Forsíða
|
Námskrár-ferillinn Námskrá skóla tekur sífelldum breytingum. Sumar eru minni háttar og hafa aðeins áhrif í einni námsgrein eða í einum áfanga í einum skóla. Aðrar eru meiri háttar og hafa jafnvel áhrif á alla skóla landsins. Breytingaferilinn má greina í nokkra áfanga. Hér er stuðst við Mars&Willis - sjá mynd á bls. 153. |
Átta varnaðarorð! |
Ætlarðu að breyta námskránni? Breyta um námsefni? Gættu þín! Gleymdu aldrei varnaðarorðum Fullan
frá 1993:
|
1 - Þrýstingur vex á að gera tiltekna breytingu á námskrá |
Hugmyndir að breytingu á námskrá geta komist á loft hvar sem er í þjóðfélaginu. Þegar vakin hefur verið á þeim
athygli gerjast þær og annað hvort gufa upp vegna þess að þær teljast ekki eiga rétt á sér - eða þær eflast og vekja
athygli þeirra sem geta stuðlað að breytingu á námskrá.
Breyting á námskrá merkir að nýtt námsefni skal koma til sögunnar. Oft fylgir með að eldra námsefni skal víkja eða breytast. |
2 - Undirbúningur, skipulagning og hönnun náms- efnisins |
Þegar þeir, sem stuðlað geta að breytingu námskrár, ákveða að hrinda breytingastarfi í framkvæmd þurfa þeir að
gera sér hugmynd um þá aðferð (hverja á að velja til verksins, hvar eiga þeir að vinna, hvernig eiga þeir að skila af
sér) sem þeir hyggjast beita svo að breytingin nái í raun fram að ganga - þ.e. til þess að hinu nýja/breytta námsefni
verði miðlað í kennslustofunum.
Ef námskrárbreytingin á að eiga möguleika á að ná fram að ganga - þ.e. virka í kennslustofum - þarf að gera ráð fyrir að innri samhengi skóla eru ólík. Þar er átt við atriði eins og stjórnun, samstarf og samskipti bæði milli stjórnenda, þeirra og kennara og nemenda og innbyrðis milli allra hópa. Einnig skiptir máli hvernig samskipti skólans eru við útaðila eins og foreldra, bæjarbúa og skólayfirvöld. |
3 - Útbúin kennslugögn |
Ef þau eru útbúin af kennara til kennslu í bekk skiptir máli að þau nái fram tilætluðum árangri í námi nemendanna.
Ef þau eru hins vegar útbúin hjá ráðuneyti og send út í skólana skiptir máli að þau séu þannig úr garði gerð að
kennarar sjái sér fært að taka þau í notkun.
Námskrárbreytingar eru ekki unnar í tómarúmi svo að bæði fréttist af þeim og einnig eru þær kynntar bæði óbeint og einnig á skipulegan hátt. Heimabreytingar kvisast út en útibreytingar eru boðaðar, kynntar og auglýstar. |
4 - Viðtökur hinnar breyttu námskrár |
Allt er í besta gengi ef skólasamfélagið hefur beðið með óþreyju eftir að fá í hendur hið nýja efni því menn voru löngu sannfærðir um að breyta þurfti til. Þessu er hins vegar ekki alltaf svona varið. Mörg dæmi eru um kostnaðarsaman undirbúning námskrárbreytinga og dýra framleiðslu námsefnis sem aldrei komst í notkun. Hvað veldur því að sumar breytingar ná strax fram að gang en aðrar aldrei? |
5 - Hagnýting námsefnisins |
Þegar kennarar hafa kynnst námsefninu og prófað að nota það standa vonirnar til að þeir taki það upp í reglubundinni kennslu sinni. |
6 - Samsömun breytingarinnar |
Að lokum verður þessi breyting ekki lengur breyting heldur sjálfsagður hluti námskrárinnar og það sem fyrir var tilheyrir fortíð og er úr sögunni. Breytingin hefur fest í sessi. Hún er orðinn hluti af daglegu viðmiði kennaranna. |
7 - aftur í 1 | Hugmyndir að breytingum - jafnvel á þessu sama sviði - eru sífellt á lofti ... |