GÓP-fréttir



 


 

Myndir

 

Ættarmót í Bolungarvík
 3.-5. júlí 2009




Mynd frá Lárusi Benediktssyni af húsinu
Hafnargata 6B í Bolungarvík, sem nú er horfið. 

Niðjalistinn!!
  • 2000 Jónsmessumótið í Reykjanesi við Djúp 23.-25. júní 2000 * Frásögn
  • 2004 Á Fáskrúðsfirði 23. - 25. júlí 2004 * Frásögn
  • Myndir
Sumarliðið á
Jónsmessumóti
í Reykjanesi við
Djúp
23.-25. júní 2000

Myndir

 

 

Sumarliði Guðmundsson

Niðjalistinn!!
Sumarliði Guðmundsson
fæddist í Miðhúsum í Vatnsfirði við Djúp.
Hann fluttist þriggja vikna gamall með foreldrum sínum fram að Vatnsfjarðarseli - sem einnig nefndist Sel. Bærinn var innar í dalnum á milli Selvatnanna innra og fremra - og er fyrir löngu kominn í eyði og aðeins tóftir eftir.

Inn að Fremra Selvatni er um 15 mínútna (sk)akstur á ágætum skælingsvegi fyrir jeppa. Í þurrkatíð má hugsanlega fara það á háum og skottstuttum eindrifsbíl. Þar er friðsælt í lyngvöxnum hvömmum.

Sumarliði var þriðja barn foreldra sinna. Elsta systir lést þriggja vikna gömul en Magnús Pétur, bróðir hans var þá þriggja ára. Kristín, systir hans fæðist svo tveimur árum seinna. Foreldrar Sumarliða fluttu síðar að Unaðsdal á Snæfjallaströnd. Þar lést Guðmundur, faðir hans, þegar Sumarliði var 15 ára. Næsta ár fór Sumarliði vinnumaður að Kjörnum í Eyjafirði og var þar eitt ár. Síðan fór hann til Bolungarvíkur og var þar á sjónum. Hann var í Bolungarvík á vegum Magnúsar, bróður síns, og stundaði sjóinn.

Hjónin Sumarliði og Björg Pétursdóttir (af Snæfellsnesi) áttu Pétur Guðmund (1916-81) sem var á fyrsta ári þegar móðir hans dó árið 1917. Þau Sumarliði og María Friðgerður Bjarnadóttir hófu búskap nokkrum árum síðar. Seinni árin bjuggu þau í Hafnargötu 6B.

Þeirra börn: Bjarni Hólmgeir (1921-94), Magnús Pétur Kristján (1922), Elín Guðmunda (1923), Björg (1925), Guðjóna Sigríður (1927-2002), Kjartan Helgi (1929), Rúrik Nevel (1932) og Kristján Björn Hinrik (1933). 

Vatns-
fjarðar-
sel
Að Fremra-Selvatni
Ritari fór aftur að Miðhúsum og renndi inn að Fremra Selvatni - til að skoða leiðina. Hún reyndist skælingsvegur en að öðru leyti ágætlega fær fyrir jeppa og tók um 15 mínútur í akstri. Skott á fólksbifreiðum mundu rekast niður í skorningum.


Við Selvatn

Komið er að enda vatnsins en ganga þarf inn með því til að komast milli vatnanna og að tóftum Vatnsdalssels. Það var ekki gert að þessu sinni. Ritari gerir ekki ráð fyrir að gera aðra ferð þangað inneftir - þó að hann mundi auðvitað fara þangað í fylgd frændfólksins ef til kæmi - án þess þó að vera að hvetja til þess.

Ættarmótið Texti: GÓP - Lag: Bellman (Gamli Nói)
Allir sungu þessa setningarræðu mótsins !!
Ættarmótið,
ættarmótið,
einu sinni enn!
Allir koma saman
afskaplega gaman!
Erum saman,
erum saman
einu sinni enn!
Allir koma,
allir koma
uppábúnir hér!
Afi minn og amma,
pabbi minn
og mamma
vilja alltaf, vilja alltaf
vaka yfir mér.
Margir skyldir,
margir skyldir
mættir eru hér:
frændur mínir góðir,
frænka, systir, bróðir!
gleðjast allir,
gleðjast allir,
gleðjast yfir mér!
Tímar líða,
tímar líða,
tökum hönd í hönd!
Munum ættarmótin,
munum vinahótin!
Tölum saman,
tökum saman,
treystum okkar bönd!
Niðjamóts-söngur * GÓP * Írskt þjóðlag: Wild Rover
Hún upp er nú runnin sú ánægjustund
að erum við komin á ætternisfund
við hóum og kyssum og köllum um hæl:
hæ! komið nú öllsömul blessuð og sæl!

-- Hér er ættarhátíð
 **** hér er spaugið á vör
því söm er vor þátíð
og söm er vor för.

Á Fáskrúðsfjörð höfum við þjóðveginn þrætt
og þar hefur fólkinu ástúðin mætt.
Og við erum ólík og við erum lík
og við erum ættuð úr Bolungarvík

-- já, úr vestanblænum
 **** þar sem voraldan ör
með sól yfir sænum
er sindur á för.

Já, hér eru frænkur og frændur við borð
og framtíðin brosir við gleðinnar orð
og við erum feimin og við erum frökk
og vakir í brjóstinu fortíðarþökk

-- þeim sem áfram gengu
 **** undir ólag og kíf
og alveg úr engu
upp-ófu vort líf.

Já, hugurinn svífur á öndverða öld
til afa og ömmu og áanna fjöld
við lífskjörin önnur á liðinni tíð
en leiftur í auga og alúðin þýð

-- þegar setið var saman
 **** og við sögunnar hljóm -
með hugarins gaman
við hetjunnar óm.

En kynslóðir fara og koma í senn
og krakkar í gær eru nú orðnir menn
og þannig er fortíðin fléttuð í streng
til framtíðarinnar í stúlku og dreng.

-- Ymur gamla grundin
 **** - ómar gleði og fjör.
Hér dokar nú stundin
á stanslausri för!

Við syngjum hér ungir og aldnir sem einn
því ættin á tóninn sem alltaf er hreinn
og hér eru leikir og hér eru spil
- og hér er að gufa upp kynslóðabil

-- og við gleymum því aldrei
 **** að allt lífið er hnoss
og grípum þann næsta
- að gef´onum koss!

* *
Við hér erum komin um höf og um lönd
með hlýju í sinni og frændsemis bönd
og erum á hátíð með yndi í lund
að efla vor kynni á samverustund

:,: -- eftir ættargleði
 **** grípum geirinn í hönd!
Um allt eru leiðir
- í ónumin lönd! :,:

 

Efst á þessa síðu * Forsíða