Forsíða
Uppfært |
Undirbúningssaga í uppröð
Aðdragandi og undirbúningur Hvítasunnumótsins við Mývatn 9. - 11. júní 2000 Ættarvefurinn: http://www.gopfrettir.net/jakob.htm |
>> | Frásögn af Hvítasunnumótinu |
3. júní 2000 |
Laugardaginn 3. júní klukkan 11 árdegis komu Guðrún Gísladóttir, Pétur Örn Pétursson og GÓP til fundar við Hildi Hálfdanardóttur heima hjá Hildi í Mávanesi 24 á Arnarnesi. Þar var litið á lokaatriði undirbúningsins og ákveðið að breyta fyrri áætlun um hópbílsferð á laugardeginum í það að við förum á eigin bílum. Áætlað var að menn mundu fara að birtast í Gamlabænum upp úr kl. 18 á föstudagskvöldinu og gert ráð fyrir að ef til vill mundu nokkrir lengja veru sína til mánudagsins. Þeir hefðu þá tækifæri til að fara saman um sveitina og sitja saman í Gamla bænum á sunnudagskvöldinu. |
21. maí 2000 |
Sunnudaginn 21. maí komum við Nanna Jakobsdóttir, Jón Ármann Sigurðsson, Pétur Örn Pétursson og GÓP ásamt Ellen Taylor til þeirra Hildar og Karls Karlssonar í Mávanesið. Rætt var um ýmis atriði sem ekki þóttu fullfrágengin. Í kjölfarið ræddu þau Hildur og Pétur Snæbjörnsson í Reynihlíð saman í síma og GÓP sendi út bréf Hildar með niðurstöðu þess samtals. Ákveðið var að hittast aftur laugardaginn 3. júní klukkan 11 árdegis aftur hjá Hildi oghnýta lausa enda. |
6. apríl 2000 |
Guðlaug Einarsdóttir, Hildur Hálfdanardóttir og Nanna Jakobsdóttir hittust hjá GÓP.
Farið var yfir áætlunina Valin matseðill:
|
31. mars 2000 |
Í afmæli GÓP hittust nokkrir ættingjar og ræddu um mótið. Lögð var áhersla á að menn hefðu samband við systkini og nákomna að hvetja til þátttöku því þetta mót er einstakur viðburður sem aldrei verður til fullnustu endurtekinn - þótt vonandi verði önnur haldin síðar. |
25. mars 2000 |
Guðlaug Einarsdóttir og Jón Ármann Sigurðsson hittust hjá GÓP
Farið var yfir framkvæmd ættarmótsins og fyrirkomulag atburða. Niðurstaðan birtist í dagskrárdrögunum hér fyrir ofan. Lögð mikil áhersla á að hvetja alla ættingja til að koma til mótsins. Upplýst var að Gísli Ólafur Jakobsson, í Kaupmannahöfn, verður að vera viðstaddur hjónavígslu Tómasar sonar síns í Kaupmannahöfn þessa helgi og að nánustu ættingjar Gísla, þ.e. amk afkomendur Jakobs Gíslasonar, verða þess vegna í Kaupmannahöfn þessa daga. Við því er ekkert að gera og aðrir ættingjar óska Gísla hjartanlega til hamingju með þennan gleðiatburð. |
25. okt. '99 | GÓP-fréttir voru sendar út til allra ættingja - sem GÓP hefur á skrá. Þar var gerð grein fyrir ættarmótinu og sagt af ýmsum nytsömum atriðum og vísað til þessarar vefsíðu. |
Ágúst 1999 | GÓP fór í Mývatnssveit til að skoða aðstöðu og ræða við alla þá sem reka ferðamannaþjónustu við Mývatn og leita eftir tilboðum frá þeim. Allir lofuðust til að senda tilboð en að endingu voru það aðeins hótelið í Reynihlíð og ferðamannaþjónustan í Vogum sem sendu tilboð. |
18. júní 1999 |
Við útför Jakobs Hallgrímssonar hittumst við, fjölmargir ættingjar, og þar var kynnt hugmyndin að ættarmóti við Mývatn dagana 9. - 11. júní 2000. Allir tóku vel í þessa hugmynd. |
Vor 1999 | GÓP hafði samband í Mývatnssveit og þaðan komu hugmyndir um að mótið færi fram í
júnímánuði og helst nokkuð framarlega til að vera á undan ferðamannatímanum. Þetta var borið
undir þá ættingja sem höfðu netföng og GÓP hafði upplýsingar um. Niðurstaðan varð sú að festa
sér dagana 9. - 11. júní.
Eftir nokkrar frekari íhuganir festi GÓP þessa daga í Hótelinu í Reynihlíð. Hótelhaldarinn í Reynihlíð, Pétur Snæbjörnsson, bauð afslátt af verðum af hótelsins hálfu en mælti auk þess með því að haft væri samband við aðra þá sem tækju á móti ferðamönnum við Mývatn svo að þeir gætu einnig boðið fram sína aðstöðu. |
Haust 1998 |
GÓP og Hildur Hálfdanardóttir hittust til skrafs og ráðagerða um ættarmót. Nokkur netbréf höfðu milli þeirra farið með hugmyndum - svo sem um samkomu á Laugarvatni í þann mund sem 1000 ára kristnitökuafmæli verður þar haldið fyrstu helgi í júlí 2000. Þessi hugmynd hafði þróast og veðrast og þau ákváðu að setja í gang þá framkvæmd að halda ættarmót við Mývatn fyrri hluta sumars árið 2000. |