GÓP-fréttir
Ferðatorg
Vaðatal
Ferðaskrá
|
Geysis-slysið 14. september 1950
Tímalína GÓP
eftir bókinni Geysir á Bárðarbungu
eftir Andrés Kristjánsson
ásamt þeim Guðna Þórðarsyni, Hauki Snorrasyni og Jóni
Helgasyni.
Útgefandi: Skuggsjá 1963 |
13.
september
miðvikudagur |
Loftleiðaflugvélin Geysir búin til ferðar
frá Reykjavík.
Brottför eftir miðnætti. |
14.
september
fimmtudagur |
- Kl. 03:00 Geysir fer í loftið frá
Reykjavík. Fer til London og síðan Lúxemborgar þar sem hún lendir kl 14.
- Kl. 16:30 í loftið frá Lúxemburg.
- Kl. 22:02 Flugumferðarstjórn í Reykjavík skráir móttekið skeyti með
staðarákvörðun.
- Kl. 22:25 Flugumferðarstjórn fær skeyti frá Geysi sem áætlar að verða yfir
Vestmannaeyjum kl. 23:10 og lenda kl. 23:30.
- Kl. 22:30 Heyrist til Geysis langt af leið - frá Papey og
bæjum í Álftafirði
- Kl. 22:50 Geysir strandar í roki og kafhríð suðaustan í Bárðarbungu.
|
15.
september
föstudagur |
- Kl. 00:50 Flugturninn tilkynnir að Geysir er týndur.
Mikil leit fer í gang. Leitað um svæði 400 km suður fyrir landið og 200 km
austurfyrir og landið norður fyrir Vatnajökul - en blindhríð á Vatnajökli
huldi Geysi. Alls 95 þúsund ferkílómetrar.
Um ferðahóp Einars Magnússonar, menntaskólakennara, er
skrifað á bls. 60.
Þeir eru staddir suðaustur af Þórisvatni á Sprengisandsleið þegar þeir fá úr flugvél niðurfleygð tilmæli um að svipast um eftir Geysi.
Leið hópsins var fyrirhuguð í víðum sveig um svæðið og þeir halda sinni
áætlun í því. Þeir fara norðaustur með Ljósufjöllum að sunnanverðu og austur
fyrir þau. 10 kílómetrum nær jöklinum var síðar reist hús
Jöklarannsóknafélags Íslands og kallað Jökulheimar. Leið þeirra
liggur síðan
norðan Ljósufjalla, yfir Heljargjá, vestur fyrir Gjáfjöll og um hraunið
norður að Köldukvísl og yfir hana í Illugaver. Þetta er "leið 16" á
öræfaleiðakorti Sigurjóns Rist frá 1958.
Sjá hér frásögn Einars
af ferð þeirra í Árbók FÍ 1951 - á bls.
172.
- Minnsta ferðafélagið, M.F.F., er á fjórum bílum í tjöldum
við Gæsavötn og heyra að einungis er óleitað í nágrenni þeirra sökum lélegra
leitarskilyrða. Þeir taka svo ákvörðun um að brjótast norður til byggða og
taka síðan þátt í björgunarleiðangrinum.
Sjá hér frásögn Ásgeirs Jónssonar af
ferð þeirra félaga.
|
16.
september
laugardagur |
Leitað er á enn stærra svæði og fjölmargir
taka þátt í leit á landi. Nokkurra er getið í bókinni.
Ferðaleið þeirra Einars og félaga á laugardeginum.
Þeir fara yfir mikið landsvæði. Frá Illugaveri fara þeir vestur í
Sóleyjarhöfða og síðan austur í Jökuldal, Nýjadal, vestan undir Tungnafellsjökli.
|
17.
september
sunnudagur |
Ferðaleið þeirra Einars og félaga á sunnudeginum. Þeir
ganga stutt inn Nýjadal og fá á sig hríð. Aka svo í Tómasarhaga og þaðan
vestur til Hofsjökuls, sem þeir sjá vel til, og svipast
þar með sjónaukum eftir merkjum. Þeir fara svo suður með Hofsjökli og hafa
þar erfitt færi. Gista síðan við Arnarfell.
Sjá hér frásögn Einars
af ferð þeirra í Árbók FÍ 1951 - á bls.
172.
|
Leitarsvæði flugvélanna |
18.
september
mánudagur |
- Kl. 13:15 heyrir Kristján Júlíusson, loftskeytmaður á
Ægi, til neyðarsendingar úr gypsi-stöð Geysis: ...CIER staðarákvörðun
ókunn - allir á lífi.
- Kl. 16:43 Fær flugturninn skeyti frá TF Vestfirðingi:
"Höfum fundið TFRVC á Vatnajökli, allir á lífi".
Hnit staðarins eru 64o 36' N og 17o 21' V.
Leit þeirra Einars og félaga á mánudeginum
"Um morguninn héldu þeir áfram vestur með Hofsjökli en um miðjan dag
heyrðu þeir skýrt frá því í útvarpi að Geysir væri fundinn." Bls. 60.
Sjá hér frásögn Einars af ferð þeirra í
Árbók FÍ 1951
- Kl. 18:00 Haukur Snorrason, ritstjóri Dags á Akureyri,
kemur á skrifstofu flugfélagsins. Skipulagning hjálparleiðangursins er þá
þegar hafin. Þar eru á fundi Kristinn Jónsson, framkvæmdastjóri
Flugfélagsins á Akureyri en hann undirbjó förina fyrir hönd
flugmálastjórnarinnar, og Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
Ferðafélags Akureyrar sem Kristinn hafði fengið til að taka að sér
fararstjórn leiðangursins. Haukur lagar atvikin svo að hann og Eduard
Sigurgeirsson ljósmyndari komast með hópnum í bíl Kristjáns P. Guðmundssonar
útgerðarmanns sem boðið hafði lið sitt. Þeir verða þrír aukamenn en reynast
svo leggja sitt af mörkum eins og aðrir.
- Kl. 21:00 Leiðangurinn lagður af stað - til Reykjahlíðar
og gistir þar. Í hópnum voru 12 menn frá Akureyri auk þeirra þremenninga.
Auk þeirra 15 voru 8 Reykvíkingar á fjórum jeppum. Jepparnir voru þá alls 9
og að auki stór vöruflutningabíll með ýmsan búnað og bensín.
12 Akureyringar voru - með einkunnum Hauks:
- Þorsteinn Þorsteinsson, löngu kunnur ferðamönnum
fyrir forystu margra leiðangra um óbyggðir.
- Tryggvi, sonur hans, skátaforingi á Akureyri.
- Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri. Sá maður sem mest
og best hefur kannað öræfin norðan Vatnajökuls.
- Jón Sigurgeirsson, lögregluþjónn frá Helluvaði í
Mývatnssveit, ágætur fjallamaður og ferðamaður sem mörgum ævistundum
hefur eytt í óbyggðum.
- Þorsteinn Svanlaugsson, bifreiðastjóri, ágætur
þaulvanur ferðamaður.
- Vignir Guðmundsson, tollvörður.
- Sigurður Steindórsson, afgreiðslumaður.
- Þráinn Þórhallsson, afgreiðslumaður.
- Bragi Svanlaugsson, bifélavirki.
- Grímur Valdimarsson, trésmíðameistari.
- Jóhann Helgason.
- Hólmsteinn Egilsson, bifreiðastjóri sem ók hinni
miklu og þungu vörubifreið
8 Reykvíkingar voru - með einkunnum Hauks:
- Guðmundur Jónasson frá Völlum, hinn kunni
ferðagarpur. Hann var fararstjóri og forsjá þeirra.
- Þórarinn Björnsson var með honum í bíl, sá vaski
jöklafari sem kom glaður og reifur til tjaldstaðar við Kistufell eftir
25 klukkustunda útivist á Vatnajökli.
Aðrir leiðangursmenn úr Reykjavík voru:
- Ásgeir Jónsson,
- Gísli Eiríksson,
- Sigurgeir Jónsson,
- Magnús Sigurgeirsson,
- Jónas Jónasson og
- Einar Arason.
Bls. 117: Reyndust þeir allir ágætir félagar og tókst þegar góð samvinna við þá og hélst
upp frá því.
Bls. 130 - að leiðangurslokum: Fyrr er sagt frá
reykvísku fjallamönnunum sem slógust í för með okkur. Einn þeirra, Þórarinn
Björnsson, hafði lengsta útivist allra á jöklinum með Bandaríkjamönnunum.
Þáttur þessa fámenna hóps úr Reykjavík í björgunarleiðangrinum var
glæsilegur. Þar var valinn maður í hverju rúmi. Hjálpsemi þeirra, drenglyndi
og dugnaði var við brugðið í okkar hópi. Það var gott að koma í tjöldin
þeirra, hlý og notaleg, og þar var margur kaffisopinn þeginn og brauð með
þegar hinn flaustursbúni leiðangur Akureyringa fór að sjá fram á matarskort.
Sjá hér frásögn Ásgeirs
Jónssonar af allri ferð Reykvíkinganna sem stóð frá 9. til 22.
september. Þar er meðal annars lýst - sennilega fyrstu bílferð um
Vonarskarð. Þar kemur einnig fram hversu erfitt færið var norður frá
Gæsavötnum til byggða en sú reynsla varð til þess að ákveðið var að fara
hrauna- og sandaleiðirnar upp með Jökulsá á Fjöllum.
|
Fyrst hafði verið áætlað að fylgja rauðu brautinni frá
Grænavatni um Dyngjufjalladal
en vegna upplýsinga Reykvíkinganna
(sjá frásögn Ásgeirs
Jónssonar um ferð Minnsta
ferðafélagsins)
sem komu sunnan frá Gæsavötnum niður í Bárðardal
um blota og krap í vötnum var í Reykjahlíð
ákveðið að taka bláu brautina.
|
19.
september
þriðjudagur |
- Kl. 04:++ Björgunarleiðangurinn ferðbúinn frá Reykjahlíð.
- Kl. 13:30 Flugvél flýgur yfir björgunarleiðangurinn sem
þá er staddur við Vaðöldu "og virtist sækjast ferðin vel".
- Kl. 17:00 Björgunarleiðangurinn kominn að Kistufelli,
vestanvert undir brún Dyngjujökuls. Jökulgangan þaðan talin um 34 km og vera
7-10 klst gangur hvora leið.
- Kl. 18:08 Skíðaflugvélin lendir við flakið af Geysi.
Hálftíma síðar er ljóst að hún kemst ekki á loft.
|
Gönguleiðin yfir jökulinn að flaki Geysis
|
20.
september
miðvikudagur |
- Kl. 04:30 Björgunarleiðangurinn gengur af stað frá
náttstað við Kistufell.
- Kl. 14:++ Björgunarleiðangurinn kemur að flaki Geysis.
- Kl. 15.++ Björgunarleiðangurinn leggur af stað til baka
með áhöfnina. Tveir bíða eftir hvort skíðavélin kemst á loft.
- Kl. 16:++ Skíðavélin kemst ekki á loft og flugmennirnir
leggja af stað með þeim tveimur sem beðið höfðu átekta.
- Kl. 20:00 Gísli Eiríksson, Jóhann Helgason og Haukur
Snorrason fara upp á jökulinn til móts við björgunarsveitina - til aðstoðar
eftir þörfum.
|
21.
september
fimmtudagur |
- Kl. 06:00 Þórarinn Björnsson kemur með flugmennina
ofan af jökli í tjaldbúðirnar. Þar með eru allir komnir niður sem flugreika
urðu á Vatnajökli.
- Kl. 08:00 Koma síðustu fjórir björgunarmannanna. Á
sleðanum fluttu þeir farangur sem hafði þurft að skilja eftir á leiðinni
þegar taka þurfti einn bandarísku flugmannanna á sleða.
- Með birtu fóru tvær flugvélar austur til
björgunarleiðangursins og tóku áhafnir beggja vélanna til Reykjavíkur.
- Kl. 11:00 Vélarnar lenda í Reykjavík.
- Síðla dags við Lindá kastar Dakotavél böggli niður til
björgunarleiðangursins með þakkarbréfi til Þorsteins fararstjóra sem les það
í heyranda hljóði. Þakkir frá stjórn Loftleiða.
- Björgunarsveitin komin til Akureyrar fyrir kvöldið.
|
Á Bárðarbungu 2000
Dagfinnur, Magnús, Ingigerður og Einar
Mbl. 21. júní 2012
|