GÓP
Forsíða


Hver breytir námskrá?

H&W (í 6. kafla) fjalla um þá aðila sem skólastarfið snertir og velta upp hvernig aðild þeirra geti verið að þróun námskrár skólans. Hér verður farið yfir umfjöllun þeirra með innskotum.

Námskrárgerðarleikurinn hans Purvis

Persónur
og
leikendur



Sjá
M&W
bls.
189-213

Margir koma að skólakerfinu

Að skólanum koma allri samfélagsþegnar. Allir eiga litlar frænkur og unga frændur, syni og dætur sem ganga í skóla. Þegnarnir greiða í sameiginlega sjóði sem standa undir kostnaði af rekstri hins almenna skóla. Nemendurnir sækja skólann og starfsfólk skólans er fjölmargt. Mikill fjöldi þegnanna hefur lífsviðurværi sitt af því að þjónusta skólana, byggja húsin og halda þeim við, framleiða húsbúnað og rekstrarvörur, kennslugögn og skólavörur.

Spurningin er:
eiga allir þessir aðilar að koma að námskrárgerðinni?

Skoðum nokkra þátttakendur aðeins nánar:

  • Foreldrar
    Hver er þáttur foreldris? Hvað getur foreldri gert? Hvað vill foreldri gera? Getur foreldri haft áhrif? Vill foreldri móta námskrá skólans? Vill foreldri lengri skóladag?
  • Nemendur
    Hvaða hlutverki gegnir nemandinn í námskrárgerðinni? Margvíslegt gagn er að þeirri kennslutækni sem virkjar nemandann og gefur honum tilfinningu fyrir því að hann hafi eitthvað með sitt umhverfi að gera.
  • Liðkendur
    Vilt þú taka að þér að vera liðkari? Þegar ráðist er í námskrárbreytingar í umtalsverðum mæli geta komið upp fjölmargir þröskuldar og heilt ljónastóð í veginn. Stundum er þá heppilegt að leita aðstoðar hjá einstaklingum sem liprir eru í því hlutverki.
  • Frekara liðsinni
    Listi yfir fleiri aðila sem unnt er að leita til.
    Hér er skoðaður listi yfir ýmsa aðila sem unnt er að leita til eftir aðstoð eða upplýsingum þegar unnið er að þróun námskrár. Sumir aðilar eru tiltækir innan skólans eða vinna hjá skólaskrifstofum og ráðuneyti en aðrir starfa sjálfstætt eða hjá öðrum aðilum utan skólans.
Sjá
M&W
bls. 213
H&W telja námskrárþróun ekki vera tæknilegt úrlausnarefni með sjálfgefinni bestu lausn. Þeir taka undir með Purves (1975) sem kynnir til sögunnar þennan eftirfarandi skemmtilega og spennandi námskrárgerðarleik.
Nám-
skrár-
gerðar-
leikur-
inn

Purves
1975

Erum við lent í námskrárgerðarstarfi?
Hvernig ættum við að bera okkur að?
Hér er tillagan frá Purves: Komum í leik!

1. Skrifum námskrártengd hugtök - eitt á hvern miða.
Hér fara á eftir 15 hugtök í starfrófsröð !!
en bæta má við að vild, umrita þau sem hér eru fyrir og skipta þeim upp í önnur:

  • Aðrar námsgreinar
  • Áætluð útkoma
  • Bekkjarstarf
  • Efni og gögn
  • Fjárhagsrammi
  • Markmið
  • Menntastefna skólans
  • Nemendaáhugi
  • Nemendahæfni
  • Óvæntar útkomur
  • Skólahús og starfslið
  • Tímamörk
  • Viðhorf kennara
  • Þarfir faggreinanna
  • Þarfir samfélagsins

2. Menn velja sér miða - og enginn miði er skilinn eftir.

3. Hvert hugtak er skilið og skoðað eftir tengslum þess við hin.

4. Hópurinn vinnur leikinn ef honum tekst að koma öllum miðunum niður í innra samhengi.

Um
leikinn
Ótal leiðir eru til að finna samhengi milli þessara hugtaka og þess vegna felst sigur í hverjum leik = niðursettum miða. Sá sem hefur leikið þarf þó að svara til um hvert það samhengi er sem hann hefur hugsað sér. Líklegt er að sama uppröðun skýrist með ólíku samhengi hjá þátttakendum - en skýring þess er væntanlega yfirveguð og kveikir hugmyndir og innsæi. Uppsetning leiksins er skemmtileg og þátttakan vekur skemmtilega umræðu og hugmyndalega nálgun leikmanna.

H&W eru hrifnir af þessari mynd af vinnunni við þróun námskrár. Þeir segja hana sýna verkefnið sem skapandi og opið og listilegt - en alls ekki tæknilegt. Að sjálfsögðu sé námskrárþróunin í raun mun flóknari heldur en leikurinn en jafnframt ennþá skemmtilegri, gefi enn meiri innri ánægju og hafi að sjálfsögðu umfangsmeiri afleiðingar.

Efst á þessa síðu * Forsíða