Magnús Ásgeirsson
byggingameistari, ferðamaður og þúsundþjalasmiður
f. 19. apríl 1947 -
d. 24. mars 2013

Forsíða
http://www.gopfrettir.net/open/MagnusAsgeirsson

>>>>>> Músaðu hér til að hoppa í myndalista yfir nokkrar ferðir með Magga og Möggu
* Magnús Ásgeirsson er fallinn frá.
* Þau hjónin Magnús og Magnhildur Magnúsdóttir, Maggi og Magga, hafa verið fastir félagar okkar ferðahóps næstliðinn aldarfjórðung og af þessari síðu finnurðu myndir úr nokkrum þeirra og frásagnir. Á hverju ári fórum við að minnsta kosti fimm ferðir að viðbættum dagsferðum og stuttum skreppum. Fimm nátta sumarferðir voru dýrmæti og ekki síður var frábært að aka um skínandi vetrarlandið og svífa upp jökulhlíðar og horfa yfir veröldina allt á heimsenda - eða janúarferðirnar í Þórsmörk við alls konar aðstæður og erfiðleika. Alltaf var auðvitað ánægjulegt að komast á ætlaðan leiðarenda - en ferðin var í sjálfu sér ætíð frábær þótt vetur kóngur sneri út úr fyrirætlunum okkar og menn kæmu þrekaðri heim en til hafði staðið.

Í ferðum um öræfi Íslands á sumri og vetri kemur margt óvænt upp við erfiðari kringumstæður en flestir eru vanir. Við slíkar aðstæður er gott að hafa einvalalið til hvers sem er. Gegntrausta verklagna einstaklinga með fjölþætta reynslu sem grípa strax til aðgerða og eru svo samhuga að úrlausnaráætlun sprettur næstum þegjandi fram. Hver er á sínum stað og veit að um leið er haft auga með hvort og hvar frekara lið má leggja. Með þannig félögum er frábært að ferðast og erfið veður og torsótt færð verða grípandi sameiginleg viðfangsefni og lausn þeirra sameiginlegur sigur og gleði allra. Í okkar fámenna hópi er nú skarð fyrir skildi þegar hann er fjarri. 

Ferðir okkar eru farnar á vit nýrrar upplifunar, nýs ævintýris. Við söfnum endurminningum um samstarf og lausnir, um bálviðri og blíðviðri, harðan tjaldbotn og fjallaskála. Um fornar slóðir og nýjar leiðir, ofan í ófær hraun og upp á sjónvíða fjallatinda, um aftaka bylji og um logn og blíðu á jökultoppum.  Um eftirminnilega daga. Hverja ferð endurförum við aftur og aftur í huganum - íklædd atgerfi hennar, félagatengslunum og ómi landslags og lífsljóði þess ævintýris. 

Þegar félagi fellur frá rifjast upp sú margfalda sameiginlega gleði sem við áttum saman og um hugann fara hlýjar þakkir fyrir frábæra samfylgd.

Gíslavinir senda Möggu innilegar samúðarkveðjur og þakkir fyrir samfylgdir og ómetanlegt samstarf og hjálp þeirra Magga sem sum okkar hafa notið í áratugi en önnur allt frá hans æskuárum.

Í apríl 2013 - Gísli Ólafur Pétursson                         

Maggasafn Myndir af Magnúsi
í ferðum Gíslavinafélagsins á næstliðnum árum.
Myndasöfn hverrar ferðar finnurðu hér fyrir neðan.
18. okt. 2011
Jökulheimar
6. ágúst 2010
Jökulheimar
- sunnan undir Gjáfjöllum á vesturbrún Heljargjár
30. mars 2010
Gos á Fimmvörðuhálsi
1. ágúst 2009
Norðurfjörður - Ófeigsfjörður - Kjölur
- á Fellsegg
2. jan 2009
Þórsmörk - vetrarferð
30. okt. 2008
Reykjanes - Krísuvík
- við Reykjanesvita


Reykjanes - Krísuvík
- á Skriðu austan Heiðnabergs

1. ágúst 2008
Sumarskreppa um Norð-Austurland
- viðgerð í Fellabæ


Sumarskreppa um Norð-Austurland
- við Breiðamerkurlón

8. mars 2008
Þórsmörk og Tindfjöll
- stjörnuskoðun á Slyppugilshrygg


Þórsmörk og Tindfjöll
- við Tindfjallasel sem var neðsti Tindfjallaskálinn
en hefur nú verið rifinn og annar byggður skammt frá

20. jan. 2008
Þingvöllur og Skjaldbreiðarleið upp frá Tintron
- við Þingvallavatn


Þingvöllur og Skjaldbreiðarleið upp frá Tintron

27. júlí 2007
Sumarskreppa um Vestfirði
- í safninu á Hnjóti


Sumarskreppa um Vestfirði
- í flugminjasafninu á Hnjóti

30. sept. 2006
Jökulheimasvæðið - Í Jökulheimun
15. sept. 2006
Hofsjökulshringur
- við Ingólfsskála


Hofsjökulshringur
- á Hveravöllum

8. sept. 2006
Norðausturhálendið til Kárahnjúka og heim um Siglufjörð

Með Bjössa í Sauðárkofa - nú er svæðið undir vatni.


Norðausturhálendið til Kárahnjúka og heim um Siglufjörð

Við Lindaá í Hvannalindum norðan undir Kreppuhrygg 

25. ágúst 2006
Síðsumarsferð - Nýidalur - Heljargjá - Jökulheimar - Langisjór - Skælingar

á Gnapavaði yfir Tungnaá
15. maí 2006
Leiðin yfir Svínaskarð

efst í Svínaskarði - austasti Móskarðshnúkur í baksýn
2. apríl 2006
Eyjafjallajökull
- opin jökulsprunga - bíllinn kominn upp úr
25. mars 2006
Langjökulshellar í Flosaskarði
- Eiríksjökull vinstra megin
21. okt. 2005
Vonarskarð - Bárðargata
- við upphaf ferðarinnar
18. júlí 2005
Sumarskreppan 2005 - Nýidalur - Berufjörður
- Í Nýjadal


Sumarskreppan 2005 - Nýidalur - Berufjörður
- Við Stóru-Laxá hjá Laxárdal

8. júlí 2004
Sumarskreppan 2004 - Þakgil, Laki, Miklafell, Syðra Fjallabak
- nálægt Laufafelli


Sumarskreppan 2004 - Þakgil, Laki, Miklafell, Syðra Fjallabak
- í Lakagígum

27. júlí 2003
Við laugina í Laugafelli ............................ Í mý-vari í Laxárdal
 


Sumarskreppan 2003

Horft norður í Hvalvatnsfjörð - norður í Fjörður
Leiðin lá víða í þessari ferð: Nýidalur, Dyngjufjalladalur, Laxárdalur, Fjörður,
Laugafell, Ábær, Kerlingarfjöll, Háifoss

22. ágúst
2003

Dags-
skreppa
í
Tindfjöll

*

Heimsóttir
ábúendur
í
Miðdal


22. ágúst 2003 - við skála Fjallamanna, þann efsta í Tindfjöllum.

Á myndinni eru Maggi og Magga og þeir GÓP og Karl Th. Sæmundsson.
Karl var einn þeirra Fjallamanna sem hönnuðu og byggðu skálann í árdaga.
Alla páska fram á efri ár var hann hér efra á skíðum.
Karl lést ári síðar, í ágúst 2004 og til hans var þá gerð þessi vísa:

Sólin hún situr í hlíðum,
sindrar hin hvíta mjöll,
glaður þú skundar á skíðum
í skála við Tindafjöll.

 

17. okt.
1992

Haustferð suður yfir Skaftá 17.-18. október 1992

Myndin er tekin þegar Þorsteinn Ólafsson ekur yfir syðri upptakaál Skaftár í innri Skaftárbotnum og við horfum í Fögru sem er það fjallið í Fögrufjöllum sem næst er jöklinum. Glöggt sér í malardyngjur sem jökullinn hefur hnoðað að rótum Fögru á þeim langtímum sem hann náði að Fögru en þeim tíma lauk um 1960. Þá hætti Skaftá að renna í Langasjó. Mikið af þessum malardyngjum er nú löngu borið burt í vatnagangi Skaftár á þeim árum sem liðin eru frá 1992.

Myndirnar eru fáar - en ferðarlýsingin er svona:
Á laugardegi lagt af stað eftir hádegi. Farið í Veiðivötn og svæðið skoðað. Tekin afleggjarinn frá Heimaskarði og ekið að Dór. Gengið að honum. Komið snemma í Jökulheima þar sem allir voru sofnaðir um kl. 22. Upp klukkan 05 og ekið af stað kl. 06. Ekið suður yfir Tungnaá og Skaftá og farin brautin gegnum hraunið frá Tröllhamri í Laka. Lakagígar skoðaðir nokkuð en haldið áfram og komið í bæinn fyrir miðnætti. Myndir tók Karl Theodór Sæmundsson.

Þann 28. ágúst höfðum við farið forferð til að kanna þessa stigu. Ekki eru myndir úr þeirri ferð því þess var ekki gætt að taka þær. Hins vegar er lýsing þeirrar ferðar nokkuð ágæt. Skoðaðu hana hér.

   
   
*   *   *

Efst á þessa síðu * Forsíða