Forsíða GÓPfrétta
|
Benedikt
Antonsson, viðskiptafræðingur,
|
Uppsetning og atriða- dálkur GÓP |
Dr. Sturla Friðriksson erfðafræðingur, níræður. |
F. | Sturla Friðriksson 90 ára 27. febrúar 2012 |
Frá örófi alda |
Sturla,
hvað höfum við lengi þekkst? Langa-lengi. Tólf ára gamlir byrjuðum við saman í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, sem var staðsettur á horninu á Lækjargötu og Vonarstræti. Þar áttum við saman þrjú eftirminnanleg ár. Við tókum saman stúdentspróf. Við urðum 70 ára stúdentar í fyrra. Við tókum ekki stúdentspróf í Menntaskólanum í Reykjavík. Nei, við tókum stúdentspróf frá Háskóla Íslands, því Bretar höfðu hertekið skólann okkar árið sem við tókum prófið. |
p & p
stúdenta- |
Sturla,
þú hefur alltaf haft gaman af orðaleikjum og orðatiltækjum. Eitt orðatiltæki er þannig: Að vera potturinn og pannan í einhverju. Það þýðir að vera aðalmaðurinn í einhverju, eða vera frumkvöðull einhvers.
Sturla |
Lions | Sturla,
ég er svo lánsamur að hafa verið með þér í rúmlega hálfa öld í Lions-klúbbi. Þetta er Lionsklúbburinn Baldur, sem er næstelsti klúbburinn á Íslandi. Klúbburinn er þekktur hér á landi eins og allir aðrir Lionsklúbbar fyrir ýmis konar líknarstörf. Klúbburinn okkar er þekktur víða um lönd fyrir að benda á og reyna að koma í veg fyrir gróðureyðingu á hálendi Íslands. Klúbburinn hefur til umráða stórt landssvæði á leiðinni upp á Kjöl nálægt þeim stað þar sem Langjökull rennur út í Hvítárvatn. Þangað fara Lionsfélagar á sumrin. Oft með konur og börn. Þar eiga þeir félagsheimili með eldhús- og svefnaðstöðu og þrjú svefnhús. Þarna dreifa þeir áburði og grasfræi, gera við girðingar og setja upp nýjar girðingar Árlega telja þeir á sömu reitum víðsvegar á svæðinu, öll grös, blóm og jurtir og skrá þetta niður. Sturla, |
nær- hverfið |
Sturla,
kunningskapur okkar hefur verið lengi, Langa-lengi. Með árunum hefur þessi kunningskapur þróast upp í sanna vináttu. Sturla, við erum góðir vinir. Fimm sinnum á hverjum mánuði förum við einhvað saman. Við spjöllum saman, við drekkum kaffi saman og við förum á fundi saman. Fjórum til fimm sinnum í hverri viku árið um kring, tölum við saman í síma og ræðum áhugamálin. Þessum símtölum hefur ekki farið fækkandi eftir að krossgátutímabilið hófst. Eiginkona þín, hún Sigrún, getur staðfest þetta. |
Bestu óskir |
Sturla,
bekkjarsystkinin og Lionsfélagarnir senda þér bestu hamingjuóskir með hið stóra skref, er þú tekur á morgun. Kæri vinur megi framhaldið verða ánægjulegt og gott. Benedikt Antonsson viðskiptafræðingur. |