Frontpage of GOP-frettir
Jane Plant Jane Plant er merkur jarðvísindamaður sem nær fimmtugu hafði krabbamein í brjósti svo fram gengið að læknar höfðu engin frekari ráð og ætluðu henni aðeins fárra mánaða líf. Reynsla hennar frá Kína kveikti hugmynd hennar um að hætta neyslu mjólkurafurða og á einungis sex vikum hvarf krabbameinið - henni - og öllum öðrum til mikillar furðu. Rannsóknir hennar og ályktanir um þetta hafa verið öðrum krabbameinssjúklingum hugleikin og margir rakið bata sinn til ráðlegginga hennar í bókinni Your Life in Your Hands sem er meðal alþjóðlegra metsölubóka og The Plant Programme þar sem Gill Tidey leiðbeinir um gerð fjölbreyttra rétta úr því hráefni sem Jane Plant ráðleggur að nota til að losna við og forðast ræktun krabbameins. Hér á GÓPfréttum er athyglinni sérstaklega beint að tilleggi hennar í baráttunni við krabbameinið. Enginn vafi er á því að henni tókst að þræða færa leið úr helgreip krabbameins til heilbrigðis. Ekki er heldur neinn vafi á vísindalegum vinnubrögðum hennar. Það er ekki völ á betri leiðsögumanni þurfi maður að feta í fótspor hennar - þótt auðvitað sé að ekki er um að ræða uppskrift að lausn sem öllum dugi - alltaf. Jane Plant hefur í nokkuð stuttu máli gert grein fyrir hvernig hún ákvað að taka til sinna ráða, svipast um eftir nýjum hugmyndum og þeirri ákvörðun að það gæti ekkert gert henni illt að gera tilraun sína.
Hér er saga hennar sjálfrar - fengin frá vefnum SuPPort Athugaðu að þessi SuPPort-vefur er sá sem vísað er til í texta sögunnar hér fyrir neðan. |
Jane Plant
Fæddist 1945. Hún er jarðefnafræðingur og meðal fremstu
vísindamanna heims á sínu sviði. Hún var leiðandi vísindamaður við
bresku rannsóknaráðið British Geological Survey (Natural Sjá hér ferilskrá Jane Plant til ársins 2010
Jane Plant:
Jane Plant og Gill Tidey: (2004)
... og í haust - 2013 - er von á nýrri bók Hér sérðu lista yfir allar bækur sem hún hefur sent frá sér um þetta efni. Þær fást allar á Amazon |
Jane's Story | Saga Jane Plant |
In 1993 despite several operations, 35 radiotherapy treatments, irradiation to induce the menopause and chemotherapy treatments. I was told I had only months to live after my breast cancer returned for the 5th time. At this point I had a large solid lump the size of half a small boiled egg sticking out of my neck just above my collar bone. I felt awful and looked very pale, thin and ill. Despite the awfulness of my situation, my scientific knowledge and experience clicked in to save my life. | Árið 1993 hafði ég gengið í gegnum margar skurðaðgerðir og 35 geislameðferðir til að fylgja eftir lyfjameðferðum og þá kom brjóstakrabbameinið upp enn á ný og nú í fimmta sinnið. Þá var mér tjáð að ég ætti aðeins mánuði eftir ólifaða. Þegar þarna var komið hafði ég stinnan útvöxt á hálsinum ofan við viðbeinið - á stærð við hálft lítið harðsoðið egg. Mér leið hræðilega, var náföl, horuð og veik. Þrátt fyrir þetta kom mér til hjálpar mín eigin vísindalega þekking og reynsla - sem að lokum bjargaði lífi mínu. |
My husband Peter (who is a Professor of Geology) and I had both worked in China on environmental problems in the past. I suddenly remembered that a wonderful epidemiological atlas presented to me by my Chinese colleagues showed a background rate of breast cancer of 1 in 100,000 women., compared to a rate of one in ten in much of the West. I had checked that the information was correct with senior academics that I knew well in China and also with some Chinese doctors who told me that they had hardly seen a case of breast cancer in their careers. | Við Pétur, eiginmaður minn (hann er prófessor í jarðfræði) höfðum bæði verið við störf í Kína við verkefni sem tengdust umhverfismálum. Nú rifjaðist upp fyrir mér að kínverskur samstarfsmaður hafði þá sýnt mér landakort, atlas, sem sýndi útbreiðslu brjóstakrabbameins þar sem fram kom að tíðnin hjá kínverskum konum var ein af hverjum 100.000 á meðan hún var ein af hverjum 10 í mörgum Vesturlöndum. Þá hafði ég kannað sannleiksgildi samanburðarins með viðræðum við eldra fagfólk sem ég þekkti vel í Kína og einnig nokkra kínverska lækna sem sögðust sjaldan eða aldrei hafa rekist á brjóstakrabbamein á starfsævinni. |
This was surprising because I knew that Chinese women living on western diets for example in Singapore or in Chinatown in Britain did have breast cancer. I asked Peter the question that I believe saved my life. "why don't Chinese women in China get breast cancer?" | Þetta var afar athyglisvert því ég vissi að kínverskar konur sem lifðu á vestrænu mataræði bæði í Singapore og í Bretlandi fengu vissulega bjróstakrabba. Ég spurði Pétur spurningarinnar sem ég held að hafi einmitt bjargað lífi mínu: "Hvers vegna fá kínverskar konur í Kína ekki brjóstakrabbamein?" |
We brainstormed the subject for just a few minutes and quickly decided that it must be diet related. We then remembered two incidents. Peter remembered when his Chinese colleagues had produced powdered cows milk on a field expedition for him because they did not drink it themselves, in fact at that time in the early 80's they did not even have a dairy industry. I remembered when we had had Chinese visitors in London and offered them dairy even ice cream their reaction to it was the way I would react if I had been offered a bowl of cockroaches to eat. | Fljótt ályktuðum við að ástæðan hlyti að liggja í mataræðinu. Þá minntumst við tveggja atburða. Pétur mundi að kínverskir samstarfsmenn hans báru honum eitt sinn þurrkaða kúamjólk þar sem þeir voru að störfum úti í náttúrunni en hún var aðeins fyrir hann. Þeir neyttu hennar ekki. Þetta var skömmu eftir 1970 og þá höfðu Kínverjar enn ekki komið sér upp mjólkurvinnslustöðvum. Ég mundi eftir að eitt sinn þegar kínverskir vísindamenn voru í heimsókn hjá okkur í London og ég bauð þeim mjólk eða jafnvel mjólkurís - hrylltu þeir sig ósjálfrátt rétt eins ég hefði gert ef einhver hefði boðið mér að borða kakkalakka. |
I decided I had nothing to lose by giving up the two low fat yoghurts I was eating a day each day. To my and everyone else's amazement the cancer disappeared in six weeks. The rest of my diet at the time was vegan and I still maintain a mainly vegan diet to this day. | Ég ákvað strax að ég gæti engu tapað á því að hætta að borða þær tvær fituskertu jógurtdollur sem ég hafði haft fyrir reglu að snæða daglega. Mér - og öllum öðrum til mikillar furðu hvarf krabbameinið á sex vikum. Það annað sem ég lét ofan í mig þann tíma var grænmeti og enn þann dag í dag er það meginhluti þess sem ég borða. |
Of course overcoming my cancer was not as simple as just giving up dairy. In fact there are 10 dietary factors and 10 lifestyle factors that are important in preventing and treating cancer. This applies not only to Breast and Prostate cancer but all cancers. All of these dietary and lifestyle factors will be on this site and will be kept regularly updated. | Auðvitað var lausn mín frá krabbameininu nokkru flóknari en bara það að hætta að borða mjólkurvörur. Í rauninni er um að ræða 10 atriði sem tengjast fæðuvali og tíu atriði sem tengjast lífsstíl sem eru mikilvæg til að hindra eða/og virka gegn krabbameini. Þetta á við um allt krabbamein - ekki aðeins við brjóstakrabba og krabbamein í blöðruhálskirtli. Öll þessi atriði verða greind á þessum vef og uppfærð reglulega. |
At the time all this happened I was the Chief Geochemist of the British Geological Survey where I worked throughout my illness. As my scientific colleagues witnessed what many described as a remarkable recovery, they began to ask for help with people with breast cancer in their own lives. I went on to help more than 60 other women to overcome their disease, many the wives, mothers and friends of my colleagues. | Á sama tíma og allt þetta gekk yfir var ég aðal jarðefnavísindamaður BGS en þar starfaði ég allan þennan veikindatíma. Um leið og vísindafólkið, sem með mér starfaði, fylgdist með og var vitni að því sem margt þeirra kallaði ótrúlegan bata - fór það að biðja um ráð til handa fólki í umhverfi þess sjálfs sem átti í baráttu við krabbamein. Ég veitti yfir 60 öðrum konum aðstoð við að ná tökum á og vinna sig út úr veikindum sínum. Margar þeirra voru eiginkonur, mæður og vinir þessarra félaga minna. |
At the same time as a scientist I wanted to know why giving up dairy and being on a vegan diet had overcome my cancer, so I spend lots of my spare time researching the scientific literature. As you can imagine I was trying to carry on a highly demanding job whilst doing all this until one day I complained about feeling under pressure and my daughter Emma said "Mum, why don't you just write it all down, and hand it out, then it won't take up your time". | Um
leið var ég sem vísindamaður full forvitni um hvernig á því stæði að það að
hætta að neyta mjólkurvara og lifa á grænmetisfæði væri svo öflugt vopn í
baráttunni við krabbamein. Það leiddi til þess að mjög mikið af lausum tíma
mínum fór í að kanna vísindarit sem þessu gætu tengst. Þessi samanlögðu verkefni mín lögðust verulega á mig. Það kom að ég var eitthvað kvartsöm við Emmu dóttur mína vegna þessa en hún sagði þá við mig: "Mamma, hvers vegna skrifarðu þetta ekki bara niður og lætur liðsinnið og leiðbeiningar svo ganga til þeirra sem þurfa? Það hlýtur að spara þér mikinn tíma þegar fram líður." |
I thought this was a good idea and wrote out what I thought was some very basic information, Emma persuaded me to show it to one of our near neighbours and close friends who was a senior executive in publishing. He thought that it should be published and the book "Your Life in Your Hands" is now an international bestseller; it is now in its third edition and as been translated into several languages including Arabic. The book is increasingly recommended by health professionals and has contributed to my being made a Life Fellow of the Royal Society of Medicine. | Þetta sýndist mér vera góð hugmynd og skrifaði það sem mér fannst vera upplýsingar sem almenningur gæti notað sér til hjálpar. Emma fékk mig til sýna það nágranna og nánum vini okkar í útgáfugeiranum. Honum fannst að það ætti erindi í bók og bókin "Your Life in Your Hands" er nú ein af alþjóðlegum metsölubókum og nú hefur þriðja útgáfa hennar komið út og verið þýdd á mörg tungumál, meðal annars á arabisku. Heilbrigðisstarfsfólk vísar æ meir til hennar og það hefur leitt til þess að ég hef verið sæmd þeim heiðri að vera útnefnd ævifélagi í RSM, (The Royal Society of Medicine, an independant educational organasation for doctors, dentists, scientists and others in medicine and health care.) |
13 years on I still work with cancer patients helping them to put their
cancer into remission and keep it there based on the ten food factors and
ten lifestyle factors of the Plant Programme which we keep constantly
updated and shall make available to our members through this website. Some of the many successful case histories are in the latest edition of Your Life in Your Hands published in June this year. |
Þrettán ár eru nú liðin (ritað árið 2006) og ég er enn að starfa með krabbameinssjúklingum að koma þeim til bættrar heilsu og halda þeim þar með aðstoð þessarra 10 fæðuatriða og 10 lífsstílsatriða sem Plant-planið tíundar og uppfærð eru reglulega á þessum vef. Nokkur tilfelli þar sem vel hefur tekist til má sjá í júní-útgáfu ársins af "Your Life in Your Hands". |
Almost as soon as it was published readers of Your Life in Your Hands asked me for help and on how to follow the sort of diet I advocated. To that end I teamed up with my friend and fellow scientist Gill Tidey, an absolutely brilliant cook, to produce The Plant Programme cook book. | Strax og bókin kom út fóru lesendur að leita til mín eftir aðstoð og hjálp við að hagnýta sér ráðleggingar bókarinnar um mataræðið. Þess vegna tókum við okkur saman ég og félagi minn á vettvangi vísindanna, Gill Tidey, en hún er algjör snillingur í matargerð, og saman rituðum við matreiðslubókina "The Plant Programme cook book". |
The next question that came up more and more was if I give up dairy won't I get osteoporosis and where will I get my calcium from? I researched the scientific literature on this subject and found that dairy especially cheese actually appeared to be bone damaging, moreover once again women in China had incredibly low rates of this condition compared to western women who had lots of dairy in their diet. In fact, the highest dairy consuming countries also have the highest levels of osteoporosis (see Food Factor 1). | Næsta spurning sem upp kom var hvort ekki væri hætta á beinkröm þegar mjólkurvörur væru ekki lengur til að gefa kalk - og hvaðan kalkið ætti þá að koma? Ég kannaði vísindagreinar um þessi efni og fann að rannsóknir sýna að mjólkurvörur og alveg sérstaklega ostur virtust vera bölvaldur fyrir beinin. Til dæmis að taka eru slík vandamál sérlega sjaldgæf hjá kínverskum konum miðað við konur á vestrænu fæði og mjólkurmat. Í rauninni er það svo að í þeim löndum þar sem mjólkurvara er mest neytt er einnig mest um beinkröm. |
I went on to write a book about this and also a book to help men deal with prostate cancer as there are many common factors between breast cancer and prostate cancer. The latest book Eating for Better Health followed. This is designed to help people suffering from other conditions ranging from heart disease to depression using diet. You will find details of all these book in the publications section of this website. | Ég dreif mig til að skrifa bók um þetta efni og einnig bók til að hjálpa karlmönnum sem kljást við krabbamein í blöðruhálskirtli því mjög margt er líkt með þeim og konum með brjóstakrabbamein. Þessu fylgdi bókin "Eating for Better Health". Leiðbeiningum hennar um fæðuval er ætlað að hjálpa fólki sem á við að etja annars konar erfiðleika - allt frá þeim sem tengjast hjarta og æðum til þunglyndis. Hér á vefnum finnurðu allar þessar bækur og nánar frá þeim sagt. |
Although
many people read these book and correspond with me I still felt the need to
do more. My friend Paul Mills persuaded me that the answer had to be a
website available to people worldwide that would provide quick and easy
access to reliable science based information in readable English. Not the
sort of information put out by many vested interest groups which often seems
deliberately designed to mislead and confuse people. To that end I joined
forces with my friend and colleague Laura Jones to develop and launch
SuPPort: >> http://cancersupportinternational.com/ to provide the means of doing all the things described on our home page. I hope you will find our website of great benefit and that this will increase more and more as it develops. |
Þótt
margt fólk lesi þessar bækur og skrifist á við mig fannst mér nauðsynlegt að
gera meira. Vinur minn, Paul Mills, leiddi mér fyrir sjónir að best væri að
setja upp vefsíðu sem aðgengileg væri fólki hvaðanæva að í heiminum. Þar
væru hafðar aðgengilegar áreiðanlegar vísindalegar upplýsingar á einföldu
máli sem allir gætu skilið. Það varð til þess að vinur minn og
samstarfsmaður Laura Jones kom til liðs við mig og við settum upp þennan vef
SuPPort: >> http://cancersupportinternational.com/ til að koma öllu því að sem þú finnur á honum. Ég vona að þér þyki vefurinn mjög gagnlegur og að nytsemi hans megi vaxa því meir sem lengra líður og umfjöllun hans verður umfangsmeiri. |
If
you wish to find out more about me and my academic qualifications and
experience go to Click here for my full curriculum vitae in Adobe Acrobat PDF format New Evidence of the Value of the Plant Programme in Treating Cancer Or visit my personal website www.janeplant.com |
Ef
þú vilt vita meira um mig, menntun mína og reynslu skaltu opna hér síðu með
nánari upplýsingum - curriculum vitae: http://www.cancersupportinternational.com/Jane_Plant_CV.pdf eða einnig koma á vef minn: (GÓP þýddi af vefnum
www.cancersupportinternational.com |
* * *
THE PLANT PROGRAMME * bls. 13 - þyngdarstig matartegunda | |
Forsíða/Frontpage of GOP-frettir
*
*
Saga Jane Plant >> http://www.GOPfrettir.net/open/JanePlant |
Jane Plant og Gill Tidey: |
Opna þessa síðu sérstaklega >> http://www.GOPfrettir.net/open/JanePlant/Programme |
|
Þyngdareinkunn matarrétta úr upptöldu hráefni:
|
Í uppskriftum bókarinnar er þyngdarstig hvers réttar tiltekið.
PLAN 1 Engin máltíð ætti að vera þyngri en 4 og stefnt skal á að heildarþungi máltíða dagsins verði á bilinu 15 - 20. Á viku má þó miða við að það verði meðaltal - svo unnt sé að hafa einhver hátíðabrigði.
PLAN 2 Hafa aðeins eina máltíð dagsins þyngri en 5 og samanlögð þyngs máltíða dagsins verði á bilinu 30 - 35. Hægt er að gera sér betur í máltíð með því að halda vikulegu meðaltali á því bili. |
Árið 2001 - þegar bókin kom út - hafði Jane haldið þessari áætlun í
hálft áttunda ár. |