Forsíða
GÓPfrétta
|
Sturla
Friðriksson 4.9.2012 Er Njála tómur spuni? Í tilefni þess, sem við ræddum
áðan um Njálu, |
* | Er Njála og jafnvel allar Íslendingasögurnar skáldskapur og uppspuni einn? |
Spuni? Sannindi? Bland? Njála |
Það er sumra álit, að
Íslendingasögurnar séu aðeins tilbúningur sagnaritara og ekki byggðar á
neinum atburðum, sem raunverulega höfðu átt sér stað á Íslandi til forna.
Til eru aðrir, sem vilja öllu trúa sem heilögum sannleika, er í
Íslendingasögunum stendur og telja þær sagnfræðileg heimildarit. Einnig eru
til þeir menn, sem vilja fara bil beggja.
Líta skal á Njálu sem gott dæmi um fornsögu. |
Getið víðar? Vísbend- | Til
þess að kanna sannleiksgildi Njáls sögu má
|
Bruni | Sagnfræðin
Viðvíkjandi sagnfræðilega atriðinu,
hafa ýmsir bent á, að sumra atburða í Njálu eða mannanafna í sögunni er
einnig getið í öðrum fornaldarritum okkar og eru þar líkingar í texta við
stílinn í Njálu.1 2 Þessar skráðu heimildir annarra rita styrkja mjög sannleiksgildi Njálu. |
Toppur | Hver er höfundur Njálu? Margir hafa leitað að höfundi Njálu, sem er óþekktur. Hefur þá verið fylgst með frásagnarstíl og getið söguþekkingar skrásetjara. Mörg dæmi eru sýnd um svipað orðalag seinni tíma höfunda og bent á frásagnir í sögunni sem líkjast atburðum er síðar hafa gerst. Einnig hefur verið bent á, að sögumaður gæti hafa stuðst við texta ýmissa íslenskra og erlendra rita við gerð sögunnar.6 7 |
EDDA Snorra Sturlusonar Finnur Jónsson bjó til prentunar Reykjavík Kostnm: Sigurður Kristjánsson 1907 * * * Bls. 241 og 244. | Fáir
hafa samt getið um merkilegt atriði í Snorra Eddu. Í
Skáldskaparmálum þeirrar ágætu bókar Snorra er vísa ein eignuð
Brennu-Njáli. Í þeim kveðskap kemur fyrir orðið húm sem sævarheiti,
og fyrir það er vitnað í vísuna. Vísan er þannig:
Vel getur þetta verið vísa úr lengra kvæði, sem Snorri og ritarar hans hafa kunnað. Merkilegt er, að höfundi Njálu hefur ekki verið kunnugt um þennan kveðskap. |
Er það A: B: | Sumir
fræðimenn hafa viljað telja Sturlu Þórðarson höfund Njálu.8
9 Mér finnst sú tilgáta hæpin vegna þessarar vísu. Þar sem Sturla var
vel kunnugur öllum gögnum í búi Snorra frænda síns. Sá sem þekkti þessa vísu hefði vafalaust notfært sér hana í sögunni. Hér er heimild óháð Njáls sögu um, að Brennu-Njáll hafi raunverulega verið til. Hefur sá maður þá verið í siglingum, lent í sjóroki og þurft að ausa sem aðrir skipverjar. Hann er þá einnig skáld og yrkir dágóða vísu með merkilegu sjávarheiti, sem verður til þess að vitnað er í kveðskapinn í virðulegu fræðiriti Snorra Sturlusonar. Höfundur Njálu verður alveg af allri þessari kunnáttu Njáls. Hann getur ekkert um alla sjómennsku Njáls og segir ekkert frá millilandasiglingum hans. Þarna hefði verið gott efni til frásagnar um ferðalög Njáls á hans yngri árum. Þá er skáldskapargáfa Njáls hvergi notuð í sögunni. Ég er hræddur um, að skáldið Sturla Þórðarson hefði gert sér mat úr kveðskap Njáls, hefði hann ritað Njálu. Annað atriði útilokar einnig Sturlu Þórðarson sem höfund. Er það lýsingin í Njálu á hlut Hrúts Herjólfssonar, er hann lagði í bú, þá hann gekk að eiga Unni Marðardóttur. En þar stendur: hann skal hafa Kambsnes ok Hrútsstaði ok upp til Þrándargils. Er þetta mikið land, og nær yfir Höskuldsstaði, sem var óðalsjörð bróðurins og því ekki föl. Það bendir til ókunnugleika Njáluhöfundar á Dalabyggð. Sturla Þórðarson var Dalamaður og hefði ekki sýnt þá vanþekkingu á svæðinu í riti sínu.1 Ýmsir aðrir hafa einnig verið taldir líklegir höfundar. Um þá speki geta aðeins færir sagnfræðingar fjallað. |
Munir
Bruna- | Rannsóknir - fornfræðilegar og náttúrufræðilegar Annars vegar má styrkja sannleiksgildi sögunnar með niðurstöðum af fornfræðilegum og náttúrufræðilegum rannsóknum á sögusviðinu eða efni, sem fjallað er um í texta sögunnar. Rétt við Rangá, skammt frá Knafahólum, þar sem setið var fyrir Gunnari og bræðrum hans, er Gunnarssteinn, þar sem bardagi er talinn hafa átt sér stað. Þar nokkuð frá hafa fundist mannabein og munir úr tveimur dysjum, en einnig beinhólkur með útskorinni mynd af hjartardýrum, er minna á Hjört bróður Gunnars, sem féll þar í bardaganum.10 11 Þá hafa fornleifafræðingar vandlega rannsakað allt svæðið á Bergþórshvolnum og fundið þar fornar rústir af sofnhúsi og fjósi með brunaleifum.12 13 Hef ég síðan orðið þess aðnjótandi, að fá að skoða nokkur gögn frá Bergþórshvoli, staðnum sem er í brennidepli sögunnar. Ég hef rannsakað línakur á svæðinu, en einnig skoðað brunaleifar úr sofnhúsinu, þar sem bygg var þurrkað. Aldursgreining á þessum brunaleifum var svo nákvæm, að það má segja, að hún ein sér sanni að Njálsbrenna hafi átt sér stað. Þannig geta náttúrufræðilegar niðurstöður einnig verið afdrifarík gögn fyrir sannleiksgildi sagnanna. |
Heimildir |
Heimildir
|