Forsíða
GÓPfrétta

 

 

Aftur á
síðu Sturlu
Friðriks-
sonar

Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri:

Uppsetning
og atriða-
dálkur
GÓP

Dr. Sturla Friðriksson erfðafræðingur,

sextugur.

F.
27. feb. 1922
Sturla Friðriksson deildarstjóri við jarðræktardeild Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins er fæddur í Kaupmannahöfn 27. febrúar 1922. Þá dvöldust foreldrar hans þar um eins árs skeið, faðirinn í umfangsmiklum viðskiptaerindum.
S
turla er í senn ættstór og mikilhæfur og hefur aldrei búið við erfiðan hag. Í allar ættir stendur að honum þjóðkunnugt fólk fyrir fjölhæfar gáfur, framtakssemi og auðsæld.
Faðir
Friðrik
Jónsson
Faðir hans Friðrik Jónsson, prestlærður stórkaupmaður, sem tók þó aldrei vígslu, var sonur hjónanna Jóns Péturssonar, háyfirdómara og Sigþrúðar Friðriksdóttur Eggerz, hins vitra og trausta breiðfirska klerks, sem jafnan er kenndur við Akureyjar og gerði minningu sína ódauðlega í ritverkinu „Úr fylgsnum fyrri aldar", sem ekki var gefið út fyrr en löngu eftir hans dag.
Móðir
Marta
María
Bjarnþórs-
dóttir
Móðir Sturlu, Marta María var eigi síður mikilla ætta. Hún var systurdóttir próf. Haraldar Níelssonar, dóttir hjónanna Sesselju Níelsdóttur, bónda á Grimsstöðum og konu hans Sigríðar Sveinsdóttur, prófasts á Staðastað Níelssonar og Bjarnþórs Bjarnasonar bónda á Grenjum á Mýrum. Þeir eru albræður góðbændurnir Bjarnþór á Grenjum og Ásgeir í Knarrarnesi faðir Bjarna Ásgeirssonar, bónda á Reykjum í Mosfellssveit, lengi alþingismaður Mýramanna, ráðherra og síðar sendiherra, og afi Gunnars Bjarnasonar, ráðunauts og rithöfundar. Sturla er því í móðurætt kominn af því ágæta fólki sem ég og fleiri jafnan nefna Mýraaðal.
Umsvif
Sturlu-
bræðra

 

 

 

Mjókur-
fram-
leiðsla

 

 

 

 

 

 

Mjólkur-
lögin

Bræðurnir, Sturla og Friðrik Jónssynir, voru miklir athafnamenn og störfuðu í félagi að verslun samhliða umsvifamiklum landbúnaði. Þeir gengu jafnan undir nafninu Sturlubræður og fyrirtæki þeirra voru kennd við þá.

Þeir höfðu hlotið í arf jarðeignir í Stafholtstungum í Mýrasýslu og á Kjalarnesi og keyptu auk þess jarðir. Þeir áttu um skeið auk ættaróðalsins Laxfoss í Stafholtstungum, Brautarholt á Kjalarnesi, Þerney og Þingeyrar, auk fleiri minni jarða og land í Reykjavík.

Um skeið ráku Sturlubræður stórbú að Brautarholti og fluttu mjólkina daglega með mótorskipi til Reykjavíkur. Á þeim árum var sífelldur mjólkurskortur í Reykjavík og því mikil áhersla lögð á ræktun túna í og við bæinn af því að vegleysi og samtakaleysi bænda komu lengi í veg fyrir umtalsverða mjólkurflutninga til bæjarins. Búhneigðir atorkumenn sáu sér því leik á borði að stunda kúabúskap í Reykjavík. Í þeirra hópi voru Sturlubræður, sem áratugum saman ráku stórkúabú í svonefndu Briemsfjósi, þar sem nú er Smáragata og Fjólugata. Þeir öfluðu heyja í Vatnsmýrinni og á túnum í grennd Briemsfjóssins, en keyptu Fitjakot á Kjalarnesi og notuðu til sumarbeitar fyrir ungviði og þurrar kýr.

Umsvif þeírra bræðra voru svo mikil að lengi höfðu þeir nær 100 mjólkandi kýr í Briemsfjósi og búvit þeirra, hagsýni og auðsæld var svo mikil að þeir högnuðust vel á öllu sem þeir lögðu hug og hönd á, meira að segja sluppu skaðlaust frá fossabraski í félagsskap við stórskáldið Einar Benediktsson. Það eru líkur fyrir því að velgengni Sturlubræðra í búskap hafi verið hvati Thor Jensens til búskaparumsvifa hans á Korpúlfsstöðum.

Eftir að mjólkurlögin gengu í gildi um miðjan fjórða tug aldarinnar, þótti Sturlubræðrum eins og fleirum, sem setið höfðu því nær einir að mjólkurmarkaðnum í Reykjavík, þrengt að sér enda farnir að eldast. Styttist þá í búskap þeirra. Friðrik lést 1937 og bróðir hans Sturla hætti búskap í striðsbyrjun og seldi úrvals kúastofninn skólabúinu á Hvanneyri. Sá stofn var góðum kostum búinn og munu margir erfðavísar úr honum lifa á Hvanneyrarkúnum og hafa borist víða um land með nautum þaðan.

Æskuár Sturla ólst upp með foreldrum sínum og systur í anda búskapar, framtaks, hagsýni og sparnaðar. Hann vandist venjulegum bústörfum frá því að reka kýr úr Briemsfjósi í Vatnsmýrina til heyskapar á sumrum og mjalta á vetrum. Auk þess var hann í sveit á Laxfossi, hjá sr. Pétri frænda sínum á Kálfafellsstað og á Akri hjá Jóni Pálmasyni alþingismanni. Þetta umhverfi og uppeldi beindi huga hans að landbúnaði og málefnum honum skyldum.
Menntun
HÍ kand. fil.

Cornell
í Íþöku
í New York

Að ganga menntaveginn var sjálfsagt. Til þess skorti hvorki efni, gáfur né áhuga. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1941, stundaði nám við Háskóla Íslands næsta ár í forspjallsvísindum hjá Ágústi H. Bjarnasyni og lauk kand. fil. prófi. Ekki geðjaðist honum að þeim námsgreinum, sem þá voru kenndar við Háskóla Íslands. Hugurinn þráði náttúrufræði eða einhverja grein líffræðinnar, en meginland Evrópu var lokað. Hélt hann því til Bandaríkjanna og innritaðist til náms í jurtaerfðafræði við hinn heimskunna Cornell háskóla í borginni Íþöku í New York ríki.
Páll
kynnist
Sturlu
í
Cornell
Er ég var á ferð í Bandarikjunum í erindum Búnaðarfélags Íslands og Landbúnaðarráðuneytisins sumarið 1944, heimsótti ég einn af sérfræðingum Búnaðardeildar, Björn Jóhannesson, sem þá vann að doktorsritgerð í jarðvegsfræði við Cornell háskóla. Hann kynnti mig fyrir Sturlu Friðrikssyni og móður hans, er þar var í heimsókn. Það voru okkar fyrstu kynni og þótt mér félli vel við bæði móður og son, átti ég varla von á því að kynni okkar yrðu síðar jafnmikil og góð og raun ber vitni um.
M.S.
1946
kennsla
o.fl.
Sturla lauk meistaraprófi í sinni grein 1946. Að loknu prófi hvarf hann heim og kenndi næstu 5 árin við Kvennaskólann í Reykjavík og vann að hluta hjá Skógrækt rikísins. Til þess þurfti sterk bein að koma úr þeirri vist lítt skemmdur á sálinni í viðhorfi til landbúnaðar.
1950

Páll
teppist
í
Cambridge

 

 

Næstu kynni mín af Sturlu voru óvænt seint á árinu 1950.

Ég hafði á því ári, að ósk læriföður míns, Sir John Hammond, dvalið um 7 mánaða skeið í Cambridge við að vinna úr og rita um niðurstöður mikillar rannsóknar í minni sérgrein sem skólafélagi minn frá Argentinu hafði unnið að tíu árum áður, en ekki átt þess kost að ljúka. Í fjarveru minni hafði dr. Björn Jóhannesson jarðvegsfræðingur, gegnt deildarstjórastarfi hjá Búnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans.

Á meðan höfðu þeir atburðir gerst, að sérfræðingur stofnunarinnar í jurtakynbótum, dr. Áskell Löve, hafði sagt af sér og ráðist prófessor við háskólann í Winnipeg.

Sturla hefur
störf hjá
Búnaðar-
deild
Atvinnu-
deildar HÍ
Lítil fjárráð
Svo heppilega vildi til að settum deildarstjóra tókst að fá Sturlu Friðriksson ráðinn sérfræðing í þá stöðu sem Áskell hvarf frá. Ég undi þessum málalokum vel og bauð Sturlu velkominn til starfa, en varð að tjá honum, að ekki yrði starfið dans á rósum, a.m.k. fyrsta skeiðið. Hann yrði að sætta sig við óforsvaranlega aðstöðu til rannsókna og vinna á landskika að Varmá í Mosfellssveit, uns úr rættist með að útvega stofnuninni nothæft framtíðarland, þar sem byggja mætti upp aðstöðu. Slíkt hafði mér og hlutaðeigandi sérfræðingum ekki tekist vegna tregðu og skilningsleysis valdhafa allt frá tímum nýsköpunar stjórnar.
Sturla
við
rannsóknir
og
kynbætur

*
nýr
gras-stofn:
Korpa

mikil-
virkur

úrræða-
góður

Sturla tók þessu með jafnaðargeði, hóf starf við jurtakynbætur á Varmá án þess að hafa svo mikið sem skýli til að matast í.

Fyrstu árin vann hann einkum að kalrannsóknum og kynbótatilraunum á ýmsum íslenskum grastegundum með þeim árangri síðar að rækta upp íslenskan vallarfoxgrasstofn, sem hlaut nafnið Korpa og er harðgerður og þolnari en flestir aðrir stofnar þessarar mikilvægu tegundar og gefur mikla og góða uppskeru og hefur því mikið fjárhagsgildi fyrir íslenskan landbúnað.

Þá hefur Sturlu tekist að velja stofn af íslenskum túnvingli, sem landgræðslan hefur notað við uppgræðslu örfoka mela.

Sturla sýndi þolgæði, gjörhygli og yfirlætisleysi í starfi, fjölyrti ekki um, hvað hann hyggðist láta mikið eftir sig liggja, heldur sýndi frábæra stundvísi og ritaði niðurstöður sínar jafnóðum og þær lágu fyrir, en það vill dragast hjá of mörgum.

Samstarf okkar var ágætt og við hugsuðum öll ráð sem okkur hugkvæmdist til að bæta úr aðstöðuleysinu fyrir tilraunastöð í jarðrækt.

Tilrauna-
stöðin
Korpa
Loks tókst um miðjan sjötta áratuginn að fá leigða landspildu úr Korpúlfsstaðalandi, fyrst til sjö ára, er síðar tókst að framlengja sem nú er tilraunastöðin Korpa kölluð. Þangað flutti Sturla tilraunir sínar fyrir um aldarfjórðungi síðan. Þá var hafist handa með uppbyggingu þar og reynt að vanda hana, en hægt miðaði af því að allar fjárveitingar voru skornar við nögl, líklega meðal annars af því að okkur Sturlu Friðrikssyni tókst stundum að gera dálítið úr næstum engu. Byggt var gott geymsluhús fyrir uppskeru og vélar auk vinnuaðstöðu undir þaki fullbyggt og tilraunagróðurhús í byggingu á Korpu.
1957
Saskatoon
Kanada
tilraunir
og
doktors-
vörn

 

Tilraunir
rann-
sókna-
ritun

greinar

 

beitar-
tilraunir

Sturla bætti einnig við þekkingu sína á sjötta áratugnum. Hann fékk orlof til framhaldsnáms og hélt til háskólans í Saskatoon í Saskatchewanríki í Kanada 1957 og vann þar við kynbótatilraunir í meira en ár á belgjurtinni lusernu, einnig mikilvægustu fóðurjurt í mörgum löndum tempruðu beltanna. Vegna starfa við Búnaðardeild varð hann að halda heim áður en þessu verki var lokið en 1961 hafði hann lokið því og samið doktorsritgerð um það sem hann varði þá við Saskatoon háskóla.

Hér skal geta helstu tilrauna og rannsóknarita Sturlu við Búnaðardeildina til 1962.
Þau eru:

  • Samanburðartilraunir með nokkra erlenda grasfræstofna í Fjölriti Búnaðardeildar nr. 2, 1952,
  • og í Ritum Búnaðardeildar A og B-flokki: Rannsókn á kali túna, B-fl. nr. 7,
  • Samanburður á kartöfluafbrigðum A-fl. nr. 9,
  • Gras og belgjurtategundir í íslenskum sáðtilraunum, B-fl., nr. 9
  • og Eggjahvítumagn og lostætni túngrasa B-fl. nr. 12.

Auk þessara rita skrifaði Sturla fjölda leiðbeinandi greina á þessu tímabili í búfræðirit eins og Frey, Árbók landbúnaðarins, Garðyrkjuritið, Búfræðinginn og Handbók bænda og í ýmis fleiri rit innlend sem erlend, eins og i Náttúrufræðinginn, Árbók hins íslenska fornleifafélags, N.J.F.-ritið o. fl..

Þá er vert að geta þess að Sturla gerði fyrstu skipulögðu beitartilraun með kýr á Íslandi á Varmá 1952 og hann var mikilvirkur með ræktunar og notkunartilraunir á fóðurkáli. Fann ég, að þar var feitt á stykkinu og vann sem mest ég mátti að ná tiltrú bænda við að skapa sumarauka með kálræktun og öðru grænfóðri.

Aukið
áhuga-
svið
Á sjöunda áratug aldarinnar verður nokkur breyting á störfum Sturlu Friðrikssonar, þótt staða hans væri óbreytt. Áhugamálum hans fjölgar og hann dreifir kröftum sínum meira en áður, enda hafði bæst við starfslið jarðræktardeildar með heimkomu dr. Björns Sigurbjörnssonar sérfræðings í jurtakynbótum og deildarstjóraskipti urðu líka við stofnunina. Ég lét af starfi deildarstjóra Búnaðardeildar í árslok 1962.
Vistfræði

mikilvægi

tilraunir

fræðslu-
rit

Nú verður Sturla altekinn af áhuga á vistfræði og gerir sér manna fyrst hérlendis ljóst, hve mikilvæg þessi vísindagrein er, einmitt fyrir landbúnaðinn. Rannsóknir Sturlu beinast í þessa veru, þótt hann héldi áfram sínum jurtakynbótarannsóknum.

Hann skrifaði í auknum mæli greinar um vistfræði í ýmis rit og ruddi brautina að rannsóknum á því hvaða möguleikar væru fyrir hendi til uppgræðslu örfoka landa í mismunandi hæð yfir sjávarmáli, í samráði og samvinnu við Landgræðslu ríkisins, Veðurstofuna og Orkustofnun.

Sérstaklega rannsakaði hann, hvaða grastegundir kæmu helst til greina til uppgræðslu og hefur ritað um þær rannsóknir bæði tilraunaskýrslur og tímaritsgreinar.

Uppákomu
tekið
með
Síðar fór annar sérfræðingur Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins sem þá var um árabil einnig landgræðslufulltrúi Landgræðslu ríkisins inn á þetta svið án samstarfs við Sturlu og án þess að virða það brautryðjandastarf sem þegar hafði verið unnið á margar vættir fiska. Fékkst Sturla lítt um það enda Ísland stórt og hélt áfram sínu striki með tilraunareiti og kynbætur grasstofna.
1973
gefur út

Líf og
land

Þá um skeið vann Sturla stórvirki í kyrrþey, samningu bókarinnar Líf og land um vistfræði Íslands. er hann gaf út á eigin kostnað 1973. Bók þessi er að mínum dómi frábært byrjunarverk, auðlesin og auðskilin bæði leikum og lærðum, en auðvitað hvorki fullkomin né gallalaus. Hefur ríkt um þetta ágæta verk undarleg grafarþögn og virðist það ekki hafa verið mikils metið er höfundur sótti um prófessorsstöðu í vistfræði við Háskóla Íslands skömmu eftir útkomu þessarar bókar. Háar stöður og frami byggist ekki ávallt á miklum afrekum og víðtækri þekkingu.
Surtsey
1963

myndun

jurtir

dýr

 

1975
merkt
Yfirlitsrit

 

Myndun Surtseyjar, sem afleiðing gossins í hafinu suðvestan við Vestmannaeyjar er hófst 14. nóvember 1963, var vatn á myllu Sturlu Friðrikssonar. Ný eyja var sköpuð, fædd hrein úr skauti jarðar. Þar lá ljóst fyrir einstakt tækifæri til þess að fylgjast með og rannsaka hvernig gróðurríkið og dýraríkið hasla sér völl þar sem ekkert líf er fyrir.

Rannsóknarráð ríkisins lét málið til sín taka og í samráði við nokkra nátturufræðinga og áhugamenn stofnaði Surtseyjarfélagið, sem beitti sér fyrir og vann að rannsókn þessara mála. Á þann veg þróuðust málin að Sturla Friðriksson tók forystuna og leiddi líffræðirannsóknir á eynni, safnaði gögnum og ritaði margar greinar um, hvernig líf hófst á Surtsey. Þetta var að vísu ekki í verkahring hans sem sérfræðings í jurtakynbótum, en náttúrufræðiþekking hans samfara vistfræðiáhuganum og vísindalegri nákvæmni í starfi gerði hann sjálfkjörinn til þessa verks.

Sturla gerði yfirlitsrit um allt þetta efni á ensku undir heitinu Surtsey. Evolution of life on a volcanic island, sem Butterworths í London gaf út 1975 í glæsilegri myndskreyttri bók. Hefur verk þetta aukið hróður Sturlu um viða veröld.

1965
Erfðafræði-
nefnd HÍ

 

 

1968
ritstjóri Ísl.
landbún.
rannsókna

störf í
nefndum
og
félögum

Síðan 1965 hefur Sturla átt sæti í Erfðafræðinefnd Háskóla Íslands og verið jafnframt framkvæmdarstjóri nefndarinnar. Nefnd þessi var stofnuð af þeim prófessor Níelsi P. Dungal, dr. Sigurði Sigurðssyni, landlækni og Sturlu vegna ábendinga erlendra mannfræðinga, sem bentu á að vegna einangrunar á liðnum öldum, mannfæðar og óvenju fullkomins skýrsluhalds væri sérlega góð aðstaða til mannerfðafræðirannsókna á Íslandi. Með reglugerð 1966 var fjölgað um tvo menn í nefndinni. Nefndin hefur unnið mikið starf við að tölvuskrá mikið af mannfræðiupplýsingum úr fæðingarskrám, manntölum, hjúskaparvottorðum og dánarvottorðum allt frá 1910 og ýmsar heilsufarslegar upplýsingar. Hefur þegar verið unnið úr sumum þessum gögnum ýmislegt um arfgengi blóðflokka og nokkurra sjúkdóma o.fl. sem hér er ekki rúm til að rekja. Sturla hefur ritað allmargar greinar um þessar rannsóknir ýmist einn eða með öðrum til flutnings á ráðstefnum eða birtingar í vísindaritum.

Sturla tók að sér ritstjórn tímaritsins Íslenskar landbúnaðarrannsóknir er það hóf göngu sína 1968 og gegndi því starfi til 1972 af frábærri kostgæfni og vandaði ritið sérstaklega. Hann átti líka sæti í ýmsum nefndum um landbúnaðarmál og var í stjórn félaga á sviði náttúrufræði og landbúnaðar t.d. formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags 1956-'57 og var í tilraunaráði landbúnaðarins um árabil.

1973
WWF

erindi
víða

Árið 1973 var Sturla Friðriksson gerður félagi Alþjóðanáttúrufriðunarsjóðsins (World Wildlife Fund) en í þeim félagsskap eru bæði náttúrufræðingar og ýmsir þjóðarleiðtogar t.d. var Bernhard prins eiginmaður Júlíönu Hollandsdrottningar lengi forseti þessara samtaka. Sturla og Sigrún kona hans hafa ferðast nokkuð á vegum þessa félagsskapar og með því fengið einstakt tækifæri til að kynnast náttúru, bæði jurta- og dýralífi og fegurð hinna ólíkustu landa í friðlöndum, þar sem þessi samtök styrkja rannsóknir eins og t.d. á Galapagoseyjum, í ýmsum ríkjum í Afriku og í Bhutan í Himalayafjöllum. Árið 1978 flugu þau hjón til Suðurskautslandsins með Bernhard prinsi í einkaþotu hans.
Stjórn Ásu-sjóðs

Sveinbjörn Björnsson, Sturla Friðriksson og Jóhannes Nordal
 
 Ásusjóður Sturla var kjörinn félagi í Vísindafélagi Íslendinga 1960 og var forseti þess félags árin 1965-'67 og er einnig formaður Ásusjóðs, sem stofnaður var á vegum Vísindafélagsins 1968, en sjóður þessi veitir árlega einum íslenskum vísindamanni heiðurslaun.
komið
víða
við
Hin margþættu vísindastörf sem Sturla hefur unnið að síðustu 20 árin utan við aðalverksvið hans hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, hafa að sjálfsögðu þrátt fyrir iðjusemi og ástundun hans tekið tíma frá aðalstarfinu og er þó hlutur hans í því mikill og góður.

Dr Sturla Friðriksson við athugun á kolagröf á uppblásnum mel við Sandvatnshlíð
ritstörf
rannsóknir
samspil
vist-
þátta
Ritstörf hans auk alls þess sem að framan getur, eru ótrúlega mikil og merk. Auk grasræktarstarfa hans, sem enn eru í fullum gangi eru hérlendar vistfræðirannsóknir hans að mínum dómi mikilvægastar. Hann hefur rannsakað áhrif ræktunar á vistkerfið. Sérstaklega hefur hann rannsakað áhrif áburðargjafar og grassáningar á sanda og fundið hve dýrallfið verður fjölskrúðugra með ræktun landsins. Þá er hann að kanna áhrif framræslu og uppþurrkunar mýra á lífriki þeirra. Hafa birst merkar áfangaskýrslur um það efni.
góð
kynning
Kynni mín af Sturlu Friðrikssyni hafa í senn verið mér ánægjuleg og mikils virði. Hann er sérstæður og ógleymanlegur persónuleiki, myndarlegur og fumlaus í framgöngu, dulur, innhverfur og óáleitinn, fjölgáfaður, fróður og hugmyndaríkur, seintekinn í kynningu en manna skemmtilegastur er komið er innfyrir yfirborðið, enda í senn hagorður vel og fyndinn.
varfærinn
 

traustur

 

 

vísinda-
maður

Sturla er enginn félagshyggjumaður og er ívið tortrygginn, enda hefur hann átt því að venjast að samferðamenn veltu fremur steinum í götu hans en úr. Er mér slíkt ráðgáta, því aldrei veit ég til þess, að hann hafi að fyrra bragði gert á hlut nokkurs manns.

Sturla er traustur og fastheldinn. Hann telur skyldu sína að gæta þess vel, sem honum er trúað fyrir, er því sparsamur og fastur á fé, en gerir það myndarlega sem hann leggur fjármuni í. Hann hlaut eignir í arf og hefur aldrei litið á þær sem eyðslufé, heldur skuli hann varðveita þær og skila þeim auknum til eftirkomenda.

Samt hefur vísindahneigð Sturlu orðið auðhyggjunni yfirsterkari. Hann hefur hvorki lagt í brask eða atvinnurekstur til auðsöflunar, en hefur aðeins gætt að sínu. Sturlu þykir vænt um sín veraldlegu verðmæti og ann landeignum sínum svo, að þær eru ekki falar við fé. Væri betur að fleiri landeigendur sýndu landinu slíka virðingu og tryggð.

fjöl-
skyldu-
sæll
Sturla er hamingjusamur í einkalífi, kvæntur Sigrúnu Laxdal, Eggertsdóttur listmálara, glæsilegri og fjölhæfri konu sem er honum samhent. Þau eiga eina dóttur, Sigrúnu Ásu, gifta Þór Gunnarssyni. Þau eru bæði líffræðingar, nú við framhaldsnám í Durhamháskóla í Englandi. Þau eiga eina dóttur, Emblu.

Þau Sigrún og Sturla búa við Skerjafjörð í glæsilegu húsi sem þau byggðu. Heimilið er sérstætt og ber vott smekks þeirra beggja í senn prýtt nútíma listaverkum og fornum munum.

sumar-
bústaðurinn

 

 

heilla-
óskir

Þau eiga sumarbústað á bakka Norðurár í landi Laxfoss í Stafholtstungum. Á sama stað byggði faðir Sturlu sumarbústað 1907 svo vandaðan og vel gerðan að Sturla kaus heldur að byggja nýja bústaðinn utanum þann gamla og varðveita hann þannig, heldur en rífa hann. Minningar frá gamla bústaðnum voru honum svo kærar. Slíka tryggð er vert að virða.

Um leið og ég árna Sturlu Friðrikssyni og fjölskyldu hans allra heilla á þessum tímamótum, þakka ég honum og þeim hjónum báðum vináttu og ótaldar ánægjustundir frá liðnum árum og störf hans í þágu landbúnaðarins og þjóðarinnar.

Halldór Pálsson

Aftur á síðu Sturlu Friðrikssonar

Top of Page * The GOP-frettir Main Page