Forsíða
|
KennsluorðasafnSkilgreiningar og útskýringar Stuðst er við bók Marsh og Willis |
Útbr/dreif | Diffusion and Dissemination: Útbreiðsla /dreifing hugmynda og útbreiðslustarf |
Námskrá | Curriculum > Námskrá |
Ný n | Curriculum Adoption: Ný námskrá eða upptaka nýrrar námskrár |
N-breyting | Curriculum Change > Námskrárbreyting |
N-gerð | Curriculum Development > Námskrárgerð |
N-þróun | Curriculum Development Project > Námskrárþróun |
N-hönn | Curriculum Developers > Námskrárhöfundar - hönnuðir |
N-upptaka | Curriculum implementation > Upptökuferlið |
N-ranns | Curriculum Research = námskrárrannsóknir quantitative = megindlegar <> qualitative = eigindlegar |
Nýjungar | Innovation > Nýbreytni, nýjungar |
SBCD | School-Based Curriculum Development = Námsefnisþróun innan skóla |
S-umbætur | School Improvement: Skólaumbætur |
SBM | Site-Based Mangement = Námsefnisþróun innan héraðs |
Námskrá | Marsh og Willis: Samtvinnun áætlana og reynslu sem nemandinn upplifir undir leiðsögn skólans. |
Námskrár- gerð Curriculum |
Námskrárgerð er í eðli sínu þróun og betrumbót á námskrá sem fyrir er. Slíkar þróanir eru oft framkvæmdar af
kennara eða kennurum og teknar beint upp í kennslu. Meiriháttar breytingar verða þó til með þeim hætti að til
þeirra viðast atriði og röksemdir í samfélaginu og fjölmörgum aðilum á lengri tíma. Þær eru ræddar fram og til
baka og um þær standa ætíð deilur. Til þess að breytingarnar nái fram að ganga þarf að skipuleggja þær vandlega
og í samstarfi margra aðila sem verða að koma sér saman um niðurstöðuna. Námskrárgerð getur farið fram á
landsvísu, í skólahéraði, innan skóla, námsgreinar eða bekkjar. Margt bendir til þess að þær námskrárbreytingar
sem eiga trygga tilurð, beitingu og framhaldsmótun séu þær sem verða til í samræðu kennara viðkomandi greinar
og ytri þrýstingsaðila - en sem kennararnir sjálfir móta og fylgja fram.
Markmið námskrárgerðar er að breyta þeirri námskrá sem fyrir er á viðkomandi fræðslustað, afla nýs námsefnis og hrinda miðlun þess í framkvæmd. Dæmigerð spurning í lok ferlis væri þessi: Tókst okkur að ná fram þeirri námskrárbreytingu sem við ætluðum okkur? |
Námskrár- breyting Curriculum |
á við hvers konar breytingu sem verður á þeirri námskrá sem unnið hefur verið eftir. Slík breyting gæti orðið fyrir
tilstilli námskrárgerðar eða námskrárþróunar, en einnig gæti hún orðið fyrir tilstilli þurrðar á eldri kennslubók,
fyrir slysni eða vegna nýrrar hugmyndar kennara sem sjá (1) fyrri viðfangsefni greinarinnar í nýju samhengi, (2)
leita sér hugmynda að nýjum viðfangsefnum, (3) fella þau inn í kennsluna og (4) verða handgengnir hinni nýju
skipan.
Upphrópun gæti verið svona: Svei mér þá! Við erum farin að kenna dálítið annað en námskráin sagði til um! en einnig gæti hún verið: Já, þetta er betra - rétt eins og við héldum. Sem dæmi um námskrárbreytingar má nefna breytingar á stærðfræðikennslu í menntaskólum þegar vasatölvurnar urðu hvers manns eign og einnig innkomu tölvukennslunnar. Mjög auknar áherslur nýju námskrárinnar á persónumótun nemendanna eru dæmi um pólitískar áherslur sem auk þess er næsta útilokað að nokkur eftirlitsaðili nái að fylgja eftir. Nefna má aðra breytingu sem í upphafi er einungis pólitísk en mun þegar fram líða stundir hafa áhrif á námskrá. Það er ákvörðun og lagasetning um að allir grunnskólar skuli verða einsetnir. Hún hefur ekkert að gera með námsgæði og var enda ekki rökstudd þannig heldur er henni fyrst og fremst ætlað að losa foreldrana af heimilisvaktinni. Hún mun hins vegar að lokum lengja skóladag nemendanna og kalla á breytingar á námskrá þeirra. |
Námskrár- höfundar - hönnuðir Curriculum |
eru þeir einstaklingar sem hafa tekið sér fyrir hendur það verkefni að skrifa námskrá til að breyta fræðslustarfi. Ef
um er að ræða verkefni sem til er stofnað af stjórnvaldi er fólkið væntanlega ráðið til starfsins og getur gefið sér
talsverðan tíma til þess - en einnig getur verið um að ræða til dæmis áhugamannasamtök þar sem menn finna fyrir
brýnni þörf til að útbúa nýja námskrá í því fræðslustarfi sem rekið er. Skipta má starfseminni í þrennt,
Settar hafa verið fram þær hugmyndir að starfshópur sem vinnur að námskrárgerð þurfi að hafa á að skipa sérfærðingum á eftirtöldum sviðum: (1) hinna ýmsu fræða, (2) kennslufræða, (3) námsefnisgerðar, (4) mats, (5) verklags og (6) skrifta. Af dýrkeyptri reynslu er þó ljóst að þessi flokkun ein og sér dugar ekki til að fá námsefnið til að miðlast í kennslustofum hinna einstöku skóla. Ef ekki tekst að fá kennara hvers skóla í breytingaliðið er hætt við að allt renni út í sandinn. Hlutverk námskrárhönnuða er: (1) ákveða þá nýju tegund námsefnis sem þörf er á, (2) deila (rökræða) sig niður á skilgreiningu á tilgangi námsefnisins og markmiðum þess, (3) notfæra sér niðurstöður rannsókna og þekkingu á kennslufræði og sálarfræði til að leiðbeina um verkefni fyrir nemendur, (4) ljúka verkinu í samvinnu og sameiningu, (5) meta þarfir viðtakendanna og gera sér grein fyrir hvað þarf til að taka námsefnið í notkun, (6) kenna kennurum nauðsynlega undirstöðu og leikni til að miðla efninu, (7) Leggja drög að matslínum fyrir námsefnið og (8) beita sér fyrir því að fjármagn fáist til að halda þróunarstarfinu áfram með nýjum lagfæringum og nýju mati. |
Námskrárþróun
Curriculum |
Hér er reynt að nota þetta tiltölulega þjála heiti, námskrárþróun, yfir umfangsmeiri starfsemi - til dæmis á vegum menntamálaráðuneytisins - sem sett er af stað í því skyni að breyta námskrá. Til slíkra starfa haf oft verið valdir einkum sérhæfðir einstaklingar í ýmsum fræðigreinum og í námskrárgerð. Að jafnaði hefur slík vinna ekki skilað árangri í líkingu við það sem til hefur verið kostað því ekki hefur verið tekið tillit til þeirra aðstæðna sem raunverulega ríkja í sjálfum skólunum og í bekkjunum þar sem miðlun hins nýja námsefnis á að fara fram. |
Ný námskrá Upptöku- |
Ný námskrá er stórmál og það er ekki auðvelt að koma henni til raunverulegra framkvæmda - þ.e. að koma því
svo fyrir að áætluð miðlun námsefnis samkvæmt henni fari raunverulega fram í skólastofunni. Fullan (1982) hefur
búið til lista yfir lykilatriði sem hann segir skipta máli við upptöku breytinga á námskrá:
Fullan og félagar hafa skoðað þær aðferðir sem virðast hafa verið notaðar við að taka upp nýtt og breytt námsefni og niðurstaða þeirra er þessi:
|
N-ranns
Megind - |
Curriculum Research = námskrárrannsóknir sjá hér hugleiðingar um íslenskar námskrárrannsóknir. quantitative = megindlegar eða qualitative = eigindlegar Rannsóknir nefnast megindlegar ef þar beinast hlutlægum gögnum sem unnt er að safna saman og kanna - aftur og aftur. Miðast oft við leit að algildum lögmálum. Eigindlegar eru rannsóknir sem skoða huglæg atriði sem geta haft breytilegt vægi að mati ólíkra skoðenda svo sem gæði, eiginleika og gildi. Sjálfskoðun er eigindleg þegar einstaklingurinn skoðar sjálfan sig, reynslu sína og tilfinningar - oftast í því skyni að læra af reynslu sinni og mæta betur búinn á vettvang morgundagsins. |
Nýbreytni, nýjungar |
Skipulögð framkvæmd kallast nýjung eða nýbreytni ef hún er gerð í því skyni að betrumbæta áhrif eða/og virkni
fræðslukerfis og hefur ekki áður verið þar við lýði. Oft má deila um hvort framkvæmdin hefur orðið starfseminni til
framdráttar og getur sínum sýnst hvað í því efni. Nýbreytni í dag getur orðið viðfangsefni til endurbóta og vikið úr
vegi fyrir annarri nýbreytni fyrr en síðar. Gæðamatið höfðar til mats á stefnu fræðslustofnunarinnar.
Ágætt dæmi um nýjung er þegar tölvan var látin leysa reiknistokkinn af hólmi í stærðfræðikennslu framhaldsskólans fyrir tuttugu árum. Nám á reiknistokkinn var mörgum fjötur um fót áður. Eftir tilkomu vasatölvunnar varð ekki lengur þörf á þeirri kunnáttu. Margir söknuðu þess skilnings á talnakerfinu sem fylgt hafði námi á reiknistokk en enga stöðnun er að sjá í þróun tækninnar þrátt fyrir það. |
SBCD | Námsefnisþróun innan skóla (School-Based Curriculum Development) vísar til þess að starfsfólk skóla erfalið að standa að endurnýjunum og breytingum á því námsefni sem skólinn býður fram. Að einhverjum hluta geta nemendur átt hlut að máli og jafnvel foreldrar og aðrir aðilar nánasta samfélags. Það eru þó viðkomandi kennarar sem hafa úrslitaáhrif á alla gerðina og sjá um framkvæmd þess sem ákveðið er að gera. Eigi þessi aðferð að ganga upp verða þeir ytri ráðendur sem málið varðar bæði að láta kennurunum eftir verulegan hluta stjórnvalds síns og einnig að afla stuðnings, gagna og fjár fyrir þá sem vinna verkið. |
SBM | Námsefnisþróun innan héraðs (Site-Based Mangement) er svipað SBCD en er ekki einskorðað við breytingu eða
endurnýjun námsefnis skólans. Þar sem námsefnið er ekki endilega í brennidepli geta ráðandi aðilar verið aðrir en
kennarar í öðrum þáttum starfseminnar. Sjá nánar um SBM sem þá stefnu að færa ákvarðanir um starfsemi skólans
til skólans sjálfs og skólahéraðsins í greininni: Site-Based Management: Making It Work The Who, What,
and Why of Site-Based Management eftir Jane L. David úr tímaritinu Educational Leadership Vol. 53, No.
5 December 1995/January 1996
Í inngangi greinarinnar er þessi skilgreining á SBM: For all its guises, site-based management is basically an attempt to transform schools into communities where the appropriate people participate constructively in major decisions that affect them. Útleggingin er á þessa leið: SBM er tilraun til að breyta skólum í samfélög þar sem viðeigandi fólk tekur uppbyggilegan þátt í umfangsmiklum ákvörðunum sem varða það sjálft. |
Skóla- umbætur |
Skólaumbætur (School Improvement) er skipuleg vinna að og framkvæmd breytingar sem bætir skólastarf. Á
margan hátt má segja að skólaumbætur sé samheiti við orðið námskrárbreyting því í námskrár-samhengi er
námskráin túlkuð svo vítt að hún tekur til sérhvers atriðis í rekstri skólans. Hins vegar geta námskrárbreytingar
augljóslega mistekist eða verið á rangri leið þannig að jafnvel verða engin tvímæli um það að breytingin hefur gert
skólastarfið síðra. Nærtækt væri að halda að slíkt gerðist aðeins þegar útaðilar þröngva tiltekinni breytingu upp á
skóla en sjálfsagt getur orðið um afturför að ræða í starfi innaðila. Sjá eftirfarandi dæmi. |
Dæmi: Er nám- skrár- breyting alltaf skóla- umbót? |
Dæmi úr íslenskum raunveruleika 1999: undanfarin tvö ár fengu tveir kennarar styrk frá sveitarstjórn til að
þróa nýja kennslulínu hjá börnum sem þá voru 8 ára en eru nú orðin 10 ára. Styrknum héldu þeir í nokkra mánuði.
Verkefni þeirra tókst afburða vel og það kom í ljós að nemendurnir gátu lært tiltekin atriði miklu fyrr en
hefðbundin röðun atriða sagði til um. Kennararnir unnu gríðarlegt starf og langt umfram það sem styrknum nam.
Skólayfirvöld sveitarfélagsins þurfti um þær mundir að svara kalli um endurbætur á kennslu í annarri grein. Þau
ákváðu að kennararnir sem unnu að þessari tilraun væru svo áhugasamir að þeir myndu vinna ótrauðir áfram þótt
þeir yrðu sviptir styrknum - og sviptu þá styrknum. Kennararnir fengu mikið áfall. Svo vildi til að samkvæmt
nýjum lögum starfaði virkt foreldraráð við skólann. Það gerði sér grein fyrir þessu, knúði á skólayfirvöld sem hurfu
frá villu síns vegar og stóðu við styrkloforðið. Engu að síður var þessari tilraun aðeins haldið úti þessi tvö ár. Í ár
eru þessir nemendur komnir í 10 ára bekk. Þar veit enginn kennari í viðkomandi grein af þessari tilraun og
nemendurnir eru settir í að læra námsefnið í hefðbundinni röð. Það merkir að nú eru þeir að fást við námsatriði sem
þeir hafa lokið við að læra fyrir allt að tveimur árum.
Hér hafa nemendurnir farið í gegnum tvær námskrárbreytingar. Önnur þeirra mundi falla undir skólaumbætur. Hvað nefnum við þá seinni? |
Útbreiðsla- /dreifing hugmynda og útbreiðslu- starf |
Útbreiðsla (Diffusion) á sér stað þegar fregnir af tilteknum breytingum í skólastarfi spyrjast út og eru þess vegna
teknar upp við annan skóla. Í skólastarfi er það algengt að kennarar eða skólastjórar heyra af breytingum og kynna
þær í eigin skóla.
Útbreiðslustarf (Dissemination) kallast það þegar höfð er uppi skipuleg kynning á breytingum í því skyni að koma þeim á annar staðar einnig. Dæmi um þetta er þegar fulltrúi skóla eða bæjarfélags heimsækir annan skóla eða sveitarfélag til að kynna breytingar sem gerðar hafa verið heimafyrir. |