GÓP-fréttir
Forsíða


8. kafli í HogW * Námskrármat/nemendamat

Hér finnurðu efni af bls. 264 - 268:

Um þennan
kafla

Mat og
einkunn

Hugmyndir manna um námskrármat og nemendamat eru nátengdar og í þessum kafla er athyglinni beint að þeim. Í því skyni eru þær sundurgreindar, fundnir hinir ýmsu aðilar sem venjulega koma að mati og einkunnagjöf, tekin dæmi um þær aðferðir sem notaðar hafa verið, íhugað hversu ólíkir staðlar eiga við og velt upp nokkrum meginspurningum. Í lokin eru fjórar mismunandi aðferðir skoðaðar sérstaklega og lýst dæmum um hverja þeirra.
Þú ættir að
  • Greina milli námsefnismats og nemendamats og átta þig á hvenær mat á nemanda er - eða er ekki viðunandi sem námskrármat.
  • Öðlast tilfinningu fyrir gildi námskrármats, þ.e. hvers virði það er.
  • Gera þér grein fyrir muninum á formlegum og óformlegum aðferðum við námskrármat.
  • Kynnast hugmyndum, hugtökum, viðmiðunum og markverðum umfjöllunaratriðum sem tengjast mati og stigagjöf.
  • Rýna í þær fjórar mats-aðferðir sem sérstaklega verða kynntar, tengja þær við áætlanir um námskrárbreytingar og þróun og sérstaklega hugleiða að hvaða leyti þær geta fallið að eigin hugmyndum um námskrármat.
Nokkur
sjónarhorn
Hægt er að skoða og velja sér sjónarhorn - af þeim þremur sem hér verða tilgreind, út frá eigin sjónarhorni á kennslu.
A



  • (1) Mat er afar gildishlaðið. Sá sem metur og gefur stig gerir það út frá eigin forgangsröðun og eigin gildismati. Íhugaðu kennslustund eða áfanga sem þú hefur nýlega kennt. Hugleiddu hvaða hlutlægu staðreyndir þú miðaðir við þegar þú gerðir upp hug þinn um það hve vel kennslan tókst. Ef þessar viðmiðnair þínar voru óformlegar - berðu þær þá saman við þær formlegu aðferðir sem lýst er í kafla 8.3. Íhugaðu aðferðir sem þú notaðir ekki og veltu fyrir þér hvers vegna þær urðu ekki fyrir valinu. Varstu fyrst og fremst að meta hversu námsefnið sem þú kenndir skilaði sér - eða varstu að meta hvað gerðist með nemendurna?
  • (2) Reyndu að tengja þær óformlegu matsaðferðir sem þú hefur notað við það námskrárviðhorf sem þú hefur byggt með þér við lestur þessarar bókar. Er samsvörun þar á milli? Lestu svo kafla 8.7 um aðferirnar fjórar. Fer einhver þeirra nærri þeirri aðferð sem þú notar?
  • (3) Í kafla 8.2 er fjallað um nokkur undirstöðuatriði námskrármats. Þar eru nefndar hugmyndir eins og ábyrgð og endurskoðun samkennara. Yrðu þessi undirstöðuatriði flóknari hjá þér ef þær væru teknar upp?
B

  • (1) Líttu aftur á námskrár-hugmyndirnar í 4. kafla. Íhugaðu hvaða matsaðferðir mundu hæfa hverri hugmynd. Veldu einhverja hugmyndina og skoðaðu nánar þær aðferðir sem henni mundu hæfa persónum, ábyrgð og mismunandi frammistöðu - eins og lýst er í 8.4, 8,5 og 8.6.
  • (2) Skoðaðu hvernig sú námskrár-hugmynd sem þú valdir hæfir hinum fjórum mats-aðferðum sem lýst er í 8.7 (eða kannski öfugt: hvernig þær hæfa námskrárhugmyndinni). Leiðir þetta til þess að þér fyndist heppilegra að lagfæra námskrár-hugmynd þína að meira eða minna leyti?
  • (3) Settu saman lista yfir matsaðferðir og mats-tækni sem hæfir þinni námskrárhugmynd og þínum eigin kringumstæðum í kennslunni. Berðu listann saman við þær aðferðir sem lýst er í kafla 8.3. Er munur á? Hvers eðlis er sá munur? Hafðirðu lagt meiri áherslu á námskrármatið eða á nemendamatið? Hvaða aðferðir hefðirðu átt að nota?
  • (4) Veltu upp hugmyndum um hvernig heppilegt gæti verið að hagræða þínum eigin matsaðferðum í kennslustofunni á komandi tíma þannig að þær liðsinni þér betur við að bæta kennsluna og miðlun námefnisins.
  • (5) Veltu upp þeirri spurningu hvaða áhrif mismunandi matsaðferðir hafa á nám nemendanna.
8.1 Inngangur
Mat,
mat,
mat
og
aftur
mat ...
Mat hefur áhrif á allt sem fólk gerir. Mennskunni fylgja eilífar spurningar og mat á hverju einu sem sem snertir okkur. Borgar sig að gera þetta? Er þetta nógu vel gert? Líkar mér þetta? Ætti ég kannski frekarr að nýta tíma minn til einhvers annars?

Auðvitað er það svo að flestar ákvarðanir í sekúnduflaumi dagsins tekur fólk jafnóðum og án umtalsverðra heilabrota.

Menn skoða hins vegar sinn hug og kanna aðstæður þegar ákvörðunin skiptir miklu máli eða varðar annað fólk - til dæmis þegar kennari tekur ákvörðun sem hefur áhrif á nám og námsumhverfi nemendanna. Þá er jafnvel gripið til formlegra aðferða og ákvörðunartækni - jafnvel þótt aukin formlegheit þrengi gjarnan að og fækki forsendunum. Daglegt símat kennara í starfi er ágætt dæmi um þetta. Sífellt metur hann öll atriði í kennslustofunni, skynjar hvaðeina sem þar gengur á og dregur af því ályktanir. Úr þeim ályktunum vinnur hann fjölda ákvarðana sem eiga sínar skýringar í reynslu hans, starfs- og lífsviðhorfi og faglegri sérfræði hans og tækni. Miklu sjaldnar ber svo við að honum finnist hann þurfa - og hugsanlega hafa tíma til - að meta einhver atriði sem upp komu - með formlegum hætti.

Hinn
eilífi
mats-
hringur



En ...

erum
við

smakka
epli
til

velja
appelsínur?

Þær hugmyndir um námskráþróun sem þróast hafa næstliðna öld gera ráð fyrir að mats-starf sé í gangi allt frá fyrstu hugmyndum og drögum til upptöku og aðlagaðrar notkunar og væntingin er sú að það leiði síðan til sífellt endurtekinna betrumbóta.

Fjölmarga erfiðleika er við að kljást þegar námskrárþróun og upptaka skal metin á allri hringferðinni. Í Bandaríkjunum hafa auk þess hefðbundin viðhorf byggt matið á þröngum grunni. Af þessum sökum hefur matið yfirleitt ekki farið fram fyrr en til upptökunnar er komið - og þá oftast með því að reyna að áætla hvað náðst hefur fram í breyttu námi miðað við það sem gert hafði verið ráð fyrir.

Hinn þröngi athugunargrunnur - þ.e.: þau takmörkuðu atriði sem látin eru duga sem grundvöllur matsins - valda því að oft glatast sýnin á mikilvægustu ástæður þess að hið áætlaða námsefni náði því ekki að verða hið miðlaða námsefni sem ekki heldur skilar sér sem hið numda efni.

Hægt er að meta námsefni á fjölmarga aðra vegu en á áhrifum þess á nemendur. Þar á meðal má skoða hversu rauntrútt það er, hver innri samkvæmni þess er, hversu hæfilegt það er, hversu kennanlegt það er, hversu skemmtilegt það er og hvaða ógrunuðum afleiðingum það getur valdið.

Í þessum kafla munum við beina sjónum okkar að formlegum matsaðferðum en munum reyna að gera það með þeim hætti að greina megi mikilvæga grunnþætti eins og þá sem hér hafa verið nefndir.

Evaluation
eiginmat
eða
assessment
saman-
burðarmat
Evaluation og Assessment eru oft notuð á víxl og án umtalsverðs merkingarmunar þegar menntun er metin. Samt eru marktækur munur á innihaldi þessara hugtaka.

Hér verður orðið eiginmat notað yfir hugtakið evaluation í þeim skilningi að verið er að meta eigin-gildi verks, atferlis, framkvæmdar eða hlutar.

Orðið samanburðarmat verður hér notað yfir hugtakið assessment með það í huga að þar er verið að bera verk, atferli, framkvæmd eða hlut við annað sem hefur verið skilgreint í þeim mæli að unnt er að tiltaka að hve miklu leyti hið metna samsvarar viðmiðuninni.

Eiginmat

=

evaluation

Eiginmat (evaluation) er í rauninni heimspekilegt viðfangefni hvort sem það er formlegt eða óformlegt. Verið er að reyna að vega og meta eitthvað og virða til gildis. Um getur verið að ræða persónu, atferli, framkvæmd eða hlut. Fagbókmenntirnar benda á að eiginmati er unnt að skila sem hlutfalli af fullkomnun eða eiginvirði. Fullkomnunarhlutfallið vísar til þess hversu vel verkið er unnið, hver snilldin er í framkvæmdinni, aðgerðinni eða gerð hlutarins. Eiginvirðið vísar til mikilvægis þess að viðkomandi framkvæmd var af hendi leyst, hversu mikilvægur er hluturinn í sjálfu sér eða fyrir einhvern og hversu mikilvægt var atferlið sem um er að ræða. Sumt getur verið snilldarlegar gert heldur en það er mikils virði - og öfugt.

Hugsum okkur til dæmis eitt andartak að hæfur bókmenntarýnir beri saman næstum fullkomna limru um ómerkt efni og aðra nokkuð gallaða um mikilvægt efni sem snertir líf og örlög.

Námskrár og námsefni má einnig meta á mælikvarða snilldar og eiginvirðis og sjálft matið getur átt við bæði einn kennara í einum bekk eða alla kennara og alla bekki í öllum skólum.

Saman-
burðarmat

=

assessment

Samanburðarmat (assessment) hefur þrengri merkingu hjá kennurum og táknar það verkefni að áætla og meta hversu mikið nemandinn hefur numið. Í hugum manna er próf með pappír og ritfæri hið dæmigerða tæki samanburðarmatsins.

Námskrármat hefur oft orðið aðeins að slíkri athugun á því hvort skilgreindar og æskilegar námsbreytingar - sem ætlaðar voru með námskrárbreytingunni - sýna sig hafa náð fram að ganga í námi nemendanna.

Þannig hafa menn af einfaldri aðferð við að skoða sárafá atriði dregið víðtækar ályktanir sem skilja mátti sem umsögn um atriði eins og gæði og eigingildi námsefnisins - sem þó var alls ekki til skoðunar.

Trútt
saman-
burðarmat
=
Authentic
assessment
Authentic merkir orðrétt: rétt, öruggt, trúverðugt en þetta eru orð sem gefa þessari matsaðferð dálítinn geislabaug og felur í sér sitt eigið samanburðarmat með því að setja einmitt þessa aðferð sem hina fullkomnu viðmiðun. Hér verður látið nægja að nota orðið trúr í þeim skilningi að aðferðin reyni að meta svo marga þætti sem frekast er unnt í því skyni að matið verði sem trúverðugast. Authentic assessment er því hér kallað trútt samanburðarmat.
Að skoða
fleira og
annað
...
Eisner '93
Broadfoot
'96
Á næstliðnum tveimur áratugum hefur þróast matsaðferð til samanburðar sem reist er á fleiri matsþáttum heldur en tíðkast hefur um hefðbundið samanburðarmat. Þetta mat er þekkt undir nafninu authentic assessment eða trútt samanburðarmat. Þessi aðferð felst í því að reyna að höndla og meta sem flest þeirra áreita sem nemandinn verður fyrir og þann fjölda forma sem nemendur nota til að tjá sig og það sem þeir hafa lært. Í því skyni er líka safnað saman mörgum dæmum um vinnu þeirra og tjáningu. Upplýsingar um vinnubrögð og vandvirkni sem safnað er saman við eftirtekt í bekk og sem athugendur rita hjá sér eru taldar áreiðanlegri heldur en hefðbundnar magn-athuganir eins og á pappírs-prófum - til að meta hvort í nemandanum er á ferð efni í nýtan þjóðfélagsþegn - og til að kanna markmið og árangur kennslu og náms.
Skilbeck
´82
Svipaðar ástæður eru að baki tillögum Skilbeck um að halda beri námsskrár-mati í minniháttar umfangi frekar er gera þær umfangsmiklar, miðstýrðar og hlutlægar. Í litlu umfangi eru þær hugvekjandi grunnur fyrir íhugun um reynslu, sjálfsmat og nýjar áætlanir.

Skilbeck telur menntakerfið oft safna heilum ósköpum af næsta óstjórnlegum upplýsingum - en halda megi slíkum mistökum í skefjum með því að svara skýrt þessum spurningum:

  • Hvað þarf ég að vita um þetta?
  • Hvernig get ég einfaldast fundið það út?
  • Hvernig get ég notað það sem ég veit?
  • Hvað þarf ég að segja öðrum?
Óstjórnlegar
upplýsingar
Í umfangsmiklum námskrárrannsóknum verða spurningar hæglega bæði ópersónulegar og fjarlægjast það sem raunverulega snertir kennarana sjálfa og þeirra viðfangsefni og áhyggjur. Slíkar mats-efnis-safnanir geta sankað saman óhemjulegu magni upplýsinga.

Dæmi: Virginia-skólahéraðið 1984 réði sér fimm sérfróða matsmenn í fullt starf í meira en tvö ár til að safna, greina og fella saman upplýsingar úr fundum með kennurum, nemendum, foreldrum, héraðsstjórnarfulltrúum, eftirlitsmönnum og stjórnendum, úr tillögum og uppástungum, almennum fundum, skólaheimsóknum, heimsóknum á skrifstofur fræðslukerfisins, framhaldsskóla og háskóla; frá ráðstefnum; úr tillögum ráðgjafa og úr fagritum og fyrirliggjandi skráðum gögnum.

Ljóst er að eiginmat fer ekki eftir magni þeirra upplýsinga sem safnað er heldur þeirri skarpskyggni sem nýtir þær. Ennfremur er ljóst að þegar horft er til formlegs mats er nauðsynlegt að meta þá einstaklinga sem framkvæma það mat og aðferðir þeirra.

Rogers and
Badham
1992
Þeir Rogers og Badham leggja til að menn gæti þess að halda námskrármati að tilteknum viðmiðunum vegna þess að tími sé alltaf naumur og skortur á sérþekkingu og nauðsynlegu liðsinni. Þeir halda á lofti eftirtöldum meginreglum:

  • Matið beinist að fáum og útvöldum atriðum.
  • Aðeins ætti að safna mikilvægum upplýsingum.
  • Nýta eins og hægt er þær upplýsingar sem þegar liggja fyrir.
  • Metendur telji matið trúverðugt og nytsamt.
Fá -
of fá?
Þegar beina skal athyglinni að fáum og útvöldum atriðum er alltaf fyrir hendi sú hætta að það sem á er horft blindi athugunina svo að önnur og mjög merk atriði nái ekki athygli. Námskrármat krefst skoðunar á samskiptum kennara og nemenda og samstarfi þeirra um námsefnið í kennsluumhverfinu og þar víðar sem máli skiptir. Ekki er nóg að kanna aðeins það sem nemendur hafa lært eða hvað felst í kennsluáætlunum.

Námskrár-mat getur náð yfir skoðun markmiða, könnun á meginrökum og uppbyggingu bæði hins ætlaða og hins miðlaða námsefnis. Einnig má skoða það samhengi sem er umhverfis kennsluna frá skólanum, félögunum, foreldrunum, bæjarfélaginu, fjölmiðlunum og öðrum, og kanna áhugamál, væntingar, viðbrögð og margvíslegan árangur þeirra nemenda sem eru að vinna með námsefnið og námskrána.

Norris ´90 Norris telur námskrármat þurfa að vera bæði yfirgripsmikið og um leið næmt um tiltekin atriði. Námskrá er venjulega safn fjölbreyttra hagsmunamála sem oft er afar erfitt að ná samkomulagi um. Hinir ýmsu hópar sem að skóla koma geta haft afar ólíkar skoðanir á því hvað þeir telja að eigi erindi í námskrána og hvernig kenna skuli. Í námskrármatinu er nauðsynlegt að ná einnig til þessara atriða.

Efst á þessa síðu * Forsíða