GÓPfréttir
forsíða


Delusion:
blekking,
órar,
ímyndun,
rang-
hugmynd.

Mikla
bæna-
tilraunin

The GOD Delusion - Guðsblekkingin
Höf.: Richard Dawkins - maður ársins 2006 hjá BBC.co.UK

Um bókina >>
Dawkins, Richard, 1941- The God Delusion
Boston * New York: Houghton Mifflin Company, 2007.
ISBN-13: 978-0-618-68000-9
Sjá hér kynningu á vef Houghton Mifflin
Sjá einnig vefinn http://www.RichardDawkins.net
Flokkunanúmer eftir staðli Deweys fyrir bókasöfn >> 211.8
Efni: Lausn frá trúarbrögðum (irreligion), hjátrúarleysi (atheism), guð (god), trúarbrögð (religion).

Frábær bók -
og þess vegna kemur hér:

Stuðningur
við íslenska lesendur sem ekki eru liprir í ensku

Sjá einnig Stubba << Um Galtóm trúarbragðanna
sýnishorn af stuttum greinum Richard Dawkins

For-
máli
 
Formáli
bókarinnar er hér þýddur - með aukaefni
s.s. kvæði John Lennon: Imagine

Efnisyfirlit - sjá neðar

1. kafli - á ensku - er hér:
Chapter 1: A Deeply Religious Non-Believer

Formáli
s.1 - 7
Konan mín hataði skólann í æsku og óskaði sér lengst burt. Árum síðar - á þrítugsaldri - sagði hún foreldrum sínum frá þessu og móður hennar var verulega brugðið: En vina mín, hvers vegna komstu ekki bara til okkar og sagðir okkur frá þessu? Svar Löllu er hér texti dagsins: En ég vissi ekki að ég gæti það.

Ég vissi ekki að ég gæti það.

Mig grunar - raunar er ég viss um - að það er fjöldi fólks sem alinn hefur verið upp í einhverjum trúarbrögðum, líður þar illa, leggur ekki trúnað á það sem þar er boðað, hefur áhyggjur af þeim illvirkjum sem framin eru í nafni þeirra, fólk sem finnur með sér þrá eftir að losna undan trúarbrögðum foreldranna en gerir sér ekki grein fyrir því að þess er raunverulegur kostur. Ef þú ert einn þeirra þá er þetta bók fyrir þig. Henni er ætlað að vekja vitund lesandans um atriði sem hann hefur ekki áður gert sér grein fyrir, vekja vitund hans um þá staðreynd að það er mjög raunhæft að hann geti staðið traustum fótum í samfélaginu þegar hann hefur frelsast undan oki trúarbragða. Að líf án guða er raunhæft og eftirsóknarvert, djarflegt og frábært. Þeir sem lifa guðalausu lífi geta verið bæði glaðir, í góðu jafnvægi, siðferðilega sterkir og verið í sátt við skynsemi sína. Þetta eru mín fyrstu vitundarvekjandi boð. Ég vil einnig vekja vitund lesandans á þrjá aðra vegu - og kem nú að þeim.

Richard
Dawkins:
Í janúar 2006 annaðist ég heimildaþátt í tveimur hlutum á breskri sjónvarpsstöð (Channel Four) sem nefndist Rót alls ills? Ég var aldrei ánægður með nafnið.Trúarbrögð eru ekki undirrót alls ills því ekkert eitt er undirrót alls. Ég var hins vegar ánægður með auglýsinguna sem stöðin setti í dagblöðin. Það var mynd af háhýsum Manhattan sem bar við himin - með textanum "Ímyndaðu þér - heim á trúarbragða". Hver var tengingin? Tvíburaturnarnir á World Trade Center voru grunsamlega nálægir.
GÓP hefur
hér skotið
inn ljóði
John
Lennons
til að
auðveldara
sé að tengja
textann
við ljóðið.

Imagine

Ljóð
John
Lennons

Imagine there's no Heaven
It's easy if you try
No hell below us
Above us only sky
Imagine all the people
Living for today

Imagine there's no countries
It isn't hard to do
Nothing to kill or die for
And no religion too
Imagine all the people
Living life in peace

You may say that I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will be as one

Imagine no possessions
I wonder if you can
No need for greed or hunger
A brotherhood of man
Imagine all the people
Sharing all the world

You may say that I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will live as one

Ímynd: engin Eden -
þá er oss, hrund og sveinn,
ekkert víti undir
og yfir himinn einn.
Ímyndaðu fólkið
sem lifir eigin dag.

Ímynd: engin ríki -
og engin hrakorð sögð:
og enginn morðagrunnur
og engin trúarbrögð.
Ímyndaðu fólkið
sem lifir þá við frið.

Þér finnst ég kannski dreyminn
en ég er ekki einn -
ég vona að þú komir
og við lifum sama heim.

Ímynd: engar eignir -
íhuga þá sýn:
græðgi burt - og hungur
og allir systkin þín.
Ímyndaðu fólkið
að njóta saman heims.

Þér finnst ég kannski dreyminn
en ég er ekki einn -
ég vona að þú komir
og við lifum sama heim.

>>

Ímyndaðu þér - með John Lennon - heim án trúarbragða. Ímyndaðu þér

 • engar sjálfsmorðssprengjur,
 • ekkert 9/11,
 • ekkert 7/7,
 • engar krossferðir,
 • engar nornaveiðar,
 • ekkert púðurplott (Gunpowder Plot),
 • engar Indíána-ofsóknir,
 • ekkert stríð milli Ísraela og Palestínumanna,
 • engin þjóðarmorð Serba, Króata og Múslima,
 • engir Gyðingar ofsóttir sem morðingjar Krists,
 • engar róstur eða heiðursmorð á Írlandi,
 • engir glæsiklæddir og stríhærðir sjónvarpspredikarar að reita fé af auðtrúa fólki ("Guð vill að þú gefir uns þú finnur til").
 • Ímyndaðu þér enga Talibana að sprengja í loft upp fornar styttur,
 • engin hálshögg fyrir guðlast,
 • engar hýðingar á hörund kvenna fyrir að sýna fersentimetra af því.

Starfsbróðir minn, Desmond Morris, segir mér að þessi magnaði söngur John Lennons sé stundum fluttur í Ameríku án setningarinnar "og engin trúarbrögð" ('and no religion too'). Ein útgáfa er meira að segja svo ósvífinn að breyta henni í "og trúarbrögðin ein" ('and one religion too').

2. kafli >

Agnostic:
Efahyggja,
Efandi:
maður sem
efast um
um yfir-
skilvitlega
hluti

3. kafli >
4. kafli >

Atheist:
Hjátrúar-
laus:
maður sem
veit
að engir
guðir eru til
og að þeirra
er engin
þörf til að
útskýra
tilveruna

Ef til vill þykir þér efasemi um guðlega tilvist vera skynsamleg afstaða en höfnun trúarbragða vera jafnmikil kredda og trúarbrögðin sjálf. Ef svo er þá vona ég að 2. kafli bókarinnar fái þig til að skipta um skoðun með því að sannfæra þig um að "Guðs tilgátan" sé vísindaleg tilgáta um tilurð alheimsins og því beri að fara í saumana á henni eins ítarlega og hverri annarri tilgátu um sama efni.

Ef til vill hefur þér verið kennt að heimspekingar og guðfræðingar hafi sett fram gildar röksemdir fyrir guðstrú. Ef þér finnst það þá hefurðu ef til vill ánægju af 3. kafla um "Röksemdir fyrir tilveru Guðs". Röksemdirnar reynast sérlega haldlausar.

Ef til vill finnst þér augljóst að Guð hljóti að vera til því hvernig hefðum við annars orðið til? Hvernig öðruvísi gat lífið orðið til með öllum sínum fjölbreytileika og hverri dýrategund eins og sniðinni að umhverfi sínu? Ef þú hugsar þannig þá vona ég að þér þyki fengur að 4. kafla um "Hvers vegna það er næstum útilokað að einhver guð sé til". Enginn yfirskilvitleg hönnun er hér að verki. Það sem virðist vera úthugsað og að stefnt í lífríkinu skýrist miklu einfaldar og um leið miklu yfirgripsbetur með því náttúrulega úrvali sem Darwin benti á.

Þótt náttúrulegt úrval sé takmarkað við að útskýra þróun lífsins og lífveranna vekur hugmyndin vitund okkar til þeirrar væntingar að við séum nálægt því að finna svipaða hugmynd sem lyfti okkur til aukins skilnings á alheiminum sjálfum.

Ábending Darwins reyndist eins og lyftikrani fyrir yfirsýn okkar um þróun lífsins. Hún var sannarlega hugvekja, hugarvakning. Máttur slíkra þekkingarkrana, útsýniskrana yfir spurnarvelli mannsins, er önnur þeirra fjögurra vitundarvakninga sem ég boða.

5. kafli >

 

 

6. kafli >
7. kafli >
8. kafli >

Ef til vill finnst þér að til hljóti að vera einn eða fleiri guðir vegna þess að mannfræðingar og sagnfræðingar segja okkur að trúendur stjórni sérhverri menningu. Ef þér þykir það sannfærandi þá vinsamlegast lestu 5. kaflann um "Rætur trúarbragðanna" sem skýrir hvers vegna trúarbrögð eru svo útbreidd.

Finnst þér ef til vill trúarbrögð nauðsynleg til halda okkur að réttlátu siðferði? Þurfum við ekki Guð til að vera góð? Vinsamlegast lestu 6. og 7. kafla til þess að sjá hvers vegna svo er alls ekki.

Heldurðu kannski að trúarbrögð séu í sjálfu sér allt í lagi þótt þú hafir glatað þinni trú? 8. kafli sýnir þér mörg merki þess að trúarbrögð eru alls ekki til bóta - raunar þveröfugt.

9. kafli > Ef þér finnst finnst þú vera í gildru þinna uppeldistrúarbragða skaltu spyrja þig hvers vegna svo sé. Svarið er venjulega einhverslags ítroðsla í barnæsku. Ef þú hefur einhverja trú þá eru yfirgnæfandi líkur á því að það sé trú foreldra þinna. Ef þú hefðir fæðst í Arkansas og héldir að kristni væri sannleikurinn og Islam blekkingin - vitandi fullvel að þessu væri alveg öfugt farið ef þú hefðir fæðst í Afganistan, þá ertu fórnarlamb ítroðslu í æsku. Sama gildir ef þú hefðir fæðst í Afganistan.

Trúarbrögð og æska eru til umfjöllunar í 9. kafla sem einnig setur fram þriðju vitundarvakninguna. Rétt eins og baráttumenn kvenréttinda fölna þegar þeir heyra notað orðið hann þegar þeir vildu heldur heyra hann eða hún eða orðið maður þegar þeir vildu heldur heyra karlar og konur vil ég að allir fölni í hvert sinn sem þeir heyra setningu eins og kaþólskt barn eða múslimskt barn. Látum vera að sagt sé barn  kaþólskra foreldra en ef þú heyrir einhvern segja kaþólskt barn þá stoppaðu hann af og bentu kurteislega á að börn eru of ung til að vita um afstöðu sína til slíkra efna rétt eins og þau eru of ung til að vita hver afstaða þeirra er til fjármála og stjórnmála.

Einmitt vegna þess að markmið mitt er að vekja til vitundar um þetta efni þarf ekkert að afsaka það að ég nefni það hér í formálanum og einnig í 9. kafla. Þetta verður aldrei of oft sagt. Ég segi það aftur. Það er ekki múslimskt barn heldur barn múslimskra foreldra. Barnið er of ungt til að vita hvort það er múslimi eða ekki. Það er ekkert til sem kallast getur múslimskt barn. Það er ekkert til sem kallast getur kristið barn.  

1. kafli >
10. kafli >
Fyrsti og síðasti kafli bókarinnar skýra hvor á sinn hátt hvernig réttur skilningur á stórfengleika tilverunnar - og alveg laus við trúarbrögð - fyllir mann hugsjónum og draumum sem trúarbrögðunum hefur ætíð verið fyrirmunað þótt þau hafi bæði ginið yfir og rembst við.
9. kafli > Fjórða vitundarvakning mín er um blóma þess að vera laus undan trúarbrögðum. Enginn þarf að afsaka það að vera ekki undirokaður af trúarbrögðum. Þvert á móti. Það er nokkuð sem gerir hvern og einn stoltan að standa beinn og horfa til ystu sjóndeildarhringa því það eiga þeir yfirleitt sammerkt að hafa sjálfstæðar skoðanir og heilbrigðan huga.

Fjölmargt fólk veit í hjarta sér að það er laust undan guðum en þorir ekki að viðurkenna það fyrir fjölskyldu sinni og stundum ekki einu sinni fyrir sjálfu sér. Að hluta til er þetta vegna þess að lögð hefur verið mikil vinna í að gefa orðinu guðleysingi (ateisti) þá merkingu að þar sé eitthvað hræðilegt á ferð. Í 9. kafla er höfð eftir gamanleikaranum Júlíu Sweeney grátbrosleg saga um það þegar foreldrar hennar uppgötvuðu við lestur dagblaðs að hún væri guðleysingi. Að trúa ekki á guð - því gátu þau svo sem næstum því tekið - en guðleysingi - ATEISTI? (Rödd móðurinnar varð að ópi.)

Wendy
Kaminer:
The last
taboo: why
America
needs
atheism

New
Republic
14. Oct
1996.

 

 

 

 

 

 

 

 

3. kafli >

Einmitt hér þarf ég að segja dálítið við ameríska lesendur því trúarstigið í Ameríku er sannarlega merkilegt. Lögfræðingurinn Wendy Kaminer fór ekki langt yfir strikið þegar hún sagði að trúarbragðagaman væri jafn hættulegt og að brenna fána í húsakynnum samtaka fyrrverandi hermanna. Hjátrúarlausir (aþeistar) í Ameríku hafa nú á tímum sömu stöðu og samkynhneigðir fyrir hálfri öld. Þrátt fyrir Gay-Pride-sóknina er þó enn hugsanlegt að það reynist samkynhneigðum örðugt að hljóta kosningu til opinberra embætta.

Skoðanakönnun Gallup 1999 spurði Ameríkumenn hvort þeim myndu greiða atkvæði sitt - að öðru leyti vel hæfri manneskju - sem væri

 • kona (95% sögðu já),
 • rómversk-kaþólskur (94% sögðu já),
 • Gyðingur (92% sögðu já),
 • mormóni (79% sögðu já),
 • samkynhneigður (79% sögðu já),
 • eða hjátrúarlaus - aþeisti (49% sögðu já).

Það er ljóst að okkur er enn löng leið fyrir höndum.

Hjátrúarlausir eru þó miklu fleiri en menn yfirleitt gera sér grein fyrir - sérstaklega meðal þeirra sem meira eru menntaðir. Þannig var það einnig á 19. öld en þá þegar gat John Stuart Mill orðað það þannig: Heimsbyggðin yrði undrandi ef menn vissu hversu stór hluti hinna snjöllustu einstaklinga, þeirra sem mest skara framúr - jafnvel einnig í vinsældum fyrir þekkingu, skarpleik og gott fordæmi - er alveg laus við trúarbrögð.

Þetta hlýtur þó að eiga enn betur við í dag og í kafla 3 sýni ég vísbendingar um það. Ástæða þess að svo margir taka ekki eftir hjátrúarlausum er sú að margir okkar hika við að segja til sín. Von mín er sú að þessi bók geti hjálpað fólki til þess. Það er nefnilega þannig - rétt eins og með fólkið í Gay-hreyfingunni - að eftir því sem fleiri stíga fram verður það öðrum auðveldara. Hugsanlegt er að til sé fjöldahlutfall sem markar upphaf sjálfvirkrar útbreiðslu.

Amerískar skoðanakannanir áætla að trúlausir og efahyggjumenn séu mun fleiri en Gyðingar og raunar einnig fleiri en flestir trúarhópar en mjög er ólíkt um áhrif þeirra í samfélaginu. Alþekkt er að Gyðingar eru meðal langsamlega áhrifamestu hagsmunapotara í Bandaríkjunum. Trúlausir og efahyggjumenn eru hins vegar ekki tengdir í neinum samtökum og hafa þess vegna nær engin áhrif. Samstarf og skipulagning trúlausra kann raunar að reynast ýmsum erfiðleikum undirorpin því að þeir virðast hugsa afar sjálfstætt og ekki hneigjast undir sérstaka stjórnendur. Það mundi þó verða góð byrjun að fá nokkurn hóp til að gefa sig fram og hvetja þannig aðra til hins sama. Hvað svo sem skipulagningu áhrærir geta þeir hver um sig látið svo mjög að sér kveða að öðrum veitist örðugt að hunsa málflutning þeirra 

Íslenska orðið
blekking nær
bæði til þeirrar
sem aðrir beita
og þeirrar
sem maður-
inn beitir
sig sjálfan
Orðið blekking (delusion) í heiti bókarinnar hefur truflað nokkra sálfræðinga sem telja orðið vera fagorð sem nota beri sparlega. Þrír þeirra rituðu mér og lögðu til að ég setti í notkun sérstakt heiti á trúblekkingum - á enskunni relusion. Hugsanlegt er að það nái fótfestu í málinu en ég held mig við orðið delusion og fylgi því eftir með dálítilli röksemdafærslu.
 • Penguin ensk-enska orðabókin  skilgreinir orðið delusion sem ranghugmyndir. Það kann að koma á óvart að lýsandi dæmið sem tekið er kemur frá Philip E. Johnson: "Darwinismi er sagan af frelsun mannkynsins frá þeirri ranghugmynd að örlog þess séu ákvörðuð af einhverjum æðri mætti."
Jarðsaga
sköpunar-
sinna:

1. Móse-
bók 1:1
„Í upphafi
skapaði
Guð himin
og jörð“

 

Er hugsanlegt að þar sé um að ræða sama Philip E. Johnson og þann sem núna er í fararbroddi fyrir sókn sköpunarsinna gegn Darwinisma í Ameríku? Alveg rétt, sá er maðurinn. Hins vegar er tilvitnunin auðvitað snúin út úr samhengi setningar hans. Ég vona að menn taki eftir því að ég læt þessa hér getið. Ég nefni það sérstaklega vegna þess að fjöldi sköpunarsinna hefur snúið út úr mínum orðum og vitnað ranglega í það sem ég hef sagt og skrifað - án þess að skeyta um að leiðrétta sig.

Hver svo sem er skoðun Philip E. Johnson þá tek ég heils hugar undir boðskap setningarinnar eins og hún stendur hér. 

 • Ensk-ensk orðabók sem fylgir ritvinnsluforritinu Microsoft Word skilgreinir delusion sem viðvarandi ranghugmyndir  þrátt fyrir yfirgnæfandi rök um hið gagnstæða, vísbending um geðtruflun.

Fyrri hlutinn á mjög vel við um trúarbrögð. Um seinni hlutann er það að segja að ég hallast að orðalagi Robert M. Pirsig, sem er höfundur Zen and the Motorcycle Maintenance, þegar hann skrifar: "Þegar einstaklingur þjáist af ranghugmyndum er það kallað geðtruflun. Þegar margir þjást af ranghugmyndum er það kallað trúarbrögð."  

* Ef þessi bók virkar eins og ég ætlast til þá munu þeir trúuðu lesendur sem opna hana verða trúlausir þegar þeir keggja hana frá sér - sem augljóslega er fráleit óskhyggja. Auðvitað er trúfólk svo vafið inn í sinn trúarlopa að það er algjörlega rökhelt. Viðnám þess gegn vitnisburði þekktra staðreynda er mótað og þróað af stöðugri innrætingu í barnæsku með aðferðum sem þróast hafa um aldir (hvort sem miðað er við þróun eða útspekúleraða hönnun).
Innskot
GÓP
 

Útspekúleruð
hönnun

Hvað er útspekúleruð hönnun (intelligent design)?

Á vef sínum: The Ornery American 8. janúar 2006 skrifar ameríski rithöfundurinn Orson Scott Card grein um sköpun og þróun í skólum og um vitræna hönnun. Vitræn hönnun segir hann einkennast af því að með henni sé reynt að sýna fram á að aðferðir þróunarfræðinnar geti ekki hafa dugað til að móta þær flóknu lífverur sem við þekkjum - og þess vegna hljóti þær frá öndverðu að hafa verið skapaðar af vitrænum hönnuði.

Orson Scott Card fer ítarlega gegnum ýmsar hliðar þessa máls. Hann gefur sér reyndar að viðbrögð þeirra sem útskýra þróunina séu oftast í upphrópunarstíl og þeim lítt til sóma. Umræða hans er þó jarðtengd og nytsöm lesning sem margir geta lært af. Hann segir í lokin um eigin viðhorf að hann trúi því að Guð hafi skapað lífið á jörðinni og hagnýtt náttúrulögmál í þessu skyni en á einhvern þann hátt sem við ekki getum skilið. Hann vill ekki að skólar troði trú í nemendur sína og ekki heldur að þróunin sé sett fram eins og trúboð. Allir eigi að virða vísindalegar aðferðir.

* Eitt af áhrifamestu ráðunum er fólgið í beinni aðvörun um að forðast að opna slíka bók sem þessa - sem áreiðanlega sé verk Satans. Þó trúi ég því að það til sé fjölmargt upplýst og fordómalaust fólk sem ekki varð fyrir of einörðu barnatrúboði eða - af einhverjum ástæðum slapp við að ánetjast því - eða hafði nógu sterka persónulega greind til að sleppa í gegnum það. Slíkir frjálsir hugsuðir ættu ekki að þurfa nema litla hvatningu til að losna endanlega úr skrúfstykki trúarbragða.

Að minnsta kosti vona ég að enginn sem les þessa bók þurfi eftir það að segja: Ég vissi ekki að ég gæti.

Þakkir Margir vinir og samstarfsmenn hafa verið mér aðstoðlegir við gerð þessarar bókar. Ég get ekki nefnt þá alla ...
...

(Hér er sleppt upptalningu mikilvægra rýnenda og álitsgjafa sem lagt hafa gjörva hönd á drög þessarar bókar.)

...

Nokkur tengsl eru milli efnis þessarar bókar og tvennra heimildaþátta undir nafninu Rót alls ills? (Root af All Evil?) sem ég birti á bresku sjónvarpsstöðinni Rás 4 (Channel Four) í janúar 2006. Ég er þakklátur þeim sem voru þátttakendur í þeim, þar á meðal ...

(Nafngreindir sex einstaklingar og þakkir fyrir heimild til að vitna í þá þætti.)

Þáttunum var mjög vel tekið í Bretlandi og þeir hafa verið teknir til sýninga í Ástralíu. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort nokkur sjónvarpsstöð í Bandaríkjunum leggur í að sýna þá.

Fylgjast má með þeirri framvindu á vefnum www.RichardDawkins.net

Efni þessarar bókar hefur verið að þróast í huga mér nokkur næstliðin ár. Þann tíma hafa ýmsar þeirra hugmynda óhjákvæmilega ratað inn í fyrirlestra mína, til dæmis Tanner-fyrirlestra í Harvard og greinar í fréttablöð og tímarit. Einkum munu þó lesendur minna reglulegu skrifa í Free Inquiry kannast við ýmis innlegg. 

Sjá >> Sjá nánar þessar greinar og margt fleira á www.RichardDawkins.net

Formálanum lýkur með þökkum til margra fleiri einstaklinga og til Josh Timonen sem stendur fyrir vefnum, og sérstökum þökkum til eiginkonu Dawkins, Lalla Ward, sem hvatti hann og liðsinnti og las honum bókina í handriti í tvígang til að hann gæti heyrt hvernig hún hljómaði. Hann ráðleggur öðrum höfundum að nýta sér það ráð - en tekur fram að þá sé mikilvægt að lesarinn sé atvinnuleikari og hafi rödd og eyru næm fyrir hljómi tungumálsins.

* Efnisyfirlit

Formáli - sjá ofar

1

Innilega trúaður trúleysingi
 • Verðug virðing
 • Óverðug virðing

1. kafli - á ensku - er hér:
Chapter 1: A Deeply Religious Non-Believer

2

 

Guðs-tilgátan
 • Fjölgyðistrú
 • Eingyðistrú
 • Veraldleiki, höfundar sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna árið 1776 - og bandarísk trúarbrögð
 • Fátækt efahyggjunnar
  • Í umfjöllun sinni kynnir höfundur hugtökin TAP og PAP
   • TAP merkir Temporary Agnosticism in Practice sem tekur til þess þegar efahyggjumaðurinn tekur ekki afstöðu um efni þar sem þó er ljóst að annað hvort af eða á er rétt, en honum eru fullnægjandi upplýsingar ekki tiltækar, eða skilur þær ekki. Þetta mundi vera viðurkennd afstaða til spurningarinnar um hvernig risaeðlurnar dóu út. Allir vita hvaða viðbótarupplýsinga er þörf en þær liggja ekki enn fyrir.
   • PAP merkir Permanent Agnosticism in Principle sem tekur til þess þegar efahyggjumaðurinn er spurður spurningar sem aldrei er unnt að svara af eða á. Dæmi um slíka spurningu er þessi: Sérð þú rautt á sama hátt og ég?
  • Hann setur einnig fram flokkunarramma þar sem unnt er að raða fólki eftir trúun þess - þ.e.: hversu mjög það trúir:
   1. Sterklega trúaður. 100% líkur á því að guð sé til - eða eins og C.G.Jung sagði: "Ég trúi ekki, ég veit."
   2. Mjög líklega er guð til, er þó ekki 100%-viss. Í raun trúaður. "Ég veit það ekki fyrir víst en ég trúi sterklega að guð sé til og lifi lífinu miðað við það."
   3. Meira en 50% en þó ekki mjög hátt. Eiginlega efahyggjumaður en þó með tilhneigingu til guðstrúar. "Ég er mjög óviss en hef þó tilhneigingu til að trúa á guð."
   4. Nákvæmlega 50%. Algjörlega hlutlaus efahyggjumaður. Hvort guð er til eður ei er algjörlega jafn líklegt.
   5. Minna en 50% en þó ekki mjög miklu. Eiginlega efahyggjumaður en þó með tilhneigingu til að álíta að guð sé ekki til. "Ég veit ekki hvort guð er til og hallast frekar að því að trúa því ekki."
   6. Mjög ólíklegt - en þó líklegra heldur en algjört núll. Í raun trúlaus. "Ég veit það ekki fyrir víst en ég tel afar ólíklegt að guð sé til og lifi í samræmi við það."
   7. Sterklega ótrúaður. "Ég veit að það er enginn guð til með sömu sannfæringu og Jung kvaðst vita að hann væri til." (Höfundurinn bendir jafnframt á að þessi sjöundi liður sé fyrst og fremst hafður með til samræmis við fyrsta liðinn en segir það einkenna trúlausa að orða viðhorf sitt ekki á þann hátt sem hér er lýst.)
  • Hver á að sanna hvað? Hér tilfærir höfundur fræga dæmisögu Bertrand Russell um hinn himneska teketil: "Margt bókstafstrúarfólk telur það standa upp á efahyggjufólk að afsanna trúarkenningarnar en alls ekki upp á þá sem setja þær fram. Þarna skjátlast því augljóslega.
   Ef ég tæki upp á að halda því fram að milli jarðarinnar og mars væri teketill á sporbaug umhverfis sólu mundi enginn geta afsannað það - ef ég hefði verið svo gætinn að bæta því við að teketillinn væri svo smár að ekki væri unnt að greina hann jafnvel í allra bestu smásjá.
   Ef ég hins vegar hefði haldið þar áfram og sagt: þar sem ekki er unnt að afsanna fullyrðingu mína þá er það óþolandi hroki og ósvífni að draga hana í efa, - þá væri bæði rétt og skylt að halda því fram að ég færi með fleipur.
   Ef hins vegar saga um slíkan fljúgandi teketil væri staðfest í fornum bókum, kennd eins og heilagur sannleikur á hverjum sunnudegi og plantað í hug barna í skólum, þá mundi hik sérhvers við að trúa á tilveru tepottsins verða kallað merki um afbrigðilega hegðun og gefa sálfræðingum og geðlæknum á hann lækningaleyfi nú á tímum - og rannsóknarréttinum pyntingaleyfi forðum tíð."
 • NOMA - skammstöfun fyrir Non-Overlapping MAgisteria - sem merkir að um sé að ræða tvö aðskilin svið þar sem vísindin starfi á öðru en trúarbrögðin á hinu. (Höfundurinn telur þó ekki hafa tekist að sýna fram á að neitt sé á því sviði sem trúarbrögðin starfi á og að í raun séu trúarbrögð óviðeigandi viðfangsefni háskóla.)
 • Mikla bæna-tilraunin
  (Hér er meðal annars sagt frá viðamikilli rannsókn á mætti bæna.
  Trúarsjóður kostaði 2,4 milljónum dollara til verksins og stjórnandi þess var læknir sem var verðlaunahafi hjá sjóðnum.
  Niðurstöður voru birtar árið 2006.
  Valdir voru 1802 sjúklingar sem allir höfðu gengist undir hjáveitu-aðgerð við kransæðastíflu.
  Þeim var skipt í þrjá hópa.
  Beðið var fyrir hverjum einstaklingi í fyrsta hópi en enginn þeirra vissi af því.
  Ekki var beðið fyrir neinum í öðrum hópi og enginn þeirra vissi af því. Þeir voru viðmiðunarhópurinn.
  Beðið var fyrir hverjum einstaklingi í þriðja hópnum og þeir vissu allir af því að svo yrði gert.
  Samanburður á áhrifum á hóp eitt og tvö mundi sýna áhrif fyrirbæna.
  Hópur 3 mundi sýna hvort um væri að ræða sálræn áhrif einstaklinga sem vissu að fyrir þeim væri beðið. 
  Fyrirbænirnar voru framkvæmdar af söfnuðum í þremur kirkjum. Ein var í Minnesota, önnur í Massachúsetts og ein í Missouri. Allar voru fjarri sjúkrahúsum sjúklinganna. Fyrirkomulaginu er nánar lýst.
  Niðurstaðan var tvímælalaus. Enginn munur var á heilsubót þeirra sem beðið var fyrir og hinna sem ekki var beðið fyrir. Hins vegar var munur á heilsubót þeirra sem vissu að beðið var fyrir þeim og hinna sem ekki vissu það. Í ljós kom að þeir sem vissu af því að beðið var fyrir þeim fetuðu örðugri leið til heilsu. Þeim batnaði hægar.)
 • Neville Chamberlain - skóli kristilegra þróunarsinna.

3

Rök fyrir tilveru guðs
 • Sannanir Thoma Aquinas - (Hér eru hinar fimm guðs-sannanir Tómasar teknar fyrir og léttvægar fundnar á skýran hátt. Þær flokkast til "a posteriori"-röksemda  sem merkir að þær þykjast sækja rök sín í rannsókn á heiminum)
 • Tilveruröksemdin (frá St Anselm of Canterbury árið 1078 - og margsinnis eftirhermd) og aðrar "a priori" - röksemdir (A priori - röksemdir eiga það sammerkt að vera spunnar upp í sófanum.)
 • Röksemdir út frá fegurð
 • Röksemdir út frá persónulegri reynslu
 • Röksemdir út frá rituðum textum
 • Röksemdir út frá virtum og trúuðum vísindamönnum
 • Veðmál Pascals (Ef þú veðjar á að guð sé til hefurðu allt þitt á þurru. Ef hann er til þá hefðirðu hlotið harða refsingu fyrir að trúa ekki á tilvist hans. Ef hann er ekki til þá skiptir ekkert af þessu neinu máli hvort sem er.)
 • Thomas Bayes - röksemdir - - frá Stephen Unwin í bók hans The Probability of God 2003.

4

Hvers vegna það er næstum því örugglega enginn guð til
 • Hin einstæða Boeing 747
 • Náttúru-val sem vitundarvaki
 • Ódeilanlega flókin fyrirbæri
 • Dýrkun þekkingarbila
 • Mannlega röksemdin - reikistjörnuútgáfan
 • Mannlega röksemdin - geimútgáfan
 • Milliþáttur í Cambridge

5

Uppruni trúarbragða
 • Hin Darwinska kveikja
 • Beinn hagur af trúarbrögðum
 • Hópval
 • Trúarbrögð sem sníkill eða hliðar-afurð annarar færni
 • Sálrænar aðferðir til að fá fólk til að falla fyrir trúarbrögðum
 • Gættu þess hvernig þú treður á hugmyndum mínum (you tread on my memes. Meme er hugtak frá Richard Dawkins um kviknun hugmynda, upptekt þeirra og þróun og af þeim leiðandi menningarlega atferlishætti og þróun þeirra. Sjá nánar á TheDailyMeme-vefnum og á http://en.wikipedia.org/wiki/Memes.)
 • Pakka-trúarbrögðin og tilurð þeirra

6

Rætur siðvitundar: Hvers vegna erum við góð?
 • Á siðvitund okkar Darwinskar rætur?
 • Rannsókn á uppruna siðvitundarinnar (Fylgt er rannsókn Harvard-líffræðingsins Marc Hauser úr bók hans: How Nature Designed our Universal Sense of Right and Wrong. Niðurstaðan er á þessa leið: Siðvitundin og dómur um rétt og rangt stendur á sammannlegum grunni sem þróast hefur á milljónum ára þróunar mannsins. Enginn munur er á viðhorfum trúaðra og trúlausra.)
 • Hvers vegna að vera góður ef enginn guð er til?

7

Hin góða bók og breytingar á tíðarandanum
 • Gamla testamentið
 • Er nýja testamentið nokkuð skárra?
 • Elska skaltu náunga þinn
 • Tíðarandi siðvitundarinnar
 • Hvað með Hitler og Stalín? Voru þeir ekki trúleysingjar?

8

Hvað gengur að trúarbrögðunum? Hvers vegna þessi andúð í þeirra garð?
 • Bókstafstrúarfólk hafnar vísindunum (hafnar þeirri þekkingu sem vísindin veita og standa eftir megni í vegi fyrir að hún berist hinum ungu og upprennandi þegnum þjóðfélagsins.)
 • Dökku hliðarnar á trúarlegum frelsurum
 • Trúarbrögð og samkynhneigð
 • Trúarbrögð og virðing fyrir lífi fólks
 • Mikla Beethoven-gildran
 • Hvernig nútímavæðing trúarbragðanna leiðir til öfga og ofstæki

9

Barnæskan, misnotkun hennar og flóttinn frá trúarbrögðum
 • Líkamleg og andleg misnotkun
 • Til varnar börnum
 • Hneykslanleg menntamál
 • Vitundarvakning enn á ný
 • Fræðsla um trúarbrögð sem liður í fræðslu um þróun menningarinnar og um bókmenntir hennar

10

Er til eitthvert mjög þarft þekkingargat?
 • Binker (ímyndaði vinurinn)
 • Huggunin
 • Innblásturinn
 • Móðir allra búrka

Viðauki

Viðauki
 • Listi yfir vinsamlegar stofnanir fyrir einstaklinga sem þurfa liðsinni til að sleppa undan trúarbrögðum
 • Bækur sem vitnað er til og/eða mælt með.
 • Tilvitnaðar eftirmálsgreinar
 • Nafna- og atriðaskrá
>> 1. kafli - á ensku - er hér:
Chapter 1: A Deeply Religious Non-Believer

Buy The God Delusion at Amazon.com

Efst á þessa síðu * Forsíða