Forsíða
námskrár-torg

Uppfært
15.4.2000


7. og 8. lota námskeiðs fyrir framhaldsskólakennara:

Námskrárfræði og skólanámskrárgerð
(Ágúst 1999-júní 2000) * Stuðst er við bók HogW
> Þróunaráætlun

um breytt námsefni
og endurskoðun kennsluhátta
í tölvunotkun.

Þessi samantekt er ætluð kennurum tölvudeildar. Þar hafa sumir meiri menntun og aðrir minni - einnig í kennslugreininni sjálfri. Sumir hafa starfað þar lengi en aðrir aðeins eina önn. Enn aðrir byrja nýir um leið og hið nýja námsefni er tekið upp. Sennilega hafa þeir kennt eldra námsefnið á fyrri kennslustað.

Hér er >> Efnisyfirlit

Þetta er miðverk samantektarinnar. Hér eru tilgreindir hinir einstöku meginkaflar þessarar samantektar og undirkaflar þeirra. Héðan er unnt að opna kaflana og frá þeim er aftur unnt að koma hingað.

Samtals

40 * A4

Útprentun - varúð!!

Ef öll þessi samantekt er prentuð út mun hún þekja um það bil 40 A4-síður - þann 15. apríl 2000.
Þess ber að gæta að samantektin er í vinnslu og ósnjallt er að prenta hana út fyrr en í júní-mánuði árið 2000.

>>7. lota: Efnisyfirlit * Útprentað: 2 * A4

Formáli = Eftirmáli

I Inngangur

  • Hvað er verið að kenna - og hvers vegna?
  • Hver er þróunin í samfélaginu? Hver er þróunin í lögum, reglugerðum og aðalnámskrá?
  • Hvert skal stefna? Hvaða breyting á kennslu og kennsluefni heldur í við - eða fer fyrir nytsamri og nauðsynlegri þróun á notkun þekkingar í þessari grein?
  • Hvað skal kenna? Hver er stuttyrt lýsing hinnar breyttu kennslu?
    Sjá UTN-103
    Sjá TÖK = TölvuÖKuskírteinið
  • Samandregin rök fyrir nytsemi og nauðsyn breytingarinnar
    > Ekki verður hjá því komist að breyta
    > Þörfin verður áfram breytileg
    > Álit annarra er góð vísbending
    > TÖK er starfsnám sem spannar æskilegt námsefni
    > Skynsamlegt er að taka upp TÖK
    > og halda áfram vöku sinni

Útprentað: 6 * A4

II II: Hvert er viðfangsefnið? Yfirlit yfir það verkefni sem fólgið er í framkvæmd breytingarinnar.

  • Minnkandi hópur eldri nemenda hefur lokið fyrra námsefni. Stækkandi hópur yngri nemenda hefur lokið nýja námsefninu. Meðan skiptin ganga yfir eru hóparnir samtímis í skólanum.
    Íhugað frá sjónarhóli eldri nemenda,
    yngri nemenda,
    hægfara nemenda.
    Nytsamar aðgerðir
  • Kennarar þurfa að gera sér grein fyrir
    (a) nauðsyninni að breyta
    (b) í hverju hin nýja kennsla er raunverulega fólgin - kynna sér hið nýja kennsluefni og gera sér grein fyrir að þrátt fyrir ný heiti á hugtökum er innihaldið ýmist kunnugt eða/og viðráðanlegt fyrir þá sjálfa,
    (c) hvar fæ ég hjálp?
    (d) er unnt að koma kennsluefninu fyrir á þeim tíma sem ætlaður er til námsins.
    (e) hvernig er pólitíska staðan? Vil ég vera með?
  • Afla þarf námsefnis og prófabanka og þjálfa kennara við að nýta sér þann banka.
  • Gera þarf áætlun um framkvæmd breytingarinnar
    Nokkur nytsöm atriði að hafa í huga

Útprentað: 5 * A4

III III: Áætlun um framkvæmd breytingar

  • Hverjir koma að verkinu?
  • Hvernig er undirbúningi háttað?
  • Hvernig er fyrri þekking nýtt?
  • Tímamörk. Hvenær lýkur verkefninu?
  • Hvaða starfsaðferð er beitt?
  • Áætlun - tímasetning
  • Hvernig er tekið á helstu hindrunum?
  • Hvernig er farið með ágreiningsmál?
  • Hvernig er staðið að kynningu?
  • Hvaða stuðningur er veittur?
  • Hvernig er árangur metinn?

Útprentað: 4 * A4

8. lota:

IV

IV: Nánari lýsing breyttrar kennslu:

  • Markmið náms << Sérstök síða ca 10*A4
  • Námsskipulag
  • Inntak náms
  • Kennsluhættir
  • Námsmat
  • Umsjón og leiðsögn
  • Tengsl við annað skólastarf

Útprentað: 12 * A4

V Formáli Formáli = Eftirmáli
Að skipta
um skoðun
Þegar ritari hófst handa við að skrifa þessa samantekt hafði hann þær hugmyndir að þar sem TÖK-námið væri á margan hátt víðfeðmara heldur en hið skilgreinda nám í UTN-103 þá væri eðlilegt að kenna beinlínis til próftöku í TÖK.

Þegar leið á verkið sýndist ritara sem óæskilegt væri fyrir einn skóla að nota svo aðfenginn og af öðrum skilgreindan námspakka til framgangs innan skólans. Smám saman þróaðist sú sýn að betra mundi að nota þá heimild sem aðalnámskráin felur í sér til að skilgreina UTN-nám og bjóða nemendum að njóta þess í því skyni að undirbúa sig undir TÖK-prófin. Nemendur gætu náð lágmarkskröfu UTN-náms og fengið einingar áfangans til framgangs innan skólans án þess að hafa náð - eða geta náð lágmarkskröfum TÖK-prófanna.

Að lokum hefur ritari breytt allri uppsetningu samantektarinnar þannig að hún nú miðar við þessa áætlun. Skilgreint verði nám í tveimur UTN-áföngum. Þeir beri nöfnin UTN-103, sem verði skyldunám, og UTN-203 sem verði valnám. Námið í þessum áföngum miði að sérstökum skólamarkmiðum að hluta - en annars að þeim markmiðum sem TÖK-námið skilgreinir.

Efst á þessa síðu *