Forsíða
GÓPfrétta


Vikar
Pétursson
tók saman

Til baka á Jakobs-síðu

Yfirlit atburða í ævi
Jakobs Hálfdanarsonar,
byggt á sjálfsævisögu hans.

GÓP færði inn
og viðheldur.

1727 Hraunflóð um Reykjahlíðarkirkju. Jón Gauti er á móti endurbyggingu kirkjunnar. Þegar JH flyst að Grímsstöðum á að rífa kirkjuna. JH studdi endurbyggingu hennar.(bls.43).
1836 Í Brennuási í Fljótsheiði 5. febrúar kl 7 e.m. fæðist JH. lést 30. jan. 1919 þá 83 ára. Foreldrar H. Jóakimsson og Aðalbjörg Sigurðardóttir. (bls.17). Brennuás var selland frá þjóðjörðinni Breiðumýri er Jakob dannebrogsmaður Pétursson var umboðsmaður yfir og greindi þá (HJ og JP) nokkuð á um afgjald kotsins. (bls.26).
1839 15. okt fæðist Petrína Pétursdóttir, lést 19. nóv. 1907, þá 68 ára
1842-44 Hyggja menn að flytjast til Grænlands, þar á meðal Hálfdan Jóakimsson, faðir JH. "Fagrar sögur eftir Sigurð Breiðfjörð upptendraði menn". (bls 37).
1845 Hekla gýs. .."algjörlega friðlaus til þess, og yfirhöfuð að vera einn; mun það hafa komist inn hjá mér af hræðslu haustið 1845, er Hekla gaus. Því brestir og dunur heyrðust ógurlegir, einkum fyrstu 2-3 daga, og hræddist ég það mjög." (bls.20).
1847 JH fer fyrsta sinn til Húsavíkur "því það var gild regla að lofa börnum að fara það (í kaupstað) er þau voru á 12. ári." (bls.21).
1848 Jakobína Hálfdanardóttir, systir Jakobs, fæðist. Hún lést 24ra ára gömul. (bls.18).
1848 Hálfdan fer með öðrum í 1. viku sumars í 3ja vikna ferð við að reka fénað sr. Halldórs prófasts Björnssonar frá Eyjardalsá norður að Sauðanesi. Harðinda ár. (bls.20)
1848 Sr. Jón Austmann flytur frá Skinnastöðum í Axarfirði að Eyjardalsá. Kona hans er Málfríður Guttormsdóttir "..glaðvær og ræðin kona". (bls.22).
1849 Fer til séra Jóns Austmanns til náms. "...en gerði einungis gys að hinum fögru og fjörugu dráttum í rithönd sr. Hjálmars".(bls.19).
1849 Sr. Jón Þorsteinsson á Skútustöðum kveður söfnuð sinn og kemur JH þá fyrst í Mývatnssveit. (bls.21).
1849 Lofað í fjárrétt að Litlutungu.
1851 JH fermist. Brennuás eru selland þjóðjarðarinnar Breiðumýri sem Jakob dannebrogsmaður Pétursson var umboðsmaður fyrir. (bls 26).
1852 Jón Jóakimsson byggir á Þverá. Fyrri kona Jóns er Herdís Ásmundsdóttir. (bls.27).
1853 JH tekur þátt í að smíða kirkju að Lundarbrekku. (bls.27).
1853 Vann að stofnun lestarfélags Barðdælinga með Jóni Austmann.
1853(?) Stofnar fjárbótafélag með föður sínum og öðrum bændum. (bls.25).
1854 Einokunarlögin numin úr gildi. (bls. 51).
1855-56 Um tíma á Þverá að læra jarðyrkjustörf af Sæmundi Eiríkssyni. Páll Jóakimsson bjó á Grímsstöðum og þegar hann brá búi flutti Hálfdan Jóakimsson þangað árið 1856. Sigurður Jónsson í Ystafelli í Kinn er þá eigandi Grímsstaða. Sigurbjörg Pálsdóttir Jóakimssonar og maður hennar Jón Einarsson bjuggu á 1/3 Grímsstaða. (bls.28). "Vetur þessi…var einhver besti vetur er ég hef lifað". (bls.29). "Hundafársvetur..3 eða 4 menn gengu suður Sprengisand til að útvega hunda suður í Árnessýslu". (bls. 29).
1856 JH flytur einn yfir á Grímsstaði þá 20gu ára. Páll Jóakimsson, föðurbróðir Jakobs hafði búið 6 ár á Grímsstöðum. Hann hafði áður búið á Hólum í Laxárdal. Sonur hans Sigurgeir hafði búið á móti honum í 2 ár. Pétur Jónsson í Reykjahlíð ráðleggur JH að faðir hans flytji á Grímsstaði. (bls. 30).
1857 Föðurmóðir JH sem hét Aðalbjörg Pálsdóttir lést í Brenniási. "..sem verið hafði til húsa þar um mörg ár ...hún var fastheldin og skapstór.. en að öðru leyti nafnkennd listakona til munns og handa ..fornfróð og kunni fjarska af kvæðum, sálmum..". (bls34).
1858 Stofnaði tóbaksbindindisfélag, ".. sem enn þann dag í dag halda það heit að vera utan við þá nautn." (bls.34).
1858 Á yngismannadag stofnar JH til fundar um stofnun sparisjóðs (bls. 34). og lestrarfélags Skútustaðahrepps.
1859 Kemur Petrína Pétursdóttir að Grímsstöðum. Hún er þá 20 og JH 23 ára. (bls.36).
1860 Ganga JH og PP í hjónaband þá er JH 24 ára og PP 21 árs (1839).
1861 19. ágúst fæðist Guðrún (lést 11. apríl 1886 að Syðra Lóni) er síðar giftist Friðriki Guðmundssyni fæddum 25.6.1861. Hann lést 3.5.1936 í Winnipeg.
1862 "Hallgrím Jónsson….Dreng þann tók ég á 6. ári (1862) og var hann hjá mér þangað til 1872" (?). (bls. 58)
1863 1. júní fæðist Aðalbjörg, lést 26.8. 1866.
1865 Í janúar fær JH taugaveiki og liggur í 7 vikur. (bls 38).
1865 Jón Halldórsson skólabróðir JH frá skólavist hjá Jóni Austmanni á Eyjardalsá drukknar í Fnjóská. (bls.24).
1866 Tekur JH hálfa Grímsstaði.
1866 26. ágúst lést Aðalbjörg á 4 ári, fædd 1. júní 1863 úr taugaveiki, dyfteritis, en JH hafði einnig smitast af henni. Guðrún veiktist og var að dauða komin en hómópatalyf frá sr. Magnúsi virtust bregða henni til bata. (bls. 39).
1866 Ákveður JH að flytjast til Brasilíu og selur hluta í Grímsstaðabúinu. Líklega afsalar hann sér hlutanum en selur ekki.
1866 Jón Ármann fæðist 23. apríl. (bls.39). Hann lést í Rvík 1.10.1939.
1867 Jónas Hallgrímsson Brasilíufari lést (bls. 40) Réttara er að hann hafi látist 1870.
1867-72 Býr JH á Brettingsstöðum, sem hann átti á móti föður sínum. (bls. 40).
1867-72 JH hefur 1/4 af Grímsstöðum. 1872 deyr líklega systir hans sem gift var Guðmundi Finnbogasyni. Hún lést 24 ára og 1873 lést GF úr lungnabólgu. (bls.41).
1869 14. okt. fæðist Guðfinna, lést 21. okt.1869.
1870 Gránufélagið stofnað. (bls54).
1872-74 Búandi á Brettingsstöðum veiddi silung á stöng í Laxá. Jörðina hafði Hálfdan keypt með Jakobi. (bls.42).
1873 Kristjana dóttir Kristjáns Magnússonar (sæta), hún varð úti í hríð á Hólsfjöllum haust 1873, - "því hún var aðeins fyrra árið hjá mér á Brettingsstöðum,.". (bls. 59).
1873 Þá 33 fara til Brasilíu (bls. 40).
1873 Þann 26. maí fæðist Hálfdan á Brettingsstöðum. Hann fór til Ameríku og dvaldi þar í 10 ár en settist síðan að í Mýrarkoti á Tjörnesi þar sem hann lést 22.10.1955.
1873 Guðmundur Finnbogason ekkill Jakobínu. Þau bjuggu á Grímsstöðum
1874 Flytur frá Brettingsstöðum en þá var systir hans Jakobína látin.
1874 Gufuskipaferðir hefjast milli Íslands og Danmerkur.
1874 JH og Jón Gauti ríða til Þingvalla en þeir höfðu verið kjörnir um veturinn til fararinnar.
1874-75> Endurbygging kirkjunnar í Reykjahlíð.
Sjá einnig: Steinhús tengdafeðra eftir Jón Hálfdanarson.
1875 Þann 5. ágúst fæðist Herdís. Hún lést í Rvík 2.9.1963.
1875 Öskjugos, einnig nefnt Dyngjufjallagos. Gengur 9.(?) mars með Sigurgeiri tengdabróður sínum að eldgosinu og skrifaði lýsingu sem birt var í Ísafold.(bls. 48).
1875 Hefur útgáfu dagblaðs í Mývatnssveit. (bls. 48).
1875-80 Í hreppsnefnd (bls. 48).
1877 Þann 22. maí fæðist Jakobína. Hún lést í Rvík 18.11.1960.
1877 Rekur JH fyrst sauði á markað líklega á Oddeyri (bls.97).
1877-83 JH situr í sýslunefnd (bls. 48).
1878 Pantað JH frá Rvík. JH skrifaður fyrir reikningi (bls. 98).
1878-81 Vegurinn yfir Mýrdalsöræfi. Sjá frásögn JH.
1879 Andast Aðalbjörg móðir JH. "Reyndist það heimili mínu mikið skarð fyrir skildi. Um þessi ár fór óðum í vöxt heimtufrekja vinnuhjúa og vandræði við að halda þau, einkum þar sem eins var annmarkasamt og á Grímsstöðum. Kona mín veikbyggð orðin og þreytt að standa í stríði við það og ég farinn að finna þreytu af að ganga svo fyrir vinnu, sem mér fannst svo alnauðsynlegt".
1879 30. október fæðist Aðalbjörg. Hún lést í Rvík 19.11.1962.
1880 Pantaði JH fyrst vörur frá útlöndum. (bls. 98).
1880-82 Sæluhúsið við Jökulsá. Sjá frásögn JH. Sjá einnig mynd frá 2004.
Sjá einnig: Steinhús tengdafeðra eftir Jón Hálfdanarson.
1881 Samþykkt á sýslunefndarfundi að skipa út sauðum á Húsavík. JH valinn til að sjá um framkvæmdina.
1881 Þann 5. ágúst fundur haldinn á Akureyri með James Bridges (bls.100) til að semja um sauði. JB hafði vörur með frá Englandi sem JH hafði pantað.
1881 Þann 29. apríl tekur JH að sér milligöngu um sauðasölu og útvegun nokkura vörutegunda sem leiddu til stofnunar KÞ.
1882 Í júní fær JH borgarabréf á Húsavík. (bls. 62).
1882 Í kosti hjá Guðlaugu Hallgrímsdóttur, ekkju í Húsavík, meðan hann dreifir vörum. (Sjá líka æviminningar Friðriks Guðmundssonar).
1882 Versta sumar sem komið hefur yfir Norðurland. Jakob vinnur við verslunina í tjaldi. "Það voru fáir, sem liðu með mér. Þó má ég ekki gleyma þeim, sem unnu með mér. Fyrst Guðrún sál. dóttir mín, þá Friðrik, er seinna varð maður hennar, Þorsteinn Oddsson, Jón Björnsson". (bls. 66).
1882 JH opnar litla verslun (bls.79).
1882-1884 PP dvelur á Grímsstöðum. Með henni eru Methúsalem Guðmundsson og Jakobína Jónsdóttir, og hann fyrir búinu, sem sumir, er vel þekktu, skoðuðu þó ekki með öllu heppilegt. Þá voru á móti honum á Grímsstöðum Jón Jónsson og María Gísladóttir. JH byggir hálfa jörðina. Landsdrottinn hans þá er Benedikt Kristjánsson. (bls. 62).
1883 Í apríl er lagður hornsteinn að Jaðri.
Sjá einnig: Steinhús tengdafeðra eftir Jón Hálfdanarson.
1884 Sleppir JH Grímsstöðum. Semur við granna sinn Sigurjón Kristófersson í Ytrineslöndum að sjá um föður sinn en hann átti þá 5 ár ólifuð. Með til honum til Húsavíkur fara Jón Ármann 18 ára, Hálfdan 11 ára, Herdís 9 ára og Aðalbjörg á 5. ári. Jakobína varð eftir hjá föður hans á Grímsstöðum, þá 7 ára. Hann tók um vorið hálfa Rauf (nú Eyvík) til afnota og alla til byggingar af sr. Benedikt á Grenjaðarstað, - sleppti henni 1888. (bls. 64).
1884 Jaðar fullbyggður og JH flytur inn með fjölskyldu sína.
1884 Um haustið keypti JH bæði nokkuð af sauðum og yfir 20 hesta. Um sauðféð leiddist þá ekki mjög illa út en hestarnir seldust illa.
1884? Friðrik Guðmundsson og Guðrún Jakobsdóttir ganga í hjónaband.
1885 Ræður Bjarna Bjarnason, - gerist umboðsmaður Hins sameinaða gufuskipafélags
1885 Kaupir 70 hesta og selur með tapi (bls 70) og einnig einhverja sauði sem seldust á helming kaupverðs. Eignir hans þrjóta. Hann átti tæplega 4.000 kr er hann flutti til Húsavíkur en tapaði nú 7.000 kr. Umboðsmenn kaupfélagsins voru Hans Lauritzen & Knudsen urðu gjaldþrota. Enskur kaupmaður keypti skuldina og sendi innheimtumann, Schierbeck, landlækni. JH hafði selt H.L.&K. sauðina til endursölu og fékkst ekki nema þriðjungur af kaupverðinu til baka. Farmurinn fór út með skipinu Mica. (bls. 79). Kaupfélagið tapaði hér líka stórfé.
1885 Pantar JH trjávið fyrir 5.000 kr
1886 Þann 11. apríl lést Guðrún J.á Syðra Lóni þá 25 ára.
1886 Jón Pálsson styður JH við smíði á Pakkhúsinu.
1886 JH óskar þess við formann kaupfélagsins að aðrir verði fengnir til að sjá um reiknishald út á við þar sem efnahagur hans var orðinn bágur. Jón Sigurðsson og síðar Pétur sonur hans tóku að sér reikningshaldið. (bls.72).
1886 JH byggir vörugeymslu.
1887 Jón Ármann kaupir borgarabréf og þeir feðgar byrja með litla verslun, JÁ er þá 21 árs. JH kaupir hér borgarabréf fyrir JÁ því sjálfur var hann gjaldþrota.(bls.77).
1887,79,80 Rekur JH sauði á Úlfsbæ (bls.97).
1888 Sleppir Grímsstöðum
1889 lést líklega Hálfdan Jóakimsson. Nú leigir hann hluta af Grímsstöðum fyrir skepnur af sr. Benedikt (bls.64).
1889 Bugge fær Þórð Guðjohnsen til að innheimta skuldina. Kaupfélagið kaupir húsið á 2.500 kr en skuldin var upp á 3.400 kr. Áður hafði Bugge boðið kaupfélaginu húsið á kr. 2000.. "og að skuldin væri með það kvitt. Þá réði Benedikt í Múla því að vísa boði frá, og var mér þungt í skapi af því,".. (bls. 71). JH var kaupfélagsstjóri frá upphafi, það er hann réð hjá hverjum varan var pöntuð og "lét merkja mér hana alla, .. alla reikninga hélt ég einnig við útlenda og innlenda".
1889 Söludeildarhugmynd
1890 Söludeild tekur til starfa. JH tók hana að sér fyrsta árið en síðar tók JÁ 1891 að sér og rak hana til 1894. (bls. 73).
1891 Jakobína kemur til Húsavíkur þá 14 ára, en hún var hjá Hálfdani afa sínum, en hann lést 1889. Hvar dvaldi hún frá 1889 til 1891? Tveimur árum síðar fór hún í Ærlækjarsel.
1892-96 Tilbreytingalítið líf, starfaði sem afgreiðslumaður hjá KÞ til 1906 er hann segir starfi sínu lausu. "Líf mitt hefur frá 1890-92 verið verið tilbreytingalítið, svo og allt til 1906. Ég nefndist ekki kaupstjóri eftir 1890(?), heldur afgreiðslumaður K.Þ. Það nafn gaf ég stöðunni og hélst það síðan". (bls.73).
1893 JH dvelur í Jakobshúsi. "Skyldulið mitt hélt saman með mér í þessu húsi, sem lengi nefndist Jakobshús, til þess vor 1893, eður í 9 ár. Þá fór Hálfdan sonur minn til Ameriku og Jakobína dóttir mín, sem búin var að vera hjá mér tæp 2 ár, fór í Ærlækjarsel. Tveimur árum seinna flutti Jón sonur minn í "Garðar" og enn ári seinna, þ.e. 1896, skildum við hjónin rúm og húsaskjól. Hún flutti til Jóns, en ég var hér kyrr, - en bæði vorum við í kosti hjá Jóni og þá Herdísi," (bls.73).
1893 Jakobína fer í Ærlækjarsel.
1893-04 JH sýslunefndarmaður.
1894-98 Skólastjórnarnefndarmaður fyrir Hólaskóla í Hjaltadal.
1895 Jón Ármann flytur til Garðar (húsheiti).
1896 JH og PP skilja að rúmi og húsaskjóli og flytur PP til JÁ í Garðar en JH er áfram í Jakobshúsi.
1896-1905 Hálfdan Jak. fer til Ameríku, samkv. Guðrúnu Hólmfríði Gísladóttur lofaði hann Petrinu að vera mest 10 ár. Hann fór með Sveinbirni Guðjohnsen, sem reyndar fór á undan vestur.
1896-99 Herdís er bústýra hjá Jóni Ármanni. Herdís er þá 21 árs 1896.
1899 HJ+AJ sigla til Hafnar. Samkv. GHG giftast AJ og GÓP 9. des.1899.
1899 " varð ég formaður jarðabótafélagsins hér í hreppi - því starfi hef ég haldið til þessa - nú í 18 og hálft ár"  (bls. 74).
1900-01 PP er bústýra hjá JÁ í Garðar.
1901 Finnur JH til þrauta fyrir brjósti.
1902-05 JH+PP í eigin kosti í húsi JÁ.
1904 Stofnar ásamt Eiríki Þorbergssyni fyrirtækið Fjalar, sem starfrækt var í um 4 ár. Samkvæmt GHG var þar sögunarmylla og eitt sinn slasaði JH sig, sagaði af sér putta. Samkv. Sigurjóni Jóhannessyni fv. skólastjóra á Húsavík efnaði Fjalar allt timbur í Húsavíkurkirkju.
1905-07 Flytur PP í skólahúsloft ásamt Guðrúnu Einarsdóttur og býr þar 3 missiri er hún kemur aftur til JH í Jakobshús.
1906 JH segir lausu starfi sínu hjá KÞ þá sjötugur.
1907 PP flytur til JH í Jakobshús og lést 19. nóv. s.á. þá 68 ára. (bls. 74).
1919 þann 30. janúar lést JH hjá syni sínum Hálfdani í Mýrarkoti.
Um
Eirík
Þor-
bergs-
son

frá

Hildi
Hálf-
danar-
dóttur

Sunnudagur, 25. maí 2003
Frá Hildi Hálfdanardóttur vegna fyrirspurnar frá GÓP:

Eiríkur Þorbergsson var maður Jakobínu og því afi minn. Þau bjuggu á Húsavík og skildu þegar pabbi var þriggja eða fjögurra ára gamall. Pabbi var fæddur 1901. 

Eiríkur flutti til Winnipeg 1910, þremur árum á undan Jóni Ármanni Jakobssyni og fjölskyldu. Hann giftist aftur þar Margréti Sigurðardóttur, sem ættuð var úr Eyjafirðinum, og eignuðust þau tvo syni, Thorberg og Pálma. Thorbergur eignaðist tvo syni - með fyrri konu sinni átti hann Barry (fæddur 1943 eða 4), sem býr í Endeby í Alberta, en á engin börn. Með seinni konu sinni, sem var íslensk og jafnaldra mín, átti hann einn son Kristin, fæddur 1951 eða 2, en hann drukknaði við Vestmannaeyjar aðeins um 18 ára gamall. Þau skildu. Pálmi eignaðist engin börn.

Eiríkur var frá Syðri-Tungu á Tjörnesi og var Sigurjón, afi Sigurjóns Jóhannessonar bróðir hans.

Ég get sagt þér margt fleira um þennan afa minn sem ég hitti aldrei. Hann lést 1949 í Winnipeg, en ég fór til Winnipeg í ágúst-mánuði 1950 og var hjá Margréti ekkju hans og föðurbræðrum mínum í 1 1/2 ár.
Læt þetta nægja að sinni - Kveðjur - Hildur

Efst á þessa síðu * Forsíða * Til baka á Jakobs-síðu