Forsíða


MK-breytisagan

Þættir
úr þróunarsögu Menntaskólans í Kópavogi.

Listinn er í tímaröð og samtímaverkefni í stafrófsröð eftir kenniorðum eins og heitum námsgreina.

1972 Menntadeild Víghólaskóla tekur til starfa. Hún starfaði eitt skólaár í Víghólaskóla undir skólastjórn Odds A. Sigurjónssonar. Kennt var með hliðsjón af námsskipan við Menntaskólann við Tjörnina. Nemendur ca 70.
1973 Menntaskólinn í Kópavogi tekur til starfa með bekkjarkerfi - undir stjórn Ingólfs A. Þorkelssonar, skólameistara. Á fyrsta ári er almenn braut. Á öðru ári mála- og stærðfræðibraut. Þar voru þeir nemendur sem þá um vorið höfðu lokið fyrsta árs námi í Menntadeild Víghólaskóla - sem samtímis var lögð niður. Um er að ræða hefðbundna bekkjarskólaskipan þar sem stærðfræðideildin skiptist á þriðja ári í náttúru- og eðlisfræðibrautir. Sjá nánar um stofnun skólans og kennslukerfi í sögu MK frá 1973-1983 - frá bls. 203.

Nem. ca 150

1975 Hafin kennsla á tölvur. Kennt að skrifa forrit á Cannon-vél. Sjá nánar um þróun tölvukennslunnar.
1980 Hafin kennsla á einmenningstölvur. Valnám í forritun.
1982 Tekið upp Kjarnakerfi sem var ársáfangakerfi sniðið að því að halda saman í hópi þeim nemendum sem voru á sömu námsbraut. Sjá nánar um aðdraganda, undirbúning, mat og áframhaldandi þróun í bókinni Saga MK 1983-1993 frá bls. 16.

Námsbrautum fjölgað verulega.

Fornámsdeild tekin upp við skólann. Sjá greinargerð um tilurð og þróun þessarar deildar til ársins 1990 í bókinni Saga MK 1983-1993 frá bls. 57 - 70. Deildin hefur þróast áfram í verulegum mæli. Þetta hefur verið samfellt þróunarverkefni frá upphafi.

Tölvukennsla er kjarnaáfangi á fyrsta námsári.

Nem. ca. 300

1983 Skólinn flyst úr húsnæði Kópavogsskóla í húsnæði Víghólaskóla. Skólaárið 1983 - 84 er fyrsta starfsár skólans í þessu nýfengna húsnæði.
1984 Kjarnakerfi MK þróað í Ársáfangakerfi MK - sjá nánar um aðdraganda, rökstuðning og mat á því hvernig til hafði tekist í sögu MK 1983-1993 frá bls. 17 - 25.
1985 Forritunarnám fer út úr almennu tölvunámi og verður aftur einungis í framboði sem valfrjálst nám og á tölvubraut. Nám í tölvunotkun verður tveggja eininga kjarnaáfangi. Kennd notkun ritvinnslu- og töflureikniforrita. Sjá nánar um þróun tölvukennslunnar.
1986 Nám hefst í ferðafræðum. Fyrst með starfi Leiðsöguskólans. Sjá nánar í bókinni Saga MK 1983-1993 frá bls. 71.
1987 Fornámsdeildinni og starfsemi hennar breytt í veigamiklum atriðum.
1988 Tekið er upp nám í ferðafræðum.
1989 Skrifstofubraut tekin upp með tveggja ára námi.
1990 Ferðamálaskólinn tekur til starfa sem kvöldskóli í ferðamálanámi.

Samskipti ferðamálanámsins við útlönd aukast verulega. Einnig tengsl tungumálanámsins við erlenda skóla og ráðstefnur.

1994 Nemendur: 400.
1995 Tekið upp áfangakerfi þar sem hver áfangi stendur aðeins eina önn. Nú fer að hefjast veruleg fjölgun nemenda.

Hluti stærðfræðikennslu fer fram með aðstoð tölva.

Vest-norrænt samstarf við Grænlendinga og Færeyinga í kennslu ferðagreina.

Nemendur: 560

1996 MK yfirtekur starfsemi Hótel- og veitingaskóla Íslands. Það merkti þá kennslu í matreiðslu og framreiðslu. Auk þess fluttist til MK bakaradeildin úr Iðnskólanum úr Reykjavík og matvælasvið Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Einnig sjókokkanám og meistaraskóli í matvælagreinum.

Stofnuð ný grunndeild við skólann og sérstaklega þróuð. Byggir á miklu og starfstengdu verknámi.

Með matvælanáminu fylgja verulega aukin samskipti við erlenda skóla, ráðstefnur og samkeppnir. Einnig skiptidvalir nemenda og kennara.

Tungumálakennarar hefja þróunarverkefni við að útbúa tungumálanám fyrir matvælanemendur á öllum stigum, bæði fyrir byrjendur og meistara.

Ferðamálskólinn bætir við námi í IATA / UFTA.

Leiðsöguskólinn bætir við námi í svæðaleiðsögn. Námið fer fram úti í viðkomandi héraði þar sem menn sérhæfa sig í sínu landssvæði. Námið fer fram í útstöð í viðkomandi héraði sem skipulagt er og stjórnað frá MK.

MK tekur að sér kennslu í Krýsuvík og í Kvennafangelsinu í Kópavogi.

1997 Kjötiðnaðarbraut færist úr Iðnskólanum í Reykjavík til MK.

Skrifstofubraut breytt og stytt í eins árs nám. Námsinnihaldi breytt og starfstenging aukin.

1998 Heimilisbraut stofnsett ætluð nemendum sem koma úr sérdeildum grunnskóla.

Stóraukið samstarf við Hótel- og matvælaskólann í La Rochelle.

Nemendur: 1000

1999 Sérdeild fyrir einhverfa tekin upp við skólann.

Við MK eru í gangi fjölmörg þróunarverkefni sem meira og minna eru komin til framkvæmda:

  • Gagna- og prófabanki í efnafræði
  • Upplýsingatækni í framreiðslu
  • Gagnvirk kennsluefni í sögu, íslensku og bakaraiðn
  • Rýrnun og gæðatap á hráefni vegna rangrar hitameðhöndlunar
  • Enskukennsla með kvikmyndagerð í Krýsuvík
  • Gæðastjórnun / innra eftirlit
  • Tölvuvædd kennslutæki í eðlisfræðistofu
  • Þróun skrifstofubrautar II
  • Fjarkennsla í ferðagreinum
  • Fullorðinsfræðsla í matartæknanámi
  • Mælingar á súrdeigi. Samstarfsverkefni efnafræði- og bakaradeildar.
  • Þróun GÁMES-kerfis fyrir matvælaskólann
  • Þróun umsjónakennarakerfisins
  • Vest-norrænt samstarf nemenda í dönsku. Samvinna er við Færeyinga og Grænlendinga.
  • Samstarf á vef á sviði jarðvísinda við menntaskólann í Jonzac í Frakklandi. Samstarfið er einnig um nám í frönsku og líffræði.

Nemendur: 1000 í dagskóla, 400 í kvöldskóla.

2000 GÁMES-kerfið tengt daglegu skólastarfi og fléttað inn í námsefnið. Kennsla í námsefninu frá og með vorönn 2000.

Starfstengt ferðamálanám í Ferðamálaskólanum. Námið er ferðafræðinám sem nokkuð breytt og þróað frá sem fyrir var og hótel- og gestamóttökunám sem er nýtt nám á Íslandi.

Efst á þessa síðu * Forsíða