GÓP-fréttir



Niðja-
mótið
2004

Aðalbjörg
Jakobs-
dóttir

Herdís
Jakobs-
dóttir

Jakob
Gíslason

Guðrún
Gísla-
dóttir

Niðja-
mót

2000

2004

2009

*

JÁJ-1938:
Hálfdan
Jóakimsson

í Brenniási

Jakob Hálfdanarson
Upphaf sjálfsævisögu >> fd.: 05.02.1836
Bréf Hálfdans Jakobssonar
um andlát og útför Jakobs >> dd.: 30.01.1919
Þar er einnig stutt æviágrip Hálfdans frá Menningarstofnun Þingeyinga.


Jakob Hálfdanarson (f. 5.2.1836, d. 30.1.1919) og
Pétur Ólafur Gíslason (f. 16.7.1831, d. 19.9.1917)
standa hjá Pétri Jónssyni í Reykjahlíð (f. 18. apríl 1818, d. 1906).
Úr mynd Eiríks Þorbergssonar í myndasafni Jakobs Jakobssonar.
Ævisagan * Niðja-netföng

Niðjamyndir og Niðjatré

Efnisyfirlit:

Úr
fórum
Jakobs
Hálfdanar-
sonar
"Árið 1836, hinn 5. dag febrúarmánaðar, nál. kl. 7 e.m. varð sá atburður, sem varla er að vísu í frásögur færandi, því hann skeður einhvers staðar á hverri stundu, að drengkorn fæddist í býli nokkru, ekki gömlu, í Fljótsheiði við Bárðardal, sem nefnist Brenniás. Foreldrarnir voru Hálfdan Jóakimsson og Aðalbjörg Sigurðardóttir, er búið höfðu þar í 3 ár og eignuðust þennan dreng fyrstan barna."

Þannig hefst sjálfsævisaga Jakobs Hálfdanarsonar, sem "var einn fremsti brautryðjandi kaupfélagsskapar, þeirra verzlunarhátta, sem upp voru teknir í Þingeyjarsýslu undir lok 19. aldar, og nú bera heitið samvinnuhreyfing." eins og Einar Laxness kemst að orði árið 1982 í upphafi formála síns að bók sem þá var gefin út með nokkru af efni Jakobs, sjálfsævisögu hans, sögu Kaupfélags Þingeyinga og nokkru fleiru.

Kynning á bakhlið bókarinnar hefst þannig:
"Faðir samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi."
Orð þessi eru höfð eftir Jónasi Jónssyni frá Hriflu um höfund þessarar bókar, Jakob Hálfdanarson, bónda á Grímsstöðum við Mývatn og fyrsta kaupfélagsstjóra Kaupfélags Þingeyinga (f. 1836, d. 1919).

- - - - - -

Jakob skrifaði margt fleira heldur en það sem enn hefur birst á prenti og þar á meðal eru eftirtaldar frásagnir sem hann ritaði í bók sem hann nefndi Ættartölubók Jakobs Hálfdanarsonar, Húsavík, hverrar skrift er upp hafin árið 1898.

Nokkur
ártöl

  • 1836 - 1856 * 0 - 21 árs í Brennuási.
    Fd. 5.2.1836. Foreldrar: Hálfdan Jóakimsson og Aðalbjörg Sigurðardóttir.
  • 1856 * 21 árs.
    Flyst að Grímsstöðum við Mývatn að reka þar bú fyrir foreldra sína sem búa áfram í Brennuási til næsta vors. 
  • 1857 - 59 * 24 ára. Vinnumaður á Grímsstöðum.
  • 1859 * 23 ára.
    Petrína Kristín Pétursdóttir (f. 15.10.1839 - d. 19.11.1907) kemur til Grímsstaða.
  • 1860 * 24 ára. Jakob og Petrína ganga í hjónaband.
  • 1861 * 25 ára. Bóndi á Grímsstöðum til 1871. (Hr.stj. og meðhjálpari).
  • 1860 - 1866 * Brasilíuferð íhuguð, áætluð, skip kemur ekki, hætt við.
  • 1872 * 36 ára. Bóndi á Brettingsst.
  • 1873 * 26. maí - Hálfdan Jakobsson fæðist.
  • 1874 * 38 ára. Bóndi á Grímsstöðum.
  • 1883 * 47 ára. Borgari á Borgarhóli.
  • 1884 * 48 ára. Borgari á Jaðri, Húsavík
    "Upphafsmaður og erindreki Kaupfélags Þingeyinga" eins og hann kemst sjálfur að orði.)
  • 1887 * 51 árs. Borgari í Naustum
  • 1896 * 60 ára. Borgari í "Garðar"
  • 1899 * 63 ára. Borgari á Jaðri, Húsavík.
  • 1919 * 82 ára. Dd. 30.1.1919. 
  • 1955 * 22. sept. deyr Hálfdan Jakobsson í Mýrarkoti - 82 ára.
27. júlí
1952

SÍS
50
ára

JH-
styttan

Dagur - 30. júlí 1952 segir frá fimmtugs afmæli SÍS
sem upp á var haldið þremur dögum fyrr.


Herdís, Jakobína og Aðalbjörg Jakobsdætur og Vilhjálmur Þór

Mývatn
2000
Á hvítasunnunni árið 2000, dagana 9. - 12. júní - hittust niðjar þeirra Petrínar Kristínar Pétursdóttur og Jakobs Hálfdanarsonar við Mývatn:
JH-bókin
seld niðjum
JH á
kr. 500

Niðjafélagið
hefur
reikning:

1135-05-7187

og kennitalan:

220231-2409

Jakob Hálfdanarson: Sjálfsævisaga - Bernskuár Kaupfélags Þingeyinga

Niðjafélag Jakobs Hálfdanarsonar undirbjó útgáfu þessarar bókar sem kom út hjá Ísafold árið 1982. Nú hefur Niðjafélagið fengið það sem eftir er af upplaginu og ákveðið hefur verið að bjóða hvert eintak á kr. 500.

Láttu vita ef þú og þínir vilja kaupa eitt eða fleiri eintök.

Mjög mikið efni liggur eftir Jakob í rituðu máli. Niðjar Jakobs hafa unnið að útgáfu þess efnis síðan um 1940. Bókin sem kom út árið 1982 var afrakstur þess starfs. Þá var áætlað að gefa út að minnsta kosti eina aðra bók. Til þess hefur enn ekki komið og undirbúningsstarf undir þá útgáfu hefur enn ekki farið í gang. Á margan hátt er hægt að leggja því máli lið - og láttu vita ef þú hefur hug á því. Það er auðvitað kominn tími til að skoða það mál nánar.

Efst á þessa síðu * GÓP-fréttir - forsíða