|
Herdís
Jakobsdóttir dóttir Petrínar Pétursdóttur og Jakobs Hálfdanarsonar Sjá hér úr Melkorku 1955 Fyrsti formaður Sambands sunnlenskra kvenna Skráð af Guðrúnu,
dóttur Gísla Péturssonar og Aðalbjargar Jakobsdóttur.
bls. 34
- 39. |
Guðrún Jakobsdóttir, f. 19.08.1861, d. 11.04.1886, |
1875 - 1963 | Herdís Jakobsdóttir
f. 5. ágúst 1875 - d. 2. sept. 1963 |
Fæddist við Mývatn Fluttist |
Herdís fæddist á Grímsstöðum við Mývatn árið 1875.
Foreldrar hennar voru hjónin Petrína Kristín Pétursdóttir Jónssonar prests
Þorsteinssonar í Reykjahlíð og Jakob sonur
Hálfdans Jóakimssonar bónda í
Brennniási og síðar á Grímsstöðum. Þegar Herdís var á 9. ári fluttist hún með foreldrum sínum út á Húsavík. Faðir hennar var aðal hvatamaður að stofnun Kaupfélags Þingeyinga og var þá orðinn starfsmaður þess á Húsavík. Jakob var mikill áhugamaður um félagslegar framkvæmdir og nýjungar í samfélagsmálum og varð heimili þeirra hjóna eins konar félagsmiðstöð í víðáttumiklu héraði. Þangað áttu margir erindi bæði vegna verslunarinnar og vegna þess almenna áhuga á félagsmálum sem þá var vaknaður í Þingeyjarsýslu. |
Verslun og félagsstörf |
Herdís byrjaði ung að hjálpa föður sínum við verslunarstörfin og varð því snemma bæði áheyrandi og þátttakandi í margvíslegum umræðum og drakk í sig nýjar hugsjónir í þjóðmálum. Hún var barn að aldri þegar Bríet Bjarnhéðinsdóttir var á Húsavík og ræddi áhugamál sín við föður hennar og hreifst af baráttu Bríetar fyrir jafnrétti kvenna. Hún gerði sér því snemma grein fyrir því misrétti sem konur áttu við að búa. Árið 1895, þegar hún var rétt tvítug, stofnaði hún ásamt nokkrum konum á Húsavík, kvenfélag sem enn er starfandi þar. |
Hannyrðir vefnaður handiðnir |
Þegar Herdís var rúmlega tvítug dvaldi hún nokkra mánuði á Akureyri og lærði karlmannafatasaum og hannyrðir. Vorið 1899 sigldi hún til Danmerkur með Aðalbjörgu systur sinni. Þær voru fjóra mánuði í Kaupmannahöfn við ýmiss konar verklegt nám. Aðalbjörg lærði matseld og hússtjórn en Herdís lærði vefnað ásamt ýmiss konar bast- og tágavinnu og einnig útskurð í tré og línoleum. |
Sjálfstæður verktaki |
Eftir að hún kom heim til Húsavíkur leigði hún herbergi og setti þar upp vefstól. Hún óf fyrir húsmæður á Húsavík ýmislegt til heimilis svo sem gluggatjöld, teppi, dyratjöld og fleira. Hún pantaði efni til vefsins beint frá Kaupmannahöfn og stóð í bréfasambandi við þá sem höfðu kennt henni þar. Hún hjálpaði móður sinni við heimilishaldið og þjónustubrögð en aðalstarf hennar mun þó hafa verið verslunarstörf bæði hjá föður hennar við Kaupfélagið og við verslun Jóns Ármanns, bróður hennar. |
Verslunarm. bóndi barnafélag stúkustarf kvenfélag |
Á þeim tíma mun það ekki hafa verið algengt að konur
lifðu svo sjálfstæðu lífi og ynnu fyrir sér sem Herdís gerði. Á gömlu
félagsskírteini sem gefið er út 18. nóv. 1907 er hún nefnd verslunarm.
Sennilega stytting út verslunarmær fremur en verslunarmaður.
Herdís átti eitthvað af kindum og árið 1909 festi hún kaup á túni sem í afsalinu er talið 5 dagsláttur, ásamt fjárhúsi með áfastri hlöðu. Verðmæti eignarinnar var kr. 850. Hún starfaði alltaf að félagsmálum. Auk starfsins í kvenfélaginu tók hún þátt í stofnun Góðtemplarastúkunnar á Húsavík og starfaði mikið í þeim félagsskap. Á þessum árum starfrækti hún einnig barnafélagið Fram ásamt Aðalbjörgu systur sinni. |
Hugað að lífs- starfi |
Í lok ársins 1910 býðst henni staða við Kaupfélagið á Þórshöfn og virðist svo á gömlum bréfum að hún hafi haft áhuga á að taka því en úr því varð þó ekki. Sumarið eftir fór hún til Reykjavíkur í skemmti- og kynnisferð og eftir það sækir hún um verslunarstarf í höfuðborignni en bréf hennar tafðist á leiðinni og búið var að ráða í stöðuna þegar umsóknin komst í hendur réttra aðila. |
Með- mæli |
Í sambandi við þessar atvinnuhugleiðingar aflar hún sér
nokkurra meðmæla. Þar á meðal voru ein frá verslunarstjóranum hjá Örum &
Wulfs á Húsavík. Þar segir m.a.:
Þessi meðmæli eru dagsett í júlí 1911. |
Hjóna- band tæp 3 ár M: |
Björn Vigfússon, kennari, situr lengst til vinstri í fremstu röð. Þrátt fyrir nokkurn áhuga og góð meðmæli varð þó ekki úr því að Herdís flytti burt frá Húsavík að þessu sinni. Ekki er ósennilegt að þar hafi eitthvað fleira komið til. Víst er að vorið eftir, þann 28. maí 1912, gekk hún að eiga Björn Vigfússon organleikara. Björn (f.: 13. sept. 1877) var ættaður frá Ferjubakka í Öxarfirði en fluttist með foreldrum sínum til Húsavíkur árið 1906. Hann var miklum tónlistarhæfileikum búinn og hafði frá unga aldri stundað organleik og æft kórsöng við Skinnastaðakirkju. Þegar hann kom til Húsavíkur stofnaði hann og stjórnaði söngflokki innan Góðtemplarareglunnar. Þar munu leiðir þeirra Herdísar hafa legið saman því hún hafði yndi af tónlist og tók frá upphafi þátt í söngstarfinu. Bæði unnu þau svo af miklum áhuga að bindindismálum. Heimili þeirra var á Húsavík en Björn var organleikari og söngstjóri við Húsavíkurkirkju. Samvistir þeirra urðu ekki langar því Björn lést á sjúkrahúsinu á Akureyri þann 21. febrúar 1915 aðeins 37 ára að aldri. Hann hafði að vísu lengi kennt þess sjúkdóms sem dró hann til dauða en rúmfastur lá hann aðeins nokkra mánuði. |
Kennara- nám |
Nú var Herdís aftur orðin ein og sjálfs sín ráðandi. Hún
leitaði ekki eftir vinnu við verslunarstörf en tók nú upp þráðinn frá
Hafnardvölinni. Hún fór til Reykjavíkur um haustið og þaðan skrifar hún föður
sínum m.a.:
|
Veikindi -
Kennsla |
Um vorið fór hún norður en veiktist og lá mikinn hluta
sumarsins. Um haustið hefur hún náð sér að fullu og vinnur fyrir sér sem
heimiliskennari á Húsavík framan af vetrinum um leið og hún gengur frá málum
sínum þar. Eftir áramótin breytir hún um. Hún segir sjálf svo frá í bréfi til
föður síns:
Með þessari námskeiðskennslu hófst nýr þáttur í lífi Herdísar. Kennslan átti vel við hana. Hún veitti henni kjark og þor og trú á sjálfa sig, eins og hún sjálf kemst að orði í einu bréfa sinna. Áhugi var svo mikill fyrir þessari fræðslu að ekki var hægt að sinna öllum beiðnum. |
1917 til Suður- lands Námskeiða- Heimilis- |
Vorið 1917 flutti Herdís alfarin til Suðurlands. Hún
setti sig í samband við Heimilisiðnaðarfélag Íslands er hafði hug á því að
hlynna að heimilisiðnaði sem víðast um landið með því að styrkja
heimilisiðnaðarfélög, ungmennafélög og kvenfélög til námskeiðahalds og útvega þeim kennslukrafta. Næstu árið kenndi Herdís á námskeiðum víðs vegar um Suðurland. Í Reykjavík á vegum Heimilisiðnaðarfélags Íslands en í sveitum á vegum ungmennafélaga eða kvenfélaga. Flest munu námskeiðin hafa verið á Eyrarbakka en einnig víða um sveitir í Árnes- og Rangárvallasýslum. Einnig kenndi hún á námskeiðum á Akranesi og í Borgarnesi. Tveir til þrír mánuðir vor og haust fóru að jafnaði í þessi námskeið. Ýmist kenndi hún handavinnu og föndur, eða vefnað. Nemendur voru á öllum aldri, unglingar í barnaskóla og fullorðið fólk, en flokkað nokkuð saman vinnuhópa eftir aldri. Að námskeiðunum loknum voru að jafnaði haldnar sýningar á unnum munum. Almennar heimilisiðnaðarsýningar voru á þessum árum haldnar víðs vegar um landið og Heimilisiðnaðarfélag Íslands gekkst fyrir sýningum í Reykjavík. Á sýningu sem haldin var í Reykjavík 1921 sendi Herdís nokkra muni, bæði eftir sig og nemendur sína, og þaðan fékk hún heiðursskjal "með bestu viðurkenningu fyrir gólfmottu". |
Alþingis- hátíðar- árs- sýning |
Alþingishátíðarárið stóð Heimilisiðnaðarfélag Íslands
fyrir landssýningu. Herdís var kosin í nefnd sem sýslunefnd Árnessýslu kostaði
til undirbúnings þátttöku sýslunnar í sýningunni. Sem einn liður í undirbúningnum var ákveðið að sumarið áður stæði Héraðssambandið Skarphéðinn fyrir héraðssýningu að undangengnum sýningum í flestum hreppum sýslunnar. Þetta var hugsað sem eins konar æfing og uppörvun til fólks um að vinna og senda muni á landssýninguna. Herdís og samnefndarmenn hennar skiptu á milli sín að ferðast um og skoða allar þessar sýningar, velja muni, tala við fólk, veita því leiðbeiningar og hvetja það til þátttöku. Herdís vann síðan við landssýninguna sem haldin var í Menntaskólanum í Reykjavík mánuðina júní og júlí 1930. * *
* *
|
!928
Formaður |
Vorið 1928 boðaði heimilisiðnaðarmálastjóri, Halldóra
Bjarnadóttir, til almenns kvennafundar á Selfossi. Á þessum fundi var ákveðið að
stofna samband kvenfélaganna á Suðurlandi og skyldi formlegur stofnfundur þess
haldinn 30. sept. um haustið.
Það mun hafa verið Halldóra sem stakk upp á Herdísi sem formannsefni. Herdís hafði þá í meira en áratug starfað í sambandi við Heimilisiðnaðarfélagið og Halldóra vissi hve kunnug hún var stjórnum félagasamtaka víða um Suðurland í gegnum námskeiðastarfið. Þótt Herdís væri þá ekki meðlimur í neinu kvenfélagi á væntanlegu sambandssvæði var hún búsett á sambandssvæðinu, og stofnandi og starfandi meðlimur kvenfélags hafði hún verið árum saman áður en hún flutti til Suðurlands. Herdís var einróma tilnefnd formaður þessa væntanlega sambands og tók að sér að semja drög að lögum og sjá um annað það er að stofnun sambandsins laut. Hún var síðan formaður Sambands sunnlenskra kvenna í 20 ár eða á meðan hún var búsett á sambandssvæðinu. |
Heimili á Eyrar- bakka |
Eftir að Herdís fluttist til Suðurlands átti hún heimili á Eyrarbakka hjá Aðalbjörgu systur sinni og manni hennar, Gísla Péturssyni, héraðslækni. Í hugum okkar sem þar áttum heimili með henni var hún óaðskiljanlegur hluti þeirrar heildar. |
Ótrauður baráttu- maður |
Störf Herdísar við S.S.K. urðu fljótlega æði umfangsmikil og fylgdu þeim mikil bréfaskipti og ferðalög, Herdís var mikil hugmanneskja að hverju sem hún gekk og baráttumál sambandsins áttu traustan forgöngumann þar sem hún var. |
1944 til Reykjavíkur |
Árið 1944 flutti Herdís til Reykjavíkur ásamt Aðalbjörgu systur sinni, sem þá var orðin ekkja. Þær héldu heimili saman í Reykjavík á meðan þeim entist heilsa. Síðustu ár ævinnar dvaldist Herdís á sjúkrahúsi. Hún andaðist 2. sept. 1963, rétt 88 ára að aldri. |
Ritað af systurdóttur Herdísar |
Í júní 1978,
Guðrún Gísladóttir. (Dóttir Aðalbjargar Jakobsdóttur og Gísla Péturssonar.) |
Vísanir á vef SSK |
Sjá einnig vef
Sambands sunnlenskra kvenna og um Herdísi þar sem fjallað er um sögu SSK. |
Viðtal Þ.V. 1955 |
Sjá hér úr Melkorku 1955 viðtal Þóru Vigfúsdóttur við Herdísi Jakobsdóttur sem þá var áttræð. |
>> | Leiði Herdísar er í Fossvogskirkjugarði: Svæði G - Gata 33 - Nr. 28 |
Efst á þessa síðu * Forsíða GÓP-frétta * Til baka > Jakob Hálfdanarson