Forsíða
GÓPfrétta

 

 

Aftur á
síðu Sturlu
Friðriks-
sonar

Magnús Jónsson, sagnfræðingur,
veislustjóri fagnaðarins:

Uppsetning
og atriða-
dálkur
GÓP

Dr. Sturla Friðriksson erfðafræðingur,

níræður

Ávarp Ég er þakklátur fyrir að standa í þessum sporum á þessum merka degi og fá að fagna með afmælisbarninu, Sturlu Friðrikssyni níræðum, Sigrúnu og fjölskyldu þeirra og ykkur öllum. Það er mér mikill heiður og sýnir, enn og aftur, að Sturla Friðriksson fer ekki troðnar slóðir, þegar hann biður mig – umfram aðra góða menn – að aðstoða sig á þennan hátt – ég er sko ekki þekktur fyrir veislustjórn – en það er einlæg von mín að við getum átt góða stund saman í tilefni dagsins.
F.
27.02.22
Sturla er fæddur í Kaupmannahöfn 27. febrúar 1922, kominn af þjóðkunnu fólki með fjölhæfar gáfur langt fram í ættir. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1941, stundaði nám í Cornell háskóla í Bandaríkjunum, kom heim og hóf störf í erfða- og vistfræði. En lauk nokkru síðar doktorsprófi við háskólann í Saskatoon í Kanada.
Víðreist
um
hugheim,
vísi
og
veröld
Eins og hann á ættir að rekja er fátt í heimi vísinda og mennta honum óviðkomandi, hann hefur skrifað fjölda vísinda og fræðibóka og ritgerðir hans um ýmsa þætti íslenskrar menningar birtast á prenti enn þann dag í dag.

Sturla er í senn vísindamaður og ævintýramaður, rannsóknir hans á ýmsum sviðum hafa vakið heimsathygli t.d. um þróun lífs í Surtsey, svo og þátttaka hans í World Wildlife Fund og í því sambandi má geta þess að þau hjónin eru með víðförlustu Íslendingum allra tíma.

Kannski má segja að í þessari samfelldri þekkingar- menntunar- og ævintýraleit Sturlu felist hamingja hans.
Fornar
sögur
og
ferðalög
Okkar leiðir lágu saman í gegnum Íslendingasögur, konungasögur og Sturlungu á námskeiðum hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands og í söguferðum, innanlands og utan. Sturla var fljótt útnefndur hirðskáld Jóns Böðvarssonar og ef til vill má segja að ég hafi erft hirðina og hirðskáldið, eftir að ég tók við af Jóni þegar hann dró sig í hlé. Eins tók ég Þorlák helga í arf eftir Jón en hann fylgir okkur og hefur reynst okkur vel á ferðalögum og á hann er gott að heita til veðurs og ferða. Erlendis höfum við ferðast víða um söguslóðir norrænna manna, frá því að fara um þar sem heitir Leifsbúð (L´Anse aux Meadows) nyrst á Nýfundnalandi og allt austur þar sem heitir Novgorod eða Hólmgarður í Rússlandi – og allt þar á milli.
Hér kynnti Magnús:

1. Gangsett myndasýning Sigrúnar Ásu.
2. Þórður Árnason leikur lög á gítar við ellefu kvæði eftir Sturlu,
sungin af Einari Clausen, og flutt af diski.
3. Síðan spilar Símon Ívarsson lagið Rómmansa á gítar, en það var leikið í
kvikmyndinni „Donde tu estes” eða Hvert sem þú ferð,
sem Sturla og Sigrún tóku þátt í.
Lagið er þeim síðan hugljúft.

Þráðurinn
aftur
upp
tekinn

Ár
2000
við
Leifsbúð
á
Nýfundna-
landi

Í söguferðum okkar, sem ég minntist á áðan brást ekki á morgni hvers dags að Sturla kvaddi sér hljóðs og birti leiftrandi skemmtilegan kveðskap um atburði gærdagsins.

Við Leifsbúð á Nýfundnalandi, árið 2000.

Einn víkingur náði til Njúfándlands,
og núna þeir séð hafa spor þess manns
og segja þann kauða
víst son Eiríks rauða.
Við fórum að leita að Leifum hans.

Og Leifur - hann gekk ei sem greifi
í gæruskinns pelsi með reifi
og grædd‘ ekki á berjum,
sem gerjast í kerjum,
því þeir veittu ei veitingar-Leifi.

Er Leifur kom siglandi á súðinni
hann seld‘ af sér allt, inn að húðinni,
voðir og sloppa,
en varð uppiskroppa -
og þá lokaði Leifur víst búðinni.

Í
Novgorod
Og austur í Rússlandi, þar sem heitir nú Novgorod var Aldeigjuborgar limran ort:

Hér landsfólkið lifði á því stigi
að loka sig af inni í vígi.
Og mörg frásögnin flaug
um fjársjóð í haug,
sem er líklega haugalýgi.

Við
Limafjörð
Við Limafjörð á Jótlandi:

Hér var orrusta Haraldar hörð,
og hryðjuverk mörg voru gjörð.
Menn limi af skutu
og skankana brutu,
og skýrðu þar af – Lima-fjörð.

347
þrep
í
Sánkti
Mikjáls-
ey
Í klaustrinu í St. Mikjálsey sem er með 347 þrep

Það var fátt, sem kálað gat köppunum
eða kippt undan riddara löppunum,
en á Sant Mikjálsey,
sagði djákninn: „Ég dey,
einhvern daginn í helvítis tröppunum.“


kirkjast
Í þessum ferðum er oftar en ekki skoðaðar merkilegar, fornar kirkjur.

Ég bið Guð minn stöðugt að styrkja mig,
styðja í trúnni og virkja mig
í verkum og gerðum,
en í Víkingaferðum
að vera ekki alveg að kirkja mig.

Í
Edinborg
Við höfum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar komið við í Edinborg á ferðum okkar og einhvern tíma orti skáldið:

Ég kempan er komin að lotum,
og kraftar mínir á þrotum,
af að aka um torg
hér í Edinborg
sem er uppföll af skúma Skotum.

Á
Þorra
En þrátt fyrir þessa þreytu er Sturla engan veginn hættur að yrkja og lætur fátt fram hjá sér fara, ég komst yfir Þorravísur sem hann orti nú á Þorranum, og það sem ber hæst í umræðunni í þjóðfélaginu skilar sér í vísurnar – en ég verð að láta eitt erindi duga.

Það kom hingað pían mín prúða
öll puntuð í viðhafnarskrúða,
með gullhárið ljóst,
sem var greitt niðurá brjóst
með götóttum sílikonpúða

Korn-
eitrun
999
Fróðár-
undur
Í tengslum við námskeiðin sem ég hef haldið á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskólans hef ég enn frekar gert mér grein fyrir því hvað víðtæk menntun Sturlu er og áhugasvið, ekkert er honum óviðkomandi. Þegar ég fór í gegnum Eyrbyggju og fjallaði um Fróðárundrin, kom inn um bréfalúguna heima hjá mér grein eftir Sturlu úr Náttúrufræðingnum frá 1954 um „Hinn heilaga eld“, að orsök Fróðárundra mætti rekja til korneitrunar sem hefði geisað á Írlandi árið 999 og borist til Íslands með Þórgunni hinni suðureysku.
Grænlands
íbúar og
örlög

blóðgreining
langbrok
í
bréfalúgu

Í Fóstbræðrasögu reyndi ég að velta fyrir mér mannfjölda á Grænlandi, þá kom grein inn um bréfalúguna um mannfjölda á Grænlandi hinu forna, örlög grænlenska samfélagsins og hvort portugalskir sjómenn hefðu ef til vil flutt þá til Madeira. Sama átti sér stað þegar ég fjallaði um fólksfjölda almennt á Íslandi á Þjóðveldisöld, svo og uppruna Íslendinga samkvæmt blóðflokkagreiningu, um viðurnefni Hallgerðar langbrókar eða langbrok eins og Sturla vill nefna hana, um bersekkjasveppi, kunnáttu Óðins og þekkingu Snorra, um sannleiksgildi Njálu, línakra á Bergþórshvoli og Njálsbrennu. Alltaf stungið inn um bréfalúguna hjá mér – og er ég þakklátur fyrir það.
Víða
til
vitnað
Ég las einhverju sinni fræðigrein um Papa, eftir Önnu Ritchie, þekktan skoskan fornleifafræðing – og tók eftir því að fræðikonan vísar í ritgerð Sturlu og kenningu hans um Papey, papaörnefni og lundann.
Suttunga-
mjöður
og
Sutton Hoo
Á söguferð um Austur England árið 2008, (þá hefur Sturla verið 86 ára) komum við á merkan sögustað, Sutton Hoo, frá dögun engilsaxa. Eftir heimsóknina rifjaði Sturla upp, eftir minni, söguna úr Snorra-Eddu af Suttungsmiðinum og hvernig Óðinn öðlaðist skáldskapargáfuna – og tengdi við Sutton Hoo. Ég veit að hann hefur skrifaði merkilega grein um þetta efni sem hugsanlega verður birt í þekktu fræðiriti í Englandi.
Roosevelt
var?
Gísli
Súrsson
Svona gæti ég haldið áfram en það væri að æra östöðugan en samt enn ein frásögn. Þegar ég lauk yfirferð um Gísla sögu Súrssonar spurði Sturla mig hvort hann mætti segja nokkur orð.

Hann sagði okkur frá því að árið 1960 hafi hann kynnst gömlum Vestur-Íslendingi í Saskatoon í Kanada, sem hét Ben Peterson, Ben var félagi í Rósakrossreglunni og trúði á endurholdgun. Ben sagði Sturlu merkilega sögu af öðrum Vestur-Íslendingi, Kristjáni Emil Walters. Kristján Emil varð þekktur listmálari í Vesturheimi og var fenginn til að mála „portrett“ af Theódóri Roosevelt, forseta Bandaríkjanna og eins umhverfi Hvíta hússins, þaðan er t.d. fræg mynd eftir hann sem heitit Early Autumn.

En hvað um það, þeir Emil og forsetinn áttu eðlilega tal saman á meðan á verkinu stóð og það kom í ljós að Emil var íslenskrar ættar. Þá upplýsir forsetinn að hann sé mikill aðdáandi Íslendingasagnanna og hafi lesið þær margar í enskri þýðingu.

Að því kom að forsetinn spurði Emil hver væri uppáhalds söguhetja hans, Emil hugsað sig aðeins um en svaraði svo: „Ætli það sé ekki Gunnar á Hlíðarenda.“ Þá segir Theódór Roosevelt, forseti Bandaríkjanna, sem var eins og Ben Peterson - endurholdgunartrúar:

„Ég held mest upp á Gísla Súrsson enda trúi ég því staðfastlega, að ég hafi verið Gísli Súrsson í fyrra lífi.“

Sigrún Það er varla hægt að halda áfram án þess að minnast örlítið á Sigrúnu, glæsilegra par en þau hjónin finnast ekki. Samvera við hana á ferðalögunum er ekki síðri, menntun hennar og gáfur leiftra.

En ef til vill gætir samt örlítilla særinda í þessari vísu, sem hún orti á söguferð um Írland – væntanlega stuttu eftir að ljós Sturlu hefur skinið skært.

Það veit mín æra og trú,
mín ævi var misjöfn, en nú
víst vænkast minn hagur
og virðingarbragur,
ef heiti ég hirðskáldsfrú.

Villi
kom
á
þotunni
Að því að ég minnist á Sigrúnu og hef áður talað um hversu víðförul þau hjónin eru þá rifjast upp fyrir mér, að einu sinni vorum við stödd í Tallin í Eistlandi. Sendifulltrúi í sænska sendiráðinu, hafði aðstoðað okkur, ágætur ungur maður, en dálítið upp með sér og meðvitaður um eigið ágæti, við sátum og drukkum kaffi á dómkirkjutorginu.

Sigrún með slegið hárið og bláa húfu með mörgum nælum í, þar sem mátti merkja sögustaði og ferðalög. Húfan vakti athygli hins sænska og allt í einu sér hann merkilegt merki og spyr: „Hefur þú komið á Suðurskautslandið“? „Jᓠsvarar Sigrun og ekki meir. „Hvað segirðu“ segir hann „var það ekki ofboðslega dýrt“. Sigrun svaraði seint, svo hann spurði aftur. Þá segir hún; „Æ, ég veit það ekki. Bernhard Hollandsprins sótti okkur á einkaþotu sinni“. Og ekki meir um það.
Hér kynnti Magnús:

1. Benedikt Antonsson ávarpar Sturlu, bekkjarbróður sinn.
2. Halldór Blöndal alþingismaður fer með vísu.


lokum
Fyrir þremur árum var ég á ferð með hóp á Írlandi í júlímánuði, þá hringdi síminn, það var Sturla; „Magnús sagði“ hann „veistu hvaða dagur er í dag?“ „Nei, ekki sérstaklega“ segi ég. „Það er 20. júlí, Þorláksmessa á sumri og það stendur nú þannig á að ég ætla að leiðsegja skólasystkinum Sigrúnar um Suðurlandið (þetta var fyrir þremur árum) og er að vona að þú getir lánað mér hann heilagan Þorlák til halds og trausts.

Og auðvitað reyndist heilagur Þorlákur okkur báðum vel á ferðalögum okkar.
Gott
gengi
Og það verða mín síðustu orð hér á þessum góða degi – að ég vona að við fjögur; heilagur Þorlákur, Sturla, Sigrún og ég eigum eftir að ferðast saman sem oftast.

Magnús Jónsson sagnfræðingur

Aftur á síðu Sturlu Friðrikssonar

Top of Page * The GOP-frettir Main Page