GÓP-fréttir
forsíða


Högni Egilsson 80

Texti: GÓP - 17. sept. 2010
Írskt þjóðlag: - Wild Rover

1 
 

Hún upp er nú runnin sú ánægjustund
að erum við komin á afmælisfund
Nú brosirðu, Högni, því hér erum vér
á hátíðarstundu að gleðjast með þér!
-- hæ! hó! áttræður er´ann * * * *
þó að ótrúlegt sé!
því árin sín ber´ann
sem ekki neitt sé!

2 
 

Hans taug er hér fléttuð og fjölskyldusterk
með fífil í brekkum og þúsþjalaverk
og fer svo að vatni í fínustu höll
þar fagnandi hlær til'ans víðáttan öll.
Hér er ljómandi fundur, * * * *
hér er lognværan hlý!
Já! Lífið er undur!
- nú lifum við því!

3 

Já, hug sinn'ann efldi við háskólans eld
varð heimspekidoktor með viskunnar feld
og lögin'ans eru í höllunum hæf -
í hjarta svo opinn - he touched was by life.
-- Hæ! hó! létt er nú lundin * * * *
- hér er líf, hér er fjör!
Hér dokar nú stundin
á stanslausri för!

4 

Við syngjum þér kveðju af kærustu gerð
svo kátum í iðu og verkefnamergð
hún sest þér á öxl og í sinni þér blæs
að sífellt er lífið svo ferlega næs!
-- já! og gleymdu því aldrei * * * *
að allt lífið er hnoss!
Af hjarta vér segjum
nú takk fyrir oss.
(NLOgr
ogefð'ek)

5 

Við vitum að dagur hver nokkru fram nær
sem nauðsynlegt reyndist að fresta í gær
og tilveran elskuleg þylur svo þýtt:
að það má hvern morguninn byrj´upp á nýtt!
:,: -- eftir afmælisgleði * * * *
gríptu geirinn í hönd!
Um allt eru leiðir
í ónumin lönd! :,:

Högni Egilsson * Efst á þessa síðu * Forsíða