<?xml version="1.0" encoding="UTF-8"?>


Ragna Freyja

Forsíða  
Ofvirknivefur
Ofvirknibók
Kærleiksspilið




Umsagnir 
Kjörþögli-vefurinn * Ofvirkni-vefurinn
Vísun á þessa síðu er: http://www.gopfrettir.net/open/kjorthogli   
Ráðabanki Kennsla kjörþögla - ráðabanki (drög)
  • Til notandans
    Þessi ráð hafa reynst vel við kennslu og aðstoð við kjörþögla. Það verður þó að vega og meta hvað hverjum einstaklingi hentar best hverju sinni og haga kennslunni eftir því. 
    . .
    Drögin innihalda 59 ráð í framvinduröð - sem þú finnur hér .
    .. 
Spurt og
svarað
Svarar
Hvað er
kjörþögli?
Kjörþögli
Kennarar standa oft ráðþrota gagnvart börnum sem eru kjörþögul. Það er tiltölulega stutt síðan þessi greining kom fram. Litla hjálp er að fá frá sérfræðingum og lítið efni er tiltækt á íslensku.

Kjörþögli er læknisfræðilegt greiningarhugtak sem flokkast undir kvíðaröskun sem skyld er félagsfælni. Talið er að meirihluti kjörþögulla barna sé líka með félagsfælni. Tíðni kjörþögulla er um það vil 1 barn af hverjum 1000 og heldur fleiri stúlkur, en vöntun er á rannsóknum um þetta efni.

Barnið sýnir yfirleitt eðlilega færni í talmáli miðað við jafnaldra og flest tala þau heima hjá sér þar sem þau eru öruggust en eru þögul í leikskóla, grunnskóla og við aðrar félagslegar aðstæður þar sem gert er ráð fyrir að þau tali.

Dæmi eru um börn sem eru svo alvarlega veik að þau tali ekki heldur heima hjá sér.

Truflunin er yfirleitt ekki tilkomin vegna sértækra þroskafrávika eða málhömlunar þótt slíkir þættir kunni að vera til staðar. Þögnin þarf að hafa varað í amk 4 vikur.

Einkenni koma oftast í ljós milli þriggja og fimm ára aldurs. Kjörþögli er meðal annars talin stafa af samspili margra þátta svo sem erfða, félagskvíða og sálrænna erfiðleika.

Sum kjörþögul börn nota látbragð og svipbrigði til að tjá sig en önnur ekki. Sum hafa tilhneigingu til að draga sig í hlé, eru mjög feimin og/eða sýna mótþróa í félagslegum samskiptum.

Greining
Mikilvægt er að börn fái greiningu sem allra fyrst og viðeigandi meðferð strax að henni lokinni - með von um góðar batahorfur. Því miður hendir það oft að kjörþögul börn eru talin sjálf hafa valið að tala ekki. Þá dylst kvíðaröskunin og börnin eru því ekki greind fyrr en seint og um síðir. Ef ekkert er að gert draga börnin sig enn meira í hlé í félagslegum aðstæðum, sjálfsmyndin verður æ neikvæðari, hætta eykst á þunglyndi og einangrun sem hvorki mun minnka né hverfa með aldrinum.

Fái barnið hins vegar rétta greiningu og viðeigandi meðferð er lækning í sjónmáli

Hvað er hægt að gera eftir greiningu?

Lykilatriðið felst í því að minnka kvíðann með því að
  • byggja upp traust og öryggi, sýna léttleika og enga vorkunn,
  • byrja vinnuna þar sem barnið er statt,
  • útbúa skammtímaáætlun - og langtímaáætlun,
  • vinna stig af stigi,
  • veita umbun,
  • láta hraðann stjórnast af framförum barnsins,
  • efla jákvæða sjálfsmynd.

Einnig

  • nota lyf gegn kvíða,
  • atferlismeðferð,
  • fjölskyldumeðferð.

Barn sem tekur inn á sig öll áreiti en getur ekki skilað neinu frá sér í munnlegri tjáningu fær oft útrás heima með stjórnsemi og ósveigjanleika en getur einnig fengið útrás í verk og listgreinum og hafa oft hæfileika á þeim sviðum þar sem ekki þarf að tjá sig með orðum.


Kvíðaraskanir
Kvíðaraskanir eru af ýmsum toga og eru alvarlegt heilsuvandamál sem hefur áhrif á hegðun, hugsanir og tilfinningar.

Dæmi um kvíðaraskanir:

  • Almenn kvíðaröskun,
  • þráhyggju- og árátturöskun,
  • ofsakvíði,
  • félagsfælni,
  • aðskilnaðarkvíðaröskun,
  • sértæk fælni svo sem fælni við dýr, óveður, vatn.
  • Lofthræðsla og flughræðsla eru af sama toga.

Hvað kemur kvíðaröskun af stað?
A
thuganir sýna að margt getur orðið til þess að hrinda röskuninni í gang. Meðal þess eru sjúkdómar barnsins sjálfs eða einhvers annars í fjölskyldunni, eðlilegir viðburðir í lífinu svo sem að byrja í leikskóla, eignast nýtt systkini, streituvaldandi viðburðir svo sem skilnaður foreldra, flutningur, bekkjarskipti, skólaskipti,dauði einhvers nákomins osfrv..

Einkenni kvíðaraskana:
Eirðarleysi, þreyta, einbeitingarskortur, vöðvaspenna, svefntruflanir, uppgjafartilfinning, andleg þreyta, ... .

Höfum í huga

  • Börnin nota ekki þögnina sem meðvitað stjórntæki.
  • Kjörþögult barn er barn sem þjáist í þögn.
  • Það skilar engum árangri að beita þrýstingi eða þvingunum.
  • Vinna með kjörþögult barn er þolinmæðisverk.
  • Framfarir mælast í smáum kjúklingafetum og mikilvægt er að gleðjast greinilega yfir hverjum smásigri. Þá er einnig mikilvægt að rifja oft upp með barninu í hverju sigrarnir voru fólgnir.
  • Vegurinn að batanum er lengri en áætlað var - og gera þarf ráð fyrir afturkippum.
  • Það er ekki í boði að gefast upp við að hjálpa barninu.

Sjá hér >> Kennsla kjörþögla - drög að ráðabanka

Bækur
og
greinar
Minnismiði
  1. Watson, T. Steuart, and Kramer, Jack J.: Multimethod Behavioral Treatment of Long-term Selective Mutism.
  2. Hultquist, Alan M.: Selective Mutism: Causes and Interventions.
  3. Porjes, Michelle D.: Intervention with the Selectively Mute Child.
  4. Sheridan, M. Susan, Kratochwill, Thomas R., Ramirez, and Sylvia Z.: Assessment and Treatment of Selective Mutism: Recommendations and a Case Study.
  5. Richburg, Mary L., and Cobia, Debra C.: Using Behavioral Techniques to Treat Elective Mutism: A Case Study.
  6. Powell, Shawn, and Dalley, Mahlon: When to Intervene in Selective Mutism: The Multimodal Treatment of a Case of Persistent Selective Mutism.
  7. Krohn, David D., Weckstein, Sander M., and Wright, Harold L.: A Study of the Effectiveness of a Specific Treatment for Elective Mutism.
  8. Lysne, Anders: Elective Mutism: Special Treatment of a Special Case.
  9. Elective Mutism - bls. 120-123, kafli 2.5.4
  10. Elektive Mutism - bls. 103 og 104 
  11. Ragna Freyja Karlsdóttir: 
    Kennsla kjörþögla - ráðabanki (drög)
    . Endurskoðað í nóvember 2007.

Ragna Freyja er fædd árið 1940 á Siglufirði. Hún tók kennarapróf árið 1960 og var í fyrsta hópi sérkennara sem Kennaraháskóli íslands útskrifaði 1969, lauk námi frá Statens Spesiallærerhögskole i Oslo 1970 sem sérkennari barna og unglinga sem eiga í tilfinningalegum, félagslegum og geðrænum erfiðleikum og hefur m.a. sérhæft sig í kennslu nemenda með AMO. Hún var forstöðumaður Sérkennslustöðvar Kópavogs 1972-83 og skólastjóri Dalbrautarskóla 1984-97. Á árunum 1982 - 90 var hún í samnorrænum faghópi um kennslu barna með einhverfu þar sem m.a. var starfað á árlegum vinnuþingum.
Hún starfar sem sjálfstæður sérkennsluráðgjafi.
Netfang hennar er [email protected]

Efst á þessa síðu * Forsíða * Ofvirknibók * Ofvirkni-vefurinn