Forsíða námskrár-torg Uppfært |
7. og 8. lota námskeiðs fyrir framhaldsskólakennara: Námskrárfræði og skólanámskrárgerð (Ágúst 1999-júní 2000) * Stuðst er við bók HogW | |||||
> | Þróunaráætlun
um breytt námsefni Þessi samantekt er ætluð kennurum tölvudeildar. Þar hafa sumir meiri menntun og aðrir minni - einnig í kennslugreininni sjálfri. Sumir hafa starfað þar lengi en aðrir aðeins eina önn. Enn aðrir byrja í nýir um leið og hið nýja námsefni er tekið upp. Sennilega hafa þeir kennt eldra námsefnið á fyrri kennslustað. | |||||
Hér er >> | Lýsing á því námi sem tekið verður upp
Þessi vefsíða geymir lýsingu á væntanlegu námi, markmiðum þess, kennsluháttum og mati. | |||||
>> | Efnisyfirlit
7. lota: | |||||
IV | 8. lota:IV: Nánari lýsing breyttrar kennslu: | |||||
Markmið | Markmið með kennslu áfangans TÖK << sérstök vefsíða!! | |||||
Þetta er svo fyrirferðar- mikill kafli að hann er hafður á sérstakri síðu. Samtals |
Markmið með kennslu þessa áfanga er margþætt. Hér verða þættirnir tíundaðir með hliðsjón af því sem fram kemur í
Markmið TÖK-námsins eru tekin nánast orðrétt af vef Skýrslutæknifélagsins. | |||||
Náms- skipulag |
Skipting TÖK-námsins í áfanga | |||||
Áfanga- skipting Kennslu- |
Umfang TÖK-námsins er metið með hliðsjón af umfangi þeirra námsáfanga af svipuðu þyngdarstigi sem í gangi eru nú í
framhaldsskólanum og þykir þá eðlilegt að skipta því í tvo þriggja eininga áfanga. Hvor áfanginn um sig býr nemendur undir próf í
hlutum TÖK-námsins. Þar sem enginn einn áfangi nægir til TÖK-prófs og þar sem auk þess er unnt að taka próf í einum hluta af sjö
hverju sinni og safna þannig saman í TÖK-skírteinið þykir heppilegra að nota annað nafn á áfangana en halda í staðinn tíð próf í hlutum
TÖK-námsins. Hér verða notuð áfanganöfnin UTN svo sem rúm er fyrir í nýju aðalnámskrá framhaldsskóla fyrir upplýsinga- og
tæknimennt.
Kennsluaðstæður Gert er ráð fyrir að kennslan fari fram í tölvuveri og hafi hver nemandi eina tölvu - en annars staðar ef nauðsyn ber til - svo sem þegar skoða þarf myndbönd. | |||||
Inntak náms |
Efnisinnihald námsáfanganna | |||||
neðst! | Áfangalýsingar UTN-103 og UTN-203 ásamt lýsingum TÖK-áfanganna eru neðst á þessari síðu. Þær eru nokkuð fyrirferðamiklar og með því að staðsetja þær neðst er reynt að láta þær slíta efni síðunnar minna sundur. | |||||
Kennsla | Kennsla og miðlun | |||||
Kennslu- hættir |
Aðferðir við kennslu og miðlun taka mið af eftirfarandi 5 meginatriðum - eða viðmiðum:
Ath: Í töflunni hér næst á eftir eru kennsluþættir metnir til þessara viðmiðana. Ekki er sjálfgefið að matið hljóti alltaf að vera eins og hér er gert. Hins vegar er matið hér miðað við það sem unnt er að gera úr atriðinu ef kennarinn er sér meðvitaður um markmiðin. Nytsamt er ef kennarar ræða ýmsar hliðar á framsetningunni og aðgerðinni og bera saman ráð sín og hugmyndir um útfærslur. | |||||
Skoðun | Aðferð/aðgerð - stigin eiga að tákna í hvaða mæli aðferðin þjónar viðmiðinu - viðmið >> | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 |
Markmið | Í fyrsta tíma er nemendum liðsinnt inn á skólanetið og að opna ritvinnsluforrit. Þar skrifa allir þá nytsemi sem þeir sjá fyrir sér að unnt er að hafa af náminu. Þeim er liðsinnt með að vista skjölin á sameiginlegum stað. Þeir eða/og kennarinn steypa skölunum í eitt skjal. Allir taka það inn, lagfæra og samræma og prenta út sitt eigið eintak. Nöfn allra fylgja. | 5 | 5 | 5 | 5 | 5 |
Náms- áætlun |
Kennarinn leggur fram námsáætlun í upphafi og vekur umræðu um hver ástæðan er til námsins, hvernig verður kennt, hversu erfitt verður námið, hvaða forkunnáttu þarf til, hvernig er prófað. Lögð fyrir lítil könnun um þekkingu nemenda á lykilatriðum áætlunarinnar. Áður en henni er svarað er opnað fyrir umræður um efnið. | 5 | 3 | 5 | 5 | 5 |
Aðstaða | Nemandinn vinnur á tölvur sem tengdar eru staðarneti og internetinu. Hann sækir gögn sín bæði á staðarnetið og á internetið | 5 | 5 | 5 | 5 | 5 |
Flýting | Lögð er áhersla hvað eina sem getur flýtt fyrir nemendum að tileinka sér efnið. Meðal annars aflað nytsamra myndbanda til að miðla upplýsingum sem hraðað geta námi. Boðskapur efnisins síðan ræddur og álitamál studd rökum gegn mótrökum. Umræðan metin. | 5 | 5 | 5 | 1 | 5 |
Upplýsinga- öflun og samskipti |
Notuð upplýsinga- og samskiptatækni við að afla upplýsinga, sækja kennsluefni, vinna verkefni, hafa samskipti við kennara og skila verkefnum inn á vef og til mats. | 5 | 5 | 1 | 5 | 5 |
Málþing | Stofnað til málþinga um upplýsingar, leit að þeim, áreiðanleika og notkun þeirra og heimild til að hagnýta þær. Málþing geta verið í heyranda hljóði eða/og á vef. | 5 | 5 | 1 | 5 | 5 |
Sérverkefni
þverfagleg |
Nemandinn geri samning við kennara annarrar greinar um að ritgerð eða framsetning sem hann skili í þeirri
grein verði metin þar til einkunnar. Verkið verði unnið með þeirri tækni sem nemandinn er að kynna sér í
UTN-náminu. Leiðbeint sérstaklega um eftirtalin atriði og þau síðan rædd frekar með hliðsjón af dæmum: >> útlit, framsetning og yfirgrip og læsileiki - >> inn- og útvísanir og beiting margmiðlunar við framsetninguna >> tjáning um tölvunet. >> efnisinnihaldið, efnistök og skilningur >> ný sjónarhorn, nýr skilningur, nýjar upplýsingar >> upplýsingar, öflun þeirra, áreiðanleiki og notkun |
5 | 5 | 1 | 5 | 5 |
Heima- vinna |
Nemandinn vinni verkefni utan kennslustunda. Lausnir á einstökum vandamálum finni hann á vef. Þau vandamál sem hann ekki finnur þar leyst leggur hann vinnu í að leysa ásamt kennara og lausn hans er síðan sett inn á vef fyrir aðra að nýta. | 1 | 1 | 5 | 5 | 5 |
Prófa- banki |
Námsefnið er hlutað niður í prófanlegar einingar. Nemandinn getur sótt sjálfspróf á vef og tekið þegar hann vill.. | 5 | 3 | 5 | 5 | 5 |
Mat próf |
Kennari getur ákveðið með óformlegu mati að tæknileg kunnátta nemandans sé nægileg en annars er hún prófuð formlega með prófatriðum úr prófabanka | 5 | 3 | 1 | 1 | 1 |
Skoðun | Aðferð/aðgerð - stigin eiga að tákna í hvaða mæli aðferðin þjónar viðmiðinu - viðmið >> | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 |
Námsmat | Aðferðir til að meta námið
Nauðsynlegt er að gera ítarlega töflu yfir þau markmið sem dregin hafa verið fram í markmiðalistanum þannig að fram komi hver þeirra sé sérsaklega ætlunin að uppfylla að einhverju eða öllu leyti í námi nemandans í þessum námsáfanga. Sum atriði eru ekki á færi einstakra áfanga en þeir leggja þó sitt af mörkum. Eðlilegt er að slík atriði séu metin af sérstökum aðilum sem fylgist með nemendum innan og utan kennslustunda með ýmsum hætti og ekki endilega reglulegum. Þetta á til dæmis við um mörg meginmarkmiða framhaldsskólans. Gerð slíkrar töflu er í raun brennandi viðfangsefni þótt hér gefist ekki tími að sinni til þess. Sjálfsagt er að líta til þess að þetta nám mun verða nokkurn tíma í mótun og þegar því hefur verið hrundið af stað er eðlilegt að þróa það nánar með gerð slíkrar töflu og síðan með stuðningi af henni. | |||||
40%
Tæknileg |
Tæknilegum atriðum skipað í söfn. Í áfanganum eru nokkur söfn. Kunnátta nemenda er annað hvort nógu góð eða ekki nógu góð í
hverju safni. Kunnáttan annað hvort metin af kennara við athugun eða með notkun prófatriða úr prófabanka. Til að standast próf í
safninu þarf nemandinn að leysa 45% atriða viðunandi án annarra hjálpartækja en hugbúnaðurinn veitir aðgang að.
Þegar nemandinn þreytir síðan TÖK-próf kann hann að þurfa að leysa 80% atriðanna rétt. Hann getur því staðist UTN-námið án þess að hafa undirbúið sig nægilega til að geta náð prófi í viðkomandi TÖK-áfanga. | |||||
20%
Málþing |
| |||||
40%
Sérverkefni |
Sérverkefni nemandans er metið í samvinnu við þann kennara sem efnið heyrir undir.
| |||||
Umsjón | Umsjón og leiðsögn | |||||
> | Deildarstjóri eða annar umsjónarmaður áfangans annast söfnun og miðlun upplýsinga um kennsluatriði, matsatriði og einkunnir. Höfð er
virk samvinna við aðra skóla sem reka sams konar áfanga. Stofnað er til sameiginlegra funda með samsvarandi deildum og kennurum
annarra skóla um nám og námsefni áfanganna.
Þegar því verður við komið koma aðrir kennarar inn í kennslutíma og liðsinna um kennslu einstakra nemenda og afla um leið almennra og sértækra upplýsinga um miðlun kennara og nám nemenda og leggja þær fram til umræðu á deildarfundum. | |||||
Tengsl | Tengsl við annað skólastarf | |||||
> | Bein tengsl eru milli kennslu og náms í þessum áföngum og annarra greina með því móti að hver nemandi vinnur í áfanganum verkefni
þar sem hann fjallar um efni úr öðrum námsáfanga sem hann stundar nám í og kennari hans í þeim áfanga hefur samþykkt og fylgist
með. Námsmat á því verkefni er í höndum beggja kennaranna.
Vefsíður þær sem til verða í þessum áfanga eru settar inn á skólavefinn og tengjast þannig skólanum og andliti hans innan skólans. Hugsanlegt er að sumar vefsíður þyki eiga erindi út á internet-vef skólans og verði þannig aðgengilegar öllum þeim sem heimsækja skólavefinn. Nemendur sem lokið hafa námi í þessum áföngum gætu tekið að sér ólaunaða eða launaða vinnu fyrir skólann eða skólafélagið við ritvinnslu eða vefsíðugerð um tiltekin efni. | |||||
Hér finnurðu > |
Áfangamarkmið fyrir UTN-103 og UTN-203 | |||||
A | Almenn lýsing
Áfanginn UTN-103 er forkröfu-áfangi fyrir nemendur sem ekki hafa fullnægjandi grunn í upplýsinga- og tölvunotkun. Með áfanganum er verið að tryggja að allir nemendur skólans geti nýtt sér upplýsingar á margvíslegu formi og upplýsinga- og samskiptatækni sem verkfæri í hverri námsgrein. Í þessum áfanga fær nemandinn þjálfun í atriðum sem á skortir að hann hafi náð lokamarkmiðum grunnskólanámsins. Með námi í áfanganum UTN-103 undirbýr nemandinn sig einnig undir að standast fyrstu þrjú áfangapróf tölvuökuskírteinisins. Sérstaklega ber þó að benda á að námsefni áfangans er að nokkru leyti annað en krafist er kunnáttu í til TÖK-prófs auk þess sem prófkröfur og prófmat í UTN-103 er með nokkuð öðrum hætti en til TÖK-námsins. Þess vegna geta nemendur staðist próf í UTN-103 án þess að það merki að þeir séu fullbúnir undir TÖK-próf í viðkomandi áföngum þess. | |||||
B
Yfir- til |
Við námsmat í UTN-námi skal taka tillit til þess hversu - í starfi sínu við öflun og úrvinnslu upplýsinga á tölvutæku formi -
nemandinn:
| |||||
C
UTN-103 |
UTN-103: áfangamarkmið
I: tölvunotkun: Nemandi
II: Upplýsingalæsi: Nemandi
Til að ljúka áfanganum á fullnægjandi hátt þarf nemandinn að fá vinnu sína og frammistöðu metna til einkunnarinnar 5,0. | |||||
D
UTN-203 |
UTN-203: áfangamarkmið
Notkun skrifstofuhugbúnaðar. Nemandi
Til að ljúka áfanganum á fullnægjandi hátt þarf nemandinn að fá vinnu sína og frammistöðu metna til einkunnarinnar 5,0. | |||||
TÖK-próf | Hér á eftir fara markmiðskilgreiningar TÖK-prófsins
Þessar skilgreiningar eru afar ítarlegar og þjóna því mjög vel sem lýsingar á því sem nemandinn þarf að hafa á valdi sínu. Þær eru hlutlægar og hægt er að leita uppi lausnir á þeim og tileinka sér. Þegar því er lokið er nemandinn tilbúinn að þreyta próf. | |||||
TÖK | Áfangamarkmið TÖK-námsins - (útgáfa 1.5)
TÖK = Tölvu-ökuskírteini er evrópskt skírteini sem sýnir hæfni þess sem þar er getið til að vinna við tölvur. Skírteinið er tekið gilt á
Íslandi og annars staðar í Evrópu. Námsmarkmiðin þróast með þróun tölva og hugbúnaðar. Hér er miðað við útgáfu 1.5 af
námsmarkmiðunum. Tekin eru próf í sjö aðskildum þekkingar- og leikniatriðum. Unnt er að taka prófin eitt og eitt í senn og þegar eitthvert þeirra er staðið fær nemandinn stimpil í hæfnisskírteini. Ef hann vill fá tölvuökuskírteinið þarf hann hins vegar að standast öll 7 prófin innann þriggja ára. Efnishlutarnir sjö eru: 1. áfangi (TÖK-1) Grunnþekking á upplýsingatækni. Þessi áfangi skiptist í 6 efnishluta | |||||
TÖK-1 | 1. áfangi - Grunnatriði upplýsingatækni
Í þessum áfanga er prófaður skilningur próftakans og þekking á almennri notkun upplýsingatækni. Próftaki skal vera fær um að sýna að
hann búi yfir almennri þekkingu á tölvum og hlutverki þeirra í samfélaginu. | |||||
TÖK-1.1 | 1. hluti: Grundvallarhugtök
Próftaki skal - þekkja einstaka hluta tölvunnar | |||||
TÖK-1.2 | 2. hluti: Tölvunotkun
Próftaki skal - hafa skilning á þýðingu aukinnar tölvunotkunar | |||||
TÖK-1.3 | 3. hluti: Upplýsingasamfélagið
Próftaki skal - hafa skilning á áhrifum aukinnar tölvunotkunar | |||||
TÖK-1.4 | 4. hluti: Ákvæði, löggjöf, gagnaöryggi
Próftaki skal - skilja hvað felst í höfundarrétti á hugbúnaði og ýmsum atriðum varðandi öryggi og löggjöf í sambandi við afritun, samnýtingu og lán á disklingum | |||||
TÖK-1.5 | 5. hluti: Vélbúnaður, hugbúnaður og vinnustellingar
Próftaki skal - þekkja muninn á vélbúnaði og hugbúnaði | |||||
TÖK-1.6 | 6. hluti: Internetið - Vefurinn
Próftaki skal kunna að - skýra hugmyndina að baki tölvusamskipta og hlutverk þeirra í nútíma upplýsingakerfum | |||||
TÖK-2 | 2. áfangi - Tölvan og stýrikerfi hennar
Markmið þessa áfanga er að kanna þekkingu próftaka á grundvallarstarfsemi tölvunnar sem nauðsynleg er til þess að hægt sé að nýta tölvuna til hagnýtra hluta. Próftaki skal geta sýnt að hann geti lokið við grunnviðfangsefni í tölvunotkun. Inntak: - Próftaki skal kunna að - ræsa tölvuna | |||||
TÖK-3 | 3. áfangi - Ritvinnsla
Markmið þessa áfanga er að kanna hagnýta reynslu próftaka af notkun ritvinnslu. Próftaki skal geta sýnt að hann kunni að nota ritvinnsluforrit og aðgerðirnar í því. Inntak - A. Grunnaðgerðir: Próftaki skal án aðstoðar kunna að - ræsa ritvinnsluforritið Inntak - B. Flóknari aðgerðir: Próftaki skal án aðstoðar kunna að - draga inn texta | |||||
TÖK-4 | 4. áfangi - Töflureiknir
Markmið þessa áfanga er að kanna hagnýta reynslu próftakans af notkun töflureiknis. Próftaki skal geta sýnt að hann kunni að búa til nýtt töflureiknisskjal og nota töflureikni og grunnaðgerðir hans. Inntak - A. Grunnaðgerðir: Próftaki skal kunna að - opna töflureiknisskjal, breyta því, bæta við línum og reikna ný gildi Inntak - A. Flóknari aðgerðir: Próftaki skal kunna að - nota beinar og afstæðar reitatilvísanir í formúlum | |||||
TÖK-5 | 5. áfangi - Gagnagrunnur
Markmið þessa áfanga er að kanna færni próftaka í að búa til lítinn gagnagrunn með algengu gagnagrunnsforriti svo og að framkvæma einfaldar fyrirspurnir og skilgreina skýrslur í gagnagrunni sem þegar er til. Inntak A: Búa til gagnagrunn Próftaki skal án aðstoðar kunna að - hanna einfaldan gagnagrunn Inntak B: Nota gagnagrunn sem er þegar til - sækja gagnagrunn sem er þegar til | |||||
TÖK-6 | 6. áfangi - Gerð kynningarefnis
Markmið þessa áfanga er að kanna færni próftaka í að búa til kynningarefni með algengu forriti. Inntak - Próftaki skal kunna að - nota bólur í uppsetningu til að leggja áherslu á atriði | |||||
TÖK-7 | 7. áfangi - Internetið
Markmið þessa áfanga er að kanna skilning próftaka á hugtakinu upplýsinganet. Próftaki skal geta sýnt að hann kunni að senda tölvupóst og leita á Internetinu. Inntak A: Tölvupóstur - Próftaki skal kunna að - senda boð í tölvupósti Inntak B: Netið - Próftaki skal kunna að - tengjast Internetinu |
Efst á þessa síðu * Forsíða GÓP-frétta * Efnisyfirlit þessarar samantektar