Forsíða
Jón úr Vör


 

21. janúar
2010

Ljóðstafur Jóns úr Vör 2010

Sigurrós Þorgrímsdóttir,

stjórnmálafræðingur og formaður lista- og menningarráðs Kópavogs,

flutti inngang að úthlutun verðlauna í ljóðasamkeppninni um Ljóðastaf Jóns úr Vör 21. janúar 2010 og hefur veitt GÓPfréttum góðfúslegt leyfi til að birta það.

* Gleðilega hátíð -
ágætu ljóðskáld og ljóðavinir, aðrir góðir gestir.
Stillt
vakir
Stillt vakir ljósið
í stjakans hvítu hönd,
milt og hljótt fer sól
yfir myrkvuð lönd.

Ei með orðaflaumi
mun eyðast heimsins nauð.
Kyrrt og rótt í jörðu
vex korn í brauð.

Þannig orti skáldið Jón úr Vör Jónsson í ljóði sem hann nefndi Stillt og hljótt.

Við erum hér samankomin til að heiðra minningu skáldsins.

Tilurð
Ljóð-
stafsins
Árið 2001 ákvað Lista- og menningarráð Kópavogs að efna til árlegrar ljóðasamkeppni sem bæri heitið Ljóðstafur Jóns úr Vör en verðlaunagripurinn er einn af göngustöfum Jóns auk peningaverðlauna.

Hugmynd að þessari ljóðasamkeppni kom upphaflega frá Ritlistarhópi Kópavogs og þetta er gott dæmi um frumlega hugmynd hóps einstaklinga sem hrundið hefur verið í framkvæmd af Lista- og menningarráði og endurspeglar hversu vel getur tekist til við samvinnu bæjarbúa og bæjaryfirvalda um nýmæli í menningarmálum bæjarins.

Frá
2002

 
Ljóðstafurinn var því afhentur í fyrsta sinn á afmælisdegi skáldsins 21. janúar 2002 og var fyrsti handhafi Ljóðstafsins Hjörtur Pálsson. Árið 2003 var Ljóðstafurinn ekki veittur en þrjú ljóð fengu viðurkenningu.
Þeir sem hafa hlotið Ljóðstafinn eru:

2002 - Hjörtur Pálsson,
2003 - enginn,
2004 - Hjörtur Marteinsson,
2005 - Linda Vilhjálmsdóttir,
2006 - Óskar Árni Óskarson,
2007 - Guðrún Hannesdóttir,
2008 - Jónína Leósdóttir.
2009 - Anton Helgi Jónsson,
2010 - Gerður Kristný. (<< innskot GÓP)

Þar sem þessi ljóðasamkeppni er haldin til heiðurs Ljóðskáldinu og Kópavogsbúanum Jóni úr Vör vil ég hér í minnast þessa merka heiðursmans með nokkrum orðum.

21. janúar
1917

Fæddur
inn í
kreppu

Jón úr Vör Jónsson fæddist á Patreksfirði 21. janúar 1917. Hann ólst upp á Patreksfirði á milli stríðsárunum þegar atvinnuleysi og dýrtíð er mikil.

Það er ljóst að efni hafa ekki verið mikil og örugglega oft verið hart í búi á barnmörgum heimilum.
Verkafólk á þessum tíma bjó almennt við mjög kröpp kjör og vinna mjög árstíðabundinn, og meginhluta vetrar var enga vinnu að fá. Patreksfjörður er eins og fleiri þorp vestfjörðum án allra landkosta, þannig að sjórinn og honum tengt var oft eina lifsviðurværið.

Margt
erfittt
en
verst
var
bókleysið
Jón segir í viðtali við Morgunblaðið árið 1956

“Það getur enginn ókunnugur ímyndað sér ástandið í þessum landsbyggðum fyrir svo sem 30-40 árum.
Ekki var nú menningarlífið til að hrópa húrra fyrir segir Jón í þessu viðtali og þótt efnahagsástandið væri harla slæmt, hafi andlega hliðin verið hálfu verri.

Þetta var rótlaust fólk, sem þarna var saman komið og sú frjósemi sem einkenndi sveitalífið fylgdi því ekki til þorpanna. Verst var bókaleysið"

12
bóka
safn
Eftir unglingsskólann á Patreksfirði stofnaði þó Jón ásamt fleiri strákum bókasafn með aðstoð eins kennarans. En fjárráðið dugðu þó aðeins fyrir12 bókum.

Að unglingaprófi loknum fór Jón síðan í Héraðsskólann að Núpi árið 1933 og var þar í tvo vetur.

Árið 1938 fór hann til Svíþjóðar og var í skóla sænsku alþýðusamtakanna. Á þessum tíma var það ekki sjálfgefið að ungir piltar frá fátækum heimilum færu til náms eftir unglingaskóla og lýsir það e.t.v. Jóni betur en margt annað að hann skyldi hafa dug og kjark til að fara til náms á erlendri grund.

Fyrstu
kvæðin
Jón fór ungur að yrkja og sagðist hann sjálfur hafa byrjað að yrkja um 12 ára aldur vísur um fugla fyrir vestan, skrítna karla, fátækt fólk og baráttuljóð verkamanna.

Á Núpi orti hann nokkur þorpskvæði sem birtust í fyrstu bók hans. Fyrsta kvæðið eftir hann birtist á prenti í Rauðum Pennum árið 1935, en það var kvæðið “Sumardagur í þorpinu við sjóinn” sem seinna birtist í fyrstu bók hans “Ég ber að dyrum” sem kom út 1937 þegar Jón er tvítugur að aldri.

Bókin seldist í 400 eintökum í áskrift og var mjög vel tekið og kom önnur útgáfa út mánuði seinna í 250 eintökum.

Titilkvæðið í bókinni “Ég ber að dyrum” lýsir gráma hversdagsleikans, þar sem rukkari og vinukona finna til skyldleika í umkomuleysi sínu. Stuðlum sleppt og rími kastað, og fyrirheit gefin um það sem koma skyld.

Gott ár
1939
Næsta bók Jóns “Stund milli stríða” kemur út árið 1942 en þar gerir hann enn tilraun til að yrkja órímað, en áður hafði Jón hlotið styrk til að sækja Norræna lýðháskólann í Genf og dvaldist hann þar sumarið 1939.

Í grein sem hann skrifaði um árin í Sviss 1941 segir hann.

”Erfið þóttu okkur fyrirstríðsárin með allar sínar kreppur, styrjaldarótta, peningavandræði og svo sem allskonar vandræði. Hin yfirvofandi óhamingja lá yfir okkur eins og mara. Ef til vill er mér hinn horfni heimur gleggri í huga en mörgum öðrum af sérstökum ástæðum. Á hinu sólríka síðasta sumri hans sá ég meira af dýrð hans en nokkru sinn áður..Þetta sumar dvaldist ég í Svíþjóð, Þýskalandi, Sviss, Frakklandi og Danmörku, og sú dvöl er mér óþrjótandi uppsprettulind fagurra minninga”.

Í
Svíþjóð
á ný
Árið 1945 fór Jón aftur til Svíþjóðar en skömmu áður kvæntist hann Bryndísi Kristjánsdóttur og voru þau búsett í Svíþjóð í tvö ár.

Þar gat hann gefið sig óskiptan að skáldskápnum og eftirtekja var ekki rýr svo vægt sé til orða tekið -því þar orti hann sína þekktustu ljóðabók “Þorpið” sem kom út 1946.

Þorpið Þetta er sú bók sem hann er einna kunnastur fyrir. Þorpið var fyrsta safn óhefðbundinna ljóða sem kom út á Íslandi. Jón var því ótvíræður frumherji þess ljóðastíls sem varð síðan ríkjandi í íslenskri ljóðlist.

Í áður nefndu Morgunblaðsviðtali segir Jón sjálfur um bókina:

”Bók þessi fjallar um uppvaxtarár mín og æsku, lífið og lífsbaráttuna í þorpinu, vegavinnusumur fjarri átthögunum og aðra, sem voru mér á einhvern hátt nákomnir."

Ef þú ert fæddur á malarkambi,
eru steinar fyrir fótum þínum
hvar sem þú ferð,---
og þú unir þér aldrei í borg

Kvæðin eru rómantísk, þrátt fyrir raunsæið, enda eins og áður er sagt var Jón búsettur í Svíþjóð fjarri átthögunum þegar kvæðin eru ort, þrátt fyrir að hugurinn sé heima.

“Þú leggur á stað út í heiminn, en þorpið fer með þér alla leið”

Bókin fékk dræmar viðtökur og var allt að því þurrlega tekið, og lá nánast í þagnargildi næstu 10 árin.
En 10 árum síðar árið eða 1956 kom ný útgáfa af Þorpinu út. Um svipað leyti var bókin gefin út í Svíþjóð og hlaut frábæra dóma sænskra gagnrýnenda sem meðal annars kölluðu ljóðin “Minnismerki íslenskra örbirgðar”

Verk-
maður
Jón var enginn meðalmaður í íslenskri ljóðlist og segja má að hann hafi verið á margan hátt brautryðjandi.
Hann var afkastmikið ljóðskáld og hafa komið út á annan tug ljóðabóka eftir hann en auk þess hafa ljóð hans verið birt í óteljandi blöðum og tímaritum og annars staðar þar sem um íslenskan skáldskap er fjallað.
sem kom
víða við.

*

*

Viður-
kenningar
 

Í Kópavogi lifði hann og starfaði stærstan hluta ævi sinnar eða í yfir hálfa öld og hér býr hann þegar hann gefur út bækur sínar, allar nema þrjár þær fyrstu.

Jón stofnaði ásamt öðrum lestrarfélag og bókasafn á Patreksfirði og eftir að hann fluttist til Kópavogs stóð hann fyrir stofnun Lestrarfélags Kópavogshrepps sem síðar varð Bókasafn Kópavogs.

Hann var því frumkvöðull að stofnun Bókasafns Kópavogs og var fyrsti forstöðumaður þess árið 1953 en þar hann starfaði til ársins 1977. Bókasafn Kópavog hefur æ síðan haldið minningu Jóns úr Vör hátt á lofti. Jón hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir ritstörf sín. Hann var heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands, hlaut Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu og þáði heiðurslaun listamanna frá árinu 1986.

4. mars
2000
Jón úr Vör lést þann 4. mars árið 2000.

Við Kópavogsbúar lítum á Jón sem okkar listaskáld og var hann kjörinn Heiðurslistamaður Kópavogs árið 1996.
Jón fellur án nokkurs vafa vel að skilgreiningunni Kópavogsskáld.

Efst á þessa síðu * Forsíða * Tengibrautin