GÓP-fréttir
Forsíða

Uppfært
15.6.2000

5 hefðbundnar prófaðferðir

Snarað úr bók Marsh og Willys - bls. 286 - 292

Sjá: Aðferðir við að afla upplýsinga um nemendur

5
leiðir
til
mats
5 hefðbundnar aðferðir til að prófa

Hlutlæg
próf
Hlutlæg próf - Objective tests

Kennarar nota iðulega hlutlæg próf. Þar eru nefnd atriði sem fljótlegt er að gefa fyrir hvort heldur er handvirkt eða vélrænt. Prófin eru kölluð hlutlæg því öll svör má auðveldlega dæma annað hvort rétt eða röng og ekkert persónulegt mat blandast inn í þann dóm. Hins vegar kemur hið persónulega mat mjög við sögu þegar slíkt próf er búið til og þau atriði sem tekin eru með eru valin úr fjölda atriða sem koma til greina. Það er því mikilvægt að vanda vel til þeirra atriða sem í prófið fara og sjá til þess að þau dreifist vel úr öllu námsefninu.

Hér fyrir neðan eru prófatriði flokkuð eftir því á hvað þau reyna - eftir flokkunarkerfi Blooms.

Efni
Plöntur
Dæmi um yfirlit yfir efnisdreifingu á prófi um plöntur:
Minni -- skilningur -- beiting -- greining -- mat
Planta

1. Lauf
2. Ætar
3. Flokk
4. Fjölg
5. Tillíf

Alls

Minni-skiln-beit-grein-mat-Alls

-- 4 -- 3 -- 2 -- - -- 1 -- 10
-- 2 -- 5 -- 1 -- 1 -- 1 -- 10
-- 2 -- 2 -- 4 -- 1 -- 1 -- 10
-- 2 -- 2 -- 3 -- 2 -- 1 -- 10
-- 2 -- 4 -- 2 -- 1 -- 1 -- 10

--12 --16 --12 -- 5 -- 5 -- 50

Form Algeng spurningaform
tengið tengið saman í það sem nefnt er í A-dálki og B-dálki:
A: ævi
(a) einær
(b) tvíær
(c) fjölær
...
B: Líftími:
1. Jarðarber
2. kartöflur
3. gulrætur
...
S-Ó Satt - ósatt

Þar sem sveppurinn er háður öðrum lífverum um næringu getur hann ekki tekið næringu með öðrum hætti. Satt eða ósatt?

Fjöl Fjölvalsspurningar

Fremsti hluti rótarinnar nefnist: (a) rótarbroddur, (b) rótarspyrna, (c) rótarbjörg

Ljúka Þau fimm atriði sem þurfa að vera til staðar til að ljóstillífun geti átt sér stað eru:
Kostir Kostir við hlutlæg próf:

  • þannig má meta kunnáttu nemenda um fjölmörg atriði námsefnisins
  • það er fljótlegt að leggja þau fyrir og einfalt að gefa fyrir þau og - ef þau eru vel gerð eru þau áreiðanleg
Ókostir Ókostir við hlutlæg próf:
  • nauðsynlegt er að kunna vel til að semja þau og það tekur tíma að setja saman góð próf
  • þau mæla ekki atriði eins og sköpunarmátt og dreifhugsun (divergent thinking).
Ritgerðir Ritgerðir - Essays

Ritgerðasmíð er algengt tæki til að meta kunnáttu nemenda. Ritgerðirnar geta verið allt frá litlum verkum fyrstu bekkinga til viðamikilla ritgerða þeirra elstu. Ritgerðir gefa nemendum færi á að sýna að þeir geti greint ólíka efnisþætti og myndað sér eigin skoðanir og rökstutt þær. Ritgerðapróf eru sérstaklega nytsöm fyrir kennara til að gera sér grein fyrir hvort nemandinn skilur boðskap og merkingu námsefnisins (Filer, 1993).

Ritgerðarpróf eru ekki sérlega góð til að fá fram sérgreind atriði þar sem nemandinn hefur oft töluvert sjálfræði um það hvernig hann leysir verkefnið. Gæði lausnanna getur einnig oltið á ýmsum ytri aðstæðum eins og streitu, heilsu - og jafnvel veðrabreytingum. Einnig getur verið töluverður munur á því hvað einstakir kennarar kalla góða ritgerð.

Áreiðan-
leiki
Cangelosi, 1990, leggur til við kennara að íhuga eftirfarandi atriði ef þeir vilja auka áreiðanleika ritgerðarprófa:

  • 1 - semjið ritgerðarverkefnin þannig að þau taki til veigamikilla atriða í námsefninu
  • 2 - gerið ítarlega grein fyrir því sem um er beðið í hverju verkefni
  • 3 - notið spurningar sem unnt er að svara í fáum orðum og hafið spurningarnar eins margar og unnt er - og skynsamlegt
  • 4 - notið ekki valspurningar

Ljóst er að eftir því sem spurningarnar eru nákvæmar orðaðar og viðfangsefnið ítarlegar skilgreint hefur nemandinn þrengri möguleika á að sýna frumlega og skapandi hugsun. Þar sem ritgerðapróf eiga að leiða í ljós skilning og mat á mikilvægi er hætt við að tilraunir til að breyta þeim í sérlega áreiðanleg mælitæki á staðreyndaþekkingu geti í raun skaðað þann frumtilgang og slíkar tilraunir ætti aðeins að gera með mikilli varúð (Harris og Bell 1994).

Kostir Kostir við ritgerðarpróf:

  • auðvelt og fljótlegt að útbúa þau
  • gefa nemandanum færi á að sýna skilning, efnisröðun, yfirsýn og tjáningu
Ókostir Ókostir við ritgerðarpróf:
  • mikil vinna að gefa fyrir þau
  • mæla ekki staðreyndaþekkingu með kerfisbundnum hætti
Áhugapróf Áhugapróf - Interest Inventories

Oft er unnt að afla upplýsinga um áhugasvið nemenda með því að nota áhugapróf - sem er listi með spurningum eins og:

  • 1 - um hvaða efni náttúrufræðinnar þykir þér mest spennandi að fræðast?
  • 2 - settu hring utan um þau eftirtalin atriði sem þú lærðir um á síðasta skólaári:
    plöntur - fræ - froskar - fiskar - fuglar
  • 3 - hefurðu enn áhuga á að læra meira um eitthvert þessara atriða? Hver?
  • 4 - hefurðu gert einhverja náttúrufræðilega tilraun? Hverjum manstu eftir?
  • 5 - Nefndu einhver náttúrufræðileg vandamál sem þú vildir gjarnan finna lausn á.
Not Þegar kennari hefur þannig aflað upplýsinga um sérsvið nemenda getur hann hagnýtt það með því að fá nemandann til að fjalla um áhugasvið sitt í bekknum. Nemandinn gæti þá komið í skólann með safn sitt og hann gæti líka verið mikilvægur sérfræðingur til að leiðbeina skólafélögum sínum í vinnu á því áhugasviði. Grunnskólanemendur eru yfirleitt áhugasamir um að miðla öðrum af reynslu sinni og þekkingu og um leið vekja þeir og efla áhuga bekkjarfélaga sinna.

Þekking kennarans á áhugasviðum nemenda auðveldar honum líka að undirbúa kennslustundir og velja umfjöllunarefni. Upplýsingarnar geta þannig haft greinandi gildi en einnig leiðsagnargildi (hjálpað kennaranum að gera sér grein fyrir hvað hæfir nemandanum og öðrum nemendum) og einnig geta þær verið safnandi og skilað sér að lokum inn í einkunn nemandans.

Kostir Kostir við áhugapróf:

  • þau gera kennaranum fært að byggja á atriðum sem þegar njóta umtalsverðs áhuga einstaklinga í bekknum
  • þau gera kennaranum fært að fylgjast með áhugabreytingum innan bekkjarins
Ókostir Ókostir við áhugapróf:
  • nemendur geta reynt að viðra sig upp við kennarann með því að ræða um atriði sem þeir hafa í raun hvorki áhuga né skilning á
  • sumir nemendur geta verið hikandi við að gefa upp áhugamál sín
Mats-
listar
Matslistar - Rating Scales

Matslistar eru um margt nytsamir þegar verið er að miðla námsefni. Kennarinn getur notað þá til að meta heildarstöðu bekkjarins, hluta hans eða einstakra nemenda. Á listanum eru atriði eins og:

Nafn:
Dagsetning:
Námsefni/námsþáttur:

  • 1 - skildi hvað við var átt >> ófullnægjandi > sæmilega > vel > mjög vel
  • 2 - fús að taka þátt >> ófullnægjandi > sæmilega > vel > mjög vel
  • 3 - réði við alla undirþætti >> ófullnægjandi > sæmilega > vel > mjög vel
  • 4 - lauk æfingunum >> ófullnægjandi > sæmilega > vel > mjög vel
Not Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því að slíkir matslistar bæta í raun engu við vitneskju kennarans. Þeir hins vegar draga fram það mat sem kennarinn hefur þegar gert. Hins vegar getur leikni nemandans breyst þegar tímar líða eða þekking hans komið fram með nýjum hætti og þá getur slíkur matslisti auðveldað kennaranum að gera sér grein fyrir hversu vel nemandinn hefur tileinkað sér almenna leikni, sérstök atriði námsins eða námsefnið í heild.

Sumu fólki þykir þessi aðferð traustvekjandi vegna þess að kennarinn metur nemandann á talnaskala en er ekki með flókið orðalag eða dularfull atriði eins og gildi og viðhorf. Þetta getur orðið til þess að kennarinn velur frekar að hafa á listanum sínum atriði sem eru sértæk og hlutlæg.

Matslisti gæti leitt í ljós hvers vegna nemandi á í sértækum erfiðleikum við að tileinka sér tiltekið námsefni. Kennarinn gæti einnig notfært sér upplýsingar sem hann hefur aflað sér með listanum til þess að liðsinna nemandanum með því að haga samskiptum og samræðum við hann með markvissum hætti.

Nemar Ein hugmynd er að láta nokkra nemendur vinna verk og fela hinum að meta frammistöðuna. Athugasemdir bekkjarfélaganna eru hinum oft mjög hjálplegar og nemendur taka oft betur gagnrýni félaga sinna heldur en kennarans. Hins vegar kann oft svo að fara að atburðarásin tekur sína eigin stefnu og markmiðin týnast í leiknum.

Matslistar eru kennurum og nemendum nytsamir ef þeir skila nytsömu og trúverðu og skjótu ansi um það framferði sem er í gangi. Ef þeir hins vegar leiða til langdreginna vinnubragða eða eru flóknir - þá er nytsemi þeirra að engu orðið (Cangelosi 1991).

Kostir Kostir við matslista:

  • þeir draga fram mat kennarans á einum eða fleiri nemendum
  • þeir eru fljótlegir og auðveldir í notkun
Ókostir Ókostir við matslista:
  • þeir veita kennurum engar nýjar upplýsingar
  • það er erfitt að vinna úr þeim einkunnir nema fyrir sérgreind atriði og færni
Merkingar-
próf
Merkingarpróf - Semantic Differentials

Í merkingarprófi er fólk beðið að lesa tiltekið orð og skrá niður hversu sterkan boðskap því þykir það orð hafa. Þau eru hentug fyrir kennara til að afla upplýsinga um viðhorf nemenda - hvort heldur sem það er notað aðeins einu sinni eða í samhengi við einhverja aðra aðgerð.

Dálítið dæmi um merkingarpróf

Í hverri línu skaltu setja sviga um þá tölu sem þér finnst hæfa:

(Ath! Hér hafa svör verið sett inn með svigum.)

Mengun

gott - 1 - 2 - 3 - 4 - 5 - (6) - 7 - vont (röðin er 1 - 7)
sterkt - 1 - 2 - 3 - 4 - (5) - 6 - 7 - veikt (röðin er 1 - 7)
ljótt - (1) - 2 - 3 - 4 - 5 - 6 - 7 - fagurt (röðin er 7 - 1)
gleðilegt - 1 - 2 - 3 - 4 - 5 - 6 - (7) - dapurlegt (röðin er 1 - 7)
eftirsótt - 1 - 2 - 3 - 4 - (5) - 6 - 7 - óvelkomið (röðin er 7 - 1)
þekkt - 1 - 2 - (3) - 4 - 5 - 6 - 7 - óþekkt (röðin er 7 - 1)
eftirvænt - (1) - 2 - 3 - 4 - 5 - 6 - 7 - óvænt (röðin er 7 - 1)
hratt - 1 - 2 - (3) - 4 - 5 - 6 - 7 - seint (röðin er 7 - 1)

Röðin skipar matinu þannig að jákvæð viðhorf fá lágt gildi - einkunnina 1 - en neikvæð viðhorf fá hátt gildi. Hæsta gildi sem unnt er að fá er 7*8=56.

Svörin reiknast 6 + 5 + 7 + 7 + 5 + 5 + 7 + 5 = 47 eða 84% sem merkir að sá sem svaraði hefur afar neikvætt viðhorf til orðsins MENGUN

Auðvelt
en ..
Það er afar auðvelt að útbúa merkingarpróf og þau geta leitt í ljós mjög nytsamar upplýsingar um viðhorf nemenda. Hvers kyns andstæð orð má setja upp sem enda á talnaskala og útbúa má sérstaka fyrirgjöf til að reikna niðurstöðuna. Það er þó yfirleitt nauðsynlegt að gera skýra grein fyrir því heiti eða hugtaki sem meta skal annað hvort í stuttri setningu eða með einu orði.

Þetta síðasta lítur dálítið flókið út - sjá hér fyrir neðan -

Ath! Þýðarinn (GÓP) áttar sig ekki alveg á þessari síðustu setningu þeirra Marsh og Willis. Hugtakið skal vera clearly stated annað hvort in a short phrase eða by a single word. Í fljótu bragði virðist mikilvægt að nemandinn skilji hvað við er átt en einnig er ljóst að ef kennarinn heldur dálitla ræðu um orðið mengun og merkingu þess þá hefur hann búið til merkinguna sem merkingarprófið sækir inn í huga nemandans. Það er því sennilega ætlunin að nemandinn misskilji ekki orðið - en fái hins vegar ekki umtalsverða útskýringu á því. Þannig er líklegt að komi í ljós það viðhorf til orðsins eða/og hugtaksins sem nemandinn bar með sér til skólans.
Kostir Kostir við merkingarpróf:

  • þau sýna viðhorf nemendanna án þess að þeir séu spurðir beinna spurninga
  • rannsóknir sýna að merkingarprófin eru mjög áreiðanleg
Ókostir Ókostir við merkingarpróf:
  • ekki er víst að allir nemendur svari merkingarprófum af einlægni
  • þau geta leitt í ljós upplýsingar sem skólanum eru óviðkomandi og þess vegna þarf að gæta þess að þau séu aðeins notuð innan viðunandi siðaramma

Efst á þessa síðu * Forsíða