GÓP-fréttir


Myndin
er tekin
17. ágúst
2017


 Kynning

Ljóð

Högni Egilsson á g&Oacuteri stund 17. ágúst 2007

Dr. philos. Högni Egilsson

*

Högni er fæddur í Súgandafirði 17. september árið 1930.
Að loknu námi í Súgandafirði, á Ísafirði og við Kennaraskólann starfaði hann við kennslu, blaðamennsku og ritstjórn til fertugs. Þá fór hann í framhaldsnám til Noregs og hefur starfað þar síðan við námsefnisþróun, kennslu við háskólastigið og námskeiðahald innan háskólastigsins og innan atvinnulífsins um gjörvallan Noreg. 

Störf á Íslandi:
  • Kennari i Súgandafirði og á Ísafirði.
  • Kennari og skólastjóri við Skóla Ísaks Jónssonar.
    (Ísak hafði óskað sérstaklega eftir því að Högni tæki við þegar hann dó).
  • Stundakennari vid Kennaraskólann.
  • Í stjórn Bandalags íslenskra skáta um hríð.
  • Blaðamaður við Alþýðublaðið og ritstjóri Sunnudagsblaðs Alþýðublaðsins.
  • Kvikmynda - og leikhúsgagnrýnandi við sama blað.
Störf í Noregi:
  • Dr. Philos. fra Oslóarháskóla 23. mars 1996.
  • Sérfræðingsvinna við þáverandi þróunarstofnun norska menntakerfisins.
  • Förste amanuensis við Høgskolen í Buskerud.
  • Námskeiðahald yfir allan Noreg, frá Kristiansand til Hammerfest. Bæði innan við menntunarkerfið og fyrir atvinnulífið.
  • Umfangsmikil uppeldisfræðileg námsefnisþróun.
  • Prófdómari við SYH (Statens yrkespedagogiske høgskole).
  • Þróun á kerfisbundnu námsefni til skilnings á þörf manneskjunnar
    til "å mestre sitt eget liv".
*

Önnur viðfangsefni:

Högni hefur um æfina unnið að mörgum áhugamálum auk þeirra sem tengjast fræðavettvangi hans og skilað frá sér hugmyndum sínum á fjölbreyttan hátt. Frá honum hafa komið bækur, stuttsögur, greinar, ljóð og lög. Hér verður aðeins fátt nefnt og ekki í tímaröð - en ef til vill gefst færi á betrumbótum síðar.  

  • Stemmer - Voices in the Wind
    Ljóðrænur HE á myndgrunni GÓP.
    Bækurnar eru fimm: á ensku, íslensku, dönsku, sænsku og norsku.
    ISBN 978-9935-9190- ...... 2-1 ....... 3-8 ........ 5-2 .... .. 6-9 ............. 4-5
  • Söngverkið: Touched by Life

    Touched by Life - a musical reflection

    41 ljóð og sönglög eftir HE.
    ISBN 978-9935-9190-9-0

    
    
    
  • "Travelling barefoot in the existential landscape of Man"
    Um vænt og óvænt viðbrögð og þróun lífkerfis mannsins sem - þegar allt kemur til alls - hefur aðeins eitt lokamarkmið: að lifa af.
Fabelen


The fable

Den groteske fabelen om det nödvendige
Hvorledes nødvendiggjöres tilsynelatende uforklarlige handlinger?

The Grotesque Fable about Necessity
How can a seemingly unexplainable action become a must?

Ljóða-
skrá
* *

Mbl
1996
kynnir
doktors-
vörn
H.E.

*

10.5.:
Frétt
Mbl

*

Forskning: Egilsson, Høgni (dr.philos)
Mennesket - et funksjonelt-rasjonelt system i faresonen.
Et teoretisk studie.

Morgunblaðið 10. maí 1996:

FÓLK
Doktorsvörn við Óslóarháskóla

HÖGNI Egilsson varði nýlega doktorsritgerð sína við menntunarvísindadeild háskólans í Ósló.

Högni er 65 ára og hefur búið í Noregi síðan haustið 1969 en áður hafði hann hér heima starfað meðal annars sem blaðamaður og ritstjóri, kennari og skólastjóri. Í Noregi lauk hann embættisprófi frá Óslóarháskóla og starfaði eftir það lengst af við kennaraháskóla ríkisins í viðskiptagreinum. Jafnframt fór hann víða með erindi og námskeið.

Doktorsritgerð Högna heitir Manneskjan í eldlínunni og í niðurstöðum háskólanefndarinnar sem mat ritgerð Högna segir m.a.:

"Nefndin álítur að hér sé um að ræða mikilvægt verk, bæði vegna þeirrar heildarsýnar sem þar kemur fram og einnig vegna þess hvernig fjallað er um þau svið sem meira eru afmörkuð. Þar vill nefndin sérstaklega benda á framlagið til streiturannsókna og rannsókna sem beinst hafa að útbruna."

Og: "Honum hefur að mjög miklu leyti tekist að draga fram og greina ástæður streitu og útbruna og þannig lagt verulegan skerf til hinnar vísindalegu umræðu og þróunar þekkingar á þessum sviðum."

Í nefndinni voru prófessorarnir Edvard Befring frá Háskólanum í Ósló og Matti Bergström frá Háskólanum í Helsingfors og Lennart Nilsson, dósent við Háskólann í Gautaborg. Andmælendur voru þeir Lennart Nilsson og Edvard Befring

Högni Egilsson er kvæntur Liv Randi Opdal uppeldisfræðingi og eiga þau eina dóttur, Birgitte.

* * *

16.5.:
aths
GÓP
við
fréttina

 

Morgunblaðið 16. maí 1996 * Bréf til blaðsins:

Dr. philos. Högni Egilsson

Í FRAMHALDI af ágætri frétt Mbl. þann 10. maí sl. af doktorsvörn Högna Egilssonar við Óslóarháskóla fyrr á þessu vori langar mig að bæta við örfáum orðum - vegna þess að ég var þar til staðar.

Högni er Vestfirðingur, frá Suðureyri við Súgandafjörð, og starfaði að mörgu áður en hann fór til Noregs 1969. Meðal annars kenndi hann við Kennaraskólann og var skólastjóri við Skóla Ísaks Jónssonar.

Það áréttist hér með um fjölskyldu Högna að fyrri kona hans var Halldóra Gissurardóttir. Þau skildu 1971 og hafa síðan bæði búið í Noregi. Dóttir þeirra er Lilja Kolbrún, sem býr í Reykjavík ásamt börnum sínum, sem eru Gísli Örn og Rakel. Seinni kona Högna er dr. scient. Liv Randi Opdal, professor við Universitetet í Osló. Dóttir þeirra er Birgitte, en dóttir Liv af fyrra hjónabandi er Runa. Þau búa í Bærum við Ósló

Högni lauk embættisprófi í uppeldisfræðum frá Óslóarháskóla 1974 og hefur síðan kennt þau fræði um árabil sem försteamanuensis við norska kennaraháskólann í viðskiptagreinum.

Í frétt Mbl. er vitnað til umsagnar nefndarinnar sem fjallaði um doktorsritgerðina þar sem fram kom að hún taldi þetta mikilvægt verk af mörgum ástæðum. Þar var sérstaklega nefnt það ljós sem hann varpar á streiturannsóknir og tengir niðurstöður þeirra með öðrum hætti en gert hefur verið.

Við vörnina luku andmælendur miklu lofsorði á Högna og verk hans og töldu niðurstöður hans mjög mikilvægar. Þeir hvöttu hann eindregið til að koma þeim sem fyrst á framfæri bæði við lærða og leika.

Við Óslóarháskóla eru ráðgerðir fyrirlestrar fyrir háskólakennara og annað starfsfólk strax í sumar. Það er vonandi að Háskóli Íslands og Kennaraháskólinn sjái sér fært að fá Högna til að halda fyrirlestra um þessi efni hér heima áður en mjög langt um líður.

Gísli Ólafur Pétursson

* * *

upp - efst á þessa síðu

Efst á þessa síðu * Forsíða * Höfundar *