|
Melkorka -
tímarit kvenna 3. HEFTI NÓVEMBER 1955 11. ÁRG. s.67-70. Ritstjórn: Nanna Ólafsdóttir og Þóra Vigfúsdóttir. Útgefandi: Mál og menning 1955 - Þóra Vigfúsdóttir ræðir við GÓP færði inn nær stafrétt úr
frumtexta |
Guðrún Jakobsdóttir, f. 19.08.1861, d. 11.04.1886, Sjá einnig
samantekt Guðrúnar Gísladóttur um Herdísi. |
Þóra Vigfús- dóttir: |
Herdís Jakobsdóttir Fyrir röskum tveim áratugum var ég stödd á kvennafundi í Reykjavík. Á bekk fyrir framan mig sezt há, grönn og höfðingleg kona, sem heilsar sessunauti mínum, Laufeyju Valdimarsdóttur, með svo hlýju brosi að mér fannst geisla um mig um leið. Þessi kona var Herdís Jakobsdóttir, sem ég sá þá í fyrsta sinn. |
Áttræð baráttu- kona |
Árin hafa liðið, en engin sýnir okkur betur en Herdís, sem okkur er sagt að hafi orðið 80 ára í sumar, að það er hægt að vera ungur og brennandi í andanum þótt árin færist yfir. Bros hennar er alltaf jafn hlýtt og geislandi. Áhuginn fyrir réttinda- og menningarmálum jafn heitur og vakandi. Fram á þennan dag hefur hún tekið virkan þátt í margvíslegum félagsmálum kvenna, sótt fundi öðrum konum betur og hefur með fordæmi sínu þar eins og öðru fleiru hvatt hinar yngri til að vera vakandi fyrir þeim réttindamálum, sem konur þurfa enn að heyja baráttu fyrir. Því þótt 40 ár séu liðin síðan íslenzkar konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis, verða þær enn þann dag í dag að berjast fyrir jafn sjálfsögðu réttindamáli sem því, að konur fái sömu laun fyrir sömu vinnu. |
Bríet Bjarn- héðins- dóttir
|
Konurnar sem á áratugunum fyrir og eftir aldamót fylktu sér
til eldheitrar baráttu fyrir þeim réttindum sem nútíma íslenzka konan nýtur
og lögðu krafta sína fram í menningar- og sjálfslæðisbaráttu þjóðar sinnar,
eiga okkar dýpsta þakklæti og aðdáun skilið. Þegar Bríet Bjarnhéðinsdóttir hóf sitt mikla brautryðjandastarf á sviði kvenréttindamála hér á landi þá vitum við að margar af gáfuðustu og víðsýnustu konum þeirra tíma fylktu sér undir merki hennar. Nöfn þeirra þekkjum við flest og öll vitum við einnig að í þeirra hópi var Herdís Jakobsdóttir. Nú finnst okkur það eins og saga aftan úr grárri forneskju að þessar konur urðu fyrir andúð og jafnvel ofsóknum fyrir að krefjast þess að konur fengju kosningarétt og aðgang að skólum og menntastofnunum eins og karlmenn. |
Í föður- garði Menn- og Víð- |
Kvenfrelsisbaráttan var því nátengd menningar- og frelsisbaráttu þjóðarinnar og því hefur Herdís Jakobsdóttir ekki lært á skólabekk hina stórbrotnu sögu þjóðarinnar frá aldamótahvörfum, heldur lifað hana sjálf frá því hún ólst upp í föðurgarði hjá fðður sínum, hugsjónamanninum og brautryðjandanum Jakobi Hálfdanarsyni. Herdísi er menningaráhugi og víðsýni í blóð borin. Í því sambandi má geta þess að hún var ein af stofnendum Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna þegar það félag var stofnað fyrir nokkrum árum og ein af þeim konum sem skrifaði í fyrsta hefti Melkorku, tímarit kvenna. Eins og kunnugt er var hún um tuttugn ára skeið formaður Sambands sunnlenzkra kvenna og lét til sín taka þar um margvísleg umbótamál, og um margra ára skeið beitti hún sér af alhug fyrir stofnun húsmæðraskóla að Laugarvatni. Ein samstarfskona hennar komst svo að orði í afmælisgrein að brennandi ættjarðarást og mannkærleikur hafi alla tíð mótað athafnir hennar og starf. |
Eftirfarandi viðtal átti Melkorka við Herdísi í tilefni afmælisins í sumar: | |
Tor- fært um mennta- veginn |
Ég er fædd á Grímsstöðum við Mývatn 5. ágúst 1875, ólst þar upp til átta ára aldurs, en þá flutti faðir minn, Jakob Hálfdanarson, með fjölskyldu sína til Húsavíkur. Við vorum sjö systkinin sem komumst til fullorðins ára. Eins og kunnugt er var faðir minn einstakur hugsjónamaður og brautryðjandi kaupfélagsstefnunnar hér á landi, enda var hann alla tíð blásnauður af þessa heims gæðum og fórnaði öllum kröftum í þágu þeirrar hugsjónar sem hann barðist fyrir. Um skólamenntun okkar barnanna var því ekki að tala, þó fór elzta systir mín á kvennaskólann að Laugalandi og ég og Aðalbjörg systir mín fórum til Danmerkur um aldamótin og dvöldumst þar nokkurn tíma. |
Góð rithönd heppi- leg fyrir lið- sinni við verslun- ina Mann- |
Þótt við systkinin ættum þess ekki kost að sitja mörg ár á skólabekknum var mér snemma ljóst hvílíkt uppeldisgildi það hafði að alast upp undir handarjaðri föður míns. Það var skóli út af fyrir sig að heyra hann ræða áhugamál sín, og hinar nýju stefnur sem voru að skjóta upp kollinum hér heima, við sveitunga sína og samstarfsmenn. Við ólumst upp í andrúmslofti stórra framtíðardrauma. Mér er óhætt að segja að öll fjölskylda okkar fylgdi föður mínum að málum og lagði allt í sölurnar, svo að hann gæti gefið sig að hinu erfiða brautryðjendastarfi hins nýstofnaða kaupfélags. Ég man að mamma sagði stundum þegar þröngt var í búi: Þú hugsar ekkert um börnin þín; en eigi að síður var hún honum samhent og skildi hann vel. Mér vildi það happ til að ég skrifaði snemma góða rithönd og fór því fljótt að hjálpa föður mínum við skriftir og afgreiðslu. Á heimili okkar var mesti gestagangur og erill frá morgni til kvölds eins og á hóteli, en þó vannst föður mínum oft tími til að lesa fyrir okkur, og ef hann var mikið þreyttur tók hann í prjóna; honum fannst það hvíla sig bezt. Hann lagðist aldrei fyrir á daginn. Mannréttindi og jafnaðarmannahugsjónin voru mikið rædd á heimili mínu. Faðir minn var fulltrúi á Alþingi þjóðhátíðarárið 1874 þegar nýjum áfanga var náð í frelsis- og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og varð fullur af eldmóði fyrir umbótum og menningarmálum. |
Kynntist þú ekki snemma kvenréttinda- eða kvenfrelsisbaráttunni? | |
Bríet Bjarn- héðins- dóttir |
Jú, þeim málum kynntist ég tiltölulega mjög snemma, því Bríet Bjarnhéðinsdóttir varð kennslukona hjá Guðjonsen 1896 og er mér óhætt að fullyrða að flestum frístundum sínum hafi hún varið heima hjá okkur. Hún hafði unun af að tala við föður minn. Bríet hélt því þá strax fram eins og oft seinna að karlmennina þyrfti hún fyrst og fremst að vinna til fylgis við jafnréttismálið og fá þá til að skilja að hæfileikar konunnar væru bundnir í dróma þar til hún fengi jafnrétti í þjóðfélaginu. |
Fannst þér ekki forustuhæfileikar Brietar koma fljótt í ljós? | |
Fyrir- lestur Bríetar 1887 um menntun kvenna |
Ég tel að frá því hún hélt fyrirlestur sinn 1887 um menntun kvenna" í Reykjavík, sem vakti geysilega athygli þar sem þetta var í fyrsta sinn að kona hélt opinberan fyrirlestur, hafi hún tekið forustuna í því að íslenzkar konur fengju jafnrétti við karlmenn. Ég vil taka fram að það þótti ekki beint fínt" í þá daga að fylgja Bríeti að málum. Það var eitthvað áþekkt því að vera kommúnisti eða sósíalisti nú á dögum. Það var 19. júní 1915 sem lögin um kosningarétt kvenna gengu í gildi eins og kunnugt er. Og þó þar hafi merkum áfanga verið náð eftir hatramma og skelegga baráttu mætra kvenna, þá varð Bríet eins og margar fleiri konur, sem áttu sér bjartar vonir í sambandi við jafnréttislöggjöfina, fyrir vonbrigðum um það, hve konur reyndust tómlátar að nota frelsi sitt og knýja fram algert jafnrétti. Þessvegna eru mörg réttindamál kvenna í dag aðeins pappírsréttindi eins og t. d. jafnréttið í launamálum, og það eftir að við höfum haft kosningarétt í 40 ár. Þann eldmóð og dirfsku sem einkenndi forvígiskonur kvenréttindamálanna á fyrstu tugum aldarinnar virðist vanta tilfinnanlega daginn í dag. |
Varst þú ekki ein af stofnendum Kvenfélags Húsavíkur? | |
Samtök kvenna og heimilis- iðnaður |
Jú, og við allar systurnar. Það var stofnað 1895 og var fyrsti formaður þess frú Elísabet prestsfrú á Grenjaðarstað. Ólafía Jóhannesdóttir, bróðurdóttir Benedikts sýslumanns, dvaldist oft hjá frænda sínum og má segja að fyrir hennar áhrif og atbeina hafi félagið verið stofnað sem deild úr hinu íslenzka kvenfélagi, en það barðist eins og kunnugt er fyrir stofnun innlends háskóla. Félagið okkar á Húsavík barðist fyrir allskonar umbótamálum, hannyrðakennslu og síðar trjárækt. Ég kenndi handavinnu eftir að ég kom heim frá Danmörku, aðallega vefnað, og 1916 var ég styrkt af heimilisiðnaðarfélaginu til að halda handavinnunámskeið, sem var einn liður í menningarstarfsemi kvenfélaganna, en þeim fjölgaði óðum í landinu. Ég tel að eftir að konur fengu almennan kosningarétt og kjörgengi í bæjarmálum 1908 hafi þær almennt farið að hugsa meir út í þjóðfélagsmál, þótt það væri ó-kvenlegt". Það var sterkur áróður í þá daga gegn kvenréttindamálum, það voru hjálpar og líknarstörf, sem þóttu þá aðeins við hæfi góðra kvenna. |
Hve lengi varstu formaður Sambands sunnlenzkra kvenna? | |
Sam- band sunn- lenskra kvenna |
Ég var formaður þess í 20 ár, frá því það var stofnað 1928. Námskeið voru haldin á vegum þess árlega og lét Sambandið ýms mál til sín taka. En einkum var það stofnun húsmæðraskóla á Suðurlandi sem var efst á baugi. Okkur fannst vera kominn tími til að Suðurlandsundirlendið eignaðist fullkominn skóla fyrir væntanlegar húsmæður. Ég bar mikið fyrir brjósti að skólinn yrði staðsettur á Laugavatni. Ég aðhylltist þá stefnu að hafa húsmæðraskólana í sambandi við héraðsskóla, taldi að með því tækist betur að útvega góða kennslukrafta að skólanum, sund og íþróttir hægt að stunda þar sem slíkir skólar voru fyrir, en ekki að einangra þá eins og margar mætar forvígiskonur þessara mála vildu gera. |
Bjarni á Laugar- vatni |
Þegar Bjarni Bjarnason, skólastjóri á Laugavatni hófst handa með að byrja á húsmæðrakennslu þar á staðnum 1942, spurði hann stjórn sambandsins hvort við hefðum nokkuð við það að athuga. En frá okkar bæjardyrum séð var skynsamlegra að byrja í smáum stíl og þreifa sig áfram, heldur en að ráðast strax í miljónabyggingu og binda sér bagga sem allt mundi svo sliga. Nú er glæsilegur húsmæðraskóli starfræktur á Laugavatni og draumurinn orðinn að veruleika. |
Ó! Engin vinnu- kona?! |
Já, úr því við erum að tala um húsmæðraskóla dettur mér í hug dálítil brosleg röksemd eins alþingismanns gegn því að austfirzkar konur fengju slíkan skóla á Austurlandi, en það var mikið áhugamál þeirra um aldamótin. Háttvirtur alþingismaðurinn benti á að ef slík firn yrðu að veruleika mundi engin vinnukona fást í heldri hús á landinu! |
Enn engin kona á Alþingi |
Annars er ekki úr vegi að rifja upp ýms stórmál sem konur hafa beitt sér fyrir. Ég nefni háskólamálið, þann mikla skerf sem þær lögðu til að við fengjum innlendan háskóla. Landspítalinn. Hressingarhælið í Kópavogi. Ég hef oft hugsað að mörg konan væri betur komin á Alþingi en margur sem þar situr. Og það vildi ég segja við íslenzkar konur í dag að við getum ekki talað um það kinnroðalaust að eiga enga konu á Alþingi. |
Áherslur á mikil- væg málefni |
Annars er ekki úr vegi að rifja upp ýms stórmál sem konur hafa beitt sér fyrir. Ég nefni háskólamálið, þann mikla skerf sem þær lögðu til að við fengjum innlendan háskóla. Landspítalinn. Hressingarhælið í Kópavogi. Ég hef oft hugsað að mörg konan væri betur komin á Alþingi en margur sem þar situr. Og það vildi ég segja við íslenzkar konur í dag að við getum ekki talað um það kinnroðalaust að eiga enga konu á Alþingi. |
Konur á þing!! |
Ég minnist brautryðjendanna sem skáru upp herör gegn hleypidómum og hindurvitnum, gagnteknar af frelsisþrá. Mundi þær hafa dreymt um að eftir 40 ára kosningarétt og kjörgengi yrðu íslenzkar konur að berjast fyrir atvinnulegu jafnrétti, og helmingur þjóðarinnar, konurnar, ætti engan fulltrúa á Alþingi. |
Baráttan heldur áfram !! |
Nei, réttindabaráttu íslenzku konunnar er ekki lokið, segir Herdís með áherzlu. Sú barátta heldur áfram þar til konur fá viðurkennt algert launajafnrétti. Fyrir einkennilega rás viðburðanna lifi ég nú aftur nýja sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, ellefu árum eftir að við öðluðumst aftur hið langþreyða fullveldi og þeirri baráttu lýkur ekki fyrr en herstöðvar og erlendur her hverfur úr landi. Mætti íslenzkum konum í dag auðnast, eins og svo oft áður í sögu okkar, að vera vökumenn þjóðarinnar, og eldmóður, dirfska og drengskapur gömlu brautryðjendanna, karla og kvenna, vera okkur öllum fordæmi til eftirbreytni. |
Þ.V. | Þóra Vigfúsdóttir tók viðtalið við Herdísi og skrifaði þessa viðtalsgrein í Melkorku. |
Sama tekt GGí
|
Sjá einnig
samantekt Guðrúnar Gísladóttur um Herdísi. Birtist í bókinni: Gengnar slóðir - Samband sunnlenskra kvenna fimmtíu ára 1928-1978 |
>> | Til baka > Jakob Hálfdanarson |