Forsíða

2009
Sigur-
rós
Þor-
grímsd:
Um Jón
úr Vör
og
Ljóð-
stafinn

2006
Þórður
Helga-
son:
Um
ljóð
Jóns
úr
Vör

Jón úr Vör

f. 21. janúar 1917
- d. 4. mars 2000

Myndin
er tekin
um 1946.

Það ár
er hann
29 ára
og

Þorpið

kemur út.

Í Mbl.
2000

7. mars
Jóhann
Hjálmars-
son:
Jón
úr
Vör


Þorpið Patreksfjörður þar sem fjallið Brel-lur kagar fram á kalda röst.

Jón úr Vör var einn af frumbýlingum Kópavogs. Hann var ljóðskáld og orðsins listamaður. Hann var frumkvöðull sem meðal annars hvatti almenning til lestrar og gekkst fyrir stofnun lestrarfélags, bæði í sinni heimabyggð, þorpinu á Patreksfirði, og einnig í Kópavogi eftir að hann fluttist þangað. Í Kópavogi þróaðist það yfir í Bókasafn Kópavogs sem Jón veitti forstöðu um langan aldur - frá 1952 til 1977.

21. janúar
2009 og 2010

Sigurrós
Þorgrímsdóttir
form.
lista- og
menningar-
ráðs Kópavogs

Ljóðstafurinn 2009

Sigurrós Þorgrímsdóttir, stjórnmálafræðingur og formaður lista- og menningarráðs Kópavogs, flutti inngang að úthlutun verðlauna í ljóðasamkeppninni um Ljóðastaf Jóns úr Vör 21. janúar 2009 og hefur veitt GÓPfréttum góðfúslegt leyfi til að birta það. 

Hér fyrir neðan eru upplýsingar úr erindi hennar um Jón úr Vör, störf hans og skáldverk,

>> Sjá hér inngangserindi hennar í heild.

*  *  *

Ljóðstafurinn 2010

Sigurrós flutti einnig inngang að úthlutun verðlaunanna 21. janúar 2010 og hefur veitt GÓPfréttum heimild til að birta hann.

>> Hér er inngangserindi Sigurrósar árið 2010.

21. janúar
2011

Ljóðstafurinn 2011


ISBN 978-9979-70-899-5

Af tilefninu gaf Lista- og menningarráðið út lítið kver þar sem birt var stutt yfirlit yfir ævi og störf Jóns úr Vör svo og birt öll níu sigurljóð undangenginna 10 ára - að meðtöldu árinu í ár, 2011.

Hátíðin sjálf hófst með viðtalsmynd við Jón úr Vör með innklipptum innskotum sem komu ljómandi út. Eftir ávarp Hafsteins Karlssonar, formanns Lista- og menningarráðsins, voru niðurstöður samkeppninnar kynntar. Sigurljóð ársins átti Steinunn Helgadóttir.

Vinningsljóð undafarinna 10 ára voru svo lesin af höfundum sem voru þá á landinu og áttu heimangengt en aðrir lásu ljóð hinna. Að lokum las Steinunn Helgadóttir ljóð sitt, Kaf, sem var sigurljóð þessa árs.

21. janúar
2014


2014


2009

Samtímis
veittar
viðurkenningar
í úrslitum
ljóða-
samkeppni
grunnskóla
Kópavogs.

Efstur var

Patrik Snær Kristjánsson,
Hörðuvalla
skóla

 

Í dómnefnd keppninnar eru Sindri Freysson, skáld og rithöfundur, Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur, og Gunnþórunn Guðmundsdóttir , bókmenntafræðingur og dósent við Háskóla Íslands.

Ljóðstafinn hlaut Kristján Helgi Jónsson fyrir kvæðið:

Horfurnar um miðja viku

Það er bara miðvikudagur
enn getur allt gerst
enn er von

enn má finna rétta taktinn
finna sinn hljóm
jafnvel finna sig í góðu lagi

allt getur gerst

meðan enn leynist bílskúr
baka til í hausnum á mér
og band
sem djöflast frameftir.

Rökstuðningur dómnefndar er í heild sinni eftirfarandi:

Ljóðið sem hreppti fyrsta sætið ber titilinn „Horfurnar um miðja vikuna“ , ljóð sem vakti athygli allra dómnefndarmanna við fyrsta lestur og vinnur á við nánari kynni. Ljóðið er ort af snerpu og þrótti af skáldi sem hefur nútímalegt ljóðmál fullkomlega á valdi sínu.

Í ljóðinu er gefin í skyn hliðstæða með mannsævinni annars vegar og dögum vikunnar hins vegar. Á miðvikudegi horfir miðaldra ljóðmælandi til framtíðar og þótt hann hafi ekki enn fundið sig til fulls er hann fullur bjartsýni og undirstrikar þá glaðbeittu lífsgleði sem ljóðið miðlar með því að sækja lokamyndina til unglingsáranna þar sem bílskúrsband „djöflast frameftir“ í höfði hans.

Bygging ljóðsins er markviss og þótt ljóðmálið sé einfalt byggir það á snjallri notkun endurtekninga og óreglulegrar stuðlasetningar sem magna upp hrynjandi í ljóðinu, tónlist með undirliggjandi rokktakti sem kallast á við myndina í lokaerindinu.

Kynning skáldsins og rithöfundarins Antons Helga á vef Kópavogs árið 2009:

Anton Helgi Jónsson fæddist í Hafnarfirði 15. janúar 1955 en flutti tólf ára til Reykjavíkur og hefur verið búsettur þar lengst af ævinnar. Anton gaf út sína fyrstu ljóðabók árið 1974 en síðan hafa komið frá hans hendi fjórar bækur með kveðskap, seinast limrukverið „Hálfgerðir englar og allur fjandinn“, árið 2006. Auk þess að yrkja hefur Anton sett saman nokkur leikverk og sögur.

21. janúar
2013

Samtímis
veittar
viðurkenningar
í úrslitum
ljóða-
samkeppni
grunnskóla
Kópavogs.
Þrjú efst voru:

Ester Hulda Ólafsdóttir, Hörðuvalla
skóla,

Lára Pálsdóttir, Lindaskóla

Patrik Snær Kristjánsson,
Hörðuvalla
skóla

Stuðst við
Fréttablaðið
23. jan.
2013
og þaðan
er myndin.

Dómnefndina í ár skipuðu ljóðskáldin Gerður Kristný og Sindri Freysson og bókmenntafræðingurinn Gunnþórunn Guðmundsdóttir, dósent við HÍ.

Ljóðstafinn hlaut Magnús Sigurðsson fyrir kvæðið:

Tunglsljós

            In memoriam

Sólin er hnigin til viðar.

*

Hver á fætur öðrum
tínast námumennirnir
upp úr jörðinni.

*

Þeir krjúpa við árbakkann
í kvöldrökkrinu,
drekka úr skálum lófa sinna
og strjúka framan úr sér rykið.

*

Fölbleik andlit þeirra
eru 20.000 nýkviknuð tungl
á kolsvörtum himni.

Rökstuðningur dómnefndar:

Meðlimir dómnefndar lásu og ræddu saman um 400 ljóð á liðnum vikum, en fáum gefst viðlíka tækifæri til að fá nasasjón af því sem fólk er að fást við að yrkja nú um stundir og viljum við þakka öllum sem sendu ljóð í keppnina fyrir að gera starf okkar jafn forvitnilegt og skemmtilegt og raunin varð. Við lásum um ástir í meinum, náttúru- og veðrakvæði, bernskuminningar, fantasíur og drauma, hrunljóð og fjölmargt fleira.

Smám saman þrengdist hringurinn og að lokum var eitt ljóð eftir sem dómnefndin var sammála um að galdraði fram andrúmsloft sem drægi lesandinn til sín aftur og aftur. Ljóðið ‚Tunglsljós‘ hefur yfir sér dularfullan blæ sem heillaði okkur. Ljóðið gerist á framandi stað, en efniviðurinn er einfaldur; kolanámumenn koma uppúr námunum að loknum vinnudegi þegar sólin er sest og ‚strjúka framan úr sér rykið‘. Sterk mynd sem dregin er upp af einstakri myndvísi, þar sem lesandinn er kynntur fyrir þrískiptum heimi: himninum, yfirborði jarðar og neðanjarðarheimi, þar sem sígildar andstæður ljóss og myrkurs fá á sig framandi yfirbragð og þar sem speglunin í lokaerindinu dregur okkur aftur niður á jörðina. ‚Tunglsljós‘ er vel ort ljóð og dómnefnd er sammála um að höfundur þess sé vel að því kominn að hljóta Ljóðstaf Jóns úr Vör 2013.

Magnús Sigurðsson

er fæddur 1984 og hefur unnið mikið að ljóðlist, þýðingum og smásagnagerð. Meðal annars árið 2007 þýðing á ljóðabálkinum Söngvarnir frá Písa eftir Ezra Pound, smásagnasafnið Hálmstráin og ljóðabókin Fiðrildi, mynta og spörfuglar Lesbíu en fyrir hana hlaut hann bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, og ljóðabókin Blindir fiskar. 2012 komu út þýðingar hans á ljóðum eftir norska ljóðskáldið Tor Ulven.

Ljóð-
stafur

Jóns úr Vör

Árið 2001 ákvað Lista- og menningarráð Kópavogs að halda ljóðasamkeppni sem bæri heitið Ljóðstafur Jóns úr Vör. Ljóðstafurinn skyldi afhentur á afmælisdegi skáldsins 21. Janúar ár hvert. Verðlaunagripurinn er einn af göngustöfum Jóns, rithöfundar og bókavarðar, auk veglegra peningaverðlauna. Ljóðstafurinn var afhentur í fyrsta sinn á afmælisdegi skáldsins 21. maí 2002.

Undirtektir við ljóðasamkeppninni - Ljóðstafur Jóns úr Vör - hafa ætíð verið sérlega góðar og hafa nokkur hundruð ljóð borist í keppnina ár hvert.

Þeir sem hafa hlotið ljóðstafinn frá upphafi eru:

 • 2002 Hjörtur Pálson fyrir Nótt frá Svignaskarði.
  Sjá þar einnig skýringu höfundar.
 • 2003 Ljóðstafurinn var ekki veittur en þá voru veittar þrjár viðurkenningar.
 • 2004 Hjörtur Marteinsson fyrir Hvorki hér né ... .
 • 2005 Linda Vilhjálmsdóttir fyrir niður.
 • 2006 Óskar Árni Óskarson fyrir Í bláu myrkri.
 • 2007 Guðrún Hannesdóttir fyrir Offors.
 • 2008 Jónína Leósdóttir fyrir Miðbæjarmynd.
 • 2009 Anton Helgi Jónsson fyrir Einsöngur án undirleiks.
 • 2010 Gerður Kristný fyrir Strandir.
 • 2011 Steinunn Helgadóttir fyrir Kaf.
 • 2012 Hallfríður J. Ragnheiðardóttir fyrir Triptych
 • 2013 Magnús Sigurðsson fyrir Tunglsljós in memoriam
 • 2014 Anton Helgi Jónsson fyrir Horfurnar um miðja viku.

Auk vinningsljóðsins velur dómnefndin að jafnaði tvö ljóð sem fá viðurkenningu Lista- og menningarráðs ásamt peningaverðlaunum.

Úr
saman-
tekt
Sigurrósar
Þorgríms-
dóttur

Jón úr Vör Jónsson fæddist á Patreksfirði 21. janúar 1917 og lést 4. mars árið 2000, þá búsettur í Kópavogi.

Hann ólst upp á Patreksfirði og stundaði nám við Unglingaskóla Patreksfjarðar, Héraðsskólann á Núpi tvo vetur og Námsflokka Reykjavíkur einn vetur.

Innskot
ritara
GÓP

Jón var áttundi af þrettán börnum hjónanna Jóns Indriðasonar, skósmiðs á Vatneyri, og Jónínu Guðrúnar Jónsdóttur. Þorpin Vatneyri og Geirseyri eru nú kauptúnið Patreksfjörður. Þriggja ára kom hann í fóstur til Ólínu Jónsdóttur sem síðar giftist Þórði Guðbjartssyni. Þau urðu hans fósturforeldrar og í því heimili var einnig Ingibjörg Árnadóttir, móðir Ólínu. Þeim bauðst að búa í sjóbúð í flæðarmálinu á Geirseyri. Þetta var ekki vetrarhús og á háflæði náði sjórinn að húsinu. Neðan þess var vörin sem Jón kenndi sig við með skáldheitinu: Jón úr Vör.

Árið 1935 fór hann suður til Reykjavíkur. Þar fékk hann starf í bókaverslun Heimskringlu. Seinna varð hún að Máli og menningu. 

Jón fór til Svíþjóðar árið 1938. Í fyrstu vann hann almenn störf og setti sig vel inn í sænskuna. Síðan komst hann til náms í Brunnviks lýðháskóla sem rekinn var af sænsku alþýðusamtökunum. Hann hlaut styrk til að sækja Norræna lýðháskólann í Genf og dvaldist þar sumarið 1939.

Árið 1945 kynntust þau Bryndís Kristjánsdóttir, f. 17. ágúst 1922. Þau gengu í hjónaband þann 7. september sama ár, bjuggu í Svíþjóð til 1947 en komu þá heim aftur og settust að í Kópavogi.

Úr
saman-
tekt
Sigurrósar
Þorgríms-
dóttur

Jón vann ýmis störf eftir heimkomuna, í blómabúð, bókaútgáfu og fornbókasölu.

Jón sagði að bókasöfnin hefðu verið hans helsti skóli. Hann var því hvatamaður að stofnun lestrarfélags og bókasafns á Patreksfirði og þegar hann flutti í Kópavog stóð hann að stofnun Lestrarfélags Kópavogshrepps sem síðar varð Bókasafn Kópavogs. Hann var því frumkvöðull að stofnun Bókasafns Kópavogs og fyrsti forstöðumaður þess 1953 til 1977.

Hann átti sæti í stjórn Rithöfundafélags Íslands og Rithöfundasambandsins.
Jón úr Vör hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir ritstörf sín. Hann var heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands, hlaut Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 1986 og þáði heiðurslaun listamanna frá árinu 1986.

Jón fór ungur að yrkja og sagðist sjálfur hafa byrjað að semja ljóð um 12 ára aldur - vísur um fugla fyrir vestan, skrítna karla, fátækt fólk og baráttuljóð verkamanna.

Haft er eftir Jóni að á Núpi hafi orðið þáttaskil er hann flutti sitt fyrsta kvæði og það, sagði hann, var meira að segja birt á prenti.

Ljóðið var birt í Vesturlandi, blaði Sjálfstæðismanna á Vestfjörðum, og fékk hann greiddar fyrir það 10 kr. Þetta var í fyrsta sinn sem hann fékk greiðslu fyrir skáldskap.

Ég ber að dyrum
Fyrsta ljóðabók Jóns úr Vör, Ég ber að dyrum, orti hann aðeins tvítugur að aldri, árið 1937. Bókin seldist í 400 eintökum í áskrift og var frábærlega tekið og kom önnur útgáfa út mánuði seinna í 250 eintökum.

Titilkvæðið í bókinni: Ég ber að dyrum, lýsir gráma hversdagsleikans, þar sem rukkari og vinukona finna til skyldleika í umkomuleysi sínu. Stuðlum slept og rími kastað og fyrirheit gefin um það sem koma skyldi.

Þess má til gamans geta að Jón var rukkari fyrir Blómabúðina Flóru árið 1936

Stund milli stríða
Næsta bók Jóns Stund milli stríða kemur út árið 1942 en þar gerir hann enn tilraun til að yrkja órímað.

Þorpið
Bókin sem hann er einna kunnastur fyrir, Þorpið, kom út árið 1946. Þetta var fyrsta safn óhefðbundinna ljóða sem kom út á Ísland. Jón var því ótvíræður frumherji þess ljóðastíls sem varð síðan ríkjandi í íslenskri ljóðlist.

Bókin fékk dræmar viðtökur og var allt að því þurrlega tekið og lá nánast í þagnargildi næstu 10 árin. Þegar deilt var á ljóð sem þessi var ákaflega áberandi umkvörtun um ljóðstaf- eða rímleysi þeirra.

Í Þorpinu yrkir hann um Patreksfjörð - þaðan kemur hann - og þar liggja rætur hans.

Heimir Pálsson segir í bók sinni: Straumar og stefnur í íslenskum bókmenntum sem kom fyrst út 1978 :

,,Þorpið er safn órímaðra og óbundinna ljóða, upprifjun á sögu sjávarþorps sögð í einföldum ljóðmyndum. Nýlundur bókarinnar eru eftir á að hyggja fyrst og fremst tvær:

Annars vegar er þar kveðið að mestu án hefðibundinna brageinkenna og hitt, sem þótti sæta meiri tíðindum, hvert Jón úr Vör sótti yrkisefni sín. Bókin greinir frá hversdaglegu lífi í hversdaglegu þorpi.”

En 10 árum síðar, árið 1956, kom ný og aukin útgáfa af Þorpinu og um svipað leyti var bókin gefin út í Svíþjóð og hlaut frábæra dóma sænskra gagnrýnenda sem meðal annars kölluðu ljóðin ,,Minnismerki íslenskrar örbirgðar”.

Innskot
ritara

GÓP

Á jólum 1973 sendi Jón úr Vör ritara Heimskringlu-útgáfu Þorpsins frá árinu 1956, sem þar með heitir 2. útgáfa, aukin, þar sem hann - með bestu jólakveðjum 1973 - lætur fylgja þessa vísu:

Það sem áður þótti bull
og þeytt var beint í sorpið,
tíminn nýi telur gull
- tötrið, gamla Þorpið.

Ritari lætur hér einnig fylgja aðra stöku eftir Jón - sem hæfir samhenginu:

Ekki þarf að gylla gull
gullið verður alltaf bjart
og alltaf verður bullið bull
þótt búið sé í rímað skart.

Úr
saman-
tekt
Sigurrósar
Þorgríms-
dóttur

 

Jón var á margan hátt brautryðjandi. Hann var afkastmikið ljóðskáld og hafa komið út á annan tug ljóðabóka eftir hann en auk þess hafa ljóð hans verið birt í óteljandi blöðum og tímaritum og annars staðar þar sem um íslenskan skáldskap er fjallað.

Í Kópavogi lifði Jón úr Vör og starfaði stærstan hluta ævi sinnar eða í yfir hálfa öld og þar bjó hann þegar hann gaf út bækur sínar, allar nema þrjár þær fyrstu.

Jón var kjörinn Heiðurslistamaður Kópavogs árið 1996. Bókasafn Kópavogs hélt upp á 50 ára útgáfuafmæli Þorpsins sama ár, með kvöldvöku þar sem flutt voru erindi um bókina og skáldið.
-------------------------------------------------------------------------

Bækurnar sem Jón úr Vör gaf út eru þessar:
 • Ég ber að dyrum 1937
 • Stund milli stríða 1942
 • Þorpið 1946, endurskoðuð og aukin útgáfa 1956 og síðan gefur Helgafell út vandaða myndskreytta útgáfu af Þorpinu 1979 og aftur 1988 og enn 1999. Myndskreyting þessarar bókar , eftir Kjartan Guðjónsson listmálara var sérstaklega listræn og þótt falla einkar vel að ljóðunum.
 • Með hljóðstaf 1951
 • Með örvalausum boga 1951
 • Vetrarmávar 1960
 • Maurildaskógur 1965
 • 100 kvæði, úrval 1967, valin af Einari Braga.
 • Mjallhvítarkistan 1968
 • Vinarhús 1972
 • Altarisbergið 1978
 • Regnbogastígur 1981
 • Gott er að lifa 1984

Erlendar útgáfur:

 • Islansk kunst, Ariane Wahlgren þýddi 1957.
 • Stilt vaker ljoset, ljóðaúrval á norsku, Ivar Orgland þýddi 1972.
 • Blåa natten över havet, ljóðaúrval á sænsku, gefið út í Finnlandi, Mai-Lis Holmberg þýddi 1985.
 • Meden vi lever, ljóðaúrval í þýðingu Inge Knutson 1989.
 • Godt er a leva, Ivar Orgland þýddi á norsku.
 • Godt er a leva, þýðing á vegum verðlaunanefndar Norðurlandaráðs, Mai-Lis Holmberg þýddi 1985.
 • Ljóð Jóns hafa einnig birst í erlendum tímaritum og sýnisheftum, ásamt ljóðum annara íslenskra skálda í um 15 löndum.
 • Jón bjó einnig til prentunar rit Kristínar Sigfúsdóttur I – III 1950 til 1952.

21. janúar
2006

Ljóðstafurinn 2006

Þórður Helgason, dósent við Kennaraháskóla Íslands,
flutti við þetta tækifæri innlegg um skáldið Jón úr Vör
og hefur leyft því erindi að birtast í GÓPfréttum.

Sjá hér innlegg Þórðar um skáldið Jón úr Vör.

7. mars
2000

Myndina
tók
Jóra
Jóhanns-
dóttir

Jón úr Vör - og Þorpið


Jóhann Hjálmarsson, skáld
ritaði í Morgunblaðið þriðjudaginn 7. mars árið 2000 - undir efnisheitinu LISTIR - um

Jón úr Vör

og hefur veitt GÓP-fréttum góðfúslegt leyfi til að birta það.

Neðanmáls

--------------------------------------------------

2002
Sigurljóð
Hjartar
Pálssonar

Til baka

Sigurljóðið Nótt frá Svignaskarði finnst meðal annars í greinasafni Morgunblaðsins. Þegar það er skoðað er nytsamt að hafa í huga þá skýringu sem höfundurinn hefur þar ritað - og er þessi:

Kveikjan að þessu ljóði og heiti þess er sótt í þátt eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp sem fyrst birtist í riti hans, Horfnum góðhestum I, 1948, en saman dregin á þessa leið í safnritinu Hófadyn sem Andrés Björnsson og Kristján Eldjárn tóku saman og út kom 1966:

"Í stóði Kristófers var brún hryssa, sem kölluð var Nótt. Hún var stygg í haga, einráð og sérvitur, en það sem þótti einkennilegast við háttalag hennar var, að hún hélt sig jafnaðarlega nálægt sjó, einkum þegar brim var mikið. Hún valdi sér dvalarstað á Borg á Mýrum. Oft sást hún standa áveðurs uppi á háum klettaborgum, þar sem hún hafði góða sýn yfir hinn sollna flaum hafaldnanna.

Nótt var aldrei tamin, og aldrei kom hún í hús til hjúkrunar. Þegar Nótt var komin um eða yfir tvítugt, gerði mjög harðan vetur, og voru flest hross í Mýrasýslu komin á gjöf. Nótt var þá enn úti og fá hross, sem henni fylgdu, og þar á meðal brún hryssa á öðrum vetri, sem undir henni gekk. Frost voru þá svo mikil, að Borgarfjörð lagði langt út. Einhvern dag var því veitt athygli, að Nótt stikaði á undan hópnum, sem fylgdi henni, út eftir lagísnum og stefndi til djúps. Þegar á skörina kom, steypti hún sér þar fram af. Þarna hvarf Nótt í öldur hafsins."

Til baka

Efst á þessa síðu * Forsíða * Tengibrautin