð. Hver ættingi situr hjá ættingja af öðrum ættarlegg. Makar fylgja eða dreifast að vild og börn fylgja foreldrum eins og þörf er á.
  • Við höldum áfram að rifja upp þann hinn forna tíma með framsögum úr endurminningum Jakobs og samræðum um þær.
  • kl. 21 - eða síðar - eftir framvindunni - lýkur þessum hluta. Börn þurfa að leggja sig og þreyttir að hvílast en aðrir sitja áfram og velta upp gengnum tímum - svo og morgundeginum.

Tekið verður upp á myndband - og eitt afrit sent hverjum ættarlegg frá Jakobsbarni.

Sunnudagur
18. júlí

samfylgd
um
sveitina

 

Rétt fyrir hádegið kysstumst við og kvöddumst. Sumir þurftu að fara viðstöðulaust en aðrir áttu
samfylgd um sveitina 

Við komum á Grímsstaði og hittum þar Hauk bónda. Hann hefur búið á Grímsstöðum síðan 1941 og tók líka á móti okkur í júní 2000. Að þessu sinni var veðrið aldeilis frábært með sól og hita og - engu mýi!! Haukur sýndi okkur mynd sem hann á af Grímsstaðabænum sem tekin var árið 1936, Við tókum myndir af þeirri mynd og af því bæjarstæði - en nýi bærinn er ekki alveg á sama stað.

Svo fórum við í Reynihlíð og sátum saman í Gamla bænum og fengum okkur bita en gengum svo í kirkjugarðinn og sátum um stund í tóft gömlu kirkjunnar. Jón Hálfdanarson las okkur kafla úr ævisögu Jakobs þar sem segir frá atriðum sem tengdust endurbyggingu þeirrar kirkju fyrir um 130 árum.

Svo fórum við að nýju og glæsilegu baðaðstöðunni sem er spölkorn  úti í hrauninu en runnum svo upp í Námaskrað og að Hveraröndinni. Þaðan fórum við síðan yfir að Jökulsá og skoðuðum sæluhúsið sem Jakob reisti árið 1880.

Þátttakendur:

83

Þátttakan er skráð eftir ættar-leggjum - (ath: börnin eru allt að fimmtugsaldri):

Sendu mér nafn - vef - netfang -og gististað við Mývatn

Netföngin okkar finnurðu á vistfangalistanum

Þessi síða í GÓP-fréttum opnast hér > http://www.gopfrettir.net/jakob.htm

JH-bókin
seld á
kr. 500
Jakob Hálfdanarson: Sjálfsævisaga - Bernskuár Kaupfélags Þingeyinga

Niðjafélag Jakobs Hálfdanarsonar undirbjó útgáfu þessarar bókar sem kom út hjá Ísafold árið 1982. 

Láttu vita ef þú og þínir vilja kaupa eitt eða fleiri eintök.

Mjög mikið efni liggur eftir Jakob í rituðu máli. Niðjar Jakobs hafa unnið að útgáfu þess efnis síðan um 1940. Bókin sem kom út árið 1982 var afrakstur þess starfs. Þá var áætlað að gefa út að minnsta kosti eina aðra bók. Til þess hefur enn ekki komið og undirbúningsstarf undir þá útgáfu hefur enn ekki farið í gang. Á margan hátt er hægt að leggja því máli lið - og láttu vita ef þú hefur hug á því. Það er auðvitað kominn tími til að skoða það mál nánar.

Niðjafélagið hefur reikning: 1135-05-7187 og kennitalan: 220231-2409 

Guðrún
Jakobsdóttir

Laufey Friðriksdóttir Oberman
  • Kristín Jóhannesdóttir Oberman

Jón
Ármann

Jakobsson


16 

 

Sigurður
  • 5 Jón Ármann Sigurðsson [S: 561-1671 og 897-9349] og Ingibjörg Ölvisdóttir og Kristbjörg Marta og Björn Árni og hún Marta Líf

Pétur Hálfdan

Jakob

Hallgrímur Jónas

  • > 3 Hrafn Hallgrímsson [588-6059] og Sigurlaug Jóhannesdóttir og Hallgrímur.
  • > 4 Guðrún Hallgrímsdóttir og Björn Kristinsson og Guðrún G. Björnsdóttir og Grímur Hjörleifsson.

Áki Hermann

  • > 2 Guðmundur Hjörtur Ákason [S: 423-7590 og 896-1792] og Sigrún Guðmundsdóttir
  • > 2 Margrét Ákadóttir [S: 587-5939] og Snæbjörn Áki
Hálfdan
Jakobsson

10

 

Sveinbjörn Helgi
  • 1 Dagbjört Jónsdóttir.
  • 3 Sigurbjörg Sveinbjörnsdóttir [S: 848-4376] og börnin Helgi Már og Hjördís koma í hópinn á laugardeginum. 
  • 2 Sólveig Sveinbjörnsdóttir og Kristinn Lárusson.
  • 4 Sigurfljóð Sveinbjörnsdóttir og Hlynur Bragason og drengirnir Friðbjörn Bragi og Unnar Þór
Jakobína
Jakobsdóttir


22

 

Hálfdan Eiríksson
  • > 2 Hildur Hálfdanardóttir og Karl Karlsson
  • > 3 Vilhjálmur Karl Karlsson og Benný G. Valgeirsdóttir og hún Rakel Rún.
  • > 3 Hafdís Þóra Karlsdóttir og Jóhann Árnason og hún Perla Rós
  • > 3 Jakob Hálfdanarson og Signe Reidun og Jón Víðis
  • > 5 Þórný Jakobsdóttir og Óskar Ingi Þorgrímsson og börnin Sunna Mjöll,  Linda Ósk og Rakel  
  • > 2 Jón G. Hálfdanarson og Kristín Steinsdóttir.
  • > 1 Hadda Hálfdanardóttir
  • > 3 Jóhannes Gunnarsson og Guðrún Björg Sverrisdóttir og hann Kristinn Andri
Aðalbjörg
Jakobsdóttir

35

 

Jakob Gíslason
  • > 1 Jakob Gíslason
  • > 1 Jakob Jakobsson
  • > 1 Ásmundur Jakobsson
  • > 2 Steinunn Jakobsdóttir og hún Sigríður Soffía Sigurjónsdóttir

Guðmundur Gíslason

Ólafur Gíslason

  • > 1 Eva Ólafsdóttir [581-3758]

1 Guðrún Gísladóttir  

  • > 2 Gísli Ólafur Pétursson og Ragna Freyja Karlsdóttir.
  • > 4 Ólafur Freyr Gíslason og börnin Assa Ósk, Arna Björt og Ágúst Örn.
  • > 2  Ragna Freyja Gísladóttir og Þórir Hálfdanarson.
  • > 2 Freyja Rún Gísladóttir og hún Íris Hild.
  • > 4 Ólafur Ari SIgurbjörnsson og Hallfríður Björgvinsdóttir og synirnir Sigurbjörn Hörður og Björgvin Ágúst.
  • > 5 Pétur Örn Pétursson og Hólmfríður Þórisdóttir og börnin Aðalbjörg Eir, Lilja Hlín og Þórir Pétur.
  • > 3 Bjarni Birgir Pétursson og börnin Bjarni og Valgerður.
  • > 2 Vikar og Vilborg Sigurðardóttir.

Ingibjörg Sigvaldadóttir

  • 2 Þorvarður Einarsson [554-5368 og 894-0478] og Guðbjörg Halldóra.
  • 2 Herdís Einarsdóttir og Oddur Bergsveinn Grímsson.
Ekki er 
fyrirhugaður
hópbíll úr
Reykjavík
Hver sér um sig í ferðinni til og frá Mývatni 
- en láttu vita ef þig vantar sæti - eða hefur laust sæti!!!
> Undirbúningssaga í uppröð
Mars
og apríl
Nú kom kall frá Stöng. Nauðsynlegt er að panta gistinguna fyrir 15. maí til að unnt sé að gera sér grein fyrir því hvort aðstaðan verði fullnýtt. Hildur og GÓP leggjast á eitt með að leggja að frændfólkinu að tilkynna þátttöku.
7. mars
2004
Út er sendur póstur með upplýsingum um verðin og menn eru beðnir um að kanna þátttöku - hver í sinni stórfjölskyldu - og láta sem vita sem fyrst. Gistiaðstaðan er pöntuð á Stöng en þátttakan einnig tilkynnt til Hildar og GÓP.
20. feb.
2004
Hildur vekur athygli á því að við þurfum að skila inn áætluðum fjölda mótsgesta fyrir 15. maí. Hún aflar nákværa upplýsinga um verð á gistingu og viðurværi.
23. maí
2003
Sæll frændi minn. Ég og mínir munum örugglega mæta!
Kveðja * Villi Kalli Karls
12. okt.
2002
Fyrst til að láta skrá sig er Hildur Sveinbjörnsdóttir með þessum texta;
Sæll frændi, 
ég stefni á að mæta og tek frá daginn. Er farin að hlakka til. 
Kveðja, Hildur Sveinbjörns og Nönnudóttir 
8. okt.
2002
Símafundur Hildar og GÓP. Báðum þótti harla góð sú niðurstaða sem fram kom í bréfi Hildar. Ákveðið að halda þessu sniði og GÓP tæki saman kynningarbréf og setti upp vefsíðu fyrir þetta mót - í líkingu við 2000-mótið. 
Hildur
lýkur
forkönnun
8. okt.
2002
Netpóstur til GÓP - sem degi fyrr hafði sent fyrirspurn hvort Hildur væri komin í netsamband

Blessaður og sæll kæri frændi!
Ég er sko aldeilis komin í netsamband og alls konar sambönd. Ég var að koma frá Brettingsstöðum fyrir fáeinum mínútum. Ég vildi ekki tala við fólkið á Stöng í síma v/ættarmótsins 2004, þar sem ég var alltaf að búast við að við Kalli færum norður og gerði þá ráð fyrir að geta hitt Svölu og Ásmund, og mundi ég þá skoða húsnæðið betur og gæti þannig gert mér betur grein fyrir því hvort möguleiki væri á að halda veisluna á Stöng. Við Kalli og Villi Kalli sonur okkar fórum svo loksins norður eldsnemma s.l. laugardag. Við vorum að flytja svefnbekki og skáp o.fl. í Brettingsstaði. Við vorum boðin í hádegismat að Stöng á sunnudaginn og þá fékk ég gott tækifæri að tala við Svölu. Það er verið að byggja nýjan sal fyrir veitingar á Stöng, sem verður kominn í gagnið næsta sumar og segir Svala að hún treysti sér til að gefa 100 manns að borða þar. Í dag geta 55 til 60 manns gist á Stöng og segir hún að á næsta ári verði pláss fyrir 8 til 10 til viðbótar.
Ég bað Svölu að bóka okkur aðfararnótt laugardags og sunnudags 17. og 18. júlí 2004. 

Í dag kostar svefnpokagisting kr. 1.800,- og er ekkert gjald tekið, ef fólk vill t.d. hafa börn hjá sér á dýnu á gólfinu.
Fyrir svona stóran hóp mundi meðalverð í dag á þriggja rétta máltíð vera ca. kr. 2.000,-. Gerir Svala þá ráð fyrir að ca. 1/4 séu börn innan við 12 ára. Morgunmatur sem er hlaðborð kostar kr. 850,-. Fólk sem gistir á Stöng getur haft aðstöðu til að vera með eigin morgunmat í öðru húsi og er engin leiga tekin fyrir það.
Ég hef aldeilis sent þér hugskeyti í gær og í dag, því ég ætlaði að láta það verða mitt fyrsta verk í fyrramálið að hringja í þig. 
Hlakka til að heyra frá þér. Bestu kveðjur - Hildur

Sept. 2002 Hildur Hálfdanardóttir og GÓP hittust heima hjá Hildi í Mávanesi 24 og ræddu nánari staðsetningu og fyrirkomulag. Hildur tók að sér að kanna málið hjá húsráðendum í Stöng sem liggur einna næst Brettingsstöðum. Hildur hefur kynnst fólkinu á Stöng undanfarið ár á meðan hún og hennar fjölskylda hafa verið að reisa sumarbústað í Brettingsstaðalandi.
20. ágúst
2002
Mörg vorum við saman komin við útför Margrétar Árnadóttur, ekkju Hallgríms Jakobssonar Jónssonar sonar Jóns Ármanns Jakobssonar. Þar var rætt um 2004-mót og okkur leist öllum vel á það. 
Júlí 
2002
Gísli Ólafur Jakobsson og Jakob Jakobsson komu til Íslands ásamt fjölskyldum og fylgdarliði og fóru um landið. Árið 2002 voru hundrað ár liðin frá fæðingu föður þeirra, Jakobs Gíslasonar, en hann var sonur þeirra Gísla Ólafs Péturssonar og Aðalbjargar Jakobsdóttur Hálfdánarsonar. 

Árið 2000 höfðu þeir verið uppteknir við hjónabindingu Tómasar Gíslasonar í Kaupmannahöfn einmitt þá hina sömu hvítasunnu og við hin notuðum til að hittast við Mývatn. Það var því þegar uppi umræða um að efna til nýs ættarmóts. Í þeirri umræðu varð niðurstaðan sú að aðlaðandi væri að halda mótið nærri Brettingsstöðum við Mývatn og nota til þess hlýjasta tíma sumarsins. Upp komu dularfullar ágiskanir um mývarginn og talið að hann yrði fjarverandi nákvæmlega um miðjan júlímánuð árið 2004. 

Skoðaðu
ættarmóts-
söngvana!!
Ættarmótssöngvarnir eru tveir:
  • Ættarmótið - við lag Bellmans um Gamla Nóa
  • Niðjasöngurinn - við írska þjóðlagið Wild Rover

Efst á þessa síðu * Forsíða