Forsíða GOPfrétta * *  
Steinhús tengdafeðra eftir Jón Hálfdanarson

Vikar Pétursson tók grunninn saman.
GÓP setti upp og heldur við. 

Læknishjónin
Aðalbjörg Jakobsdóttir f. 30. okt. 1879 - d. 18. nóv. 1967
og Gísli Ólafur Pétursson f. 1. maí 1867 - d. 1939.

Eyrarbakkamyndir

Nokkur ævinnar ártöl

Myndin er tekin á 10 ára brúðkaupsafmæli þeirra árið 1909. 

Forfeður

 

Á myndinni eru forfeðurinir:

Standa:
Jakob Hálfdanarson  (f. 5.2.1836, d. 30.1.1919 - 83 ára) og
Pétur Ólafur Gíslason í Ánanaustum (f. 16.7.1831, d. 19.9.1917 - 86 ára)
Situr: Pétur Jónsson í Reykjahlíð (f. 18. apríl 1818, d. 1906 - 88 ára).
Úr mynd Eiríks Þorbergssonar í myndasafni Jakobs Jakobssonar.

16. júlí 1831 fæðist Pétur Ólafur Gíslason í Ánanaustum í Reykjavík. Þann 17. maí 1856 giftust Pétur og Vigdís Ásmundsdóttir fædd 19. apríl 1831. Hún lést frá tveimur dætrum þeirra 16. júlí 1865. Þann 2. nóvember 1866 giftust Pétur og Valgerður Ólafsdóttir frá Ægissíðu. Pétur lést á Eyrarbakka 19. sept. 1917, 87 ára gamall.

Sjá hér nánar um Pétur Ólaf Gíslason í Ánanaustum og afkomendur hans.

5. febrúar 1836 Jakob Hálfdánarson fæddur í Brenniási, lést 30. janúar 1919 - 83 ára.
Jakob var þekktastur fyrir að stofna og stýra Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavík.

Sjá hér nánar um Jakob Hálfdanarson og afkomendur hans.

1839 15. október fæðist Petrína Kristína Pétursdóttir frá Reykjahlíð við Mývatn, dáin 19. nóvember 1907 - 68 ára.
1861 19. ágúst: Guðrún Jakobsdóttir fædd, dáin 18. apríl 1886 - 25 ára.
1866 23. apríl: Jón Ármann Jakobsson fæddur, dáinn 1. október 1939.
1867 1. maí fæðist Gísli Ólafur Pétursson, héraðslæknir á Húsavík (1896-1914) og á Eyrarbakka (1914-1937). Deyr á Eyrarbakka 19. júní 1939 - 72 ára.
1873 26. maí: Hálfdán Jakobsson bóndi í Mýrarkoti og gullgrafari fæddur, dáinn 22. október 1955 - 82 ára.
1874 4. desember fæðist Valgerður Pétursdóttir. Maður hennar (16. júní 1902) var Jón Ármann Jakobsson kaupmaður á Húsavík síðar bókhaldari í Reykjavík.
1875 5. ágúst: Herdís Jakobsdóttir fædd, dáin 2. september 1963 - 88 ára.
1877 22. maí: Jakobína Jakobsdóttir fædd, dáin 18. nóvember 1960 - 83 ára.
1879 30. október: Aðalbjörg Jakobsdóttir fædd, dáin 19. nóvember 1962 - 83 ára.
1885 Gísli Pjetursson frá Ánanaustum hjá Reykjavík er 9undi í V bekk og fær 100 í ölmusustyrk.
Ísafold 4. marz 1885.
1886-90 Gísli Pétursson stundakennari við barnaskóla Reykjavíkur.
1891-92 Gísli héraðslæknir á Vopnafirði.
1892-96 Gísli héraðslæknir á Ólafsvík.
1896-14 Gísli héraðslæknir á Húsavík.
1899 9. desember gifting Gísla Ólafs Péturssonar (og Valgerðar Ólafsdóttur) og Aðalbjargar Jakobsdóttur (og Petrínar Kristínar) f. 30. október 1979 - d. 19. nóvember 1962, dóttir Jakobs Hálfdánarsonar, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík..
1900 8. nóvember fæðist á Húsavík Pétur Ólafur Gíslason cand phil. Eyrarbakka. Dáinn 22. desember 1992 - 92 ára.
1901 24. apríl: Hálfdán Eiríksson fæddur, dáinn 28. maí 1981 - 80 ára.
1902 10. mars fæðist Jakob Gíslason verkfræðingur. Dáinn 9. mars 1987 - 85 ára.
1902 16. júní: gifting Valgerðar Pétursdóttur og Jóns Ármanns Jakobssonar.
1904 12. september fæðist Vigdís dóttir Hólmfríðar og Ólafs.
Við móðurmissi 1906 flyst hún tveggja ára til móðurbróður síns, Gísla Ólafs Péturssonar sem þá var læknir á Húsavík og frá 1916 á Eyrarbakka og deyr þar 11. janúar 1926 úr taugaveiki.

Bréf Vigdísar Ólafsdóttur til uppeldisbróður síns, Guðmundar Gíslasonar.  

1907 25. febrúar fæðist Guðmundur Gíslason læknir. 1907. Dáinn 22. febrúar 1969 - 62 ára.

Bréf Vigdísar Ólafsdóttur til uppeldisbróður síns, Guðmundar Gíslasonar.

1908 Carl Küchler kemur til Gísla Péturssonar læknis á Húsavík með meiðsli sín.
Wüstenritte und Vulkanbesteigungen auf Island, Altenburg 1909 bls. 134.
Vikar Pétursson þýddi frásögnina.
   
1911 19. október fæðist Ketill Gíslason lögfræðingur. D. 6. janúar 1994 - 83 ára.
1912

1912 (?)
1912 (?)
Þrír bræður og uppeldissystir:
Pétur Ólafur Gíslason f. 1900, Jakob Gíslason f. 1902,
Vigdís dóttir Hólmfríðar og Ólafs f. 1904 og Guðmundur Gíslason f. 1907.
Ljósmyndari: Þórarinn Stefánsson, Húsavík

Hólmfríður, móðir Vigdísar, lést 21. júní 1909.

1913 14. júní fæðist Ólafur Gíslason tæknifræðingur, dáinn30. jaúar 1994 - 81 árs.
1914 Jón Ármann, Valgerður Pétursdóttir og börn þeirra fara til Kanada.
1914 Gísli Pétursson skipaður héraðslæknir á Eyrarbakka.
1915  21. febrúar lést Björn Vigfússon 47 ára, maður Herdísar. Hann var fæddur 13. september 1877.
1915 Yfirheyrður hafði fyrr í vetur annast viðgerðir á „Samúelshúsi" og eldfærum þess eftir eldsuppkomu þar 6. desember s.l., og lætur þess getið, að hann telji eldfæri hússins, ofna reykháf og eldavjel í vel forsvaranlegu standi eftir viðgerðina; telur hann mjög ólíklegt að eldsuppkoman í þetta seinna skifti hafi getað stafað frá eldfærum hússins, með sjerstöku tilliti til þess, að álíta verður, að eldurinn hafi fyrst komið upp í svefnherberginu í skúrbyggingunni, þar sem enginn ofn var eða ofnpípa og reykháfur tiltölulega langt frá, hann (reykháfurinn) lá upp úr húsinu nál. miðjum vegg milli dagstofu og eldhúss. Meiri upplýsingar getur hann ekki gefið.
[Úr dómabók Árnessýslu].
1916 26. janúar brennur Samúelshús á Eyrarbakka.
1916 27. janúar var lögregluréttur Árnessýslu settur á Eyrarbakka og haldinn af settum sýslumanni Eiríki Einarssyni með vottum Sveinbirni og Oddrúnu Þorkelsdóttur. Var þá tekið fyrir að hefja rannsókn út af bruna „Samúelshúss á Eyrarbakka, miðvikudaginn 26. þ.m. Í
rjettinum er mættur Gísli hjeraðslæknir Pjetursson á Eyrarbakka, 48 ára gamall. Var áminntur um sannsögli. Skýrsla hans er á þessa leið: Kl. milli 7 ½ og 8 að kvöldi hins 26. þessa mánaðar sat yfirheyrður uppi á lofti í íbúðarhúsi sínu hjer á Eyrarbakka, sem nefnt er „Samúelshúsi", var hann þar í lyfjabúð sinni. Kallar þá kona hans til hans og segir að kviknað sje í húsinu; bregður hann þá strax við og hleypur niður og er þá heimilisfólkið, sem annars var allt statt .. .
[Úr dómabók Árnessýslu].
1916 Ár 1916, föstudagurinn 28. janúar, var lögreglurjettur Árnessýslu settur á Eyrarbakka og haldinn af settum sýslumanni Eiríki Einarssyni með vottum Sveinbirni Ólafssyni og Oddrúnu Þorkelsdóttur. Var þá tekið fyrir að halda áfram rjettarprófum út af bruna „Samúelshúss" á Eyrarbakka þann 26. þ.m. Í rjettinum er mætt Aðalbjörg Jakobsdóttir, kona (103) Gísla hjeraðslæknis Pjeturssonar, 36 ára gömul og var áminnt um sannsögli... Mætti þá fyrir rjettinn Guðrún Erlendsdóttir, vinnukona Gísla læknis Pjeturssonar, 19 ára gömul, og var áminnt um sannsögli.... Mætti þá í rjettinn Kristrún Jónsdóttir vinnukona Gísla hjeraðslæknis Pjeturssonar, 34 ára gömul ... .
[úr dómabók Árnessýslu].
1916 Ár 1916 laugardagurinn 29. janúar var lögreglurjettur Árnessýslu settur á Eyrarbaka og haldinn af settum sýslumanni Eiríki Einarssyni með vottum Sveinbirni Ólafssyni og Oddrúnu Þorkelsdóttur. Var þá tekið fyrir ..að halda áfram rjettarprófum út af bruna „Samúelshúss" á Eyrarbakka 26. þ.m. Í rjettinn er mættur Eiríkur Gíslason, trjesmiður hjer á Eyrarbakka, 46 ára gamall... Mætti þá í rjettinn Einar Jónsson, járnsmiður á Eyrarbakka, formaður slökkviliðsins hjer í kauptúninu, 29 ára gamall, áminntur..
Í rjettinum er mættur Sigurður Einarsson verzlunarmaður hjer á Stokkseyri, 53 ára gamall. Hann var áminntur um sannsögli: Yfirheyrður var meðeigandi, til helmings hins brunna „Samúelshúss" á Eyrarbakka, átti hann það á móti bróður sínum, Jóhannesi bónda á Einarsstöðum í Grímsnesi; en samkvæmt vátryggingarskírteini fyrir húsið, kveðst yfirheyrður einn vera skrifaður fyrir því, þrátt fyrir sameignina. Yfirheyrður var ekki viðstaddur á Eyrarbakka, er húsið brann að kvöldi hins 26. þ.m., var hann þá heima hjá sjer á Stokkseyri og hafði ekki komið á Eyrarbakka þá um nokkura fyrirfarandi daga. Hið brunna hús segir yfirheyrður að hafa verið 16 eða 17 ára gamalt. Höfðu þeir bræðurnir keypt það fyrir nál. 9 árum og átt það síðan, og höfðu það nú vátryggt í brunabótafjelaginu „Norge" fyrir 3000 kr. Stærð hússins (127) segir yfirheyrður að verið hafi nál. 10 al. lengd, 7 al. breitt, aðalhúsið, tvílyft, auk skúrbyggingar, er var jafn löng húsinu, 10 aln. og nál. 4 al. á breidd, 4 ½ al. á hæð. og þannig lægri en húsið sjálft sem var nál. 3 aln. undir loft, hvor lyfting, uppi og niðri að meðtöldu búri og 3 á efri hæð, auk risins á skúrbyggingunni. Undir húsinu var smákjallari. Telur hann húsið hafa verið í sæmilegu standi.
[Úr dómabók Árnessýslu].
1916 Flutt inn í nýbygginguna. Húsið er nú nefnt Gamla læknishúsið á Eyrarbakka.
1916 13. apríl fæðist Sigurður Gíslason. D. 21. febrúar 1997 - 91 árs.
1917 Vilmundur Jónsson skrifar frá Þórshöfn og sýnir áhuga á að setjast að á Eyrarbakka.
1917 Pétur Ólafur Gíslason f. 16. ágúst 1831 lést 19. sept. 1917 - 87 ára gamall.
1918 1. mars fæðist Valgerður Aðalbjörg dóttir Aðalbjargar Jakobsdóttur og Gísla Ólafs Péturssonar. Hún lést 7 ára úr taugaveiki 24. janúar 1926 ásamt frænku sinni Vigdísi Ólafsdóttur.
1919 Jakob Hálfdánarson lést 30. janúar, nærri 83 ára, hann fæddist 5. febrúar 1836.
1919 Á sumrinu kemur Friðrik Guðmundsson í heimsókn?
1919 Jakobína (42ja ára) kemur og verður kennari við barnaskólann til 1931.
1920 20. maí skrifar Jakobína að Jón og Valgerður séu að koma frá Ameríku.
1920 5. september fæðist Guðrún Hólmfríður dóttir Gísla Ólafs Péturssonar og Aðalbjargar Jakobsdóttur. Dáin 2. júlí 2013 - 92 ára.
1921 Laufey kemur upp til Íslands en dvelst aðallega á Norðfirði og verður síðan að hraða sér til Hollands til að ná skipi til Indónesíu.
1922 Jakob á ferð í Þýskalandi. 17.7 skrifar hann bréf frá Hotel Preussischer Hof Berlin og er þar mest með Einari B. Olgeirssyni og Stebba Pjeturs, Helga Briem og Kristni Guðmunds, gömlum bekkjarbræðrum úr MR.
1926 2. janúar: Vegna taugaveiki er einangrun sett á í stóra herberginu þar sem þá liggja veik Vigdís Ólafsdóttir, og þau Valgerður, Ólafur, Sigurður og Guðrún Hólmfríður, börn Gísla Ólafs og Aðalbjargar.
Vigdís Ólafsdóttir, 21.  árs að aldri, deyr 11. janúar og þann 24. janúar deyr Valgerður Gísladóttir, 7 ára. Þriðja stúlkan sem veiktist og sú eina sem komst af var Guðrún Hólmfríður Gísladóttir þá 5 ára.
Piltarnir Sigurður og Ketill Gíslasynir veiktust einnig en náðu sér aftur.
1926 2. janúar: Vegna taugaveiki er einangrun sett á í stóra herberginu þar sem þá liggja veik Vigdís Ólafsdóttir, og þau Valgerður, Ólafur, Sigurður og Guðrún Hólmfríður, börn Gísla Ólafs og Aðalbjargar.
1926 11. janúar deyr Vigdís Ólafsdóttir úr taugaveiki - 22 ára.
1926 23. janúar deyr Valgerður Gísladóttir úr taugaveiki - 7 ára.
1926 29. janúar föstudag kl. 13. jarðaför Vigdísar og Valgerðar.
1928 8. júní skrifar Jakobína og spyr hvort hægt sé að taka á móti Einari Jónssyni og frú, sem eru á leið austur, - þau geta ekki sofið saman í herbergi.
1929 8. júní skrifar Jakobína og segir að Einar Jónsson og frú séu á leið austur, - geta sofið í sama herbergi ef nógu langt sé á milli rúma.
1929 Ingibjörg Sigvaldadóttir fæðist 6. apríl. Um jólin er hún látin gista í læknishúsinu vegna veðurs þegar Guðlaug (?) móðir hennar fer heim til sín og manns síns í Kirkjubæ en um nóttina fórust þau af reykeitrun.
1931 31. júlí skrifar Jakobína að Jón frá Laug og fleiri séu á leið til Grænlands.
1931 Jakobína (54ra ára) hættir sem kennari á Eyrarbakka.
1933 Jakobína segir frá kvongun Péturs H. og siglingu hans til framhaldsnáms.
1934 Gísli Jakobsson fæðist 17. des. Hann deyr 29. mars 2003 - 68 ára.
1935 9. okt. skrifar Pétur Hallgrími og segir frá leit sinni og Jóns Ármanns eftir garðlandi hjá Eyrarbakka og Stokkseyri.
1936 3. maí lést Friðrik Guðmundsson nærri 75 ára, fæddur 25. júní 1861.
1936 Aðalbjörg Edda Guðmundsdóttir fæðist 8. mars.
1937 Jakob Jakobsson fæðist 26. des.
1937 Gísli Ólafur Pétursson hættir sem héraðslæknir.
1938 Í júlí er Guðrún á ferð um Norðurland með Beggu undir stjórn Herdísar.
1938 Í september skrifar Guðrún að pabbi aðstoði með frönskuna og að til standi að stofna leshring fyrir frjálslynt skólafólk.
1938 22. nóvember skrifar GHG að rætt sé um nemendaskipti við Þýskaland.
1939 Basse fer til Kaupmannahafnar á spítala.
1939 19. júní lést Gísli læknir 72ja ára.
1939 Guðrún og Pétur búa í læknishúsinu 1939 til 1944. Pétur er í Bretavinnu og farkennslu. Þau eru með Gísla og Bjarna. Þá er austurherbergið á efri hæðinni og eldhúsið í útleigu til Andres Andresen bakara, sem bjó þar með konu sinni og dóttur. Konan varð ekkja og flutti þá til Klakksvíkur. [GHG 2013 samtal].
1939 9. mars lést Jón Ármann Jakobsson nærri 83 ára, fæddur 1. apríl 1866.
1939 30. október: Giftingadagur Guðrúnar og Péturs Sumarliðasonar og 60 ára afmælisdagur Aðalbjargar Jakobsdóttur.
1940 31. mars: Fæddur Gísli Ólafur Pétursson Sumarliðasonar og Guðrúnar Hólmfríðar Gísladóttur.
1942 3. mars: Fæddur Bjarni Birgir Pétursson og Guðrúnar Gísladóttur.
1944 Aðalbjörg og Herdís flytja úr læknishúsinu, eftir verður Pétur, sem síðar kaupir húsið. Hann fær síðar Sigurð til sín og búa þeir þar saman þar til þeir fara á Kumbaravog.
1944 12. október: Fæddur Vikar Pétursson og Guðrúnar Gísladóttur.
1949 18. febrúar: Fæddur Pétur Örn Pétursson og Guðrúnar Gísladóttur.
1949 6. nóvember lést Eiríkur Þorbergsson 82 ára, fæddur 22. febrúar 1867.
1955 22. október lést Hálfdán Jakobsson nærri 82 ára, fæddur 26. maí 1873.
1958 21. september lést Jóhannes Oberman 62 ára, fæddur 23. ágúst 1887.
1969 30. október lést Laufey Friðriksdóttir Oberman nærri 85 ára, fædd 31. desember 1884.
1960 18. nóvember lést Jakobína Jakobsdóttir 83 ára, fædd 22. maí 1877.
1961 7. september: Fædd Björg Pétursdóttir og Guðrúnar Gísladóttur.
1962 19. nóvember deyr Aðalbjörg Jakobsdóttir, ekkja Gísla Ólafs Péturssonar.
1962 19. nóvember lést Aðalbjörg Jakobsdóttir 83 ára, fædd 30. október 1879.
1962 9. mars lést Valgerður Pétursdóttir 87 ára, fædd 4. desember 1874.
1963 2. september: Herdís Jakobsdóttir andast 88 ára, fædd 5. ágúst 1875.
1969 22. febrúar deyr Guðmundur Gíslason læknir, sonur Gísla og Aðalbjargar - 62 ára.
1987 9. mars deyr Jakob Gíslason orkumálastjóri, sonur Gísla og Aðalbjargar - daginn fyrir 85 ára afmælið.
1989 Pétur og Sigurður Gíslasynir og Aðalbjargar fara á Kumbaravog.
1992 22. desember deyr Pétur Ólafur Gíslason bókavörður, sonur Gísla og Aðalbjargar - 92 ára.
1994 6. janúar deyr Ketill Gíslason lögfræðingur, sonur Gísla og Aðalbjargar.
1997 21. febrúar deyr Sigurður Gíslason, sonur Gísla og Aðalbjargar.
1990

-

2009

Viðhald Gamla læknishússins á Eyrarbakka - meðal annars:
199? Gluggar endurnýjaðir á suður og austurhlið (Jón Karl).
199? Gluggar endurnýjaðir á norðurhlið, fyrstu hæð. (Jón Karl).
199? Gólfdúkur lagður á neðri hæð (Þorvarður Einarsson).
199? Gólfdúkur lagður á efri hæð (Þorvarður Einarsson).
2009 Gler endurnýjað í suður og austurhlið. (Steinar Vilhjálmsson).
2013 2. júlí deyr Guðrún Hólmfríður Gísladóttir og Aðalbjargar.
* Grunnvinnu þessa ártalalista hefur unnið Vikar Pétursson, sonur Guðrúnar dóttur Gísla og Aðalbjargar.
Innlegg frá öðrum eru auðkennd sérstaklega.
Uppsetning GÓP.

Efst á þessa síðu * Forsíða * Húsvitjunarlisti 1870 - 1900 fyrir Péturshús og Ánanaust