GÓP-fréttir



Fjarnemar

Nærnemar

Tölvuskólinn:

Leiðarvísir um TÖL-1003
byrjendaáfanga í tölvunotkun

Allt sem þú vilt vita um þennan áfanga 
- en gleymdir að spyrja um 
- og vilt ekki láta neinn vita að þú veist ekki 
- eða bara hefur gleymt!

Netfang vefskólans er:
http://www.gopfrettir.net/vefskolinn

vefur
verkefni
námsbækur

Þetta eru upplýsingar um
- hvaða verkefni á að gera í þessum námsáfanga
- hvenær - og í hvaða röð
- og hvar þú finnur þau.
  • Hér - af þessum vef - færðu margvíslegar upplýsingar og einnig öll internet-verkefnin sem gerð eru.
  • Í ritvinnslu er notuð kennslubókin Word-97 eftir Brynjólf Þorvarðarson
  • Við töflureikning er notuð kennslubókin Excel-2000 eftir sama höfund.
Markmið Markmið áfangans er að nemendur læri að læra að nota forrit. Til þess hagnýti þeir sér þau gögn sem eru tiltæk, bæði kennslubækur og leiðbeiningar á neti. Þannig verði þeir sjálfbjarga þegar þeir þurfa að tileinka sér færni á ný forrit. Jafnframt læri nemendur og þjálfist í að nota forrit við ritvinnslu og reikning.
Skipting Í upphafi áfangans er tengst við internetið, sett upp netfang og sendur póstur. Áfanginn er þrjár lotur. Í þeirri fyrstu er unnið við ritvinnsluforrit, í þeirri næstu er unnið við reikniforrit og í síðustu lotu er unnið meira við ritvinnsluforritið eða/og reikniforritið. Áfangamat er sent inn áður en vinnu áfangans er lokið. Sjá eftirfarandi yfirlit.
Upphaf Internet - netfang - netpóstur * gögnin finnurðu í yfirliti fyrstu viku
A - 40%
24 kest
Ritvinnsla í Windows.
Notað er ritvinnsluforritið Word
B - 40%
24 kest
Töflureiknir í Windows.
Notað er töflureikniforritið Excel
C - 20%
12 kest
Það sem á vantar er síðan tekið með frekara námi í Word eða/og Excel.
Kennsla Kennsla í þessum áfanga tekur mið af því markmiði að nemendur eiga að verða sjálfbjarga að náminu loknu. Í upphafi er lögð áhersla á leiðbeiningar og stuðning til að koma hverjum og einum af stað. Þegar líður á er aukin krafa um notkun tiltækra gagna og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Próf og
verkefna-
skil
Þetta er próflaus áfangi og einkunnir eru gefnar fyrir afköst og vandvirkni.

Nemandi sendir hvert verkefni til kennarans í netpósti strax og því er lokið. Netfang kennarans er [email protected]

Verkefnunum er skipað saman í verkefnalotur.
Hver verkefnalota gefur einkunn.
Verkefnalotur eru samtals 5 og þeim þarf að ljúka í réttri röð.
Ljúka þarf fyrstu þremur til að ná lágmarkseinkunn áfangans.

Sjá nánar um verkefnaskil og skiladaga hér á eftir.

Nemandi sem telur sig fullfæran í notkun þessara forrita getur fengið að taka stöðupróf.

>> Mæting og námsgögn
Stanslaus
vinna!
Þetta er próflaus áfangi og starfið gefur þér alla einkunnina!
Mundu eftir að senda leyst verkefni jafnóðum til kennarans!!
Ef verkefnin safnast fyrir hjá þér þarftu að koma með þau í formleg verkefnaskil. !
mæta
með
námsbók!
Nauðsynlegt er að hver nemandi hafi eigin námsbók þegar komið er í bekkjarkennslustund. Tölvunám er alltaf einstaklingsnám og óþolandi er að lenda í þeirri kurteisiskvöð að lána aðgang að eigin bók og hafa þar með ekki viðstöðulausan aðgang að henni þegar maður er niðursokkinn í vinnu þar sem vinnuhraðinn skiptir miklu máli.
Áætlun og
einkunnir
Einkunn er gefin við hver verkefnaskil.

Einfaldur verkefnalisti

Tímaáætlun áfangans og einkunnaskipting eftir verkefnaskilum:

Vika Stundir

A: Word - ritvinnsla
(gefur 4 í einkunn)

Sæktu Word-gátlistann

Eink:
1
0 - 4 Inngangur. Word-kynning. Unnin verkefnin Netfang.doc og Vefskólinn.doc
- skoðaðu þessa leiðbeiningu um það hvernig þú sækir skrár á netið.
Þessum verkefnum lýkurðu með því að senda niðurstöðuna sem viðhengi á [email protected]
-
2
5 - 8 Ljúka verkefnum 1, 2, 3, 5
(athugaðu: verkefni 4 á að sleppa)
Ef þig vantar WORD-kennslubókina geturðu byrjað á verkefnunum hér á eftir. Fleiri koma bráðum!! Athugaðu að þú þarft að HÆGRI-músa á þau og velja Save-kostinn:
Verkefni 1
Verkefni 2
Verkefni 3
Verkefni 5
-
3
9 - 12 Ljúka verkefnum 6, 8 og 9 (ath: sleppa 7) -
4
13 - 16 Ljúka verkefni 10 og nota skrárnar:
fiskur.doc og manudir.doc og fornar.doc
Ljúka verkefni 11

Nú eru fyrstu verkefnaskil -
Sendu verkefnin til [email protected]
>> Flestir ná þessum skilum eftir 3-6 vikur.

Athugaðu: aðeins er unnt að gera ein verkefnaskil í einu og
- fyrri verkefnaskil verður að gera á undan seinni skilum.









2
5
17 - 20 Meira um vefsíður.
Vefsíðugerð
í Word-97: Verkefnið Vefsíða97.doc
í Word-2000: Verkefnið Vefsíða2000.doc

(Sleppa verkefni 12)
Ljúka verkefni 13 og nota vetni.doc
-
6
21 - 24 Ljúka verkefni 14 og nota geology.doc ásamt myndunum meginl.bmp og plotur.bmp og sneid.bmp

Nú eru verkefnaskil númer 2
Sendu verkefnin til [email protected]

2
Vika Stundir

B: Excel - töflureiknir
(gefur 4 í einkunn)

Sæktu Excel-gátlistann

Eink:
7
0 - 4 Inngangur og kynning á Excel.
Ljúka verkefnum 1 og 2
-
8
5 - 8 Ljúka verkefnum 3, 4, 5 og 6 -
9
9 - 12 Ljúka verkefni 7

Ljúka verkefni 8a - sæktu sýnidæmið í gátlistanum!

Taka fyrri hlutann af verkefni 8b (sleppa 8c) og ljúka verkefni 9

-
10
13 - 16 Ljúka verkefni 10
Athugaðu að verkefnið er á þremur blaðsíðum í bókinni!
Þú flýtir ögn fyrir þér með því að sækja skrána verk10.xls

Verkefnaskil 3
Sendu verkefnin til [email protected]

2
11
17 - 20 Ljúka verkefni 11
Ljúka verkefni 12 og nota verk12.xls
Ljúka verkefni 13
-
12
21 - 24 Ljúka verkefnum 14, 15 og 16 Verkefnaskil 4
Sendu verkefnin til [email protected]
2
Vika Stundir C: Viðbót í Word C: Viðbót í Excel Eink:
13
0 -4 Verkefni:
15-16-17-18
Sendu verkefnin til [email protected]
Verkefni 17 og verkefni18
Athugaðu að ef verkefni 18 gengur ekki hjá þér eftir 4 klst skaltu vista það sem komið er og hætta við það uns þú nærð sambandi við kennarann. Á meðan skaltu ráðast í verkefni 19 og 20..
Sendu verkefnin til [email protected]
1
14
5 - 8 > Verkefni:
19-20
Sendu verkefnin til [email protected]
1
> Mundu eftir að senda inn áfangamatið!
15
Skiladagar. Skil fara fram í kennslustundum.
Aðeins skal senda EITT verkefni í einu! (Sjá þó hér.)
Athugaðu að innsend verkefni tímasetjast sjálfvirkt!
Innsend verkefni gefa enga einkunn fyrr en komin er staðfesting kennara.
16
Innsent verkefni EFTIR síðustu kennslustund í áfanganum telst of seint fram komið.
Athugaðu hvenær er síðasta kennslustund í þínum áfanga!!
Mundu eftir að senda inn áfangamatið!
Einkunnirnar leggjast saman og verða mest: 10
Fjarnemendur

Gjaldið er
kr. 49.900
-
sjá þó sérkjör
fyrir 
THÍ-nema

Hafa stöðugt samband í tölvupósti, fá þannig leiðbeiningar og skila verkefnum strax og lokið er. Kennari gerir athugasemdir jafnóðum og verkefnin berast. Kennslutíminn er mest 20 vikur frá greiðslu kennslugjalds. Umsögn um námið er gefin eftir að náminu er lokið eða eftir mest 20 vikur. Einkunnir eru einnig sendar til skóla eða námsstofnunar ef nemandi óskar eftir því. 

Þegar kennari þarf meiri upplýsingar fyrir einkunnagjöf heldur en fást af innsendum gögnum gengst nemandinn undir próf. Í prófinu vinnur nemandinn verkefni, útskýrir og svarar fyrirspurnum prófandans.  

Nærnemendur Nemendur sem stunda námið innan ramma almenns skóla svo sem grunnskóla, framhaldsskóla eða háskóla - þurfa að halda sig innan tímaramma viðkomandi námsannar þess skóla. Um þá gilda neðangreindar reglur.
Skil
á
verk-
efnum

Um hvað
spyr
kennarinn
í Word-
verkefna-
skilum?

Um hvað
spyr
kennarinn
í Excel-
verkefna-
skilum?

Verkefnaskil í lok verkefnalotu eru fólgin í því að nemandinn segir og sýnir kennaranum hvernig hann fór að því að leysa hvert einstakt atriði hvers verkefnis! Nemandinn leiðbeinir kennaranum um öll atriði eftir þörfum og sú leiðbeining gefur honum einkunnina.

Nauðsynlegt er að halda að minnsta kosti þeim vinnuhraða sem þarf til að vera innan eftirfarandi tímaramma um verkefnvinnu og verkefnaskil:

  • í 5. viku >> fyrstu 11 verkefnin í Word. Eink. 2
  • í 7. viku >> Word-vefsíða og verkefni nr. 13 og 14 í Word.
    Þar með er lokið Word-hlutanum í fyrstu 40% áfangans. Eink. 4
  • í 11. viku >> fyrstu 10 verkefnin í Excel. Eink. 6
  • í 13. viku >> verkefni 11 - 14 í Excel. Þar með er lokið Excel-hlutanum í seinni 40% áfangans. Eink. 8
  • í 15. viku >> Síðustu 20% áfangans. Viðbót í Word eða/og Excel. Eink. 10

Ljúka verður og senda til kennara öll verkefni verkefnalotunnar áður en byrjað er á verkefnum næstu lotu!

Á vorönn skal náminu að fullu lokið 30. apríl og er ekki tekið við verkefnum eftir þann tíma.
Á haustönn skal náminu að fullu lokið 30. nóvember og er ekki tekið við verkefnum eftir þann tíma.

Lágmark
til að ná
áfanganum
Til þess að ná áfanganum þarf minnst þrenn verkefnaskil í lagi.
Tvenn eru úr ritvinnsluhlutanum. Það gefur 2 + 2 = 4.
Svo þarf líka að ljúka fyrri skilunum í töflureikni-hlutanum.
Hann gefur 2. Þá er samtals komin einkunnin: 2 + 2 + 2 = 6.
Athugaðu
vel!!
Athugaðu vel!
  • Verkefnin eiga að koma sem viðhengi í tölvupósti - og þau eiga að koma eitt og eitt í einu - jafnóðum og þú lýkur þeim.
  • Ef þú þarft að skila af þér tveimur eða fleiri verkefnum í einu þarftu að mæta með þau í kennslustund til formlegra verkefnaskila. Kennari fer yfir þau og fær skýringar þínar. Ef engin kennslustund er eftir á önninni teljast þessi verkefni of seint fram komin.
    Athugaðu þó - að skila má fleiri verkefnum sama daginn ef um er að ræða byrjunarverkefni í Word með númeri undir 8 og líka ef um er að ræða byrjunarverkefni í Excel með númeri undir 8.
  • Jöfn innkoma leystra verkefna og samskipti kennara og nemanda í kennslutímum og í netpósti getur gert kennara fært að meta verkefnin til einkunna án sérstakra verkefnaskila. Einkunn kemur fram í umsögn kennara þegar hann svarar innsendu verkefni. Ef kennari telur sig þurfa nánari upplýsingar til að geta metið innsent verkefni segir hann frá því í svarpósti og kallar þá nemandann til formlegra verkefnskila.

Verkefni sem berast eftir síðustu kennslustund teljast of seint fram komin.

Hvenær er þín síðasta kennslustund í áfanganum?

Ath!!

Athugaðu:

Leiðbeiningar um skífur:

  • Skífumunur. Það er sami munur á skífum og á hljóðsnældum og á myndböndum. Þær dýrari eru greinilega merktar framleiðsluaðilanum og þær eru skornar úr málmauðugasta hluta filmunnar. Hinar ódýrari eru ómerktar og skornar úr afklippum og afgöngum.
  • Skífugeymsla. Geymdu skífuna í samræmi við mikilvægi þess sem hún geymir - en ekki í hlutfalli við verð hennar sjálfrar!
    Láttu ekkert þræðast undir málmhlífina! Beygluð málmhlíf eyðileggur skífudrif.
    Hafðu hana í rykþéttri hlíf! Samanbrotin pappírsörk þjónar þeim tilgangi ágætlega - og kostar ekkert!

Merktu skífur og bækur!
Ómerktar skífur og ómerktar bækur eiga ótrúlega erfitt með að rata til eiganda síns aftur - ef hann týnir þeim.

Viltu vita meira? Þarftu frekari upplýsingar? Sendu fyrirspurn til kennarans.

Efst á þessa síðu * Forsíða