GÓPfréttir
forsíða


Stubbar frá Richard Dawkins
Höf.: Richard Dawkins - maður ársins 2006 hjá BBC.co.UK

Dawkins, Richard, 1941-

höfundur bókarinnar The GOD Delusion << sjá nánar hér!
Boston * New York: Houghton Mifflin Company, 2007.
ISBN-13: 978-0-618-68000-9
Sjá hér kynningu á vef Houghton Mifflin

Sjá einnig vefinn http://www.RichardDawkins.net

>>
 
Sýnishorn af stubbum Richard Dawkins í ritið Free Inquiry
Enski textinn er tekinn af vefnum http://www.RichardDawkins.net
>> Texti Richard Dawson: Þýðing GÓP:
Gal-
tóm
guð-
fræð-
innar

úr
tíma-
ritinu

Free
Inquiry

Vol. 18
Nr. 2

The Emptiness of Theology
by Richard Dawkins
from Free Inquiry magazine,
Volume 18, Number 2.

A dismally unctuous editorial in the British newspaper the Independent recently asked for a reconciliation between science and "theology." It remarked that "People want to know as much as possible about their origins." I certainly hope they do, but what on earth makes one think that theology has anything useful to say on the subject?

Science is responsible for the following knowledge about our origins.
  • We know approximately when the universe began and why it is largely hydrogen.
  • We know why stars form and what happens in their interiors to convert hydrogen to the other elements and hence give birth to chemistry in a world of physics.
  • We know the fundamental principles of how a world of chemistry can become biology through the arising of self-replicating molecules.
  • We know how the principle of self-replication gives rise, through Darwinian selection, to all life, including humans.

It is science and science alone that has given us this knowledge and given it, moreover, in fascinating, over-whelming, mutually confirming detail. On every one of these questions theology has held a view that has been conclusively proved wrong.

Science has

  • eradicated smallpox,
  • can immunize against most previously deadly viruses,
  • can kill most previously deadly bacteria.

Theology has done nothing but talk of pestilence as the wages of sin.

Science

  • can predict when a particular comet will reappear
  • and, to the second, when the next eclipse will appear.
  • Science has put men on the moon
  • and hurtled reconnaissance rockets around Saturn and Jupiter.
  • Science can tell you the age of a particular fossil
  • and that the Turin Shroud is a medieval fake.
  • Science knows the precise DNA instructions of several viruses
  • and will, in the lifetime of many present readers, do the same for the human genome.

What has theology ever said that is of the smallest use to anybody? When has theology ever said anything that is demonstrably true and is not obvious?

I have listened to theologians, read them, debated against them. I have never heard any of them ever say anything of the smallest use, anything that was not either platitudinously obvious or downright false.

If all the achievements of scientists were wiped out tomorrow, there would be

  •  no doctors but witch doctors,
  • no transport faster than horses,
  • no computers,
  • no printed books,
  • no agriculture beyond subsistence peasant farming.

 If all the achievements of theologians were wiped out tomorrow, would anyone notice the smallest difference?

Even the bad achievements of scientists, the bombs, and sonar-guided whaling vessels work!

The achievements of theologians don't do anything, don't affect anything, don't mean anything.

What makes anyone think that "theology" is a subject at all?

Galtóm guðfræðinnar
eftir Richard Dawkins
fyrst birt í tímaritinu Free Inquiry,
Vol.18, nr. 2.

 Með ömurlegri uppgerðareinlægni er í ritstjórnargrein í breska blaðinu Independent beðið um sættir milli vísinda og "guðfræði". Tekið er fram að "menn vilji vita eins mikið og hægt er um uppruna sinn." Vissulega vona ég að það sé rétt en hvað í ósköpunum getur gefið nokkrum manni þá hugmynd að í þeim efnum geti guðfræði lagt eitthvað af mörkum?

Það eru vísindin sem fært hafa fram eftirfarandi þekkingu um uppruna okkar:

  • Við vitum nokkurn veginn hvenær alheimurinn varð til og hvers vegna hann er að mestu gerður úr vetni.
  • Við vitum hvers vegna stjörnur verða til og hvað fer fram í djúpum þeirra sem breytir vetni í önnur efni sem leiðir til hinna margvíslegu efnisþátta í hinni eðlisfræðilegu veröld.
  • Við þekkjum grunnlögmál þess hvernig efnisheimurinn getur orðið lífrænn með tilurð efniseinda sem framleiða eigin eftirmyndir.
  • Við vitum hvernig lögmálið um framleiðslu eigin eftirmynda verður að upphafi alls lífs á jörðunni, þar á meðal okkar mannanna, með þeim úrvalshætti sem Darwin benti á.

Vísindin - og einungis vísindin - hafa fært okkur þessa þekkingu og auk þess útskýrt hana fyrir okkur í hrífandi, stórkostlegum og krosstengdum staðfestandi smáatriðum. Á öllum þessum atriðum hafði guðfræðin skoðanir sem hafa verið afsannaðar með öllu.

Vísindin hafa

  • upprætt bólusótt,
  • gert óskaðlega flesta áður banvæna vírusa,
  • drepið flestar áður banvænar bakteríur.

Guðfræðin hefur hins vegar ekkert gert - nema talað um drepsóttir og plágur sem refsingar fyrir syndir. 

Vísindin

  • geta sagt fyrir um hvenær hver tiltekin halastjarna birtist aftur
  • og sagt upp á sekúndu hvenær næsti sólmyrkvi verður.
  • Vísindin hafa komið mönnum til tunglsins
  • og sent könnunarflaugar umhverfis Satúrnus og Júpíter.
  • Vísindin geta sagt til um aldur steingervinga
  • og vita að klæðið í Turin er brella frá miðöldum.
  • Vísindin þekkja nákvæmlega DNA-gerð margra vírusa
  • og munu ná að þekkja DNA-gerð mannsins á líftíma margra þeirra sem nú lesa þennan texta.

Guðfræðin, hvað hefur hún nokkru sinni sagt sem orðið hefur til hins minnsta gagns fyrir nokkurn mann? Hvenær hefur guðfræðin sagt nokkuð sem hægt hefur verið að sýna að er rétt - án þessa að vera fyrirfram hverjum manni augljóst?

Ég hef hlustað á guðfræðinga, lesið verk þeirra, rökrætt við þá. Ég hef aldrei heyrt neinn þeirra segja neitt nothæft, ekkert sem ekki var annaðhvort fyrirfram dagljóst - eða einfaldlega rangt.

Ef allt sem vísindin hafa áorkað væri þurrkað út væru

  • engir læknar - aðeins töfralæknar,
  • engar samgöngur hraðvirkari en hestar,
  • engar tölvur,
  • engar prentaðar bækur,
  • enginn landbúnaður umfram sjálfsþurftarbúskap.

Ef allt það sem guðfræðin hefur komið til leiðar væri þurrkað út - mundi nokkur verða var við það?

Jafnvel það sem vísindin hafa miður gott gert - svo sem að smíða sprengjur og sónartæki fyrir hvalveiðibáta - virkar!

Afrek guðfræðinnar gera ekkert, hafa ekki áhrif á neinn og eru til einskis.

Hvernig í ósköpunum kemur mönnum til hugar að gera "guðfræði" að námsgrein við háskóla?

>> <<

Efst á þessa síðu * Forsíða