GÓP-fréttir



 

Sumarliðið á
Jónsmessumóti
í Reykjanesi við
Djúp
23.-25. júní 2000
Frásögn
Myndir


 

 

Niðjalistinn!!

 

Niðjamót
Bolungarvík
3.-5.júlí
2009

55 Niðjar hittust á Fáskrúðsfirði
 - 23.-25. júlí 2004 * myndir!
 


Á Fáskrúðsfirði búa þau Guðmundur og Kolbrún og þeirra börn:
Birta Hörn, Birna Dögg, Bergdís Ýr og Þorgrímur Guðmundsson.
Arna Rut var fjarri góðu gamni í Reykjanesi 2000 -


- en hér er hún í essinu sínu!
Bergdís Ýr, Arna Rut og Guðmundur
í steinagarði Petru á Stöðvarfirði 24. júlí 2004.

Dagskrá
Frönsku
daganna!!
Sumarliðið á frönskum dögum 
á Fáskrúðsfirði 23. - 25. júlí 2004

Við komum saman á Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði.
Guðmundur og Kolbrún tóku á móti okkur með ástúð og óviðjafnanlegum höfðingsskap og buðu okkur gistinguna með allri aðstöðu í Hótel Valhöll, sem er fornfrægt hús á staðnum næst Ráðhúsi Austurbyggðar og þau höfðu tekið á leigu í þessu skyni. Engin fékk að greiða þeim neitt fyrir þessa frábæru aðstöðu í hjarta bæjarins.

Það þarf í mörg horn að líta þegar maður er oddviti meirihlutans í sveitarstjórninni og um leið með ættarmót í skipulaginu. Hvort tveggja tókst honum með glæsibrag.

Í kirkjunni á föstudeginum fluttu okkar fremstu listamenn söngva úr franskri óperu og fleiri glæsilög og franska sendiráðið bauð gestum í hvítvínsskál.

Þá var klukkan orðin sjö og við öll komin á staðinn - í tæka tíð fyrir varðeldinn þar sem Guðmundur setti þessa mögnuðu hátíð á Fáskrúðsfirði, Frönsku dagana, sem nú var haldin í níunda sinni.

Mikill fjöldi var í brekkunni við varðeldinn og menn spjölluðu og sungu við undirspil - og á eftir sátum við saman heima í Valhöll.

Á laugardagsmorgninum fórum við til Stöðvarfjarðar að skoða garðinn hennar Petru. Hugsanlega eru hliðstæður hans til annars staðar í heiminum - en áreiðanlega engar þar sem aðeins hefur ein kona til safnað.

Við fylgdum svo atburðarás Frönsku daganna en um kvöldið höfðu Guðmundur og Kolbrún skipulagt kvöldverðarhátíð og þar á eftir voru allir komnir til að fylgjast með skemmtiatriðum sem fram voru færð sérstaklega fyrir okkur - ásamt sveitarstjórn og hinum frönsku gestum.

Á sunnudagsmorgninum hafði Guðmundur tekið að sér að leiða fyrsta hópbílinn til að skoða Fáskrúðsfjarðargöngin og þarf fórum við mörg með. Þau verða mikil og glæsileg samgöngubót þegar þau verða tekin í gagnið snemma næsta sumar.

Guðmundur og Kolbrún - hjartans þakkir fyrir móttökurnar. Þetta voru ógleymanlegir Franskir dagar!

* 19 Frá Pétri:
  • Gísli Ólafur og Ragna Freyja,
    > Freyja Rún,
    > Davíð Karl og Gunnur Elísa og drengirnir Alexander Bjarmi og Daníel Snær.
  • Pétur Örn og Hólmfríður og börnin (!) Aðalbjörg Eir, Lilja Hlín og Þórir Pétur
  • Guðmundur og Kolbrún og börnin (!) Arna Rut, Þorgrímur, Bergdís Ýr, Birna Dögg og Birta Hörn.

9 Elín og Arnfinnur

  • María og Baldur Örn
  • Baldur Jón Baldursson og Aðalbjörg og dæturnar Aníta Rut, María Björk og Ragnhildur Inga

16 Kjartan Helgi og Stella

  • Ingibjörg og Gestur
    > Stella og Jón Eyþór og börnin Sandra og Jón Helgi
  • Kjartan Friðgeir og Dýrleif og þær Katrín Eir og Kristín EIk
  • Sumarliði og Björg og þau Ingibjörg Rún og Hjörleifur

11 Rúrik Nevel og Guðlaug

  • María Friðgerður og Ástríður
  • Helena og Jón Pétur og Guðrún
  • Hulda og Lárus og þeir Lárus og Arnar Heimir
Gisting
samvera
skemmtun

Frítt
fyrir
alla!!

 

Komið á staðinn
Við komum austur á gististaðinn föstudaginn 23. júlí. Þetta er hásumartíðin og Austurlandið bíður okkar með töfrum sínum til sjávar, sveita og háfjalla. Leiðin er löng þeim sem koma af öðrum landshornum og gera má ráð fyrir að ef gist er á leiðinni sé gott að miða við að fara t.d. frá Akureyri árla morguns. 

Gist í Valhöll
Valhöll er gamalt hús sem
stendur við Hafnargötuna
og er gegnt ráðhúsinu.
Það verður okkar heimili þessa dagana. 

Valhöll - um hana segir Guðmundur:
Niðurstaða mótsnefndar ættarmótsins hér á Frans er að þeir sem eru 60-ára og eldri - svo og börnin - fá frítt inni í Valhöllinni þessar tvær nætur. Flest herbergi eru 2ja manna en sum það stór að pláss er fyrir liggjandi svefnpokamenn á gólfi. Ég held að það séu fast að 30 rúm í húsinu en eins og fyrr segir, mun fleiri geta gist í svefnpokum.

Húsið er á þrem hæðum með snyrtiaðstöðu á hverri hæð, það er orðið gamalt en ég held að það þurfi enginn að fráhverfast að dvelja þar þessa helgi-stund. Nú, það er eldunaraðstaða  sem allir okkar gestir hafa aðgang að og matstofan tekur einhverja 30-40 manns í sæti.

Aðstaða fyrir tjöld og tjaldvagna er ekki mjög mikil alveg fast við húsið, þó ætla ég að reyna að laga til svo pláss verði neðan við húsið við fjörukambinn. Betri úrlausnir eru fyrir húsbíla nærri húsinu.

Við höfum hins vegar húsið allt fyrir okkur svo ef ekki er pláss við húsið en nóg pláss inni þá verða menn auðvitað inni og það verður ekki mikið dýrara en fyrir þá sextugu.

Sængur eru í öllum rúmum en best væri ef menn hefðu með sér sængurfatnaðinn utanyfir þótt það sé alls ekki nauðsynlegt fyrir þá sem illa geta það, þá fá menn rúmin uppbúinn.

Ættarmæting og frönsku dagarnir - þar um segir Guðmundur:
Ég er þannig gerður að ég vil helst minna gera en mikið komist ég upp með það. Þess vegna hef ég ekki verið að setja saman stóra dagsskrá. Er reyndar búinn að læra það af ættingjum mínum í þessarri ætt að svona mót eiga að vera til þess að koma saman og spjalla, fræðast og hafa gaman af því sem við gerum saman þegar við ákveðum það - en ekki til þess að binda klafa til íþyngingar nokkrum manni.

Því sendi ég drög að dagsskrá Franskra daga og mælist til að það verði jafnframt okkar dagsskrá. Dagsskráin getur átt eftir að taka einhverjum breytingum.

Eitt er þar sem ég vil vekja athygli á - en það er óperan sem verður frumflutt hér á föstudeginum kl. 17 og aftur kl. 20.  Þeir sem áhuga hafa verða að huga að í tíma, spurning hvort ég læt Albert frænda fastsetja miða eftir smá skoðun um áhuga í okkar hópi. Mér sýnist seinni tíminn á sýningunni þ.e. kl. 20 stangast á við brekkusönginn og opnun daganna á Búðagrundinni. Það er því best að taka sýninguna kl. 17 !!
(GÓP er búinn að panta fyrir sig tvo miða á þá sýningu!! - Sjá hér neðar hvernig það er gert.)

Saman á Fáskrúðsfjörð!! - Guðmundur segir:
... endilega komdu því inn á netið og til skila hvar sem hægt er að hingað vil ég að okkar fólk stefni þessa helgi!

Dagskrá Dagskrá frönsku daganna á Fáskrúðsfirði:
Sjá líka á vef Austurbyggðar
Fimmtudagur
22. júlí
*
10:00-17:00 Fransmenn á Íslandi - safn og franskt kaffihús. Sandra Mjöll Jónsdóttir sýnir ljósmyndir á kaffihúsinu teknar í og við Franska spítalann
14:00 - 18:00 Jólahúsið Borg opið
20:00 -22:00 Opnun sýninga í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Efri hæð
Skólastarf í Fáskrúðsfirði í eina öld. Sýning á munum, myndum og fleiru úr sögu skólans
Neðri hæð
Samsýning. Richard Valtingojer sýnir ljósmyndir og Sólrún Friðriksdóttir sýnir textilverk.
Myndlistarsýning. Reynir Katrínar. “Hvít víðbláinn sjáandi”. Verk unnin úr Djúpalónsperlum og málverk unnin með olíu- og vatnslitum.

*
Föstudagur
23. júlí
*
10:00-18:00 Fransmenn á Íslandi - safn og kaffihús. Sandra Mjöll Jónsdóttir sýnir ljósmyndir á kaffihúsinu teknar í og við Franska spítalann
11:00-18:00 Viðarsbúð. Sýning byggð á þjóðsögum tengdum Fáskrúðsfirði
13:00-16:00 Spákona á loftinu í veitingahúsinu Sumarlínu
14:00 - 18:00 Jólahúsið Borg opið
16:00 - 19:00 Sýningar opnar í Grunnskólanum
17:00 Dorgveiðikeppni við Loðnuvinnslubryggju

Fáskrúðsfjarðarkirkja
17:00 og 20:00 Óperan Fósturlandsins freyja ( Le Pays) í konsertformi, eftir Robert-Guy Ropartz. Frumflutningur á Íslandi
Flytjendur: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson og Bergþór Pálsson. Helga Bryndís Magnúsdóttir leikur á píanó og sögumaður er Elín Pálmadóttir Forsala aðgöngumiða hjá Fransmönnum á Íslandi

21:30 Heyvagnaakstur frá slökkvistöðinni að varðeldinum
22:00 Varðeldur og brekkusöngur á Búðagrund
23:30 Flugeldasýning
23:00 Trúbadorinn Labbi í Mánum á Hótel Bjargi. Aldurstakmark 18 ár
*

Laugardagur
24. júlí

(Í dag er
88-ára
afmæli Péturs
Sumarliðasonar

sem var
skólastjóri
á Fáskrúðsfirði
árin 1955-57.)

*
Við
skruppum til Stöðvarfjarðar að skoða Steinasafn Petru.
*
Opnunartímar Sundlaugar
>> 10:00-13:00, 13:30-17:00 (sturtur), 17:00-19:00, 19:00-21:00 (sturtur)

10:00-18:00 Fransmenn á Íslandi - safn og kaffihús. Sandra Mjöll Jónsdóttir sýnir ljósmyndir á kaffihúsinu teknar í og við Franska spítalann
10:00 - 12:00 Ráðhúsið opið
10:00 - 14:00 Sýningar í Grunnskóla opnar
11:00 - 18:00 Viðarsbúð. Sýning byggð á þjóðsögum tengdum Fáskrúðsfirði
11:00 - 12:00 Minningarhlaup um Berg Hallgrímsson.
Verðlaun fyrir karla- og kvennaflokk.
(Skráning við Reykholt, Skólavegi 77 kl 10:45)
12:00-16:00 Kajakaleiga á Ósnum
13:00 Minningarathöfn við Franska grafreitinn. Séra Þórey Guðmundsdóttir. Börn úr Grunnskólanum syngja. Federov bræður spila franska tónlist
14:00-16:00 Spákona á loftinu í veitingahúsinu Sumarlínu
14:30-15:00 Dvalarheimili. Harmonikkusnillingarnir Federov
15.00-15:30 Veitingahúsið Sumarlína. Harmonikkusnillingarnir Federov

14:00 - 17:00 Hátíð í miðbænum
>> Tjaldmarkaður - Leiktæki
>> Keppt í kassaklifri í boði Hótel Bjargs og Vöggs
14:00 Harmonikkusnillingarnir bræðurnir Federov
14:30 Tóti tannálfur og Jósafat mannahrellir
15:00 Línudanshópurinn Austurland að Glettingi
15:15 La Musette syngja
15:30 Íslandsmeistaramót í Pétanque
15:30 Einsöngur. Heiða Mjöll Gunnarsdóttir
15:35 Harmonikkusnillingarnir bræðurnir Federov
16:00 Tóti tannálfur og Jósafat mannahrellir
16:30 Heimsmeistaramót í sveskjusteinaspýtingum
16:50 Viðurkenningar fyrir snyrtilegustu lóðir fyrirtækja og einstaklinga

14:00 - 18:00 Jólahúsið Borg opið
17:00 - 18:00 Sumarlína. Mini disco fyrir börnin
17:00 - 19:00 Sýningar í Grunnskólanum opnar
20:00 Hátíðarhlaðborð á Hótel Bjargi
20:00 - 23:00 Unglingadansleikur í Fram
23:00-03:00 Dansleikur í Skrúð með Hljómsveitinni Karma. Aldurstakmark 16 ár
*

Sunnudagur
25. júlí
*
Opnunartímar sundlaugar
11:00 - 13:00
16:00 - 18:00 ( bara sturtur)


10:00-18:00 Fransmenn á Íslandi - safn og kaffihús. Sandra Mjöll Jónsdóttir sýnir ljósmyndir á kaffihúsinu teknar í og við Franska spítalann
11:00 Jólahúsið Borg Grýla les fyrir börnin. Opið til 18:00
13:00 Tour de Fáskrúðsfjörður
13:00-16:00 Viðarsbúð. Sýning byggð á þjóðsögum tengdum Fáskrúðsfirði

14:00-17:00 Í miðbænum:
Leiktæki
Götumarkaður
Kassaklifur
Nonni Presley tekur lagið
Verðlaunaafhending fyrir Tour de Fáskrúðsfjörður, dorgveiði og Pétanque. Dregið í happdrætti

16:00 - 19:00 Sýningar í Grunnskólanum opnar
16:00 - 19:00 Ráðhúsið opið
*

Óperan

Fósturlandsins freyja
(Le Pays) eftir
Joseph-Guy Ropartz
var skrifuð
1908-1910 og
frumsýnd í Nancy
árið 1912.

Sýningartími
90 mínútur.

Aðgöngumiðinn
gildir líka á
sýninguna
Fransmenn
á Íslandi.

Upplýsingar um óperuna!
Aðgöngumiðinn kostar kr. 1.900 og innifalinn er aðgangur að sýningunni Fransmenn á Íslandi!
Forsala aðgöngumiða eru hjá Fransmönnum á Íslandi í Templaranum s 475 1525.
Þar er það hann Albert sem tekur við pöntunum og hér eru hans símar og netfang:

Fransmenn á Íslandi
Heimili: Búðavegi 8
Netfang: [email protected]
Sími: 4751525 / 8642728


Óperan Fósturlandsins freyja
(Le Pays) eftir Joseph-Guy Ropartz var skrifuð 1908-1910 og frumsýnd í Nancy árið 1912.
Sögusvið óperunnar er Ísland, franska gólettan Étoile frá Armor, strandar í miklu roki. 28 manns hafa farist, en einn maður kemst af, honum er bjargað af bóndanum Jörgen. Þetta er í september, þegar frönsku skúturnar eru allar að halda heim, auk þess sem vetur er að skella á og ófært til byggða. Dóttir bóndans, Kata, hjúkrar franska sjómanninum til lífs.

Óperan er samin eftir smásögu bretónska rithöfundarins Charles Le Goffic (1863-1932), sem í Frakklandi vakti ásamt Pierre Loti (1850-1923) og Anatole Le Braz (1859-1926) athygli á lífi og hlutskipti frönsku skútusjómannanna sem hurfu norður í höf og lifðu þar við eymd á miðunum við Ísland í sjö mánuði á ári hverju.

Smásöguna, Passions Celtes, má sjá á safninu Fransmenn á Íslandi.

Flytjendur eru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson, Gunnar Guðbjörnsson og Helga Bryndís Magnúsdóttir. Auk þeirra mun Elín Pálmadóttir kynna söguna fyrir gestum og verða sögumaður.

Fósturlandsins freyja verður flutt, í konsertformi, á Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði 23. júlí kl 17:00 og 20:00 og á Hornafirði 24. júlí kl 20:00. Um er að ræða frumflutning á Íslandi.

Sumarliðið á
Jónsmessumóti
í Reykjanesi við
Djúp
23.-25. júní 2000

Myndir

 

 

Sumarliði Guðmundsson

Niðjalistinn!!
Sumarliði Guðmundsson
fæddist í Miðhúsum í Vatnsfirði við Djúp.
Hann fluttist þriggja vikna gamall með foreldrum sínum fram að Vatnsfjarðarseli - sem einnig nefndist Sel. Bærinn var innar í dalnum á milli Selvatnanna innra og fremra - og er fyrir löngu kominn í eyði og aðeins tóftir eftir.

Inn að Fremra Selvatni er um 15 mínútna (sk)akstur á ágætum skælingsvegi fyrir jeppa. Í þurrkatíð má hugsanlega fara það á háum og skottstuttum eindrifsbíl. Þar er friðsælt í lyngvöxnum hvömmum.

Sumarliði var þriðja barn foreldra sinna. Elsta systir lést þriggja vikna gömul en Magnús Pétur, bróðir hans var þá þriggja ára. Kristín, systir hans fæðist svo tveimur árum seinna. Foreldrar Sumarliða fluttu síðar að Unaðsdal á Snæfjallaströnd. Þar lést Guðmundur, faðir hans, þegar Sumarliði var 15 ára. Næsta ár fór Sumarliði vinnumaður að Kjörnum í Eyjafirði og var þar eitt ár. Síðan fór hann til Bolungarvíkur og var þar á sjónum. Hann var í Bolungarvík á vegum Magnúsar, bróður síns, og stundaði sjóinn.

Hjónin Sumarliði og Björg Pétursdóttir (af Snæfellsnesi) áttu Pétur Guðmund (1916-81) sem var á fyrsta ári þegar móðir hans dó árið 1917. Þau Sumarliði og María Friðgerður Bjarnadóttir hófu búskap nokkrum árum síðar. Seinni árin bjuggu þau í Hafnargötu 6B.


Mynd frá Lárusi Benediktssyni af húsinu
Hafnargata 6B í Bolungarvík, sem nú er horfið. 

Þeirra börn: Bjarni Hólmgeir (1921-94), Magnús Pétur Kristján (1922), Elín Guðmunda (1923), Björg (1925), Guðjóna Sigríður (1927-2002), Kjartan Helgi (1929), Rúrik Nevel (1932) og Kristján Björn Hinrik (1933). 

Vatns-
fjarðar-
sel
Að Fremra-Selvatni
Ritari fór aftur að Miðhúsum og renndi inn að Fremra Selvatni - til að skoða leiðina. Hún reyndist skælingsvegur en að öðru leyti ágætlega fær fyrir jeppa og tók um 15 mínútur í akstri. Skott á fólksbifreiðum mundu rekast niður í skorningum.


  Vid Selvatn

Komið er að enda vatnsins en ganga þarf inn með því til að komast milli vatnanna og að tóftum Vatnsdalssels. Það var ekki gert að þessu sinni. Ritari gerir ekki ráð fyrir að gera aðra ferð þangað inneftir - þó að hann mundi auðvitað fara þangað í fylgd frændfólksins ef til kæmi - án þess þó að vera að hvetja til þess.

Ættarmótið Texti: GÓP - Lag: Bellman (Gamli Nói)
Allir sungu þessa setningarræðu mótsins !!
Ættarmótið,
ættarmótið,
einu sinni enn!
Allir koma saman
afskaplega gaman!
Erum saman,
erum saman
einu sinni enn!
Allir koma,
allir koma
uppábúnir hér!
Afi minn og amma,
pabbi minn
og mamma
vilja alltaf, vilja alltaf
vaka yfir mér.
Margir skyldir,
margir skyldir
mættir eru hér:
frændur mínir góðir,
frænka, systir, bróðir!
gleðjast allir,
gleðjast allir,
gleðjast yfir mér!
Tímar líða,
tímar líða,
tökum hönd í hönd!
Munum ættarmótin,
munum vinahótin!
Tölum saman,
tökum saman,
treystum okkar bönd!
Niðjamóts-söngur * GÓP * Írskt þjóðlag: Wild Rover
Hún upp er nú runnin sú ánægjustund
að erum við komin á ætternisfund
við hóum og kyssum og köllum um hæl:
hæ! komið nú öllsömul blessuð og sæl!

-- Hér er ættarhátíð
 **** hér er spaugið á vör
því söm er vor þátíð
og söm er vor för.

Á Fáskrúðsfjörð höfum við þjóðveginn þrætt
og þar hefur fólkinu ástúðin mætt.
Og við erum ólík og við erum lík
og við erum ættuð úr Bolungarvík

-- já, úr vestanblænum
 **** þar sem voraldan ör
með sól yfir sænum
er sindur á för.

Já, hér eru frænkur og frændur við borð
og framtíðin brosir við gleðinnar orð
og við erum feimin og við erum frökk
og vakir í brjóstinu fortíðarþökk

-- þeim sem áfram gengu
 **** undir ólag og kíf
og alveg úr engu
upp-ófu vort líf.

Já, hugurinn svífur á öndverða öld
til afa og ömmu og áanna fjöld
við lífskjörin önnur á liðinni tíð
en leiftur í auga og alúðin þýð

-- þegar setið var saman
 **** og við sögunnar hljóm -
með hugarins gaman
við hetjunnar óm.

En kynslóðir fara og koma í senn
og krakkar í gær eru nú orðnir menn
og þannig er fortíðin fléttuð í streng
til framtíðarinnar í stúlku og dreng.

-- Ymur gamla grundin
 **** - ómar gleði og fjör.
Hér dokar nú stundin
á stanslausri för!

Við syngjum hér ungir og aldnir sem einn
því ættin á tóninn sem alltaf er hreinn
og hér eru leikir og hér eru spil
- og hér er að gufa upp kynslóðabil

-- og við gleymum því aldrei
 **** að allt lífið er hnoss
og grípum þann næsta
- að gef´onum koss!

* *
Við hér erum komin um höf og um lönd
með hlýju í sinni og frændsemis bönd
og erum á hátíð með yndi í lund
að efla vor kynni á samverustund

:,: -- eftir ættargleði
 **** grípum geirinn í hönd!
Um allt eru leiðir
- í ónumin lönd! :,:

 

Efst á þessa síðu * Forsíða