GÓP-fréttir
Forsíða


Verkmappan - Portfolios

Snarað úr bók Marsh og Willys - bls. 282 - 285

Sjá: Aðferðir við að afla upplýsinga um nemendur

Portfolios Mappan - verkmappan
Inn-
gangur
Verkmappan hefur verið notuð afar mikið við ítarmat (authentic assessment) síðasta áratuginn. Það byggist á þeirri skoðun að það merkasta í kennslu- og námsstund sé bundið við skilning nemandans á því sem þar var að gerast. Ítarmatið leggur þannig áherslu á námsefni sem lagað er að einstaklingnum þar sem kennarinn liðsinnir nemandanum við að gera sér grein fyrir eigin áhugamálum og hvernig hann geti hagnýtt sér áhuga sinn, aukið hann og dýpkað og leitt sig áfram til áhugaverðs náms um tengd efni.

Þrátt fyrir aðstoð kennarans gerir ítarmatið ráð fyrir að nemandinn beri sjálfur ábyrgð á námi sínu og hvað hann lærir. Einungis þannig geti námið orðið hluti af nemandanum og daglegu ferli hans en sitji ekki yst við seilingarrammann sem einhver til tínd þekking sem einhver annar hefur borið á borð. Með því að gera nemandann ábyrgan fyrir námi sínu verður það honum mikilvægt að sýna hvað hann hefur numið í stað þess að bíða þess að kennarinn komi og uppgötvi hvað hann hefur verið að læra. Þess vegna eru þau verkefni sem nemendur sjálfir finna fram og standa fyrir - afar mikilvægur hluti ítarmatsins og ef til vill er verkmappan einna mikilvægust til að sýna og leggja til mats það sem nemandinn hefur verið að vinna.

Verk-
mappan
í
kennslu
Hugmyndin að verkmöppu kemur úr listaheiminum. Listamenn útbúa verkasafn til að sýna hverjir þeir eru og hvað þeir gera bæði sem listamenn og persónur. Þar má sjá allt frá leikni þeirra og hæfileikum til fagurgerðar og siðferðismats.

Þegar verkmappan er notuð í kennslu er vísað til þess að það sem nemandinn hefur lært kemur best í ljós í því sem hann hefur gert á námstímanum en ekki með því að láta hann þreyta próf með einhverjum reglubundnum hætti. Kennarinn getur í fyrstu stungið upp á tiltekinni hugmynd eða falið nemandanum eitthvert verkefni til að leiða hann inn í verkefni en það er nemandinn sem tekur ákvörðunina um hvað hann ætlar að gera og hvernig. Þegar nemandinn vinnur að verkefninu getur hann einnig lært að meta sjálfan sig. Hann getur orðið sífellt meir vakandi fyrir samspili verka sinna og eigin getu og þroska og færni - sjálfs sín - þegar hann íhugar hvað skuli taka með í verkmöppuna og hvernig einmitt það sem hann velur muni lýsa þróuninni í eigin færni og skilningi eftirþví sem verkefnið vinnst.

Þegar kennarinn metur verkmöppuna getur hann tekið tillit til þess sem þar kemur í ljós um nám nemandans í allri sinni ítarlegustu breidd og dýpt. Þannig getur hann skoðað hversu djúpt skilningur nemandans ristir, hvernig hann notar vísbendingar, hvernig hann tengir hugmyndir og hvernig hann mælir fyrir skoðunum sínum.

Úr
mörgu

spila
Í verkmöppu getur kennt margra grasa. Þar er ekki einungis að finna fullgerð verk heldur líka athugasemdir, frumdrög, uppköst, áætlanir, minnisblöð og hvað eina. Sumt er skrifað, annað er á segulböndum eða myndböndum, ljósmyndum, í módelum eða einhverju öðru formi. Nemendur ráða hvað þeir vilja skapa og búa til og hvað þeir vilja hafa í verkmöppunni sinni. Það leiðir til þess að verkmappan sýnir ekki aðeins hvað nemandinn hefur gert heldur einnig hvernig hann hefur tekið ákvarðanir sínar. Kennarar geta því metið - ekki aðeins hin fullgerðu verk - heldur einnig starfsaðferðir nemandans við lausnina. Hvers konar ákvarðanir voru teknar? Hvert hafa þær ákvarðanir leitt nemandann? Hvaða valkostir voru?

Þegar verkefnið er í vinnslu geta komið upp fjölmörg tækifæri fyrir kennarann að ræða slíkar spurningar við nemandann og bjóða þannig ráð og uppbyggilegar leiðbeiningar. Mjög mikið af ítareiginleikum verkmöppunnar til mats er fólgið í þeim tækifærum sem gefast kennurum og nemendum til að skoða og meta þróun áhuga, viðhorfa og gildismats ekki síður en færni og leikni og venjubundið námsmat.

Schwager
og
Carlson
1995
Verkmappan nýtist vel í menntagerðar-skyni (constructivism). Schwager og Carlson segja 1995 - bls. 11:

Þegar barnið vex tekur það til sín upplýsingar úr umhverfinu og vinnur úr þeim sínar eigin tilgátur um heiminn og virkni hans. Þau gera sér heimsmynd. Þegar það fær enn frekari upplýsingar og reynslu fella þau hinar nýju upplýsingar að heimsmynd sinni, endurmóta tilgátur sínar og skipa þekkingu sinni upp á nýjan hátt. Þau endurmóta heimsmynd sína.

Stuðn-
ingur
Þekkingarsálfræðingar (cognitive psychologists) hafa einnig mælt með verkmöppum og það hefur stutt að viðurkenningu þeirra og kennarar sem notað hafa verkmöppur hafa fundið að þannig má afla bæði náinna og trúverðugra upplýsinga um nemandann sem miðla má í mati til foreldra og samfélags.
Innihald: Hér fer á eftir dálítill listi yfir hugsanlegt innihald verkmöppu. Þess ber þó að gæta að í raun eru engin takmörk fyrir því sem getur átt erindi í - og átt heima í verkmöppu:

  • 1 - ritgerðir
  • 2 - dagbækur
  • 3 - samantektir
  • 4 - skýrslur - eins og dagbækur
  • 5 - sjálfsmat - eins og merkilistar og matsform
  • 6 - tilraunir
  • 7 - sýning á leikni, færni og getu
  • 8 - frumdrög og fullgerð verk
  • 9 - rannsóknar-minnismiðar
  • 10 - þátttaka í teymisstarfi eða hópvinnu
  • 11 - skapandi vinna
  • 12 - umfangsmikil verkefni svo sem þrívíddar-mótun, söfnun sagna úr munnlegri geymd, hljóð- og myndbandstökur, ljósmyndun, skipurit og línurit, spjöld og tímaáætlanir
  • 13 - próf
  • 14 - umsagnir kennara
Hvernig
skal
nota
verk-
möppu?
Hvernig ætti að nota verkmöppu í tilteknum bekk? Hér getur margt komið til. Oft leggur kennarinn fram leiðbeiningar til nemendanna og krefst kannski tiltekinnar vinnu. Hann getur einnig rætt við nemendurna um það hvernig verkmappan verður metin og hann getur rætt við hvern og einn einslega áður en hann gefur sitt endanlega mat. Allt þetta getur orðið að samningsatriðum milli kennarans og nemendanna.
Case,
1994,
Case, 1994, rekur hvernig grunnskólakennari og nemendur hennar sömdu með sér eftirfarandi kröfur til verkmöppunnar:
  • inngangsbréf þar sem skýrt er frá vali nemandans og honum lýst sem námsmanni
  • efnisyfirlit
  • minnst tvö dæmi sem tengjast skrift nemandans
  • minnst tvö dæmi sem tengjast lestri nemandans
  • annað dæmi sem nemandinn velur sjálfur

Einnig sömdu þau með sér um eftirfarandi matsgrunn:

  • hversu vel nemandinn ber dæmin saman og skýrir hvers vegna einmitt þau voru valin
  • innihald dæmanna (er nóg tilfært? er of mikið tilfært?)
  • hirðusemi og skipulag
  • sú vinna sem lögð hefur verið í verkin
  • hversu skýrt og fullkomið er inngangsbréfið?
..
ólíkir
hættir
...
Aðrir kennarar gætu auðvitað hafa óskað eftir eða samið um allt önnur atriði. Enn aðrir hefðu ef til vill ekki lagt fram neinar kröfur um það sem vera skyldi í verkmöppunni umfram það að hvetja nemendur til að setja þar inn verk og dæmi sem lýsa því sem þeir hafa verið að fást við og læra - svo vel sem þeim er unnt. Ennfremur mundu sumir kennarar hafa geymt sér að ákveða um viðmið uns þeir hefðu fengið verkmöppurnar í hendur til skoðunar og mats í lok námstímans.
...
tilskipað?
...
Mörg ríki í Bandaríkjunum virðast vera að færa sig yfir í það að fyrirskipa notkun verkmöppu við nemendamat. Það er þó svo að þegar notkunin hefur verið fyrirskipuð verður verkmappan svo til alltaf að efni til eftirlits með skólanum og hverfur þar með út úr sjálfum bekknum. Þannig verður fyrirskipunin beinlínis til þess að draga úr og jafnvel gera að engu þann ítarþátt verkmöppunnar sem varð til þess í upphafi að hún var talin svo mikilvæg fyrir ítarmatið.

Hugsanlegt er að ytra eftirlit sé nauðsynlegt til að staðfesta trúverðugleika verkmöppunnar fyrir almenningi en ýmsir uppfræðendur hafa dregið í efa að unnt sé að réttlæta slíkt alríkis-eftirlit.

Kostir
við
verk-
möppur
Kostir við verkmöppur

  • nemendur geta verið önnum kafnir og niðursokknir við að búa til sína eigin þekkingu
  • nemendur hvetjast til sjálfsmats
  • vinnubrögðin hvetja kennara til að leyfa nemendum að framleiða og búa til marvísleg og alls ólík verk sem síðan eru lögð til grundvallar mati
  • nemandinn er hvattur til að sýna og virkja hugmyndaflug og þjálfa tjáninga-leikni
  • nemandinn fær sanngjarnt og skynsamlegt færi á að sýna hvað hann veit og getur
  • kennarinn fær upplýsingar sem gera honum fært að gefa foreldrum og samfélaginu trúverðugar upplýsingar um getu og hæfni nemandans
Ókostir
við
verk-
möppur
Ókostir við verkmöppur
  • hjá kennaranum fer mikill tími til að hjálpa nemendum að velja sér verkefni, veita þeim stuðning og að meta verkmöppuna
  • einkunnir nemenda fyrir verkmöppur fylgja ekki sérlega vel öðrum einkunnum og kennarar gefa auk þess afar misjafnlega fyrir sömu verkmöppur
  • erfitt er að varðveita - og hafa til sýnis - fyrirferðarmiklar verkmöppur
  • verkmappan getur í meira mæli sýnt þann stuðning og þá hjálp sem nemandinn hefur fengið frá kennaranum, foreldrum og öðrum nemendum heldur en hans eigin verk

Efst á þessa síðu * Forsíða