Forsíða


Sumarmót
2004 á
Fáskrúðs-
firði

 

 

 

Niðjamót við Djúp - 2000

Niðjalistinn!!
Sumarliðið á Jónsmessumóti

í Reykjanesi við
23. - 25. júní 2000 *
Myndir

Sumarliði Guðmundsson fæddist í Miðhúsum í Vatnsfirði. Hann fluttist þriggja vikna gamall með foreldrum sínum fram að Vatnsfjarðarseli - sem einnig nefndist Sel. Bærinn var innar í dalnum á milli Selvatnanna innra og fremra - og er fyrir löngu kominn í eyði og aðeins tóftir eftir.

Inn að Fremra Selvatni er um 15 mínútna (sk)akstur á ágætum skælingsvegi fyrir jeppa. Í þurrkatíð má hugsanlega fara það á háum og skottstuttum eindrifsbíl. Þar er friðsælt í lyngvöxnum hvömmum.

Sumarliði var þriðja barn foreldra sinna. Elsta systir lést þriggja vikna gömul en Magnús Pétur, bróðir hans var þá þriggja ára. Kristín, systir hans fæðist svo tveimur árum seinna. Foreldrar Sumarliða fluttu síðar að Unaðsdal á Snæfjallaströnd. Þar lést Guðmundur, faðir hans, þegar Sumarliði var 15 ára. Næsta ár fór Sumarliði vinnumaður að Kjörnum í Eyjafirði og var þar eitt ár. Síðan fór hann til Bolungarvíkur og var þar á sjónum. Hann var í Bolungarvík á vegum Magnúsar, bróður síns, og stundaði sjóinn.

Hjónin Sumarliði og Björg Pétursdóttir (af Snæfellsnesi) áttu Pétur Guðmund (1916-81) sem var á fyrsta ári þegar móðir hans dó árið 1917. Þau Sumarliði og María Friðgerður Bjarnadóttir hófu búskap nokkrum árum síðar. Seinni árin bjuggu þau í Hafnargötu 6B.

Mynd frá Lárusi Benediktssyni af húsinu
Hafnargata 6B í Bolungarvík, sem nú er horfið. 

Þeirra börn: Bjarni Hólmgeir (1921-94), Magnús Pétur Kristján (1922), Elín Guðmunda (1923), Björg (1925), Guðjóna Sigríður (1927), Kjartan Helgi (1929), Rúrik Nevel (1932) og Kristján Björn Hinrik (1933). 

Nafna
listi!!

Nöfn og
þekkt
netföng

>> Nafnalisti <<

- hér er listi yfir alla sem mættu á mótinu. Inn er bætt upplýsingum um einstaklinga sem hafa þekkt netföng. Ítarlegri upplýsingar eru um vistföng sumra. Þegar þú getur endurnýjað eða bætt við upplýsingum þá vinsamlegast sendu póst til GÓP.

>> Ættartré << músaðu á orðið. Þá sækir vefsjáin þín þetta Word-2000-skjal. Þetta skjal verður uppfært eftir því sem upplýsingar berast.

Föstudagur
23. júní

CB-rás 27
Í frábæru sólarveðri í Reykjanesi.
Við komum í Reykjanes síðdegis á föstudeginum. Sumir komu snemma en aðrir ekki fyrr en eftir miðnættið. Enn aðrir komust ekki fyrr en síðdegis á laugardeginum. Við gengum frá barmmerkjunum og dreifðum dagskránni. Þá var einnig greitt fyrir hátíðar-kvöldverðinn. Það gaf okkur dálítinn afslátt á verðið. Þannig gátum við komið því svo fyrir að ekki þurfti að greiða fyrir 12 ára og yngri. Hátíðarverðurinn kostaði því kr. 2.500 fyrir 13 ára og eldri.

Veðrið var ótrúlega gott með heiðum himni og brennandi sól í hægum andvara. Þar sem hans naut ekki við var algjör hitapottur og gestir sátu úti sem á sólarströndum.

Laugardagur
24. júní

Með
nesti


Ekið í Vatnsfjörð
Veðrið á laugardeginum var jafnvel enn blíðara

... þetta verður þýður dagur
- þýtur milt í gresi -
og hann rennur undurfagur
upp í Reykjanesi

og klukkan um 11 ókum við á átta bílum fyrir Reykjafjörðinn. Þar var fyrst dokað við bæinn Reykjarfjörð þar sem Elín sagði af skólaferðum sínum frá Þúfum í Vatnsfirði, yfir fjallið að Reykjarfirði og síðan áfram á báti yfir fjörðinn til skólans í Reykjanesi.


Elín segir frá. Horft er yfir Reykjarfjörðinn 
nærri þangað sem skólinn er.


Við hlýddum á frásögn Elínar.

Frá þessari frásögn var ekið áfram fyrir nesið og inn í Vatnsfjörðinn þar sem Þorvaldur Vatnsfirðingur sat og ekki alltaf á friðarstóli. Þar heimsóttum við Baldur Vilhjálmsson, prest, sem hefur fengið því framgengt að kirkjustaðurinn hefur verið gerður glæsilega upp. Kirkjugarðurinn er hringlaga og uppbyggður og kirkjan sjálf hefur fengið verulega andlitslyftingu. Þetta er glæsilegur staður heim að sækja. Við vorum svo lánsöm að Baldur tók á móti okkur og leiddi okkur um staðinn. Hann sagði af staðnum og kirkjunni og dró fram marga þætti bæði fróðlega og skemmtilega.

Frá Vatnsfjarðarstað var ekið að stórbýlinu Þúfum þar sem Elín Guðmundsdóttir ólst upp frá 6 til 25 ára og þar sem þau giftu sig hún og Arnfinnur inni í hinum glæstu, samliggjandi stofum - eins og þau sögðu okkur frá. Presturinn sá lifir enn og er liðlega 100 ára og verður ekki annað sagt en að það prestsverk hans reyndist endingargott.

Hitinn var mikill og við drógum okkur niður í hvamm við ána - og snæddum nesti í hitapotti móti sólu. Síðan ókum við að Miðhúsum þar sem Sumarliði fæddist. Ekki vitum við svo gjörla hvort foreldrar hans bjuggu þá þegar í Seli eða voru að fara þangað til ábúðar en þangað fóru þau með Sumarliða þegar hann var þriggja vikna. Sjálfsagt hefur sá spölur verið ekki minna en tveggja tíma gangur í góðu veðri.

Klukkan var liðlega 16 þegar við vorum aftur komin í Reykjanes. Þeir sem þar höfðu dvalið höfðu hvílt sig í sólbaði og sundlauginni og voru sannarlega sólsælir.

Laugar-
dags-
kvöld
kl. 18
- -
04
Myndatökur

Klukkan 18 vorum við komin prúðbúin til myndatöku sem fór fram utan húss. Myndir voru teknar af (a) fjölskyldum, (b) ættleggjum, (c) kynslóðum og auk þess voru teknar ýmsar (c) sérmyndir eftir óskum myndatökumanna.

Kvöldverður
hófst nokkru síðar - en klukkan 22 vorum við búin að fá á diskana af frábæru hlaðborði og bragðaðist maturinn einkar vel - og ekki bara af því að við vorum orðin svöng. Við dreifðum okkur til borðsins og reyndum að kynnast eftir föngum - en þegar rósemin færðist yfir okkur var gengið til dagskrár og við sungum setningarræðuna - sem er hér fyrir neðan - við gamla-nóa-lagið.

Nú var gengið til þess að ættleggir komu upp og sögðu af sér og sínum. Vissulega verður ekki margra ára vegferð sögð í sjö setningum - en við urðum þó nokkurs vísar hvert um annað og gátum rætt margt frekar á eftir.

Síðan var sungið undir röggsamri leiðsögn öflugra og söngvísra ættingja og varð þá mörg tón-listin. Í Reykjanesi eru margar vistarverur og í setustofunni áttum við áfram samverustund og það var farið að elda aftur þegar þeir síðustu drógu sig í hlé.

25. júní

Myndir
á vefinn

Að heilsast og kveðjast

 
Arnfinnur, Kristján, Rúrik og Magnús

Magnús og Kristján voru fyrstir uppi - eins og alltaf - en þegar leið að hádegi voru flestir komnir á hreyfingu. Þá var gengið í að taka einstaklingsmyndir af sem allra flestum - því ætlunin er að koma þeim inn á vefinn. Kynning verður send til allra nettengdra - þegar það hefur tekist - enda nauðsynlegt að fá leiðréttingar fljótt á nöfnum með myndunum.

Á okkar ævihafi
efldum við ættarhjúp
í Jónsmessu roðarafi
í Reykjanesi við Djúp.

Að Fremra-Selvatni
Ritari fór aftur að Miðhúsum og renndi inn að Fremra Selvatni - til að skoða leiðina. Hún reyndist skælingsvegur en að öðru leyti ágætlega fær fyrir jeppa og tók um 15 mínútur í akstri. Skott á fólksbifreiðum mundu rekast niður í skorningum.


  Vid Selvatn

Komið er að enda vatnsins en ganga þarf inn með því til að komast milli vatnanna og að tóftum Vatnsdalssels. Það var ekki gert að þessu sinni. Ritari gerir ekki ráð fyrir að gera aðra ferð þangað inneftir - þó að hann mundi auðvitað fara þangað í fylgd frændfólksins ef til kæmi - án þess þó að vera að hvetja til þess.

2002
aftur
- -

og nú
fyrir
austan!

Næsta mót

Áður en liði var skipt urðu dálitlar umræður um næsta mót. Upp kom sú hugmynd að hittast aftur eftir 2 ár við einfaldar aðstæður þar sem við hefðum sameiginlega gistingu - en lítið um aðra þjónustu - svo sem gert var í nokkur skipti í Borgarfirði fyrir fáum árum. Komið yrði saman á laugardegi og hafa hver sitt tillegg á mörg grill - af því að eitt grill er svo lengi að sinna öllum.

Fyrir austan!
Staðsetningin kom til umræðu og Guðmundur Þorgrímsson varpaði fram þeirri hugmynd að hittast á Austurlandi. Var gerður góður rómur að því enda margir sem eiga eftir að skoða landkosti og ævintýri þess fjórðungs. Var þeim feðgum falið að setja fram hugmyndir um mótsstað og kynnisferðir hópsins um nágrennið þegar þar að kæmi.

Ættarmótið Texti: GÓP - Lag: Bellman (Gamli Nói)
Allir sungu þessa setningarræðu mótsins !!
Ættarmótið,
ættarmótið,
einu sinni enn!
Allir koma saman
afskaplega gaman!
Erum saman,
erum saman
einu sinni enn!
Allir koma,
allir koma
uppábúnir hér!
Afi minn og amma,
pabbi minn
og mamma
vilja alltaf, vilja alltaf
vaka yfir mér.
Margir skyldir,
margir skyldir
mættir eru hér:
frændur mínir góðir,
frænka, systir, bróðir!
gleðjast allir,
gleðjast allir,
gleðjast yfir mér!
Tímar líða,
tímar líða,
tökum hönd í hönd!
Munum ættarmótin,
munum vinahótin!
Tölum saman,
tökum saman,
treystum okkar bönd!
Niðjamóts-söngur * GÓP * Írskt þjóðlag: Wild Rover
Hún upp er nú runnin sú ánægjustund
að erum við komin á ætternisfund
og við erum ólík og við erum lík
og við erum ættuð úr Bolungarvík

-- já, úr vestanblænum ****
þar sem voraldan ör
með sól yfir sænum
er sindur á för.

Já, hér eru frænkur og frændur við borð
og framtíðin brosir við gleðinnar orð
og við erum feimin og við erum frökk
og vakir í brjóstinu fortíðarþökk

-- þeim sem áfram gengu ****
undir ólag og kíf
og alveg úr engu
upp-ófu vort líf.

Já, hugurinn svífur á öndverða öld
til afa og ömmu og áanna fjöld
við lífskjörin önnur á liðinni tíð
en leiftur í auga og alúðin þýð

-- þegar setið var saman ****
og við sögunnar hljóm -
með hugarins gaman
við hetjunnar óm.

En kynslóðir fara og koma í senn
og krakkar í gær eru nú orðnir menn
og þannig er fortíðin fléttuð í streng
til framtíðarinnar í stúlku og dreng.

-- Ymur gamla grundin ****
- ómar gleði og fjör.
Hér dokar nú stundin
á stanslausri för!

Við syngjum hér ungir og aldnir sem einn
því ættin á tóninn sem alltaf er hreinn
og hér eru leikir og hér eru spil
- og hér er að gufa upp kynslóðabil

-- og við gleymum því aldrei ****
að allt lífið er hnoss
og grípum þann næsta
- að gef´onum koss!

Við hér erum komin um höf og um lönd
með hlýju í sinni og frændsemis bönd
og erum á hátíð með yndi í lund
að efla vor kynni á samverustund

:,: -- eftir ættargleði ****
grípum geirinn í hönd!
Um allt eru leiðir
- í ónumin lönd! :,:

Efst á þessa síðu * Forsíða