GÓP-fréttir
Forsíða


8. kafli í HogW * Námskrármat/nemendamat

Bls. 264 - 322: Sjá efnisyfirlit 8. kafla

Hér finnurðu bls. 277 - 292:

8.3 Dæmi um nemendamat
Nemendamat
er aðeins
hluti
námskrármats
Áður hefur verið á það bent að nemendamat er aðeins hluti námskrármats. Yfirgripsmikið námskrármat útheimtir söfnun og grandskoðun margra tegunda upplýsinga um hin fjölmörgu atriði og svið sem námskráráætlanir og upptaka tekur til. Samt sem áður er kjarni matsins fólginn í að skoða það sem breytist með nemendunum - sérstaklega námsframfarir þeirra. Í þessum kafla könnum við nokkrar þeirra aðferða sem námskrármetendum standa til boða við að afla upplýsinga um nemendur. Dæmin fylgja mynd 8.2 og fjalla því aðallega um árangur nemenda. Aðferðirnar eru bæði hefðbundnar og nýstárlegar og afla upplýsinga bæði um magn og gæði. Með hliðsjón af mikilvægustu þróun síðasta áratugar verður hér fyrst farið í ítarlega í raunmat.
Myndir Myndir 8.2 og 8.3 og 8.4 á bls. 274 - 276
Aðferðir sem nytsamt er að hafa í huga þegar aflað er upplýsinga
Nemar Aðferðir við að afla upplýsinga um nemendur

Feitletrið merkir að þessi aðferð hentar sérlega vel í því skyni sem segir í fyrirsögn dálksins

Aðferð Greinandi Leiðsagnarmat Safnandi
Óformleg
athugun
og skráning
á atferli
nemenda
Frásagnir
Atburðasögur
Marklistar
Kennaramat
Óáberandi
Frásagnir
Atburðasögur
Marklistar
Kennaramat
Óáberandi
Frásagnir
Atburðasögur
Marklistar
Kennaramat
Óáberandi
Óformleg
söfnun
upplýsinga
frá nemum
Áhugakönnun
Nemendamat
Spurningalistar
Viðtöl
Félagsgreining
Sjálfs-tjáning
Áhugakönnun
Nemendamat
Spurningalistar
Viðtöl
Félagsgreining
Sjálfs-tjáning
Áhugakönnun
Nemendamat
Spurningalistar
Viðtöl
Félagsgreining
Sjálfs-tjáning
Greining
á sýnishornum
af verkum
nemenda
Einstaklings-
og hópverkefni
Vinnubækur
Leiðar- og dagbækur
Verkamappa
Einstaklings-
og hópverkefni
Vinnubækur
Leiðar- og dagbækur
Verkmappa
Einstaklings-
og hópverkefni

Vinnubækur
Leiðar- og dagbækur
Verkmappa
Próf Hlutlæg
Stöðluð
Ritgerð
Merkingafræði
Viðhorfakönnun
Frávarpspróf

Matsverkefni
Hlutlæg
Stöðluð
Ritgerð
Merkingafræði
Viðhorfakönnun
Hermi- og hlutverkaleikir
Matsverkefni
Hlutlæg
Stöðluð
Ritgerð
Merkingafræði

Viðhorfakönnun
Hermi- og hlutverkaleikir
Matsverkefni
Samskipti Aðferðir við að afla upplýsinga um samskipti kennara og nemenda
Óformleg
athugun og
skráning
Hljóðritun og myndun
Athugun
Greiningarkerfi
Félaga-skoðun
Óformleg
öflun upp-
lýsinga frá
nemendu
Viðtöl
Spurningalistar
Matsblöð
Hópumræður
Formlegar
heimsóknir
eftirlitsfólks
Blanda af athugun og matslistum
Kennsla Aðferðir við að afla upplýsinga um kennslu

Feitletrið merkir að þessi aðferð hentar sérlega vel í því skyni sem segir í fyrirsögn dálksins

Aðferð Greinandi Mótandi Safnandi
Óformleg
athugun
og skráning
á atferli
kennara og
nemenda
> Sjálfsmat kennara
Hljóð- og myndupptökur
Félaga-skoðun
Félagamat
Athugun
Greiningakerfi
Sjálfsmat kennara
Óformleg
söfnun
upplýsinga
frá nemum
Spurningalistar
Viðtöl

Hópumræður
Spurningalistar
Viðtöl
Matsblöð
Hópumræður
Merkingarfræði
Kennslustundamat
Spurningalistar
Viðtöl
Matsblöð
Hópumræður
Merkingarfræði
Kennslustundamat
Greining
á efni frá
kennurum
og nemum
> Skoðun gagna sem nemendur nota
Kennaramat á námsatriðum
Kennaramat á gögnum
Skoðun gagna í notkun
Sýnishorn úr vinnubókum nema
Skoðun gagna sem nemendur nota Kennaramat á námsatriðum
Kennaramat á gögnum
Formleg
athugun á
kennurum
> Mat athugenda
Mat samkennara
Mat athugenda
Mat samkennara
Raunmat Ítarmat = Authentic Assessment
Á síðasta
áratug
Þessi tegund mats hefur rutt sér nokkuð til rúms undanfarinn áratug. Hún tekur til mun fleiri þátta heldur en þeirra sem mældir eru með stöðluðum og samræmdum prófum eða með kennaraprófum. Ítarleikinn kemur til af því að metið er það sem talið er mikilvægast en ekki endilega það sem þægilegast er að meta.

Í grundvallaratriðum er því í raun ekkert nýtt við ítarmatið. Segja má að þar sé sjónarhorn Deweys um tilfinningar, hugsun og framkvæmd tekið aftur upp gegn þrengri sjónarmiðum um nám. Ítarmatið gerir ráð fyrir að námskránni sé ætlað að stuðla að námi í breiðasta skilningi. Þess vegna hæfi að meta virkni hennar og áhrif á allt líf nemandans, hversu djúpur skilningur hans er - ekki aðeins á námsefninu heldur einnig á sínu eigin lífi. Á þennan hátt má skoða ítarmat sem grasrótar-nálgun að endurskoðun og skipulagningu námskrár. Þannig lætur þessi aðferð sér ekki duga þá tegund staðlaðra námsefnisprófa sem mælt er með í A Nation at Risk heldur verði að leiðrétta niðurstöður þeirra með ályktunum af öðrum atriðum og framferði nemenda og einstaklinga og frá hinum fjölmörgu atriðum samfélagsvandamála.

Áhrif frá
kunnáttu-
líkani
Eisners
Kunnáttulíkan Eisners hefur haft umtalsverð áhrif á ítarmatið. Eisner leggur áherslu á að matsmaðurinn reyni að koma auga á, túlka skynsamlega og miðla hæfilega hinum fjölmörgu markverðu eiginleikum hverrar náms-setu. Þegar kennarar vinna að mati í þessum anda verða þeir æ sjálf-rýnni og kunnáttusamari metendur og gagnrýnni á eigin verk. Bæði kennara og nemandia tekst best upp í þessu efni með því að halda vakandi umræðunni um fræðslugildi þess sem er í gangi. Slík samræða getur verið á margan hátt en er í sjálfu sér fræðandi sem gagnkvæm sókn eftir auknum skilningi.
Menntagerð

Constructiv-
ism

Af slíkum ástæðum tengja sumir fræðimenn ítarmatið við menntagerðar-stefnuna þar sem litið er á þekkingu sem mannlegan tilbúning en ekki einhver fundin sannindi. Þarna er stuðst við nýleg verk þekkingar-sálfræðinga eins og Phillips, 1995, og von Glaserfield,1995. Brooks og Brooks (1993) telja að menntagerðar-uppeldisfræði stefni kennurum og nemendum í sjálf-stýrðu ferli við að leysa úr þekkingar-þverstæðum sem oft koma í ljós við beina reynslu, samstarf og íhugun. Menntagerðar-kennarar eru þeir sem liðsinna nemendum sínum við að leysa úr þessum þekkingar-þverstæðum og við að fara í saumana á hugmyndum og hugtökum í því skyni að búa til þekkingu. Nokkur einkenni menntagerðar-kennara eru talin hér á eftir.
Mynd 8.5 Einkenni menntagerðar-kennara:
Brooks
og
Brooks
1993
  • 1 - þeir hvetja og meta sjálfstæði og frumkvæði nemenda
  • 2 - þeir nota frumgögn og frum-upplýsingar
  • 3 - þeir leggja verkefni fyrir með þekkingarfræðilegum orðum eins og greina, sjá fyrir og búa til
  • 4 - þeir leyfa viðbrögðum nemendanna að hafa áhrif á kennslustundina, breyta frá ætlaðri kennslulínu og breyta efnisinnihaldi hennar
  • 5 - þeir leita eftir skilningi nemandans á hugtökum áður en þeir miðla eigin skilningi á þeim
  • 6 - þeir hvetja nemendur til að rökræða - bæði við kennarann og sín í milli
  • 7 - þeir spyrja opinna spurninga og hvetja nemendur til að spyrja hvern annan
  • 8 - þeir leita eftir frekari útskýringum nemandans á því sem hann hefur látið í ljós
  • 9 - þeir leyfa biðtíma að líða eftir að þeir hafa spurt spurningar
  • 10 - þeir gefa nemendum tíma til að mynda sér hugmyndir um vensl, einkenni og skýringar
Ítarmat
er
valkostur
Í grundvallaratriðum er ítarmat leið til að ná tökum á þeim aragrúa atriða sem næmir kennarar hafa ætíð gert sér grein fyrir - iðulega meira af innsæi - um það sem nemendur þeirra upplifa. Kosturinn við að gera þetta mat fastara í formi er sá að með því móti verður það nærtækara og aðgengilegra fyrir fleiri og fleiri kennara og það verður að valkosti sem viðurkenndur hluti af sveigjanlegri áætlun um námskrá og námskrárþróun á móti ásókn miðstýrðrar námskrárstjórnunar.

Helstu varnaðarorð við ítarmatið felast í hættunni á því að eftir því sem það verður útbreiddara eykst hættan á að það verði að staðlaðri formúlu og falli undir miðstýringu og missi þannig sveigjanleikann og tapi gildi sínu. Menntagerðar-kennarar eru uppteknir við að leggja á ráðin um og þróa einstaklings-tengdar námskrár þar sem ítarleiki námsins ákvarðast af námsefninu sem nemandinn upplifir.

Umsagnir Í ítarmati eru viðfangsefni nemendanna hagnýtari, raunhæfari og gera meiri kröfur heldur en hefðbundin skrifleg próf. (Pryor og Torrance 1996.) Nemendur vinna að verkefnum sem hafa fyrir þeim skýrari merkingu og tilgang þar sem þeir einbeita sér að spennandi verkefnum þar sem niðurstaðan skiptir þá máli og þar sem þörf greinandi skilnings, samhæfðrar þekkingar og nýsköpunar. (Darling-Hammond, Ancess & Falk 1996.)

Eisner (1993) fullyrðir að verkefni ítarmats séu flóknari og lífstengdari heldur en einstaklingsbundna frammistöðu eins og hún er metin við gerilsneyddar kringumstæður með dauðhreinsuðum tækjum þar sem mannleg hönd kemur hvergi nærri.

Nokkur almenn einkenni ítarmats eru talin hér á eftir.

Mynd 8.6 Nokkur einkenni ítarmats:
Eisner 1993
Paris og Ayres;
1994
McTighe
1997
  • 1 - Kennarar safna gögnum frá mörgum verkefnasviðum
  • 2 - Matið endurspeglar þau verkefni sem mæta nemendum í lífinu utan skólans
  • 3 - Matið lýsir aðferðum nemendanna ekki síður en þeim lausnum sem þeir setja fram
  • 4 - Matsaðferðirnar og matsinnihaldið dregur dám af hinum daglegu verkefnum og náminu í skólanum
  • 5 - Matið endurspeglar heimagildin, nærstaðla og stjórnun en ekki gildi sem eru aðflutt utanfrá
  • 6 - Þau verkefni sem notuð eru til að meta nemendur hafa fleiri en eina viðunandi lausn og fleiri en eitt rétt svar
Annað Aðrar matsaðferðir
Á síðasta
áratug
Hér verður fjallað um 5 algengar aðferðir til að afla nytsamra upplýsinga til að meta nemendur. Fjölmargar fleiri aðferðir eru til en þessar hafa lifað af margvíslega þróun innan skólakerfisins. Þetta eru allt frá hlutlægum prófum sem skila beinum upplýsingum um þekkingaratriði sem nemendur hafa á valdi sínu til merkingafræðiprófa sem skila óbeinum upplýsingum um skilning nemenda og tilgátum um heiminn og umhverfið. Þessar aðferðir eru yfirleitt ekki taldar til þeirra tækja sem tilheyra ítarmati en þær geta samt nýst í því skyni ef aðgát er viðhöfð. Það er með öðrum orðum oft svo að úthugsuð beiting matstækisins getur verið mikilvægari undirstaða góðs mats heldur en einvörðungu þær aðferðir sem eru innifaldar í matstækinu.
Vísanir Hér er vísað til sérstakrar umfjöllunar um þessar 5 matsaðferðir (frá Marsh og Willis bls. 286 - 292):

  • Hlutlæg próf
  • Ritgerðarpróf
  • Áhugapróf
  • Matslistar
  • Merkingar-próf

Efst á þessa síðu * Forsíða