GÓP-fréttir Niðja- * JÁJ-1938: |
Jakob Hálfdanarson
Upphaf sjálfsævisögu >> fd.: 05.02.1836 Bréf Hálfdans Jakobssonar um andlát og útför Jakobs >> dd.: 30.01.1919 Þar er einnig stutt æviágrip Hálfdans frá Menningarstofnun Þingeyinga.
Efnisyfirlit:
|
Úr fórum Jakobs Hálfdanar- sonar |
"Árið 1836, hinn 5.
dag febrúarmánaðar, nál. kl. 7 e.m. varð sá atburður, sem varla er að vísu í
frásögur færandi, því hann skeður einhvers staðar á hverri stundu, að drengkorn
fæddist í býli nokkru, ekki gömlu, í Fljótsheiði við Bárðardal, sem nefnist
Brenniás. Foreldrarnir voru Hálfdan Jóakimsson og Aðalbjörg Sigurðardóttir, er
búið höfðu þar í 3 ár og eignuðust þennan dreng fyrstan barna."
Þannig hefst sjálfsævisaga Jakobs Hálfdanarsonar, sem "var einn fremsti brautryðjandi kaupfélagsskapar, þeirra verzlunarhátta, sem upp voru teknir í Þingeyjarsýslu undir lok 19. aldar, og nú bera heitið samvinnuhreyfing." eins og Einar Laxness kemst að orði árið 1982 í upphafi formála síns að bók sem þá var gefin út með nokkru af efni Jakobs, sjálfsævisögu hans, sögu Kaupfélags Þingeyinga og nokkru fleiru. Kynning á bakhlið bókarinnar hefst
þannig: - - - - - - Jakob skrifaði margt fleira heldur en það sem enn hefur birst á prenti og þar á meðal eru eftirtaldar frásagnir sem hann ritaði í bók sem hann nefndi Ættartölubók Jakobs Hálfdanarsonar, Húsavík, hverrar skrift er upp hafin árið 1898. |
| |
27.
júlí 1952 SÍS JH- |
Dagur - 30. júlí 1952 segir frá
fimmtugs afmæli SÍS sem upp á var haldið þremur dögum fyrr.
|
Mývatn 2000 |
Á hvítasunnunni árið 2000, dagana 9. - 12. júní - hittust niðjar þeirra Petrínar Kristínar Pétursdóttur og Jakobs Hálfdanarsonar við Mývatn: |
JH-bókin seld niðjum JH á kr. 500 Niðjafélagið 1135-05-7187 og kennitalan: 220231-2409 |
Jakob Hálfdanarson: Sjálfsævisaga - Bernskuár Kaupfélags Þingeyinga
Niðjafélag Jakobs Hálfdanarsonar undirbjó útgáfu þessarar bókar sem kom út hjá Ísafold árið 1982. Nú hefur Niðjafélagið fengið það sem eftir er af upplaginu og ákveðið hefur verið að bjóða hvert eintak á kr. 500. Láttu vita ef þú og þínir vilja kaupa eitt eða fleiri eintök. Mjög mikið efni liggur eftir Jakob í rituðu máli. Niðjar Jakobs hafa unnið að útgáfu þess efnis síðan um 1940. Bókin sem kom út árið 1982 var afrakstur þess starfs. Þá var áætlað að gefa út að minnsta kosti eina aðra bók. Til þess hefur enn ekki komið og undirbúningsstarf undir þá útgáfu hefur enn ekki farið í gang. Á margan hátt er hægt að leggja því máli lið - og láttu vita ef þú hefur hug á því. Það er auðvitað kominn tími til að skoða það mál nánar. |